Þjóðviljinn - 27.02.1988, Side 9

Þjóðviljinn - 27.02.1988, Side 9
MENNING Óperan Óperan er samspil tónlistar og leiklistar og góð óperusýn- ing verður því aðeins til að leiklistarþættinum sé sinnt af jafnmikilli alvöru og tónlistar- þættinum. Þettaerauðvitað ástæðan fyrir því að verulega góðar óperusýningar eru fremur sjaldgæft fyrirbæri - svo margir ólíkir þættir þurfa að vinna saman til þess að frábær árangur náist. Sem beturfer hafaforsvarsmenn íslensku óperunnar skilið þetta frá upphafi og lagt mikla og góða rækt við leiklistarþátt óperusýningasinna. Þarhafa leikstjórarnir Þórhildur Þor- leifsdóttirog Bríet Héðinsdótt- ir lagt fram mikinn skerf en vert er að leggja á það áherslu hversu ómetanlegt hefur ver- ið það verk sem Una Collins hefur unnið fyrir Óperuna með leikmyndum sínum og búningum og hversu einstakt lán það hefur verið fyrirokkur áhorfendur að njóta listar þessa snilldarhönnuðar. Þessi framúrskarandi fallega og skemmtilega uppsetning á Don Giovanni byggir mjög á hinni einföldu en bráðsnjöllu leikmynd Unu. Grunnform sviðsins er hvít og stílfærð eftir- líking á 18. aldar leiksviði með kúlissustoðum og upphallandi sviðsgólfi. Þetta er allt saman hvítt og hlutlaust. Baktjaldið er áteiknað myndum af byggingar- pörtum í klassískum stfl. Allt minnir þetta á ritunartíma óper- unnar en er einnig mátulega hlut- laus umgerð til þess að hægt sé að lita hana með ljósum á margvís- legan hátt allt eftir gangi leiksins hverju sinni. En í stað gömlu kúl- issanna eru höfð glitflúruð borð sem ganga frá gólfi til lofts og hægt er að færa fram og aftur til þess að mynda margvísleg rými á sviðinu. Þetta er mjög einfalt og afskaplega fallegt og gefur leikur- unum góða umgerð og staði til að fela sig bak við, standa upp við o.s.frv. Umgerðin er sem sagt nútíma- leg stflfæring á klassísku leiksviði. Þórhildur Þorleifsdóttir fylgir svipuðum línum í leikstjórn sinni sem ber nokkurn keim af commedia dell'arte og er klassísk í anda í tilfinningalegri hófstill- ingu. Þórhildi tekst afar vel að láta leikinn renna ljúft og mjúk- sem leiklist lega áfram, skiptingar eru snögg- ar og áreynslulausar, sýningin verður nánast aldrei stíf eða þvinguð, en það er atvinnusjúk- dómur óperunnar. Þetta á sér- staklega við um fyrsta þátt sem rennur áfram sem eitt óslitið tón- listardrama og er með því besta SVERRIR HÓLMARSSON sem ég hef nokkurn tíma séð á sviði. Seinni þátturinn er ívið stirðari en það er einkum vegna þess að hann er óhönduglegri dramatík frá höfundarins hendi, gangur leiksins verður ruglings- legri og það koma allmargar aríur sem stöðva gang leiksins meðan fólk stendur á sviðinu og syngur um tilfinningar sínar. En loka- atriðin lyftu öllu í hæðir á ný og Don Giovanni hélt til helvítis með sönnum gllæsibrag. Þetta góð óperusýning byggist vitanlega á því að söngvararnir geti leikið. Það geta auðvitað ekki allir söngvarar. En í þetta skiptið var ekki hægt að finna al- varlega að nokkrum einasta manni og flestir léku stórkost- lega. Kristinn Sigmundsson þótti mér vinna risavaxinn sigur í titil- hlutverkinu. Hann fer um sviðið af slíkum krafti og myndugleik að allt nötrar í kringum hann og syngur eins og þeir sem valdið hafa. Hann féll svo sannarlega vel að þeirri túlkun að Don Gio- vanni sé eins konar óbeislað nátt- úruafl. Eitt er víst að þegar Krist- inn leikur þetta hlutverk og syng- ur hlýtur allra samúð að vera með þessum ágæta skálki. Bergþór Pálsson veitti honum líka verðugan mótleik sem Lep- orello. Bergþór er leikari og meira að segja gamanleikari af guðs náð, það liggur f augum uppi við fyrstu sýn. Þar sem hann er einnig búinn prýðilegum söng- hæfileikum er hann sérlegur fengur fyrir hvaða óperusvið sem er. Hann naut sín svo sannarlega í hlutverki hins bragðvísa þjóns og seint iíður úr minni atriðið þegar hann romsar upp þulunum af konum þeim sem herra hans hef- ur dregið á tálar og hefur Una Collins þar lagt til mikið snilldar- bragð í búning hans sem reynist luma á endalausum kvennalist- um. Ekki er síður hægt að hrósa konunum þremur sem Don Gio- vanni er að eltast við, þær eru hver annarri betri í leik og söng. Ólöf Kolbrún ber höfuð og herð- ar yfir hvað reynslu og söngkraft snertir en þær Elín Osk og Sig- ríður Gröndal leysa sín hlutverk mjög vel af hendi þótt þær séu fremur reynslulitlar og hafa báð- ar mikla leikræna hæfileika. í þessari sýningu leggst allt á eitt til að gera hana stórkostlega áhrifamikla og auk þess alveg bráðskemmtilega. Hún er ótrú- legt afrek miðað við aðstæður og sýnir að íslenska óperan er þess umkomin að takast á við stærstu og erfiðustu verkefni óperubók- menntanna og skila þeim með sögulegum hætti. Sverrir Hólmarsson Grcin Sigurðar Þ. Guðjónssonar um sýningu Islensku óperunnar birtist miðvikudaginn 2. mars. I tilefni af Norrænu tækniári 1988 verd- ur opið hús hjá Pósti og síma sunnudaginn 28. feb. kl. 14-18 Kynning á símatækni og þjónustu verður á eftirtöldum stöðum: Árvnúli 27: Múlastoð: • Ráðstefnusjónvarp ♦Samskipti með tölvum í almenna gagnanetinu •Skjalaflutningur með myndsenditækjum *Tenging Ijósleiðara *Ritsímaþjónusta •Ýmsir þjónustumöguleikar fyrir símnotendur •o.fl. *Sjálfvirkar símstöðvar •Farsímastöð • Gagnaflutningastöð • Búnaður fyrir sjónvarpssendingar •Ljósleiðarar og Ijósleiðarabúnaður •Mælistofa Landsímans Fjarskiptastððin Jarðstöðin Skyggnir: •Gervitunglafjarskipti Radíóflugþjónusta Skiparadíó Bílaradíó Boðið er upp á veitingar á 2. hæð í Múlastöð. Næg bílastæði. PÓSTUR OG SÍMI Norrænt tækníár 1988

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.