Þjóðviljinn - 27.02.1988, Side 11

Þjóðviljinn - 27.02.1988, Side 11
Palestína Fjórir vegnir Franskir og breskir sjónvarpsáhorfendur fengu nasasjón af hryðjuverkum ísraelsböðla á fimmtudagskvöld Miklar ócirðir geisuðu á her- teknu svæðunum í gær á öðrum degi heimsóknar Georges Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í ísrael. Að minnsta kosti fjórir Paiestínu- menn létu lífíð og tugir slösuðust. Tveir þeirra voru skotnir til bana af ísraelsdátum en óvíst er með hvaða hætti þeir urðu hinum tveim að aldurtila. Eftir gærdag- inn má vera Ijóst að 72 Palestínu- menn hafa verið drepnir af her- mönnum og „landnemum“ af gyðingaættum frá því uppreisnin hófst á vesturbakka Jórdanár og Gazasvæðinu þann 9da desember í fyrra. Þótt her og lögregla hefðu mik- inn viðbúnað og léti mikið á sér bera kom til heiftarlegra mót- mæla í Austur-Jerúsalem og nán- ast öllum þorpum og bæjum á herteknu svæðunum. í Hebron reyndu hermenn að dreifa mannfjölda með táragasi og gúmmíkúlum en þegar það dugði ekki til var að vanda gripið til riffla og vélbyssna. Eftir skot- hríð þeirra lá einn maður örendur í valnum en að minnsta kosti fjór- ir illa sárir. Þegar menn huguðu að líki hins fallna, kennarans Fo- uabs Ajubs, kom í ljós að hann hafði ekki verið hæfður blýkúlu. Fréttastofa Palestínumanna segir hann hafa kafnað af völdum tára- gass. Annarsstaðar á vesturbakkan- um, í þorpinu Tubas, skutu ísra- elskir dátar 65 ára gamla konu í kviðinn og var hún látin þegar komið var með hana á sjúkrahús. Morðingjarnir sögðust hafa verið að „bæla niður ofbeldisaðgerð- ir.“ Auk þeirra sem hafa verið nefndir féllu 22 ára gamall maður og piltur á 14da aldursári fyrir hendi einkennisklæddra morð- varga ísraelsstjórnar. í fyrradag sýndu sjónvarps- stöðvar í Frakklandi og á Bret- landseyjum kvikmyndir af því þegar ísraelsdátar brutu hand- leggi varnarlauss Palestínumanns sem þeir höfðu handtekið í borg- inni Nablus á vesturbakkanum. Börðu böðlarnir manninn í fjöru- tíu mínútur með grjóthnull- ungum áður en þeir höfðu loks fullnægt kvalafýsn sinni. Reuter/-ks. Panama Hvað segir Kaninn? jóðþing Panama ákvað í gær að reka forseta landsins, Eric Arturo Delvalle, úr embætti, en hann hafði fyrir sitt leyti reynt að losa sig við Manucl Antonio Nori- ega hershöfðingja. Delvalle forseti hefur árum saman étið úr lófa Noriega, stjórnanda Iandsins í raun, og ljóst er að hann hefur reist sér hurðarás um öxl með brottvikn- ingu hershöfðingjans; Noriega gerði sér hægt um hönd og með fulltingi þingsins mátti Delvalle Armenía Miljón spássérar Á að giska ein miljón manna gekk fylktu liði um götur Jerevan, höfuðborgar Armeníu i gær- kveldi. Krafðist fólkið þess að armenskt hérað í Azerbaijan yrði sameinað átthögunum á ný. Sjónarvottur ræddi við frétta- mann Reuters í síma og tjáði hon- um að Armenar hefðu hópast til höfuðborgarinnar úr öllum landshornum. Hann lét þess get- ið að fólkið héldi stillingu sinni og að allt færi friðsamlega fram. Fyrr um daginn hafði Gorbat- sjov aðalritari ávarpað Armena í útvarpi og hvatt þá til að láta af mótmælum sínum. Reuter/-ks. forseti taka pokann sinn. Þessum máialyktum unir hann að vonum illa, og hefur nú klagað verknað- inn fyrir Bandaríkjamönnum. CBS-fréttastofan hafði tal af Delvalle forseta sem nú er orðinn fyrrverandi, og var hann spurður hvort hann áliti sig enn oddvita þjóðarinnar þrátt fyrir verknað þingsins. „Ég er nú hræddur um það,“ sagði Delvalle. „Þeir sem nú reyna að bola mér í burtu hafa ekki vott af ástæðu til þess. Nú stendur upp á Bandaríkjamenn í þessu máli.“ Helmut Schmidt, fyrrum kansl- ari Sambandslýðveldisins Þýskalands, trúði Valery Giscard d‘Estaing fyrir því árið 1980 að faðir sinn væri gyðingur. Forset- inn fyrrverandi greinir frá þessu í bók sem kemur út í næstu viku í Frakklandi. Giscard vitnar í Schmidt: „Þú verður sá eini sem fær hlutdeild í þessu leyndarmáli að konu minni og nánasta aðstoðarmanni und- anskildum... faðir minn er gyð- ingur.“ Giscard heldur áfram: „Ég var sem þrumu lostinn... Helmut, kanslari Vestur-Þýskalands sem Delvalle hét á Bandaríkja- menn sér til stuðnings, en kvaðst þó ekki vera að kalla á hernaðar- íhlutun þeirra í Panama. Illdeilur þessar blossuðu upp í fyrradag er Delvalle forseti tók á sig rögg og rak Noriega hershöfð- ingja, hvað hann hefði að líkind- um betur látið ógert í ljósi þeirra atburða er síðar hafa gerst. For- setinn seinheppni gaf hershöfð- ingjanum dópbrask að sök auk fjárglæfra af ýmsu tagi. Reuter/HS enn hafði ekki að fullu friðþægt fyrir stríðsglæpina og helförina, hann var gyðingur að faðerni." Schmidt skýrði forsetanum ennfremur frá því að faðir sinn, sem var kennari, hafi búið við stöðugan ótta við það á stríðsár- unum að upp um sig kæmist. Hann hafi verið óskilgetinn sonur auðugs bankamanns af gyðinga- ættum en ættleiddur af „arískum“ hjónum er báru ættarnafnið Schmidt.“ Giscard segist hafa fengið góð- fúslegt leyfi vinar síns til þess að afhjúpa leyndarmálið í bók sinni. Reuter/-ks. Uppljóstrun „Faðir minn er gyðingur“ ST. JÓSEFSSPÍTALI, LANDAKOTI St. Jósefsspítali, Landakoti býöur ákjósanlegan vinnustaö í hjarta borgarinnar. Góðar strætis- vagnaferðir í allar áttir. Þar getur þú fundiö eitthvaö viö þitt hæfi. Okkur vantar starfsfólk í hin ýmsu störf innan spítalans, svo sem HJÚKRUNARFRÆÐINGA á eftirtaldar deildir: Handlækningadeild l-B, sem er eina augndeild landsins. Handlækningadeild ll-B, sem er lítil almenn deild. Handlækningadeild lll-B, almenn deild. BARNADEILD, þar er líf og fjör. HAFNARBÚÐIR, sem er öldrunardeild, þar vantar næturvaktir en aörar vaktir koma einnig til greina. VÖKNUN, þar er dagvinna. SJÚKRALIÐA vantar á handlækningadeild lll-B. Boðið er upp á aðlögunarkennslu áöur en starfs- menn fara á sjálfstæðar vaktir. Við reynum að gera öllum kleift að sækja námskeið og ráðstefn- ur. Við erum opin fyrir öllum nýjungum og viljum að starfsfólk fái að njóta sín. Við opnum nýtt barnaheimili í vor. Einnig vantar sumarafieysingar fyrir sjúkra- liða og hjúkrunarfræðinga á allar deildir spítalans. Upplýsingar veittar í síma 19600-300 á skrifstofu hjúkrunarstjórnar alla daga. Reykjavík 26. 2. 1988. Matreiðslumaður og starfsfólk í eldhús óskast nú þegar til starfa við Hótel Egilsbúð, Neskaupstað. Nánari upplýsing- ar veitir Guðmundur Ingvason, sími 97-71323. Útboð ''/v/m r Vesturlandsvegur í Hvalfirði, 4. áfangi Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint verk. Lenad vegarkafla 3,64 km, fylling og burðarlag 21.000 m3 og klæðning 24.000 m2. Verki skal lokið 10. júlí 1988. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 2. mars nk. Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14:00 þann 14. mars 1988. Vegamálastjóri Vantar þig vinnu? Okkur vantar starfsmann í eldhúsið. Um er að ræða að sjá um léttan hádegisverð 5 daga vik- unnar fyrir starfsfólk okkar. Upplýsingar hjá fram- kvæmdastjóra blaðsins í síma 681333. þJÓÐVIUINN l.augardagur 27. febrúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.