Þjóðviljinn - 27.02.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 27.02.1988, Blaðsíða 14
Aðaifundur Aðalfundur Félags íslenskra kjötiðnaðarmanna verður haldinn að Hótel Sögu laugardaginn 5. mars kl. 14.00. Dagskrá: 1. Skýrsla formanns. 2. Skýrsla gjaldkera. 3. Lýst kjöri stjórnar. 4. Kosning nefnda. 5. önnur mál. Stjórn F. í. K. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Utideildin í Reykjavík Við í Útideildinni vinnum leitar- og vettvangsstarf meðal barna og unglinga. Markmiðið með starf- inu er m.a. að hjálpa unglingum til að koma í veg fyrir að þeir lendi í erfiðleikum og að aðstoða þá ef slíkt kemur fyrir. Við erum að leita að starfsfólki með háskóla- menntun í félagsráðgjöf og sálarfræði eða sambærilega menntun. Vinnutíminn er á daginn og kvöldin. Nánari upplýsingar gefur Edda Ólafsdóttir í síma Útideildar 621611 e.h. Umsóknum skal skilað til Starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, á umsókn- areyðublöðum sem þar fást fyrir 14. mars. Utboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, fyrir hönd hafnarmálastjórans í Reykjavík, óskareftirtilboð- um í sprengingar og landgerð í Kleppsvík. Helstu magntölureru: laus jarðefni 17.000 m3, klappar- sprengingar 74.000 m3, landfyllingar 64.000 m3, flokkun og frágangur á grjóti 10.000 m3. Útboðs- gögn eru afhent á skrifstofu vorri, að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 15.000 skilatryggingu. Til- boðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 16. mars kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Simi 2580Ó Utboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, fyrir hönd Hitaveitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í að framleiða pípu-undirstöður og stýringar fyrir Nesjavallaæð. Heildarþungi er um 290 tonn. Út- boðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 15.000 skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 16. mars kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Simi 25800 Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Staða fulltrúa Laus ertil umsóknar staða fulltrúa í Fjármála- og Rekstrardeild Félagsmálastofnunar Reykjavík- urborgar. Starfið er fjölbreytt og gefur góða reynslu í skrifstofustörfum. Æskilegt er að viðkomandi hafi stúdentspróf eða hliðstæða menntun. Sveigjanlegur vinnutími. Vinnustaður er Vonarstræti 4. Upplýsingar gefur yfirmaður Fjármála- og Rekstrardeildar í síma 25500. Frá Bændaskólanum á Hvanneyri Auglýsing um námskeið 1. Byrjendanámskeið í loðdýrarækt Fjallað um grundvallaratriði loðdýraræktar, fóðrun og hirðingu og fl. Bókleg og verkleg kennsla. Dags. 7.-9. mars. 2. Félagsmál í landbúnaði Fjallað um helstu atriði í fundarsköpum og tillögugerð. Kynnt starfsvið einstakra stofn- ana innan landbúnaðarins, t.d. Búnaðarfé- lags íslands, Stéttarsambands bænda og Framleiðsluráðs. Fjallað um trygginga- og líf- eyrismál, forfalla- og afleysingaþjónustu í sveitum og fl. Dags. 14.-16. mars. 3. Námskeið í hagfræði Megináhersla verður lögð á skilgreiningu á föstum og breytilegum kostnaði. Fjallað um framlegð og skoðaðir framlegðarreikningar. Einnig verður gerð grein fyrir fjárfestingar- og greiðsluáætlunum. Dags. 17.-19. mars. 4. Námskeið í málmsuðu og málmsmíði Lögð áhersla á notagildi og möguleika raf- suðuvéla og logsuðutækja. Einnig kynntir möguleikar einstakra efna til smíða og við- gerðal Dags. 24.-26. mars. Þátttaka tilkynnist til skrifstofu Bændaskólans á Hvanneyri s: 93-70000. Skólastjóri Dagvist barna Nýtt dagvistarheimili Staða forstöðumanns á nýju dagvistarheimili í Seljahverfi er hér með auglýst laus til umsóknar. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri á skrifstofu Dagvistar barna, í síma 27277. j| Félagsmálastofnun " |" Reykjavíkurborgar Droplaugarstaðir Heimili aldraðra, Snorrabraut 58 Starfsstúlkur vantar í eldhús, 100% starf og 35% starf, nú þegar. Einnig til afleysinga í eldhús í sumar. Starfsstúlkur í ræstingu 62,5% starf, nú þegar. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 25811 milli kl. 9-12 f.h. virka daga. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur !|P Leyfisgjald fyrir hunda í Reykjavík Gjalddagi leyfisgjaldsins er 1. mars og eindagi 1. apríl nk. Við greiðslu gjaldsins, sem er kr. 5.400,00 fyrir hvern hund, ber eigendum að framvísa leyfisskír- teini og hreinsunarvottorði eigi eldra en frá 1. september s. Gjaldinu er veitt móttaka á skrifstofu eftirlitsins, Drápuhlíð 14, daglega frá kl. 8.20 til 16.15. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur IÞROTTIR Portúgal Allison í 7 vikna bann Ætlarað nota labb- rabb tœki Hinn litríki þjálfari og fyrrum leikmaður hjá Manchester City, Malcolm Allison var í gær dæmd- ur í sjö vikna bann fyrir kvartanir við dómarann. Hann þjálfar nú hjá 1. deildarliðinu Setubal í Por- túgal. Einnig fékk hann sekt uppá 100.000 Escudos, sem ku vera um 25.000 krónur. Pó að hann megi ekki vera í þjálfaragryfjunni má hann vera uppí stúku og þaðan ætlar hann einmitt að stjórna liði sínu með talstöð til aðstoðar. Aðalfundur Samúel Örn formaður S.Í. Aðalfundur Samtaka íþrótta- fréttamanna var haldinn á Hótel Sögu á miðvikudaginn. Pá lét af fomannsstörfum Skúli Unnar Sveinsson, sem fer til starfa á öðr- um vettvangi en við tók Samúel Örn Erlingsson, íþróttafrétta- maður ríkisjónvarpsins. Aðrir í stjórn voru Ícosin: Hjördís Árna- dóttir Tímanum, Skapti Hall- grímsson og Steinþór Guðbjarts- ison Morgunbiaðinu og Þorgrím- ur Þráinsson íþróttablaðinu. Fyrir utan hefðbundin aðalfund- arstörf bar helst á góma aðstöðu fþróttafréttamanna á íþrótta- völlunum en þar þarf margt að laga þótt búið sé að gera talsvert átak nú þegar. Ogþette líka... Frjálsar Meistaramót Islands í frjálsum íþrótt- um fyrir 14 ára og yngri fer fram í Seljaskóia og Baldurshaga 5. og 6. mars. Keppt verður í hástökki, langs- tökki, langstökki án atr., 50m hlaupi og kúluvarpi. Þátttökutilkynningum skal skila í síðasta lagi fyrir mánudag- inn 29. febrúar til: Frjálsíþróttadeild FH c/o Haraldur Magnússon, Hverf- isgötu 23c, Hafnarfirði, síma 91- 52403, á þar til gerðum spjöldum. Sporing Lisbon var alltof seint á ferðinni þegar þeir tilkynntu flutning á hollenska lands- liðsmanninum Frank Rijkaard svo að hollenska knattspyrnusambandið bannaði honum að spila á þessu leiktímabili. En Lisbon ætlar aö lána Zaragoza á Spáni kappann í sumar þangað til nýtt tímabil hefst í Portúgal. Þrír fengu rautt í leik Racing Club og Santos í Suður- Amerísku bikarkeppninni. Þó að Santos, sem Péle lék með í gamla daga, missti aðeins einn mann útaf tókst þeim ekki að skora en Racing Club frá Argentínu, sem missti tvo útaf gerði betur og vann 2-0. Ný félög Á árinu 1987 bættust fjögur aðildarfé- lög í UMSK. Það eru tvær íþrótta- deildir hestamannafélaga og tvö knattspyrnufélög. Bæði knattspyrn- ufélögin hafa vakið athygli fyrir frum- legheit og uppákomur en þau eru Fyrirtak, sem stofnað var (Garðabæ og Hvatberar af Seltjarnarnesi, sem gerðu aldeilis skemmtilega sjón- varpsauglýsingu hér um dagana. Siglingakappinn Bjarki Arnórsson úr siglingafélaginu Ymi hlaut afreksbikar UMSK 1987 á nýliðnu ársþingi sambandsins. Bjarki er aðeins 15 ára pjakkur en hefur þó orðið Evrópumeistari á Topper (báta- tegund) í sínum aldursflokki og ís- landsmeistari bæði 1986 og 1987 auk þess að sigra á landsmóti UMFl á Húsavík í síðastliðið sumar. 14 SÍÐA - WÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.