Þjóðviljinn - 27.02.1988, Qupperneq 15

Þjóðviljinn - 27.02.1988, Qupperneq 15
IÞROTTIR Karfa ísak sá um Haukana Pálmar og Valur teknir úr umferð gerði 7 þriggja stiga körfur í leiknum og þar af í fyrri hálfleik 4 í röð þegar hann jók forystu sinna manna í 36-22. Haukum gekk illa að hitta ofan í netið og Njarðvík- ingar voru einfaldlega betri, þótt það kæmu dauðir punktar inná milli. Það munaði miklu að stór- laxarnir úr báðum liðum, Valur Ingimundar og Pálmar Sigurðs- son, voru settir í pössun og náðu nærri ekkert að gera af sér þannig að staðan var 52-37 í leikhléi. í síðari hálfleik juku heima- menn enn forskotið og komust í 63-43. Þeir tóku ísak úr umferð en það dugði ekki til því Valur tók þá aðeins við sér og staðan varð fljótlega 72-52. En þegar líða tók á leikinn og staðan var orðin 78-60 fóru Njarðvíkingar að slappa af og það nýttu Haukar sér með Henning Henningsson í fararbroddi sem gerði 6 stig í röð og kom þeim uppí 78-72 en síðan ekki söguna meir. Þeim tókst ekki að komast lengra og Njarð- víkingar héldu því forskoti út leikinn, 89-81. Þetta var ekki skemmtilegur leikur og kannski munaði svona um áhorfendur en þeir voru alltof fáir. Það var lfka of mikil harka og á stundum virtust leikmenn of önnum kafnir við að hnoðast og gleymdu að spila. Af Njarðvík- ingum var ísak stórgóður, Helgi Rafnsson var að venju góður undir körfunni og skoraði svotil öll stig sín þar. Teitur bregst ekki frekar en venjulega. Lítið sást til Vals í leiknum enda tekinn úr umferð mestallan leikinn. Haukar voru mjög jafnir en Henning Henningsson var þó að- aldriffjöðrin í síðari hálfleik enda var Pálmartekinn úr umferð eins mikið og heimamenn gátu. Njarövlk 26. febrúar Úrvalsdeild karla UMFN-Haukar 89-81 (52-37) Stig UMFN: Isak Tómasson 36, Helgi Rafnsson 15, Teitur Örlygsson 14, Valur Ingimundarson 12, Sturla Örlygsson 6, Hreinn Hreinsson 4 og Ellert Magnússon 2. Stig Hauka: Henning Henningsson 32, Ivar Ásgrímsson 15, Pálmar Sigurösson 13, Ólafur Rafnsson 12, T ryggvi Jónsson 5 og Ingimar Jónsson 4. Dómarar: Gunnar Valgeirsson og Kristinn Albertsson voru góöir. -sóm/ste Bobsleðar Ed Moses í bobsleða Hindrunarhlauparinn Ed Mos- es, sem vann 400 metra hindrun- arhlaupið á ólympíuleikunum 1984 og í heimsmeistarakepp- ninni 1987, hefur lýst áhuga á að taka þátt í bobsleðaakstri að sögn Willie Gault í bandaríska liðinu. Gault, sem hefur leikið í Chic- ago Bears í ameríska fótboltan- um og er fyrrverandi spretth- laupari, sagði að Moses hefði rætt við sig um möguleikann á að taka þátt. „Ég er ekki að safna í lið en það er möguleiki að hann hafi þetta sem aukabúgrein." Hlaupagikkir hafa gert það gott í akstrinum þar sem það skiptir miklu að ná sem mestum hraða í startinu. Pýskaland Fimm leikjum frestað 13 leikmenn Frankfurt með flensu Það var frekar sannfærandi þegar Njarðvíkingar unnu Hauka í Njarðvík í gærkveldi 89-81 eftir að hafa verið yfir nærri allan leikinn. Leikurinn byrjaði afar jafnt og leit út fyrir að verða það áfram þegar Haukar komust í fyrsta skipti yfir 15-16. En sú sæla stóð ekki lengi og Njarðvíkingar tóku smám saman völdin. Þar var áberandi ísak Tómasson sem Íshokkí Bandaríkin í 7. sæti Bandaríkjamönnum tókst að vinna Svía 8-4 í keppni um 7. og 8. sæti í úrslitum í íshokkí á ol- ympíuleikunum. Þeir voru ekk- ert yfir sig ánægðir með sigurinn því þeir höfðu komið til Calgary til að reyna að ná verðlaunapen- ingum og helst að endurtaka leikinn frá í Lake Placid 1980 þegar þeim tókst að næla sér í gullið. Það voru hins vegar afar jöfn dreifing marka í leiknum hjá þeim því hver maður skoraði eitt mark. Þar af gerði Corey Millen eitt mark en hann og Sovétmað- urinn Vladimir Krutov eru mark- hæstir í keppninni með 6 mörk. Frosnir vellir og flensa hafa gert það að verkum að fimm leikjum í þýsku Bundesligunni verður frestað um helgina. Lið Frankfurt fékk að fresta leik sín- um við Stuttgart því 13 leikmenn liðsins lágu í flensu. Leikirnir sem frestað var eru: Bayer Leverkusen- Borussia Mönchengladbach, Borussia Dortmund-Núrnberg, Karlsruhe-Hanover og Hamborg-Waldnof Mannheim. VETRAR- # "lympíuleikarnir í CALGARY Bobsleðakeppni Sólin enn til vandræða Það lítur ekki vel út fyrir þá sem keppa á fjögurra manna bob- sleðum á ólympíuleikunum. Þeir reyna nú ákaft að fá keppninni flýtt um 90 mínútur en skipuleg- gjendur keppninnar hafa ekki samþykkt það ennþá þar sem reglur segja að ekki megi flýta neinum greinum. „ Með því að flýta keppninni um þessar mínút- ur ná þeir því að vera á undan sólinni en um leið og sólin nær að skína á sjálfa brautina er hætt við að sleðarnir, sem vega um 690 kfló hver, fari hreinlega í gegn um snjóinn niður á bera steypuna," segir tæknilegur ráðgjafi Luciano Galli, sem sér um öryggi kepp- endanna. Á æfingu sleðamanna á fimmtudaginn reyndist erfitt fyrir áhorfendur að sjá brautina því sólin kom upp og þá varð að draga þar til gert sólskyggni yfir brautina. Fresta varð úrslitak- eppni í tveggja manna bobsleð- aakstri vegna ryks sem safnaðist saman á brautinni eftir vinda- saman dag en Svisslendingar eiga marga góða keppendur í þeirri grein, því þrír hraðskreiðustu menn í brautinni voru allir frá Sviss en einn varð frá að hverfa því aðeins mega vera tveir sleðar frá hverju landi. Skipuleggjendur bentu einnig á að það væri talsvert vandamál að endurskipuleggja flutning keppenda og áhorfenda, sem væru um 20,000. En Klaus Kotter formaður alþjóða sleðasamtak- ana sagði að þetta væri bara ósveigjanleiki. „Ef keppnin verð- ur kl.8.30 sjá áhorfendur alla- vega síðari umferðina en ef keppnin verður kl. 10.00 eins og ákveðið er í dag, sjá áhorfendur aðeins byrjunina á einni umferð því stöðva verður keppnina vegna hitans. Pálmar var tekinn eins mikið úr umferð og Haukarnir gátu. Útboð - fyllingar Hafnarfjaröarhöfn leitar tilboöa í fyllingar í suöur- höfn. Áætlað magn um 40.000 m3. Utboðsgögn veröa afhent á skrifstofu bæjarverkfræðings, Strandgötu 6, gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Til- boð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 8. mars kl. 11.00. Bæjarverkfræðingur A iafrj Garðyrkjudeild Kópavogs Garðyrkjumaður óskast til verkstjórnarstarfa hjá Garðyrkjudeild Kópavogs. Um er að ræða nýtt og fjölbreytilegt starf sem krefst reynslu í skrúðgarð- yrkju og verkstjórn. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf eigi síðar en 1. apríl nk. (í fyrstu er gert ráð fyrir 1/2 árs starfi). Umsóknum skal skila á garðyrkjudeild Kópa- vogs, Fannborg 2, fyrir 11. mars n.k. Frekari upplýsingar veitir garðyrkjustjóri Kópavogs í síma 41570. Garðyrkjustjóri Kópavogs PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða starfsfólk til bréfberastarfa. Um er að ræða heilsdags- eða hálfsdagsstörf fyrir eða eftir hádegi. Laun eftir starfsaldri fyrir fullt starf frá kr. 33.726.00 til 43.916.00. Upplýsingar á skrifstofu Póststofunnar Ármúla 25 Reykjavík í síma 687010. Laugardagur 27. febrúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.