Þjóðviljinn - 27.02.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 27.02.1988, Blaðsíða 16
Nýjungar Ginseng (panax ginseng C.A. Meyer) af hæsta gæðaflokki frá Kóreu. Ginseng er m.a. notaö til að styrkja mót- stööuafl líkamans gegn streitu og sjúkdómum. „Sífellt fleiri rannsóknir á efn- um til varnar sjúkdómum benda til þess að nokkur næringarefni dragi úr tíðni krabbameins í þekjuvef lík- amans. Meðal þeirra eru A, C og E vítamín, /3-karótín (for- veri A vítamíns) og selen". Hennekens C.H., M.J. Slampfer & W. Willett: Channíng Laboratory, Department of Medicine, Harvard Medical School and Brigham and Women's Hospital, and the Department of Epidemíology, Harvard School of Public Health, Boston, MA Cancer Detection and Preventíon 1984 7,147. Hollar Omega-3 fitusýrur fyrir hjarta og æðakerfi. Ekk- ert annað lýsisþykkni á ís- landi er auðugra af omega-3 fitusýrum, þ.e. 50% innihald- af EPA og DHA. Hylkin inni- halda ekki A- og D-vítamín. Jtfk TÓRÓ HF Síöumúla 32, 108 Reykjavik. o 686964 Laugardagur 27. febrúar 1988 47. tölublað 53. ðrgangur qg yf indráttur á téKKareiKnirgum SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF VMSÍ/VSÍ 11« óvissa framtíð Björn Grétar Sveinsswon, Höfn: Hafði ekki umboð til að skrifa undir Við Sigurður Ingvarsson frá Eskifírði töldum okkur ein- faldlega ekki hafa umboð félag- anna til að skrifa uppá þetta sam- komulag, sagði Björn Grétar Sveinsson, formaður verkalýðs- félagsins Jökuls á Höfn í Horna- fírði. Björn sagði að Austfirðingar hefðu gengið inní þessar kjara- viðræður við hlið annarra félaga sinna í Verkamannasambandinu í þeirri trú að betri árangur næðist varðandi starfsaldurshækkanir fiskverkafólki til handa. - Það er algjör fjarstæða að þessi samningur færi fiskverka- fólki eitthvað umfram aðra. Sjálfsagt eiga menn þar við vilja- yfirlýsingar um endurskoðun á bónuskerfinu. Þar eru menn hreinlega að spila uppá óvissa framtíð. - Að svo stöddu vil ég ekki ræða frekar efnisatriði samnings- ins. Samningurinn verður borinn upp í félögunum hér á Austur- landi og það verður að koma í ljós hver spyr að leikslokum, sagði Björn. -rk Avísun á kjaraskerðingu Jón Kjartansson, Vestmannaeyjum: Ekki hœgt að skrifa undirsamning um 4% kaupmáttarrýrnun hjá fiskverkafólki. Hagsmunir stangast á innan VMSI P g er sáróánægður með útkom- samþykkt að deildaskipta sam una úr þessu samkomulagi Hagfræðingur Alþýðusambands- ins reiknar dæmið þannig að samningurinn þýði í reynd 4% kjaraskerðingu á samningstím- abilinu fyrir fískverkafólk, þegar miðað er við meðai kaupmátt síð- asta árs, sagði Jón Kjartansson, formaður Verkalýðsfélags Vestmannaeyja, en hann var í hópi þeirra sem neitaðu að skrifa undir samning VMSI og atvinnu- rekenda í fyrrinótt. - Við vorum þarna vitanlega í þeirri góðu trú að við værum að gera samninga sem þýddu ein- hverja viðbót verícafólki til handa. Það eru fleiri atriði en þetta eina sem ég nefndi, sem ég er ósáttur við í þessum samningi, sagði Jón. Jón sagði það hafa verið í hæsta máta ósmekklegt ef hann hefði farið að samþykkja samninginn vitandi vits að stallsystur hans í Snót væru honum andvígar. - Slíkt kom ekki til greina, sagði Jón. Jón sagði að það dyldist vart nokkrum manni að VMSÍ væri klofið og hefði lengi verið. Á þingi sambandsins fyrr í vetur var bandinu. - Tíminn verður að leiða í ljós hvort það dugir til svo sambandinu verði haldið saman. Því miður virðast hagsmunir stangast á innan VMSÍ og fisk- verkafólk hefur orðið að láta í minni pokann, sagði Jón. -rk ¦¦¦:. ¦'¦::.f: ¦ C^ 1 \r \>-.<\ ú í m JL, w[ 1 wk ¦-' Æk y ^^« ^llcJMI^^ s*~ , ~...;-PBy /. JH EamBjS Ks^raMMgH Gunnar Friðriksson, formaður VSl, og Guðmundur J. Guðmundsson skrifa undir nýjan Garðastrætissamning árla í gærmorgun. Kjaraskerðing óumflýjjanleg Pórarinn V. Pórarinsson, VSÍ: Ljóst að kaupmáttur rýrnar á árinu. Svigrúmtil launahœkkana ekki meira Það er ekkert sem getur komið i veg fyrir að kaupmáttur rýrni á árinu. Við stöndum einfaldlega frammi fyrir slíkum samdrætti og þessi samningur fær því ekki breytt, sagði Þórarinn V. Þórar- insson, hjá Vinnuveitendasam- bandinu, er hann var spurður um kjarasamning atvinnurekenda og Verkamannasambandsins. Þórarinn sagði að aftur á móti væri samningnum við Verka- mannasambandið ætlað að færa þeim hópum, sem engra launa- hækkana og launaskriðs haf a not- ið, nokkra bót og tryggja um leið að kaupmáttur þeirra sem lægst launin hefðu minnkaði ekki að sama skapi og annarra sem hærri laun hefðu. - Okkar ásetningur er að standa mjög fast gegn hækkunum til hærra launaðra hópa, sagði Þórarinn, og benti á að svigrúm fyrir frekari launhækkanir væri einfaldlega ekki fyrir hendi. Þórarinn sagðist helst ekki vilja meta hvaða hækkanir samn- ingurinn í heild sinni færði fé- lögum í Verkamannasamband- inu. - Það er ljóst að samningur- inn færir sumum hópum meira en Þurfum nyjar leiðir Ólafur Ragnar Grímsson: Langtfrá stefnu Alþýðubandalagsins um lágmarkslaun og minni launamun. Réttlátreiði áfram á vinnustöðum Þessir samningar fela engan veginn í sér þá hækkun lág- markslauna sem nauðsynlegt hefði verið að knýja fram, sagði Ólafur Ragnar Grímsson for- maður Alþýðubandalagsins við Þjóðviljann í gær tim nýgerða kjarasamninga VMSÍ og VSI. „Launamunurinn í landinu mun því miður einnig halda áfram að vaxa," sagði Ólafur. „I stefnu Alþýðubandalagsins um nýjan lífskjarasáttmála var hins vegar kveðið á um að lágmarks- launin yrðu að ná 45 til 50 þúsund krónum fyrir dagvinnu, og veita ætti fullar verðtryggingar á launin. Þær upphæðir sem samið var um í Garðastrætinu eru hins vegar mun lægri og verðtrygging- arnar mjög veikar. Alþýðubandalagið mun því áfram halda fram kröfum sínum um 45 til 50 þúsund króna lág- markslaun og um að gerður verði sérstakur lífskjarasáttmáli sem feli í sér tryggingu fyrir slíkum lágmarkslaunum, jafnhliða því að launamisréttið í landinu minnka og tekið verði mið af nýju lífskjaramati þar sem lögð yrði rík áhersla á styttingu vinnutím- ans og félagsleg réttindi. Reynslan af kjarasamningum nú og undanfarin ár sýnir að það er brýnt að leita nýrra leiða til að tryggja aukið réttlæti í launamál- um. Þær aðferðir sem beitt hefur verið duga greinilega skammt. Lögbinding lágmarkslauna og ákvæði um leyfilegan launamun í landinu eru því meðal þeirra at- riða sem brýnt er að taka á dag- skrá þegar samningaleiðin skilar ekki meiri árangri en raun ber vitni. Ólafur Ragnar, sem nú er í fundaferð framkvæmdastjórnar og þingflokks Alþýðubandalags- ins á Suðurlandi, sagðist hafa heimsótt fjölmarga vinnustaði á Selfossi, „og alls staðar þar sem við höfum komið ríkja mikil von- brigði með niðurstöður þessara samninga. Tónninn er alls staðar sá sami. Fólkið veit að það lifir enginn af 33 til 35 þúsund krón- um á mánuði. Hin réttláta reiði sem við höfum skynjað á vinnu- stöðunum á undanförnum vikum er áfram fyrir hendi þrátt fyrir þessa nýju samninga. -rk öðrum. Ef við tökum fiskverka- fólk sérstaklega, þá lætur nærri að hækkanir til þess nemi um 18- 19% þegar allt er meðtalið. -rk Skásti kosturinn Sigurður T. Sigurðsson, Hlíf: Taldimiggera réttast íað skrifa undir - Á þessu stigi málsins höfðum við um tvennt að velja: annað hvort að skrifa undir eða byrja uppá nýtt. Ég er ekki í nokkrum vafa um það að við verðum ekki fyrir eins mikilli kjaraskerðingu og ef málin hefðu verið látin af- skiptalaus, sagði Sigurður T. Sig- urðsson, formaður verkamann- afélagsins Hlífar í Hafnarfírði. Sigurður sagði að hann væri í mörgu sáróánægður með samn- inginn. - Ég skrifaði undir með þessum venjulega fyrirvara um samþykki heima í héraði og það er enginn sem getur sagt til um það hvort samningurinn verður samþykktur af félaginu eða ekki, sagði Sigurður. Aðspurður um hvort Verka- mannasambandið gengi frá leik klofið, sagðist Sigurður ekki telja að svo væri. - Mér fannst mun alvarlegra ástand uppi innan sambandsins í haust. Talsmenn fiskverkafólks sem skrifuðu ekki undir samninginn eru einfaldlega að undirstrika sérstöðu sína með þessum hætti. Það er ekkert óeðlilegt, sagði Sigurður. -rk

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.