Þjóðviljinn - 01.03.1988, Side 1

Þjóðviljinn - 01.03.1988, Side 1
Þriðjudagur 1. mars 1988 49. tölublað 53. árgangur Dagsbrúnarfundurinn Urslitin mjög vafasöm Nýgerðir kjarasamningar samþykktir með 240 atkvœðum gegn 217. Mikill hiti í mönnum og gengu margir affundi. PállValdimarsson: Atkvœðagreiðsla með handauppréttingu klaufaskapur Nýgerðir kjarasamningar voru naumlega samþykktir á fjöl- mennum fundi hjá Verka- mannafélaginu Dagsbrún með 240 atkvæðum gegn 217 í gær í troðfullu Austurbæjarbíói. And- stæðingar samningsins urðu æfareiðir þegar úrslitin voru kunngerð og gengu á dyr. Þeir héldu því fram að atkvæðataln- ingin hefði verið vafasöm í meira- lagi og kæmi ekki heim og saman við þann fjölda sem greitt hefði atkvæði gegn samningnum. f fundarbyrjun í gær kom strax fram mikil andstaða fundar- manna við nýgerðan kjarasamn- ing með allskyns hrópum og frammíköllum gegn fram- kvæmdastjóra og stjórn félags- ins. Þegar til atkvæðagreiðslu kom var hún framkvæmd með handauppréttingu með og á móti. Til voru kvaddir fjórir menn til að telja og af þeim voru þrír í stjórn Dagsbrúnar, en enginn hreyfði andmælum við tilnefningu þeirra. Að sögn Páls Valdimarssonar, yfirtrúnaðarmanns Dagsbrúnar hjá Reykjavíkurborg, var það heldur klaufaleg ráðstöfun að láta greiða atkvæði um samning- ana með handauppréttingu, en hann taldi sig ekki hafa verið í þeirri aðstöðu til að segja nokkuð til um það hvort sjónarmunur hafi verið á fjölda þeirra sem á móti voru né þeirra sem voru með samningnum. Á fundinum hvöttu formaður Dagsbrúnar og framkvæmda- stjóri, fundarmenn til að sam- þykkja samninginn þar sem fjöl- margir hópar innan félagsins hefðu fengið allt að 20-30% hækkanir og jafnvel meira með sérkjarasamningum. Sögðu þeir að ef samningurinn yrði felldur hefði það í för með sér verkfall sent allar líkur væri á að Dags- manns í sæti og var húsið þéttset- ið ásamt því sem margir stóðu og má því ætla að tæplega 700 manns hafi verið á fundinum, en atkvæði greiddu aðeins 457. - grh Nýgerðir kjarasamningar mættu harðri andstöðu á fjölmennum fundi hjá Verkamannafélaginu Dagsbrún í gær. Undu margir ílla úrslitunum og gengu á dyr og vildu meina að talning atkvæða væri í meira lagi vafasöm. Mynd: Sig. brún yrði að standa í ein og ó- studd. Vöruðu þeir fundarmenn við því að fella samninginn. Þess má geta að Austurbæjar- bíó, nú Bíóborgin, tekur um 640 Efnahagsráðstafanirnar Homsteinninn hrnninn Niðurskurður ríkisstjórnarinnar bitnar verst áfélagsmálaráðuneytinu. Jóhanna Sigurðardóttir lét bóka mótmœli á ríkisstjórnarfundi og gekk út undir ræðu Þorsteins Pálssonar. Svavar Gestsson: Hornsteinn ríkisstjórnarstefnunnar hruninn Efnahagsráðstafanir ríkis- stjórnarinnar bitna hvað harðast á félagsmálaráðuneyt- inu. Annarsvegar eru framlög til Byggingarsjóðs ríkisins skorin niður um 100 miljónir og hinsveg- ar er Jöfnunarsjóður sveitarfé- laga skertur um 260 miljónir króna, miðað við það sem gert hafði verið ráð fyrir í fjárlögum 1988. Jóhanna Sigurðardóttir lét bóka mótmæli við þessu á fundi ríkisstjórnarinnar í gær og gekk út af fundi Sameinaðs Alþingis þegar Þorsteinn Pálssonforsætis- ráðherra kynnti efnahagsráðstaf- anirnar. Jóhanna vildi þó ekki gefa upp í gær hvort þetta kynni að hafa áhrif á ríkisstjórnarsetu sína. 6% gengisfelling, afnám launa- skatts 1. júlí nk. endurgreiðsla uppsafnaðs söluskatts og skuld- breytingar á lánum eiga að skila útgerðinni rúmum þremur milj- örðum króna og er miðað við að verðbólga verði um 15% á árinu. Ríkisstjómin hyggst mæta þessu annarsvegar með niður- skurði í félagsmálaráðuneytinu og í vegamálum um 125 miljónir króna, en önnur útgjöld lækka um 75 miljónir. Auk þess á að tvöfaida gjöld á erlendar lán- tökur og hækka tekjuskatt fé- laga. Svavar Gestsson benti á að með því að fella gengið um 6% væri hornsteinn efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar hruninn. Þá sagði hann að ráðstafanirnar væru viðurkenning á mistökum ríkisstjórnarinnar og undir það tóku aðrir talsmenn stjórnarand- stöðunnar. Kallaði Kristín Hall- dórsdóttir ríkisstjórnina ráðstaf- anaríkisstjórn vegna þess að hún væri stöðugt að gera ráðstafanir og ráðstafanirnar nú fælust að stóram hluta í því að draga til baka fyrri ráðstafanir, einsog að endurgreiða uppsafnaðan sölu- skatt og fella niður launaskatt. Svavar benti á að niðurskurð- urinn bitnaði verst á félagsmála- ráðuneytinu og að þátturinn sem snéri að sveitarfélögunum væri sá ljótasti af ráðstöfununum. „Með- ferðin á félagsmálaráðuneytinu er hrikaleg.“ Hvað kjarasamningana varð- aði þá benti Svavar á að kaupmáttur lægstu launa lækkaði um 8-10% frá nóvember í fyrra til nóvember í ár, auk þess sem verðtrygging væri veik. Sagði hann ljóst að verkalýðshreyfingin hefði gefist upp við að leiðrétta launamisréttið og því yrði að lög- binda lágmarkslaun. Svavar taldi of skammt gengið í lækkun vaxta og að ljóst væri að vandinn myndi vaxa þegar liði á árið og að stjórnin yrði að grípa til nýrra ráðstafana seinna á þessu þingi. Steingrímur Hermannsson tók mjög í sama streng. Sagði hann að vaxtalækkunin hefði mátt vera meiri og að með þessum ráðstöf- unum væri teflt á tæpasta vaðið með grundvöil útflutningsatvinn- uveganna. - Sáf 3 Sjá bls. Gengisfelling Doilarl 39,52 kr. Steingrímur boðar aðra gengisfellingu síðar á ár- inu Fastgengisstefna ríkisstjórnar- innar beið skipsbrot í gær þegar Seðlabankinn ákvað í gær með samþykki stjórnarinnar að fella meðalgengi íslensku krónunnar um 6%, eins og Þjóðviljinn hafði skýrt frá fyrir helgi. Eftir þessa gengisfellingu kost- ar hver Bandaríkjadollar 39,52 kr., breskt sterlingspund 69.97 kr., v-þýskt mark 23,40 kr. og danska ícrónan er komin í 6,125 íslenskar. í yfirlýsingu sem Seðlabankinn sendi frá sér í gær segir að áfram- haldandi fastgengisstefna sé nauðsynlegur grundvöllur aukins stöðugleika og hjaðnandi verð- bólgu. Steingrímur Hermanns- son utanríkisráðherra sagði hins vegar í umræðum á þingi að þessi gengisfelling væri tæpast nógu mikil til að slá á viðskiptahallann við útlönd og búast mætti við annarri gengisfellingu síðar á ár-

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.