Þjóðviljinn - 01.03.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 01.03.1988, Blaðsíða 2
’órunn Jörgensdóttir, ijá Shell: Ég er ánægð eftir atvikum með samningana og þá einna helst það að nú er tryggt að aðrir hópar fái ekki meira en það sem við höfum náð fram. Það er mikil bót frá því sem áður var. —SPURNINGIN— Hvaö finnst þér um ný- geröa kjarasamninga? (Spurtáfundi Dagsbrún- ar í Austurbæjarbíói). Engilbert Hafberg, hjá Vélamiðstöðinni: Ég er mjög óánægður með þessa samninga. Þar ræður mestu um hvað kaupið hækkar lítið og lágt var það fyrir. Óli Jósepsson, hjá Vélamiðstöðinni: Ég er langt frá því að vera ánægður með þessa samninga og finnst útkoman vera harla rýr. Sérstaklega finnst mér kauphækkunin vera lítil og í engu samræmi við aðrar hækkanir sem hafa orðið og eiga eftir að verða. Einar Halldórsson, hjá Flugleiðum: Samningarnir mættu vera miklu betri. Nógu lágt var kaupið fyrir hjá lágtekjufólkinu og það hækk- ar ekki mikið við þessa samn- inga. Mér finnst að það hefði átt að fá mun meira en það fær í raun. Víkingur Viggósson, hjá Sambandinu: Sumt er gott í þessum samning- um en líka margt sem er slæmt. Þar vegur einna þyngst að kaupið hækkar nánast ekkert og var lítið fyrir. FRÉTTIR Sambandið Neitaði að standa að lögleysu Eysteinn Helgason: Krafan um að ég rœki Geir Magnússon helsta ástœða samstarfsörðugleikanna. Guðjón neitaði að halda stjórnar- fund um málið Imínum huga er krafa Guðjóns B. Ólafssonar um að ég ræki Geir Magnússon úr starfi byrjun allra þeirra átaka sem átt hafa sér stað síðustu mánuðina og í raun þungamiðja alls þessa máls, sagði Eysteinn Helgason fyrrverandi forstjóri Icelands Seafood á blað- amannafundi í gær þar sem hann fjallaði um ákvörðun stjórnar fyrirtækisins að reka hann og Geir Magnússon aðstoðarfor- stjóra úr starfi. Eysteinn sagði að hann og Guðjón hefðu orðið sammála um að hann myndi láta reyna á hæfni einstakra starfsmanna í 6-9 mán- uði áður en hann tæki ákvörðun um breytingar. - Löngu áður en þessi umtal- aði reynslutími rann út fóru mér að berst ítrekuð tilmæli um að reka Geir og í maí 1987 fékk ég beina skipun frá Guðjóni um að reka hann, sagði Eysteinn og bent á að hann hefði ekki haft neinn rétt til þess frekar en Guðj- ón. Stjórn fyrirtækisns hefið ráðið Geir og þar með væri það hlutverk hennar að segja honum upp. - Eftir að Guðjón B Ólafsson setti mér þá úrslitakosti að reka Geir eða verða rekinn sjálfur sl. sumar bað ég ítrekað um stjórn- arfund til þess að fá fram vilja stjórnar í málinu. Þrátt fyrir að Eysteinn Helgason skýrir mál sín fréttamönnum í gær. Rekinn án efnislegrar ástæðu. Mynd E. Ól. einstaka stjórnarmenn krefðust þess einnig sá stjórnarformaður- inn Guðjón aldrei ástæðu til þess, sagði Eysteinn hann bent einnig á að ekki hafi verið haldnir stjórnarfundir hjá fyrirtækinu frá því í maí 1987 þar til stjórnin kom saman nú í febrúar til að reka Geir og hann. - Alvarlegast við þetta mál er að ég er rekinn úr starfi án þess að vera tilkynnt um neinar efnis- legar ástæður og auk þess neitað um þann sjálfsagða rétt að fá að- heyra sakargiftir og halda uppi vörnum, sagði Eysteinn. Hann sagðist myndi nota tíman fra- mundan til að skoða sín mál og leita skýringa á brottrekstrunum. Eysteinn Helgason neitað al- farið að ræða 'aunamál Guðjóns B. Ólafssonar. - SG Launakjör Gróusögur segir Guðjón Endurskoðandi SÍS skoðar launagreiðslur til forstjórans Loðna Mokveiði á miðunum Ástráður Ingvarsson, hjá Loðnunefnd: Vertíðar- lok 8.-11. apríl nk. Guðjón B. Ólafsson forstjóri Sambandsins segir það mikl- ar gróusögur að hann hafi tekið Arið 1986 öfluðu karlar 66,4% tekna í landinu samkvæmt upplýsingum sem Þjóðhagsstofn- un vann úr skattframtölum ein- staklinga fyrir fjármálráðuneyt- ið. Útreikningar voru lagðir fram á Alþingi í gær sem svar við fyrir- spurn Þórhildar Þorleifsdóttur um tekjur, tekjuskatt og útsvar kvenna og karla á íslandi árið 1986. Karlar á Vestfjörðum voru með hæstu meðaltekjur á árinu, eða með 711,5 þúsund krónur. Konur í Reykjavík eru tekju- hæstar af konunum, með 358,1 þúuiad króvvur. sér hærri laun sem forstjóri Ice- land Seafood þau 12 ár sem hann gegndi þeirri stöðu, en um hafði Konur á Reykjanesi eru í öðru sæti af konum með 330,8 þúsund krónur og konur á Vestfjörðum í þriðja sæti með 314,7 þúsund. Lægstar eru konur á Austurlandi með 294,6 þúsund krónur. Karlar á Reykjanesi eru í öðru sæti yfir karlana með 709 þúsund krónur. Reykvískir karlar eru svo í þriðja sæti með 660,8 þúsund. Karlmenn á Norðurlandi vestra eru í neðsta sæti yfir karlana með 575,3 þúsund krónur. Heildartekjur fyrir árið 1986 voru tæpar 89 miljónir króna, þar af öfluðu karlar rúmlega 59 milj- óna og konur tæpar 30 miljóna. -Sáf verið samið milli hans og Er- lendar Einarssonar fyrrum for- stjóra SÍS. Athugasemdir voru gerðir við launagreiðslur til Guðjóns innan stjórnar Iceland Seafood á sl. ári og hefur endurskoðandi fyrirtæk- isins lagt fram skýrslur um launamál Guðjóns. Aður hafði Valur Arnþórsson stjórnarfor- maður SÍS óskað eftir því að Geir Geirsson endurskoðandi Sam- bandsins fengi aðgang að bók- haldi Iceland Seafood til að fara ofan í launamál Guðjóns. Sú heimild var veitt og stendur rann- sóknin enn yfir. Guðjón segir í yfirlýsingu sem hann hefur sent fjölmiðlum, að hann hafi þegar sýnt stjórnar- mönnum í Iceland Seafood fram á, að launagreiðslur séu í sam- ræmi við það sem um var samið og ennfremur liggi það fyrir að þær hafi ekki farið um sfnar hend- ur, heldur verið útreiknaðar af löggiltum endurskoðendum fyrirtækisins sem jafnframt önnu- ðust skattskil, bæði fyrir fyrirtæk- ið og hann sjálfan. -Ig. Ekkert lát er á loðnuveiðunum og eru skipin ekki fyrr komin á miðin en þau eru búin að fylla sig en aðalveiðisvæðið er út af Skaft- árósum. Sl. sólarhring höfðu 23 skip tilkynnt um tæp 19 þúsund tonna afla og hafa því veiðst tæp 452 þúsund tonn frá áramótum. Af rúmum 900 þúsund tonna heildarloðnukvóta er því aðeins eftir að veiða um 150 þúsund tonn. Skipin sigla vítt og breitt um ströndina með aflann og sagði Ástráður Ingvarsson, hjá Loðnu- nefnd, að það væri að þakka frjálsri verðlagningu á loðnu. Aftur á móti hefði það verið regla þegar verðið var fast, að skipin sigldu beinustu leið frá miðunum og til næstu hafnar sem leiddi til skorts á þróarrými og löndunar- biðar. En ekkert slíkt hefði kom- ið upp á síðustu vikum þrátt fyrir mokveiði. Aðspurður um vertíðarlok sagði Astráður að hann væri bú- inn að spá því fyrir löngu að síð- ustu löndunardagarnir verði í byrjun apríl, nánar tiltekið 8.-11. apríl n.k. gri, Tekjur Kariar afla 66,4% 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 1. mars 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.