Þjóðviljinn - 01.03.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 01.03.1988, Blaðsíða 6
VIÐHORF FLOAMARKAÐURINN Atvinna óskast Stúlka á 19. ári óskar eftir atvinnu. Ýmislegt kemur til greina. Er vön afgreiðslustörfum. Góð laun saka ekki. Tilboð óskast send auglýsing- adeild Þjóðviljans merkt: „Dugleg 19“. Handunnar rússneskar tehettur og matrúskur (babúskur) í miklu úr- vali. Póstkröfuþjónusta. Upplýsing- ar í síma 19239. Myndlistarmaður vill taka á leigu einhvers konar húsnæði til að vinna í. Má vera hvað sem er, kjallari eða háaloft. Þarf ekki að vera innréttað. Upplýsingar í síma 622829 hjá Guðrúnu. Er ekki einhver góðhjörtuð manneskja sem vill leigja pari með eitt barn 3ja her- bergja íbúð? Reglusemi og skilvís- um greiðslum heitið. Upplýsingar í síma 622829 hjá Guðrúnu. Barnagull Dreymir þig um gamaldags leikföng úr tré? Hef til sölu dúkkurúm, brúð- uvagna og leikfangabíla. Póstsend- ingarþjónusta. Auður Odd- geirsdóttir, húsgagnasmiður sími 99-4424. íbúð! Hjón sem eru fullkomlega reglusöm og eiga 2 börn vantar 3-4ra her- bergja íbúð í vesturbænum strax. Þau geta lagt fram 100.000 fyrir- fram ef nauðsyn krefur. Vinsam- legast hringið í síma 21799 eða 14793. Barmmerki Tökum að okkur að búa til barm- merki með stuttum fyrirvara. Upp- lýsingar í síma 621083 milli kl. 8 og 10 á kvöldin. Húsnæði Óskum eftir að taka á leigu ódýrt húsnæði nálægt miðbænum fyrir skrifstofuhúsnæði. Þarf helst að snúa út að götu. Má þarfnast lag- færinga. Upplýsingar í síma 621083 milli kl. 8 og 10 á kvöldin. íbúð óskast 2ja-3ja herbergja íbúð óskast til leigu fyrir hjón með eitt barn sem bráðvantar íbúð í endaðan mars. Viljum helst leigja til lengri tíma, 1 -3 ár. Upplýsingar í síma 25791. Til sölu Ignis ísskápurog Philco þvottavél til sölu á sanngjörnu verði. Upplýsing- ar á kvöldin í síma 680449. Til sölu svefnsófi, skrifborðsstóll og skrif- borð. Mjög vel með farið. Upplýs- ingar í síma 18648. Til sölu Ódýr tveggja sæta sófi og sófa- borð. Verð kr. 5.500,- Má kaupa sitt í hvoru lagi. Upplýsingar í síma 79319 eftir kl. 18.00. Bíll til sölu Toyota Corolla station 1978 til sölu. Vel með farinn, skoðaður 1988, á góðum vetrardrekkjum. Upplýsing- ar í síma 19937 á kvöldin. íbúð Útlend hjón með eitt barn óska eftir þriggja herbergja íbúð til leigu. Helst langtímaleigu. Upplýsingar í síma 79319 eftir kl. 18.00. Smóking Sárvantar smóking á fremur lágan og þrekinn mann. Upplýsingar í síma 41311. íbúð óskast frá 1. apríl. Uppl. í síma 43686 e. kl. 19. Til sölu Sveffnbekkir, og tvíbreiðir svefnsófar. Verð frá 500 kr. Einnig skatthol, sófaborð og kommóða. Sími 688116 kl. 18-20 í kvöld og næstu kvöld. Isskápur gefins Gamall en nothæfur ísskápur fæst gefins. Upplýsingar í síma 38887 eftir kl. 18.00. íbúð óskast Ungt par óskar eftir íbúð til leigu frá 1. júní. Vill gjarnan vinna uppí húsa- leigu. Páll og Eyrún sími 689229. íbúð óskast Sjómaður óskar eftir lítilli íbúð á Reykjavíkursvæðinu strax. Er lítið heima, reglusemi heitið. Upplýsing- ar í síma 99-4260. iðnaðarmaður vill greiða 20-25 þúsund fyrir 2-3ja herbergja íbúð. Reglusemi, skilvísi. Vinsamlegast hringið í 37632 e. kl. 19. íbúð Hjón með tvö börn sárvantar 3-4ra herbergja íbúð strax. Greiðslur eftir samkomulagi. Uppl. í síma 673791. Tii sölu gömul eldhúsinnrétting ásamt tvö- földum stálvaski, eldavél og viftu. Verð nirðurrif og kr. 10.000,-. Uppl. í síma 34055. Húsnæði Vil taka litla íbúð á leigu, eða her- bergi með aðgangi að eldhúsi og baði. Skilvísi og reglusemi heitið. Upplýsingar á Hjálpræðishernum. Birgir G. Ebenesarsson. Vantar þig sófasett? Vel með farið sófasett til sölu 3,2,1. Einnig sófaborð og hornborð. Selst ódýrt. Uppl. í síma 32961 á kvöldin. Tii sölu kornungur IKEA svefnsófi Tvíbreiður KLIPPAN sófi, blár að lit, lítið sem ekkert notaður. Uppl. í síma 29371 e. kl. 19 í kvöld. Kommóða Óska eftir að kaupa kommóðu, 70 ára eða eldri. Uppl, í síma 36411 eða 34001 e. kl. 17. Góður Skódi frá 1977 til sölu. Ekinn 65000 km. I mjög góðu ástandi. Nýleg sumar- og vetrardekk á felgum. Selst ódýrt. Sími 14238. Leikfélag Mosfellssveitar vantar gefins sófa, sjónvarp, hæg- indastól og standlampa. Uppl. í síma 666874. Til sölu gömul eldhúsinnrétting með tvö- földum stálvaski, einnig gamall skápur með sporöskjulaga spegli. Selst ódýrt. Uppl. í síma 35926. Til sölu hentugt í stúlknaherbergi: rúm- stæði, kommóða, náttborðshilla og bókahilla. Ennfremur svefnbekkur m/skúffu. Sími 33094. Óska eftir PC tölvu Óska eftir að kaupa notaða PC tölvu og góðan prentara. Vinsam- legast hafið samband við Hönnu í síma 37925. Barnavagn Barnavagn til sölu, er einnig burð- arrúm. Uppl. í síma 17133. ísskápur með bilað frystihólf, en heldur kaldri mjólk og fl. fæst gefins ef einhver vill nota hann. Sími 84949. Aukatímar Tek að mér nemendur í aukatíma í íslensku. Sigríður, sími 19837 e. kl. 17. Fuglabúr Mjög vönduð og nýleg fuglabúr til sölu á hálfvirði. Góð kaup. Uppl. í síma 73248. íbúð óskast íbúð óskast á leigu. Sími 82723. Utboð Innkaupastoínun Reykjavíkurborgar, fyrir hönd borgarverkfræðings í Reykjavík og Hitaveitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í gatnagerð, lagningu holræsa, vatns- og hitaveitulagna í nýtt hverfi í BÚR-lóð í vesturbæ Reykjavíkur. Utboðs- gögn eru afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 20.000 skilatryggingu. Til- boðin verða opnuð á sama staö þriðjudaginn 15. mars kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Nató og herstöðvarnar Nú er sagt að nýtt sé og nauðsynlegt að skilja á milli Nat- óaðildar og bandarísku herstöðv- anna hér á landi, þetta séu tvö aðskilin mál. Þetta er ekkert nýtt heldur gamall Framsóknardraugur og ekki einusinni draugur allra framsóknarmanna. Veturinn 1966-67 var haldinn fundur á Hótel Borg á vegum ungra framsóknarmanna og Æskulýðsfylkingarinnar um það, hvort unnt væri að greina á milli herstöðvanna og Nató. Ungir framsóknarmenn þess tíma töldu að svo væri. Þeir voru kveðnir í kútinn og þessar skoðanir áttu ekki uppá pallborðið næstu árin með vaxandi andheimsvaldabar- áttu í kjölfar Víetnamstríðsins. Samt var stöðugt reynt, af eins- taka mönnum, að draga þennan hugmyndafræðilega Framsókn- ardraug upp aftur og aftur, t.d. á landsráðstefnu sem herðstöðva- andstæðingar héldu í Stapa 1975. Þá var hamrað á því, að í grund- velli Samtaka herstöðvaandstæð- inga ætti eingöngu að vera and- staða við herinn - ekki Nató - „til að fœla ekki framsóknarmenn frá“ eins og sagt var. Spurt var og spurt: Hvaða framsóknarmenn? - og loks kom svarið t.d. Sigurvin Einarsson; Sigurvin Einarsson var á ráð- stefnunni og sór þennan draug af sér í ræðustól, sagðist vera ein- dreginn Natóandstæðingur, en samt var haldið áfram að tuða. Svona ruglingur er því ekki nýr, en það er dálítið hjákátlegt að fara nú að hamra á honum hér þegar mönnum annars staðar er að verða hann ljós. Dæmi um það er t.d. frá V-Þýskalandi þar sem barátta fólks gegn uppsetningu meðaldrægu eldflauganna hefur m.a. leitt til þess að nú er and- staða gegn Nató mun almennari í V-Þýskalandi en áður var, vegna þess að menn skilja að ekki verð- ur greint á milli Natóaðildar og eldflauganna. Viðræður og barátta Viðræður á milli stórveldanna; er eitthvað nýtt við þær? Ég hef heyrt um menn sem hafa haft af- vopnunarviðræður að ævistarfi, og eru þó komnir vel til ára sinna. Þessir samningamenn eru margir hverjir gjörsamlega firrtir öllu veruleikaskyni og hrærast ein- göngu í tilbúnum heimi tindáta- leiksins, þar sem mannlegt líf er bara reikningslegt samningsatr- iði. Þessir samningamenn eiga ekki heiðurinn af samkomulagi um að draga úr vígbúnaði. Það sem hrekur þá áfram er utan- þingsbaráttan, fjöldabaráttan, undan henni hrekjast stjórnmála- mennirnir og fulltrúar þeirra við samningaborðin og þar erum við komin að því er mestu varðar að gera sér grein fyrir: Komum við breytingum til leiðar með okkar eigin baráttu eða leysa forin- gjarnir vandann? Þetta varðar baráttu okkar á öllum sviðum. Innan friðarhreyfinga í V- Evrópu hefur mismunandi af- staða til þessa komið skýrt fram á milliþeirra, sem vilja berjast fyrir afvopnun neðanfrá, úr grasrót- inni, leggja áherslu á mikilvægi aðgerða og samstöðu með kúg- uðum vítt og breitt um heiminn, og hinna sem trúa á afvopnun að ofan. Trúa að viðræður á milli stjórnmálaleiðtoga og við póli- tískar valdastofnanir ráði úrslit- um. Þau sem vilia afvopnun að ofan og telja aó allt sé komið undir samningainönnum ganga í raun útfrá friðsamlegri sambúð ríkjandi kerfa austurs og vesturs og óbreyttu ástandi, og raunar óumbreytanlegu, einsog t. d. Kommúnistaflokkur ítalu sem lagt hefur niður andstöðu við Nató á þeim forsendum að úrsögn Ítalíu úr Nató muni ógna valda- jafnvægi austurs og vesturs. Þetta er ákaflega uppörvandi afstaða fyrir baráttufólk á Ítalíu sem berst t.d. gegn hernaðarfram- kvæmdum á Sikiley, þar sem ver- ið er að útbúa kjarnorkuvíghreið- ur Nató, eða vilja losna við 6.' flota Bandaríkjanna. Natóboð og Natósilfur Hin nýja stefna er sögð felast í því að nú skuli þiggja boðsferðir til Nató með jákvæðu hugarfari og jafnvel að starfa innan Nató. Sjálfsagt geta Natóandstæð- ingar flutt skörulegar ræður á Natófundum og sómt sér vel þar í ræðustól, en til hvers? Til að sannfæra herforingjagengið um að það hafi rangt fyrir sér? Hvorki þeir né stjórnmálafor- ingjar í herráði Nató munu láta segjast og hætta hervæðingu þótt þeir fái orð í eyra í Brussel; slík fundaþátttaka Natóandstæðinga yrði til þess eins að dylja raun- verulegt eðli Nató. í hverju ætti starf Natóandstæðinga innan Nató að felast? Venjulegu Nató- starfi, t.d. að skipuleggja ítök Nató í S-Afríku, inngrip annars- staðar í Afríku, í Mið- Austurlöndum eða í Asíu? Starf sósíalísks flokk á alþjóða- vettvangi á að snúast um að styrkja og efla baráttu fólks gegn öllum kúgunaröflum; efnahags- legum, pólitískum og hernaðar- legum. Það gera menn ekki með starfi innan Nató. Það er ósköp auðvelt að ganga með góðan vilja í tröllahendur, en menn ánetjast fyrren varir. Þiggi menn boðsferðir og gefi grænt ljós á einhverskonar sam- starf, þá segir það til sín fyrren varir. Einnig hjálpar það hernað- arbandalaginu að sveipa sig fölskum hlutleysisblœ, líkt og Nató gerir með svokölluðum vís- indastyrkjum. Natóstyrkir til vís- indastarfsemi og ráðstefnuhalds eru til þess eins að blekkja fólk varðandi raunverulegt eðli bandalagsins og því alrangt að þiggja slíkt fé. Nató er ekkert vísinda-, fræðslu- eða menning- arbandalag. Það er stórhœttulegt, árásargjarnt hernaðarbandalag, til þess ætlað að vaka yfir hags- munum auðvaldsins, hvar sem er í heiminum og hvenær sem er og svífst einskis í því skyni einsog margoft hefur komið fram. Nægir að minna á valdaránið í Grikk- landi 1967 sem framkvæmt var eftir Natóáætlun. Komist hefur upp um svipaðar áætlanir fyrir ít- alíu og Bretland og auðvitað eru þær til fyrir öll önnur aðildarríki Nató, að halda annað er barna- skapur, og það er ekki okkar að ala á slíku. Þetta innsta eðli Nató hefur ekkert breyst á umliðnum árum. Sagt er að við, sem ekkert vilj- um gefa eftir varðandi andstöðu við Nató og herinn, sáum tor- tryggni í gróðursælum garði nýrra hugmynda. Sannleikurinn er sá að það sem veldur tortryggni meðal Nató- og herstöðvaand- stæðinga á íslandi í dag er að sam- þykktri stefnu Alþýðubandalags- ins hefur ekki verið fylgt eftir í áróðri og útbreiðslu, heldur er undanslætti gefið undir fótinn með skírskotun til nýrra viðhorfa sem reynist gömul uppgjafar- stefna úr draugasafni Framsókn- ar. Við höfum ekkert við slíka uppvakninga að gera. Það sem Alþýðubandalagið þarfnast er að hysja upp um sig baráttubuxurn- ar og vinna samþykktri stefnu sinni fylgi, ekki innan æðsta ráðs Nató heldur meðal íslensku þjóð- arinnar. Greln Blrnu er að uppistöðu fram- saga á félagsfundi Alþýðubanda- lagsins f Reykjavík fyrir skömmu þar sem rætt var um utanríkismál. Vantar þig vinnu? Okkur vantar starfsmann í eldhúsið. Um er að ræða að sjá um léttan hádegisverð 5 daga vik- unnar fyrir starfsfólk okkar. Upplýsingar hjá fram- kvæmdastjóra blaðsins í síma 681333. þJÓOVIUINN ALÞÝÐU BAN DALAGIÐ Alþýðubandalagið Hafnarfirði 30 ára afmælishátíð Elsta Alþýðubandalagsfélag í landinu, Alþýðubandalagið í Hafnarfiröi, heldur upp á 30 ára afmæli sitt, laugardaginn 5. mars n.k. á Garðaholti. Veislustjóri verður Helgi Seljan tyrrv. alþm. Ávarp Geir Gunnarsson alþm. Gamanmál og uppákomur. Hljómsveitin Ásar leikur fyrir dansi fram eftir nóttu. Húsið opnar kl. 19.00. Borðhald hefst kl. 20.00. Miðaverð 2.500 kr. Eftir mat kr. 700. Tryggið ykkur miða hiðfyrsta hjá: Jóhönnu s:651347. Hólmfríði s:50342. (nu s: 51531 eða Katrínu s:54799. Félagar úr nágrannasveitarfélögunum meira en velkomnir. Afmælisnefndin Alþýðubandalagið Kóþavogi Síðasta spilakvöldið Þriðja og síðasta spilakvöldið að sinni verður mánudaginn 7. mars n.k. í Þinghóli og hefst spilamennskan kl. 20.30. Mætið stundvíslega. Allir velkomnir. Nefndin Alþýðubandalagið Kóþavogi Morgunkaffi ABK Heimir Pálsson bæjarfulltrúi og Snorri Konráðsson fulltrúi í íþróttaráði verða með heitt á könnunni í Þinghóli, laugardaginn 5. mars milli kl. 10-12. Allir velkomnir. Stjórnin 6 S(ÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.