Þjóðviljinn - 01.03.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 01.03.1988, Blaðsíða 7
Úrslit 4. umferð M. Gurevich - G. Dizdar : 1-0 Zsuzsa Polgar - Polugaevsky : 1/2-1/ 2 W. Browne - V. Kotronias : 1/2-1/2 Jón L. Árnason - R. Akeson : 1 -0 Karl Þorsteins - Helgi Ól : 0-1 C. Höi - A. Adorjan : 1/2-1/2 Hannes Hlífar - S. Dolmatov : 1/2-1/2 Margeir - Zsofia Polgar: 1 -0 W. Schön - Dan Hanson : 1 -0 E. Gausel - J. Tisdall : 1-0 Þröstur Þórh. - Áskell Örn : 1-0 L. Christiansen - Arnar Þ. : 1 -0 Guömundur G,- B. Östenstad: 0-1 J. Lautier - T. Sörensen : 1-0 Halldór G. - Sævar Bjarnason : 1-0 Jón G. Viðarsson - Sig. Daði: 1/2-1/2 Bragi Halldórsson - J. Barle : 0-1 Benedikt J. - Lárus Jóhannes.: 0-1 Judit Polgar - Stefán Briem : 1/2-1/2 Ásgeir Þ. - Bjarni Hjartarson: 1-0 Róbert H.- Snorri Bergs. : 1-0 Þráinn V. - Jóhannes Ág. : 0-1 Davíð Ól. - Tómas Hermanns. : 1-0 Tómas Björns. - Þorsteinn Þ. : 0-1 Bogi Pálsson - Magnún Sól. : 0-1 Ögmundur Kr. - Þröstur Á. : 0-1 Árni Ármann - A. Luitjen : 1 -0 5. umferð Helgi Ól. - M. Gurevich : 1/2-1/2 L. Polugaevsky - Jón L. : 0-1 W. Schön - Margeir : 0-1 Þröstur Þórh. - W. Browne : 1-0 C. Höi - Zsuzsu Polgar : 1-0 V. Kotronias - E. Gausel : 1-0 R. Akeson - L. Christiansen : 0-1 S. Dolmatov - J. Lautier: 1-0 A. Adorjan - Karl Þorsteins : 1/2-1/2 G. Dizdar - Hannes Hlífar : 1/2-1/2 J. Tisdall - Halldór G. : 0-1 J. Barle - Jóhannes Ág. : 1/2-1/2 B. Östenstad - Davíð Ol. : 1-0 Zsofia Polgar - Dan Hanson : 0-1 Áskell Örn - Jón G. : 0-1 Sig. Daði - Ásgeir Þór : 1/2-1/2 Arnar Þ. - Róbert Harðars. : 1/2-1/2 Lárus J. - Guðmundur G. : 0-1 T. Sörensen - Þorsteinn Þ. : 1-0 Sævar Bjarnason - Stefán B. : 1 -0 Magnús Sól. - Judit Polgar : 1/2-1/2 Bjarni Hj. - Benedikt J. : 1/2-1/2 Snorri B. - Bragi Halldórs. : 1-0 Tómas Hermanns. - Árni Á. : 1-0 Bogi Pálsson - Tómas Bj. : 1/2-1/2 A. Luitjen - Ögmundur Kr. : 1-0 Biðskákir úr 3. umferð: Hannes Hlífar - Margeir: 1/2-1/2 G. Dizdar - J. Lautier : 1-0 Sævar Bjarnason - Tómas Bj. : 1-0 Staðan Staða efstu manna eftir 6 umferðir: Jón L. Árnason 51/2 Þröstur Þórhallsson 5 S. Dolmatov 41/2 M. Gurevich 4+biðskák V. Kotronias 4+biðskák C. Höi 4+biðskák Helgi Ólafsson 4 Margeir Pétursson 4 L. Polugaevsky 4 Zsuzsa Polgar 4 E. Gausel 4 Guðmundur Gíslas. 4 6. umferð: Jón L. - Helgi Ólafsson : 1-0 M. Gurevich - V. Kotronias : bið Margeir - Þröstur Þórh. : 0-1 L. Christiansen - C. Höi : bið Halldór G. - S. Dolmatov : 0-1 B. Östenstad - Polugaevsky : 0-1 Dan Hanson - A. Adorjan : 1/2-1/2 W. Browne - Hannes Hlífar : 1/2-1/2 Karl Þorsteins - G. Dizdar: 1/2-1/2 Zsuzsa Polgar - Jón G. : 1-0 E. Gausel - W. Schön : 1-0 Guðmundur G. - R. Akeson : 1-0 Ásgeir Þ. - J. Barle : 0-1 Jóhannes - T. Sörensen : 1 -0 J. Lautier - Sævar Bj. : 0-1 Róbert - Sig. Daði : 1/2-1/2 Arnar Þ. - J. Tisdall : 0-1 Áskell - Zsofia Polgar: 0-1 Judit Polgar - Snorri B. : 1-0 Davíð Ól. - Lárus Jóh. : 1-0 Þráinn V. - Magnús Sól. : 1 -0 Benedikt J. - Tómas H. : 1/2-1/2 Þorsteinn Þ. - Stefán B. : 1-0 Tómas B. - Bjarni Hj. : 1-0 Bragi Halld. - Árni Á. : 0-1 Þröstur Á. - A. Luitjen : 1 -0 Ögmundur - Bogi Páls. : 1-0 _______SKÁK_____ Jón L. „mllaði“ PolugaevskyS Þröstur vann Browne Með sigri sínum yfir Lev Polug- aevsky i 5. umferð Reykjavíkur- skákmótsins, sem tefld var á sunnudag, komst Jón L. Árnason einn í efsta sæti. Þrátt fyrir að hafa stýrt svörtu mönnunum þá náði Jón snemma frumkvæðinu í skákinni og saumaði jafnt og þétt að þessum heimsþekkta stór- meistara. Polugaevsky lenti i miklu tímahraki og eftir að Jón hafði gert endanlega út um skákina með skiptamunsfórn þá fórnaði Polugaevsky hrók í ör- væntingu sinni í von um þráskák. Það kom hinsvegar í Ijós að engin þráskák var í stöðunni og því gafst Polu upp. Þröstur Þórhallsson og Walter Brown áttust við og vakti sú skák einnig mikla athygli. Þröstur stýrði hvítu mönnunum og upp kom Najdorf-afbrigðið í Sikil- eyjarvörn. Þröstur varð fyrri til að fara út úr „teoríunni" og að venju eyddi Browne miklum tíma. í tímahrakinu missti svo Browne af öruggri jafnteflisleið og eftir 42. leik Þrastar kom upp eftirfarandi staða: Eins og sjá má er svarti kóng- urinn berskjaldaður og Browne reynir því að forða honum hætt- um frá, en eins og framhaldið leiðir í ljós þá hefur hann ekki erindi sem erfiði. 42. - Ke3 43. Hel+ - Kd4 44. e5! (Nú hótar hvítur einfaldlega að ýta e-peðinu alla leið upp í borð.) 44. - Dh4 (Ef 44. - He3 þá 45. c3 +! Kc4 (45. - Kc5 46. Dgl og vinnur) 46. Dc6+ Kd3 47. Dd5+ og vinnur.) 45. Hdl+ Ke4 46. Hel+ Kd4 47. Dgl+ Df2 (Eða 45. - Kd5 46. e6 og hvítur vinnur örugglega.) 48. Dg4+ Kc5 49. Dc8+ Kb6 50. Db8+ Ka5 (50. - Kc6 hefði lengt dauðastríð- ið örlítið.) 51. Dc7+ jafnteflisvonir Schön að engu og vann örugglega. Carsten Höi hefur teflt ágæt- lega í mótinu og er meðal efstu manna. Hann sigraði Zsuzsu Polgar mjög sannfærandi. Halldór G. Einarsson hefur unnið 3 skákir í röð og nálgast toppbaráttuna. Hann vann Jon- athan Tisdall með svörtu mönn- unum. Andreas Adorjan mátti þakka fyrir jafntefli gegn Karli Þor- steins. Upp kom endatafl þar sem Karl hafði hrók og 3 peð gegn riddara og 5 peðum Adorjan. Adorjan hélt sínum hlut með góðri varnartaflmennsku. Á laugardaginn var 4. umferð- in tefld. Á efsta borði tefldu Mik- ahail Gurevich og Goran Dizdar. Gurevich, sem hafði hvítt, hóf snemma sóknaraðgerðir á kóngs- væng og byggði upp yfirburða- stöðu. í tímahrakinu fórnaði hann síðan riddara og með aðeins sekúndur eftir á klukkunni fann Dizdar enga vörn og féll á tíma. Polugaevsky tókst ekki að vinna Zsuzsu Polgar (elsta systir- in) þrátt fyrir að hafa haft örlítið betra endatafl. Margeir átti aftur á móti ekki í neinum erfiðleikum með Zsofiu Polgar („miðjusystirin") og vann örugglega. Jón L. hafði hvitt gegn Svían- um Ralf Akeson. Jón tefldi mjög sannfærandi, náði yfirburða- stöðu og eftir aðeins 23 leiki var staða Akeson að hruni komin og gafst hann því upp. Þess má geta að Ralf Akeson er fyrrverandi Evrópumeistari unglinga. Hannes Hlífar hélt áfram að bæta árangur sinn. Hann hafði þegar gert jafntefli við Jón L. og Margeir og nú hélt hann sínum hlut gegn Sergey Dolmatov. Hannes fórnaði tveimur mönnum fyrir hrók, 2 peð og sóknarfæri en Dolmatov lét strákinn ekki plata sig og kapp- arnir þráléku. Athyglisverðasta skák 4. um- ferðarinnar var viðureign þeirra Karls Þorsteins og Helga Ólafs- sonar. Karl fórnaði manni og eftir þó nokkrar flækjur kom upp staða þar sem Karl hafði hrók, drottningu og fimm peð gegn biskup, riddara, drottningu og þremur peðum Helga. Þegar líða tók á skákina urðu léttu mennirn- ir hans Helga hrók Karls yfir- sterkari og Karl gafst upp í lok annarrar setu. Hannes Hlífar gerði jafntefli við Browne. Eftir umferðir helgarinnar var staða efstu manna þessi: Jón L. 4 1/2, Gurevich, Helgi, Kotronias, Þröstur, Margeir og Höi 4, Dolmatov, Christiansen og Halldór G. 3 1/2. Við skulum þá líta á vinnings- skák Jóns L. gegn Polugaevsky. Hvítt: Lev Polugaevsky (Sovétríkjun- um) Svart: Jón L. Árnason (íslandi) Katalan 1. Rf3 Rf6 3- 83 d5 2. c4 e6 4- b82 d*c4 (Jón L. drepur á c4 áður en hvítur leikur d4. Svipað gerði Karl gegn Polugaevsky í 3. umferð.) 5. Dc2 (Annar möguleiki er 5. Da4+ Rbd7 6. Dxc4 c5 7. 0-0 b6 en þannig tefldist skákir Kir. Georg- iev - Jón L., Plovdiv 1986.) 5. - c5 6. Ra3 Rc6 7. Rxc4 Dc7 8. 0-0 b5 9. Re3 Bb7 10. b3 Hc8 11. Bb2 Rb4 (Það er ekki að sjá að hvítur hafi fengið nokkurt frumkvæði út úr byrjuninni. Staðsetning hvíta riddarans á e3 er hálf klúðurs- 'eg.) 12. Dbl Be7 13. Hcl 0-0 14. a4?! (Eðlilegt virðist 14. a3 Rbd5 15. Rxd5 Bxd5 16. Dc2. Eftir texta- leikinn verður svarti riddarinn á b4 ægisterkur.) 14. - a6 18. Bxe7 Dxe7 15. axb5 axb5 19. Bxb7 Dxb7 16. Rg5 h6! 20. Db2 De4! 17. Bxf6 hxg5 (Kemur í veg fyrir að hvíta drottningin komist til e5.) 21. d3 Dd4 22. Dc3?! (Betra var 22. Dxd4 cxd4 23. Rdl þó svartur standi betur í endatafl- inu. Nú finnur Jón L. sterka áætl- un.) 22. - f5! (Hugmyndin er að leika f-peðinu til f3 og veikja þannig d3-peð hvíts. Enn er því hugsanlegt fyrir hvítan að leika 23. Dxd4.) 23. Rdl f4 24. Ha5? f3 (Hvítur er í rauninni glataður eftir þennan leik. Peðið á d3 verður ekki varið með góðu móti og svartur fær að auki sókn eftir f-línunni.) 25. Dd2 e5! 26. cxf3 (Eða26. Rb2e427. Hdl Hcd8og hvítur er í úlfakreppu.) 26. - Rxd3 27. Hbl Hxf3 28. Hxb5 Hcf8 29. Hb7 8 J§ fff . 7 IIj li 11 6 ím iiit mi int 5 k k 4 • MflB ■ 3 |A' 4 II 2 <1 <] 1 mmtm * 29. - Hxf2! 30. Rxf2 Hxf2 31. Hxg7+ (Hvað annað?) 31. - Kxg7 32. Dxg5+ Kf7 33. Dh5+ Ke7 34. Dg5+ Kd7 Polugaevsky gafst hér upp því eftir 35. Dg4+ Kc7 á hann ekki fleiri skákir. HL Linares-mótið Timman stunginn af Jan Timman tefldi við sovéska stórmeistarann Belíavskí í 6. um- ferð skákmótsins í Linares á Spáni í gær. Skákin fór í bið, en Hollendingurinn er talinn hafa gjörunna stöðu. Gangi það eftir hefur hann tekið afgerandi for- ystu á mótinu; 5,5 vinninga af 6 mögulegum. Lyginni líkast á svo sterku móti. Jóhann Hjartarson gerði jafn- tefli við Jusupov. Frönsk vörn var uppi á teningnum í þeirri viður- eign sem stóð í 36 leiki. Þá vann Ljubojevic Chibur- danidse, en Nunn og Illescas gerðu jafntefli. Skákir Gregori- evs og Chandlers, Portisch og Nikolics fóru í bið, og vildu skák- skýrendur fáu spá um framvind- una í gærkvöldi. HS Hér sá Browne ekki ástæðu til að halda þessu áfram og gafst upp. Framhaldið hefði getað orð- ið 51. - Ka4 (51. - Db6 52. b4+) 52. He4+ b4 53. b3+ Ka3 54. Da5+ og mát. Á efsta borðinu tefldu Helgi Ólafsson og Mikhail Gurevich. Þeirra skák var lítið áhugaverð því samið var stórmeistarajafn- tefli á nær óteflda skák. Margeir Pétursson og Wol- fram Schön leiddu saman hesta sína. Skák þeirra var mjög „þung“ en Margeir hafði alltaf undirtökin. Þegar skákin fór í bið hafði Margeir tveimur peðum meira en Schön átti einhverja jafnteflismöguleika vegna mis- litra biskupa. Biðskákin var síðan tefld í gær og þá gerði Margeir ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Jón L. óstöðvandi Jón L. Arnason virðist vera al- veg óstöðvandi á Reykjavíkur- skákmótinu. í 6. umferð, sem tefld var í gærkvöldi, tók hann Helga Ólafsson í karphúsið í að- eins 24 leikjum. Jón L. hafði hvítt og kom upp Sikileyjarvörn. Jón kom Helga á óvart með því að velja frekar sjaldgæft afbrigði en ails ekki bitlaust. Helgi tefldi ekki sem nákvæmast, fékk strax verra tafl og tapaði peði. í 22. leik ætl- aði Helgi síðan að vinna peðið til baka en raunin varð sú að leikur- inn sem hann valdi var slæmur fíngurbrjótur sem kostaði mann. Helgi gafst því upp án frckari bar- áttu. Áhorfendur fylgdust grannt með skák þeirra Margeirs Péturs- sonar og Þrastar Þórhallssonar. Margeir lét peð fyrir biskupapar- ið en virtist ekki fá nægar bætur. í tímahrakinu fórnaði svo Þröstur skiptamun fyrir sókn. Margeir fann ekki besta leikinn og eftir að tímahrakinu lauk sat hann uppi með tapað tafl. Þröstur vann síð- an skákina í annarri setu og er nú kominn í annað sætið. W. Browne á greinilega í erfið- leikum gegn hinum ungu íslensku skákmönnum. í 5. umferð tapaði hann fyrir Þresti Þórhallssyni og í gærkvöldi náði Hannes Hlífar jafntefli gegn honum. Þegar Browne, í sínu venjulega tíma- hraki, átti aðeins eftir 2 mínútur þá hafði Hannes nægan tíma eða 40 mínútur eftir á klukkunni! Browne gerði hins vegar engin mistök í tímahrakinu. Polgar-systur sýndu mikla samheldni því þær unnu alla and- stæðinga sína. Zsuzsa Polgar, sem er elst, hefur 4 vinninga en hinar tvær 3 vinninga hvor.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.