Þjóðviljinn - 01.03.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 01.03.1988, Blaðsíða 9
Þjóðminjasafnið Glæsileg afmælishátíð Fjölmenni hlýddi a hatiðadagskra í Haskolabió i tilefni 125 ára afmœlis Þjóðminjasafns. Stofnun Þjóðminjafélags í undirbúningi, væntanlegný lögumsafnið. Um 150þúsund hafa safnast í íslandsklukkuna Þór Magnússon þjóðminjavörður ávarpar hátíðargesti. Á okkar tímum, tímum einnot- anna, eigum við að treysta tengsl við ræturnar með þjóðlegri sókn, sem tryggi framtíðargrundvöll fyrir íslenskt samfélag. Nokkurnveginn þennan boð- skap mátti fá úr samanlögðum ávörpum forseta og menntamála- ráðherra á veglegri afmælishátíð Þjóðminjasafnsins í Háskólabíó á sunnudaginn, þarsem auðvitað voru dregnar upp myndir úr sögu safnsins en einnig skyggnst fram á veg. Þór Magnússon þjóðminja- vörður setti hátíðina með ávarpi, og síðan hófst samfelld dagskrá í ræðu, mynd, söng, hljóðfæraleik um safnsins 125 ár. Helsti kynnir og lesari var Árni Björnsson. Kristinn Sigmundsson og Jónas Ingimundarson fluttu ýmislegt söngkyns tengt safninu, gömul afmælisljóð, sönglag eftir Matthí- as Þórðarson, fyrsta þjóðminja- vörðinn, söngþýðingu eftir Krist- ján Eldjárn. Sigurður Rúnar Jónsson lék á tveggja alda gamla fiðlu í eigu safnsins og Gunnar Egilsson blés í hljóðpípu langafa síns, Sveinbjarnar Egilsonar þess sem stökk á stöng og þýddi Hómer. Skyggnur voru sýndar á bíótjald- inu af munum, prentmáli og pers- ónum úr safnsögunni, og sýnd var kvikmynd Ósvalds Knúdsen frá uppgreftrinum í Skálholti fyrir hálfum fjórða áratug, - en útgáfa fyrra bindis bókar um það verk er einn liður afmælisins. Elsa E. Guðjónsson sá einnig með fólki úr Þjóðdansafélaginu um einskonar tískusýningu frá fyrri öldum, og gekk þar fram fólk í hverjum íslenskum bún- ingnum öðrum fegurri, karlar, konur og börn; og var þarmeð vakin athygli á einum af þeim rannsóknarþáttum á vegum safnsins sem ekki eru gesti augljósir við stuttan stans í sýn- ingarsölum. Birgir ísleifur Gunnarsson menntamálaráðherra flutti ávarp og sagði þar meðal annars frá því að væntanlegt væri frumvarp að nýjum lögum um safnið frá þeirri safnathugunarnefnd sem nú er að störfum undir forystu Sverris Hermannssonar. í frumvarpinu munu meðal annars ráðgerðar ýmsar breytingar á stjórnarhátt- um í safninu, þannig að þjóð- minjavörður verður í senn leystur Tveir gesta virða fyrir sér klukkuna góðu í anddyri Háskólabíós. (Myndir: Sig.) undan ýmsum verkskyldum og hafinn í annað veldi með sérstök- um safnstjóra fyrir safnið sjálft við Hringbrautina, þá mun ráð- gert að yfirmenn ráðfæri sig við safnstjórn, sem ekki er til nú, enda ber skipulag safnsins nokk- ur merki aldurs þess. Birgir ísleifur minntist einnig á að framundan væri mikið verk við að bæta húsakost safnsins og taldi þörf á að efla Þjóðminja- safnið á alla lund, - og er nú að bíða þess að sjá á borði það sem ráðherrann boðaði í orði. Vigdís Finnbogadóttir forseti var meðal stórmenna við hátíðina í Háskólabíó og flutti að lokum dagskrárinnar gott ávarp, en Þór Magnússon kvaddi gesti, með því meðal annars að minna á fyrir- hugað Þjóðminjafélag áhuga- manna um verksvið safnsins. Safnmenn binda miklar vonir við starf þess félags, bæði vegna stuðnings sem þeir gætu þangað sótt í ævarandi skærum við fjár- veitingamenn og önnur máttar- völd, og ekki síður vegna þeirra tengsla sem um félagið gætu Fjölmenni sótti afmælisdagskrána, sem einnig var sjónvarpað beint. skapast við áhugamenn allskonar og allan almenning. Frammi í anddyri Háskólabíós var seld Skálholtsbók, og þar hékk einnig sú klukka sem safn- inu hefur orðið gunnfáni á merkri afmælishátíð, „íslandsklukkan" frá Tröllatungu á Ströndum sem Þjóðminjasafnið hefur nú keypt að utan. Kaupverðið er 650 þús- und krónur, og höfðu að kvöldi sunnudags safnast um 150 þús- und krónur. Klukkan góða hang- ir nú í anddyri safnsins og er hjá henni stór baukur, - ætti ekki að verða ofverk íslendinga að öngla saman í svo merkan grip þótt bar- lómur sé kveðinn á mörgum víg- stöðvum. íslandsklukkan er nefnilega ekki einnota þótt hún kunni að hverfa sjónum okkar um stund. -m Árni Björnsson les pistil um upptök Þjóðminjasafnsins, á tjaldinu er mynd Helga Sigurðssonar þess sem árið 1863 fól stiftsyfirvöldum varðveislu fimmtán muna sem fyrsta vísi að ís- lensku forngripasafni. Kristinn Sigmundsson og Jónas Ingimundarson flytja sönglag eftir Matthías Þórðarson. Þriðjudagur 1. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.