Þjóðviljinn - 01.03.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 01.03.1988, Blaðsíða 11
iÖRFRÉTTTIRi Armenar í Azerbaijan voru beðnir um að gæta stillingar ígær. Það var leið- togi flokksdeildar kommúnista- flokksins í Bakú, höfuðborg lýð- veldisins, sem kom þessari frómu ósk á framfæri er hann ávarpaði hóp Armena í bænum Stepanakert í héraðinu Nagorno- Karabakh. Um 90 af hundraði íbúa þess eru ermskir menn. Vilja þeir að landamæri Armeníu og Azerbaijan verði dregin á ný svo héraðið sameinist fyrrnefnda lýð- veldinu. Blaðamenn í höfuðborg- inni Jerevan greindu frá því að fólk hefði unnið laugardag og sunnudag til þess að bæta upp vinnutap í mótmælunum fyrir helgi. Forystumenn mótmæ- lenda, sem skiptu hundruðum þúsunda, sögðu í gær að þeir myndu ekki hafa í frammi andóf næsta mánuðinn til þess að gefa Gorbatsjov aðalritara kost á því að kynna sér ástand mála í Kák- asuslýðveldunum. Námsmenn í Dakka, höfuðborg Bangladesh, lögðu eld að bifreiðum og hróp- uðu slagorð að lögreglumönnum til að mótmæla dauða þriggja andófsmanna. Að sögn leiðtoga stjórnarandstöðunnar voru þremenningarnir í hópi tuga þús- unda mótmælenda sem gengu um götur borgarinnar á sunnu- dag og kröfðust afsagnar Hossa- ins Mohammads Ershads for- seta. Skyndilega hafi lögreglu- menn gripið til skotvopna og hleypt af á fólkið. Auk hinna þriggja er létu lífið sögðu þeir rúmlega 100 hafa særst skotsár- um. ERLENDAR FRETTIR Palestína Vilja fá frið fyrir heimspressunni Tveir Palestínumenn láta lífið afvöldum skotsára. Shamir íhugar að vísa fréttamönnumfrá herteknu svœðunum. Herinn ritskoðar Reutersskeyti l sraelskir hermenn eru við sama heygarðshornið og skjóta Pal- estínumenn unnvörpum til bana fyrir þátttöku í mótmælum gegn hernámi ísraelsmanna á Gaza- svæðinu og vesturbakka Jórdan- ár. í gær felldu þeir ungan mann á vesturbakkanum og annar lést á sjúkrahúsi af völdum skotsára sem hann fékk í fyrri viku. Sham- ir forsætisráðherra íhugar snjalia lausn á deilum gyðinga og Palest- ínumanna: að banna frétta- mönnum aðgang að herteknu svæðunum. Víða kom til mótmælaaðgerða Palestínumanna á hernumdu svæðunum í gær. í bænum Burin á vesturbakkanum hópuðust ungmenni saman, gerðu hróp að ísraelskum dátum og köstuðu grjóti. Þeir svöruðu með vélbyss- uskothríð og ekki leið á löngu uns þeir hæfðu mark, 18 ára gamall piltur lá örendur í valnum. I sama mund lést þrítugur Palestínu- maður á sjúkrahúsi í Nablus. Dánarorsökin: ísraelskar blýkúl- ur. Þeir voru 78da og 79da fór- narlömb ísraelskra valdhafa á herteknu svæðunum frá því í des- ember sl. Yitzhak Shamir forsætisráð- herra og ráðgjafar hans hafa um nokkurt skeið staðið á því fastar en fótunum að orsök uppreisnar Palestínumanna á herteknu svæðunum sé nærvera frétta- manna. Útsendarar heimspress- unnar séu gyðingfjandsamlegir upp til hópa og kappkosti því að espa Palestínumenn til uppþota svo ísraelskir hermenn neyðist til að skjóta þá fyrir framan kvik- myndatökuvélar. Þessi skynugi forsætisráðherra sagði í gær að mál væri að linnti. Það kæmi vel til greina að banna fréttamönnum aðgang að her- teknu svæðunum. Geta menn gert sér í hugarlund hvert hlut- skipti bíður palestínskra mótmæ- lenda ef morðóðir ísraelsmenn þurfa ekki að óttast neitt aðhald frá umheiminum. Um miðbik Reutersskeytisins sem frétt þessi er byggð á var sér- staklega afmörkuð lína með þess- Suður-Afríka Tutu tekinn höndum Erkibiskup ensku kirkjunnar í Suður-Afríku og friðarverðlaunahafi Nóbels hefur forystu um friðsamlegt andóf kirkjunnar gegn mannréttinda- brotum hvítra Hvítir lögreglumenn handtóku í gær Desmond Tutu erki- biskup og nokkra aðra kirkj- unnar menn í Höfðaborg eftir stutta mótmælagöngu sem marka á upphaf friðsamlegrar mót- mælaherferðar gegn gerræði minnihlutastjórnarinnar f Pret- óríu. Tutu og félagar hans af öllum kynþáttum og kirkjudeildum hugðust koma mótmælaskjali gegn afnámi mannréttinda þel- dökkra í hendur starfsmanna þinghússins í Höfðaborg en lög- reglumenn komu í veg fyrir þau áform. Var þeim troðið með valdi inní bfla sem óku þegar með þá að aðalstöðvum lögreglunnar. Þegar fyrirliðar andófsmanna höfðu verið fluttir brott var mótmælaseta presta við Dómkir- kju heilags Georgs leyst upp með ofbeldi, vatnsþrýstitækjum og pústrum. Eftir varðhald í hálfa klukku- stund voru leiðtogar mótmæl- enda látnir lausir. Sóru þeir að taka upp merki friðsamlegrar baráttu gegn aðskilnaðarstefn- unni en sem kunnugt er voru 17 stjórnmálasamtök blökkumanna bönnuð í fyrri viku og athafna- frelsi leiðtoga þeirra skert til muna. Ef af því verður mun kirkjan verða helsti vettvangur baráttunnar gegn aðskilnaðar- stefnunni í Suður-Afríku. „Við höfum sýnt fram á þá stefnu okkar að láta hendur standa fram úr ermum og efna til friðsamlegs andófs í stað þess að ræða eingöngu um það úr predik- Vestur-Berlín Gullbjöm fer til Kína Gullbjörn kvikmyndahátíðar- innar í Vestur-Berlín var að þessu sinni sendur til Kína. í síð- ustu viku sté leikstjórinn Zhang Jimou á stall og tók við gripnum fyrir sköpunarverk sitt, „Rauða dúrran“, sem fjallar um hernám Japana í Kína. Á hátíðinni voru sýndar 270 kvikmyndir í fullri lengd og 170 stuttar á 12 dögum. Sérstök verð- laun dómnefndar hreppti 20 ára gömul sovésk mynd, „Flokks- fulltrúinn1', en hún fékkst ekki sýnd eystra fyrr en Gorbatsjov hafði opnað nokkrar gáttir. Arg- entíska kvikmyndin „Skuldin", höfundarverk Miguels Pereiras, hlaut Silfurbjörninn og var farið lofsamlegum orðum um „listræna eiginleika hennar.“! Bestu karlleikarar voru sagðir þeir félagarnir Jörg Pose og Man- freð Möck frá Austur-Þýskalandi vegna stjörnuleiks þeirra í mynd- inni „Berið byrðar hvers annars“. Hún fjallar um sambúð ríkis og kirkju í kommúnistaríki. Hinn al- menni kvikmyndaunnandi kjöri hana bestu mynd hátíðarinnar. um upplýsingum: „Ritskoðun hersins felldi hluta úr þessari skýrslu". Það er því ljóst að ísra- elsmenn eru þegar famir að þagga niður í heimspressunni. Reuter/-ks. Palestínskum mótmælanda troðið inní bifreið ísraelsdáta. Nú vilja þeir fá að myrða Palestínumenn í friði fyrir heimspressunni. Desmond Tutu. Guð er öndverður kynþáttakúgun og Guði ber að hlýða. Kirkjan hefur tekið við forystu barátt- unnar gegn aðskilnaðarstefnunni. unarstólnum," sagði Tutu í gær. Hann var spurður að því hvort kirkjunnar menn myndu halda friðsamlegum mótmælum áfram. „Við erum ekki að storka og ögra ncinum. Við erum aðeins að hlýða fyrirmælum Guðs. Vesælir menn eiga að hlýða fyrirmælum Drottins Guðs síns á hverjum degi og því munum við halda bar- áttunni áfram.“ Reuter/-ks. Norman Jewison varð fyrir val- inu þegar röðin kom að leikstjóra ársins en handbragðið gefur að líta í myndinni „Tunglsjúkur". Holly Hunter þykir sýna mikil leiktilþrif í „Bein fréttaútsend- ing“ og var því kjörin leikkvenna best. Dómnefndin sá sérstaka á- stæðu til að ljúka lofsorði á pól- sku myndina „Móðir Krol og synir hennar". Hún gerist í Pól- landi á stríðsárunum og árunum skömmu eftir lok þeirra. Reuter/-ks. Vinningstölurnar 27. febrúar 1988. Heildarvinningsupphæð: Kr. 4.847.584.- 1. vinningur var kr. 2.429.630.- og skiptist hann á milli 2ja vinningshafa, kr. 1.214.815.- á mann. 2. vinningur var kr. 726.754,- og skiptist hann á 322 vinningshafa, kr. 2.257.- á mann. 3. vinningur var kr. 1.691.200.- og skiptist á 8.456 vinningshafa, sem fá 200 krónur hver. 'WS5/32 Upplýsingasími: 685111 Þriðjudagur 1. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 Verkakvennafélagið Framsókn Félagsfundur veröur haldinn fimmtudaginn 3. mars kl. 20.30 aö Skipholti 50a. Fundarefni: Samningarnir. Félagskonur fjölmenniö. Sýniö skírteini viö inn- ganginn. Stjórnin

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.