Þjóðviljinn - 01.03.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 01.03.1988, Blaðsíða 1
Ikvöld Karfa Hagaskóli kl.20.00 úrvalsdeild KR-Valur (bikarkeppnin) Handbolti Ágætthjá Víkingi í Moskvu Töpuðu meðfimm marka mun 25-20 Það var við ramman reip að draga í Moskvu þegar Víkingar léku við sovésku risana. Þeir náðu þó að halda í horfinu en fyrirfram var álitið að þeir myndu tapa með mun stærri tölum. Heimamennirnir komust yfir strax í byrjun og héldu um fimm marka mun allan leikinn. Vasilev lék með en hann er 1.98 á hæð og er að sjálfsögðu í landsliði sovét- manna. ZSKA Moskva er þar með komið í undanúrslit Evróp- ukeppninnar. Hans Guðmundsson tekinn föstum tökum af Valdimari Grímssyni og félögum. Handbolti Mörk Víkings: Sigurður Gunn- arsson 5, Bjarki Sigurðsson 4, Guðmundur Guðmundsson 4, Hilmar Sigurgíslason 4, Árni Frið- leifsson 1, Karl Þráinsson 1 og Sigurður Ragnarsson 1. Útaf: alls 14 mínútur. Harica að Hlíðarenda Jafnt hjá Blikunum og Völsurum. Áberandi dómgæsla England Bob Paisley til Wales Gamli jaxlinn Bob Paisley, sem var framkvæmdastjóri hjá Liverpool í 10 ár, hefur verið orð- aður við framkvæmdastjórastöðu velska Iandsliðsins. Alun Evans ritari velska knattspyrnusambandsins segir að Paisley sé á listanum yfir þá sem þeir vilja fá en þar séu einnig fleiri og ekkert sé ákveðið enn. Þeir séu í vandræðum eftir að þeir ráku Mike England í síðasta mán- uði og reynt var að fá Brian Clough en það gekk ekki upp eftir miklar fortölur. Paisley hef- ur ekki unnið sem stjóri síðan 1983 en hefur verið viðloðandi Liverpool frá þeim tíma. Það leit út fyrir að Blikarnir myndu sigra Val á sunnudags- kvöldið en með góðri baráttu í síðari hálfleik tókst Völsurum að vinna upp 5 marka forskot Blik- anna. Gestirnir byrjuðu á að sköra en síðan skiptust liðin á uns staðan var 2-2. þá kom góður kafli hjá Breiðablik þegar Hans Kristjáns- son og Þórður Davíðsson röðuðu inn mörkunum og komu liði sínu í 3-8. Blikavörnin var sterk og komust Valsarar lítið þar í gegn ásamt því að Þórður Siggeirsson varði mjög vel í Breiða- bliksmarkinu. En Júlíus Jónas- son tók sig til og skoraði 3 af 5 mörkum Valsliðsins sem nægði þeim til að jafna 8-8. Þá tóku Blikarnir hann úr umferð og náðu að gera 5 mörk á meðan heimamönnum tókst aðeins að gera eitt 10-13. Undir lok fyrri hálfleiks fékk Valdimar Gríms- son langa sendingu fram en Þórð- ur Davíðsson, sem hafði átt mjög góðan leik fram að þessu, kippti honum niður í gólfið og fékk í staðinn verðskuldað rautt spjald. Valsmenn fengu aðeins aukakast en tókst ekki að skora úr því svo að staðan í hálfleik var 10-13. Valsmenn mættu mjög ákveðnir til leiks eftir leikhlé og gerðu 5 mörk á meðan Blikunum tókst að koma boltanum einu sinni í netið, 15-14. Eitt af þeirra mörkum var þó ansi vafasamt því Jakob Sigurðsson flatmagaði fyrir innan línuna á meðan lið hans skoraði. Leikurinn fór að jafnast aftur og liðin skiptust á að skora enda var jafnt á öllum tölum til leiksloka. Blikarnir tóku vörnina úti á vellinum og það gekk illa hjá Val að finna svar Hlíðarendi 28. febrúar 1. deild karla Valur-Brei&ablik 23-23 (10-13) Mörk Vals: Valdimar Grímsson 6, Jú- líus Jónasson 5, Jón Kristjánsson 4, Geir Sveinsson 3, Jakob Sigurðsson 2, Þorbjörn Guömundsson 2, Þórður Sigurösson 1. Varln skot: Einar Þorvarðarson 12. Spjöld: Júllus Jónasson gult. Mörk UBK: Hans Guömundsson 6, Þórður Davíðsson 4, Jón Þórir Jóns- son 4, Björn Jónsson 3, Aðalsteinn Jónsson 2, Ólafur Björnsson 1, Krist- ján Árnasson 1, Svafar Magnússon 1, Krístján Halldórsson 1. Varin skot: Þórður Siggeirsson 6 og Guðmundur Hrafnkelsson 5. Útaf: Aðalsteinn Jónsson 4 mín, Svaf- ar Magnússon 2 mín. Spjöld: Þórður Davíösson rautt. Domarar: Gunnar Kjartansson og Rögnvald Erlingsson voru slakir. Maður leiksins: Júlfus Jónasson Val. -ste við því. Leikurinn einkenndist síðan af hörku og hraða en var skemmtilegur og spennandi á að horfa. Dómararnir misstu tökin á leiknum þegar leið á hann og leyfðu alltof mikla hörku. Þegar innan við mínúta var eftir af leiknum voru Blikarnir með bolt- ann og staðan 23-23, þá reyndu þeir skot sem fór talsvert yfir en Valsarar náðu ekki að nýta sér tækifærið og leiknum lauk því með jafntefli, 23-23. Þegar Valsarar komust á strik eftir að jafna 8-8 var greinilegt að hér var gott lið á ferðinni. Einar í markinu varði mjög lítið framaf en stóð sig vel í síðari hálfleik. Valdimar var stórgóður í horninu og Júlíus átti falleg mikilvæg mörk. Um liðið má segja að þeir hafi flestir verið mjög góðir. Hjá Blikunum var Hans í þrumustuði í fyrri hálfleik og gerði hvert glæsimarkið á fætur öðru. Þórður var líka mjög góður í horninu það er að segja áður en hann lét reka sig útaf fyrir fáránlegt brot. Þórir í markinu átti mjög góðan fyrri hálfleik og Guðmundur Hrafn- kelsson var mjög góður í þeim síðari. Það má segja um þá það sama og Valsarana að liðið var mjög jafnt og gott. Dómararnir voru afleitir. Þeir misstu tökin á leiknum í síðari hálfleik og voru margir dómar þeirra allvafasamir auk þess að leyfa of mikla hörku. Valdimar Grímsson: „Ég er ekki nógu ánægður með þetta. Það vantaði meiri festu í liðið og vörnin var ekki góð sem sést best á því að þetta, 23 mörk, er hæsta skor hjá okkur. Sóknin var allt í lagi þó að við gerðum mistök þar líka. Með dómarana, þá voru þeir ekki góðir og það verður að fara gera eitthvað í þeirra málum. Umsjón: Ingibjörg Hinriksdóttir/Stefán Stefánsson 7 spor í Júlíus í hita leiksins á sunnudaginn varð Júlíus Jónasson fyrir því óhappi að fá olnboga í efri vörina svo að úr varð talsverður skurður. Júlíus hélt út leikinn en strax á eftir var farið með hann á slysavarðstofuna og saumuð 7 spor í vörina^ Þriðjudagur 1. mars 1988ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.