Þjóðviljinn - 02.03.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 02.03.1988, Blaðsíða 14
nlÐNTÆKNISTOFNUN ÍSLANDS Útboð Iðntæknistofnun íslands óskar eftir tilboðum í sjálfvirkan búnað á pökkunarlínu í málningariðn- aði. Verkið nær til hönnunar, smíði, uppsetningar og prófunar. Útboðsgögn verða afhent hjá Iðntæknistofnun íslands, Keldnaholti gegn 5000 kr. skilatrygg- ingu, frá og með fimmtudeginum 3. mars 1988. Verkefnið verður kynnt sérstaklega fimmtudag- inn 10. mars 1988 kl. 16.00 á Iðntæknistofnun íslands. Sýnt verður myndband af pökkunarlín- unni og sagt frá því sem um er að ræða. Tilboðum skal skilatil Iðntæknistofnunar (slands, Keldnaholti eigi síðar en 14. apríl 1988 kl. 18.00. Dvöl í Heinesens-húsi Frá 1. júní 1988 getur listafólk sótt um að fá að dveljast í húsi Williams Heinesen í Þórshöfn um ákveðinn tíma. Þeir listamenn, sem vinna að verk, sem er tengt William Heinesens, og hans tíð eða fæðingarbæ hans, Þórshöfn, hafa forg- angsrétt. Jafnframt geta þeir, sem vinna að rannsóknum, eða aðrir, sem hyggjast fjalla sérstaklega um sögu og þróun Þórshafnar, fengið dvalarleyfi. Umsóknir um dvalarleyfi í Heinesens-húsi skulu berast bæjarstjórninni í Þórshöfn fyrir 1. apríl 1988. Tórshavnar Býráð Vaglið Boks 32 110 Tórshavn Auglýsið í Þjóðviljanum Sími 681333 ALÞÝDUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Hafnarfirði 30 ára afmælishátíð Elsta Alþýðubandalagsfélag í landinu, Alþýðubandalagið í Hafnarfirði, heldur uþþ á 30 ára afmæli sitt, laugardaginn 5. mars n.k. á Garðaholti. Veislustjóri verður Helgi Seljan fyrrv. alþm. Ávarp Geir Gunnarsson alþm. Gamanmál og uppákomur. Hljómsveitin Ásar leikur fyrir dansi fram eftir nóttu. Húsið opnar kl. 19.00. Borðhald hefst kl. 20.00. Miðaverð 2.500 kr. Eftir mat kr. 700. Tryggið ykkur miða hið fyrsta hjá: Jóhönnu s:651347. Hólmfríði s:50342. fnu s: 51531 eða Katrínu s:54799. Félagar úr nágrannasveitarfélögunum meira en velkomnir. Afmællsnefndln Alþýðubandalagið Kóþavogi Síðasta spilakvöldið Þriðja og síðasta spilakvöldið að sinni verður mánudaginn 7. mars n.k. í Þinghóli og hefst spilamennskan kl. 20.30. Mætið stundvíslega. Allir velkomnir. Nefndin Alþýðubandalagið Kópavogi Morgunkaffi ABK Heimir Pálsson bæjarfulltrúi og Snorri Konráðsson fulltrúi í íþróttaráði verða með heitt á könnunni [ Þinghóli, laugardaginn 5. mars milli kl. 10-12. Allir velkomnir. Stjórnin Birgir Michaelson átti góðan fyrri hálfleik en slakaði of mikið á í þeim seinni Karfa KR-ingar rétt náðu að halda fengnum hlut Voru yfirfyrir leikhlé en gerðufullt afmistökum í þeim seinni sem kom þeim nœrri í koll Það var hörkuspenna í Haga- skóla í gærkveldi þegar KR og Valur áttust við í bikarkeppninni. KR-ingar leiddu fyrri hálfleik með 13 stiga mun en voru nærri búnir að glutra því forskoti í síðari hálfleik. Með góðum Ioka- spretti náðu þeir þó að halda sín- um hlut þó tæpt væri 74-72. Leikurinn var mjög jafn í fyrri hálfleik þó að Valsmönnum gengi illa að hitta ofan í körfu heimamanna. Það var þó jafnt á flestum tölum 8-8, 9-9,11-11,13- 13, 15-15, en þá náði Birgir Mic- haelson að hrista upp í þessu með fallegri þriggja stiga körfu. Eftir það tóku KR-ingar sig á og náðu að komast í gott forskot, 34-23. Þeir hefðu þó getað komist í meira forskot en nokkur mistök í vöminni gerðu það að verkum að Valsarar, sem voru mjög jafnir, náðu að halda í við þá. Það var ekki fyrr en undir lok hálfleiksins að KR náði að auka forskotið enn meir og komast í 13 stiga mun 52-39. í síðari hálfleik byrjuðu vestur- bæingarnir frekar illa. Þeir spil- uðu hraðari en þeir gátu almenni- lega ráðið við sem leiddi til þess að Valsmenn gengu á lagið og söxuðu á forskotið, 54-47. Þá tóku heimamenn sig á og sigu framúr Val í stigafjölda og kom- ust í 15 stiga mun, 64-49. En aftur byrjuðu þeir að slaka á og enn gengu Valsmenn á lagið. KR gerði hver mistökin á fætur öðr- um, sendu boltann tvisvar beint í hendur Völsurum og hittu helst ekki ofan í körfuna. Munurinn minnkaði enn meir og komst nið- ur í 8 stig, 65-58. Símon Ólafsson og Birgir í KR liðinu tóku sig til og gerðu 4 stig fyrir lið sitt og var staðan fljótlega 72-62. Valsarar náðu þó góðum kafla og gerðu 6 stig í röð, 72-68, KR jók bilið 74- 68, en tíminn var of naumur fyrir Valsarana þó þeir næðu að skora 4 stig í lokin. KR hélt boltanum í lok leiksins og sigurinn var í höfn, 74-72. KR liðið var mjög misjafnt í leiknum. Símon hirti mörg frá- köst og Guðni var mjög lipur eins og venjulega. Ástþór átti góðan leik, mjög skemmtilegur leik- maður. Birgir var góður framan- af en fór að slaka alíískyggilega á í síðari hálfleik þar til þjálfari KR- inga tók hann útaf. Valsarar voru mjög jafnir og nokkuð góðir. Tómas átti góða stutta kafla. Hinir stóðu sig nokk- uð vel þannig að erfitt er taka einn einstakan útúr. Þeir börðust allan leikinn og áttu engan slakan kafla. Hagaskóli 2. mars Blkarkeppnin f körfu KR-Valur 74-72 (52-39) Stig KR: Birgir Michaelson 18, Guöni Guðnason 16, Ástþór Ingason 15, Simon Ólafsson 11, Jóhannes Kristjánsson 11, Matthías Einarsson 2, Jón Sigurðsson 1. Stig Vals: Torfi Magnússon 14, Þorvald- ur Geirsson 14, Jóhann Bjarnason 13, Ein- ar Ólafsson 13, Leifur Gústafsson 8, Tóm- as Holton 6, Svali Björgvinsson 4. Dómarar: Sigurður Valur Halldórsson og Sigurður Valgeirsson dæmdu sæmilega en gerðu nokkur mistök enda hraður og erfiður leikur. 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 2. mars 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.