Þjóðviljinn - 03.03.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 03.03.1988, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 3. mars 1988 51. tölublað 53. órgangur Sveitarstjórnir Rýtingurinn í bakið Magnús E. Guðjónssonframkvstj. Sambands ísl. sveitarfélaga: Menn eiga ekki orðyfirþetta. Stórfelld tekjuskerðing sveitarfélaga um allt land. Guðmundur Árni Stefánsson bœjarstjóri: Kemur í bakið á okkur Menn eiga varla orð yfir þetta. Viðbrögðin hjá sveitar- stjórnarmönnum um allt land eru öll á sömu lund. Þetta er eins og að fá rýtinginn í bakið, segir Magnús E. Guðjónsson fram- kvæmdastjóri sambands ís- lcnskra sveitarfélaga um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að skerða framlög til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um 260 miljónir og fresta áður umsaminni breytingu á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Áhrifa þessa niðurskurðar mun gæta í stórminnkuðum fram- kvæmdum sveitarfélaga um allt land og ljóst er að sums staðar munu litlar sem engar fram- kvæmdir eiga sér stað. Sam- kvæmt útreikningum sambands sveitarfélaga þýðir niðurskurður- inn á framlögum til Jöfnunar- sjóðsins tekjuskerðingu fyrir Ak- ureyrarbæ uppá 13 miljónir en það er sama fjárhæð og bæjar- stjórnin samþykkti á dögunum við afgreiðslu fjárhagsáætlunar að verja til eignabreytinga á ár- inu. Á sama hátt skerðast tekjur Kópavogsbæjar um 16 miljónir og Reykjavíkurborgar um nær 100 miljónir. — Sveitarstjórnarmenn eru ekki síst reiðir vegna þess að þetta er búið að vera baráttumál okkar undanfarin ár að fá leiðrétta skerðinguna á Jöfnunar- sjóðnum og síðan þegar sveitar- stjórnir eru rétt búnar að afgreiða sínar fjárhagsáætlanir sker ríkið duglega af tekjunum. Menn eru hreint út sagt alveg rasandi, sagði Magnús E. Guðjónsson. - Ég hef ekki nákvæmar tölur um hvað þessi niðurskuður mun Tjörnin lifi Undirskrifta- herferö hafin - Samtökin Tjörnin lifi hafa nú hrundið af stað undirskriftaher- ferð gegn þeim fyrirætlunum meirihluta borgarstjórnar að byggja ráðhús í Tjörninni. Að sögn Guðrúnar Pétursdótt- ur, félaga í samtökunum, hefur framtakið hlotið góðar undirtekt- ir meðal almennings, og segir hún að fjölmargir hafi haft samband og beðið um undirskriftalista. - Það er mikill hiti í fólki vegna þessa máls, og menn vilja fá tæki- færi til að lýsa yfir skoðun sinni, sagði Guðrún. Undirskriftaherferðin er þegar hafin og mun standa næstu tvær vikur eða svo að sögn Guðrúnar. Hún sagði að margir sjálfboðalið- ar hefðu þegar gefið sig fram, en þörf væri fyrir fleiri. Þeim vildi hún benda á að líta inn á skrif- stofu samtakanna í bókaverslun Snæbjarnar í Hafnarstrætinu, eða hringja í síma 27011. HS þýða í tekjutap fyrir okkur í Hafnarfirði en það er ljóst að þetta kemur sér mjög illa og þetta kemur í bakið á okkur. Hitt er líka ljóst að frestun á verkaskipt- ingunni verður trúlega til þess að það verður ekki tekið á þeim mál- um á næstunni, sagði Guðmund- ur Árni Stefánsson bæjarstjóri í Hafnarfirði. Fulltrúar sambands sveitarfé- laga áttu í gær fund með forystu- mönnum ríkisstjórnarinnar og fjárhags- og viðskiptanefnd efri deildar Alþingis þar sem harð- lega var mótmælt þessum niður- skurði á tekjum Jöfnunarsjóðs- ins. í yfirlýsingu sem stjórn sam- bandsins sendi síðan frá sér í gær segir m.a. að þessar aðgerðir skapi mikla óvissu og munu hafa mjög neikvæð áhrif á samskipti ríkis og sveitarfélaga. -*g- Verslunarmenn Á Garða- strætisnótum Samninganefndir Landssam- bands iðnverkafólks og Lands- sambands verslunarmanna og at- vinnurekendur áttust við í salar- kynnum Vinnuveitendasam- bandsins í Garðastræti í gær. Að sögn Björns Þórhallssonar, formanns LV, er rætt á nótum kjarasamnings VMSÍ. - Atvinnurekendur fást ekki til að ræða um annað. Ég hef trú á því að samninganefndir vilji reyna að koma samningum í höfn sem fyrst, sagði Björn. -rk Heilbrigðisráðherra hefur lýst því yfir að lyfja- og sérfræðiþjónusta muni ekki hækka vegna 30 miljón króna niðurskurðar. Er vonandi að ekki verði enn einu sinni seilst í buddu aldraðra og sjúkra einsog um síðustu áramót þegar hækkun á lyfjum og læknisaðstoð var um 100%. Mynd EÓI. Lyf og sérfrœðiþjónusta Skoríð um 30 miljónir Ríkisstjórnin hefur ákveðið að skera niður framlög vegna lyfja- kostnaðar og sérfræðiþjónustu um 30 miljónir á yfirstandandi ári. Auk þess hefur verið ákveðið að skera niður framlög til K- byggingar Landsspítalans um 20 miljónir. Þessi niðurskurður er meðal þeirra ráðstafana sem ríkisstjórn- in hefur ákveðið að grípa til, til þess að mæta útgjaldaaukningu vegna ráðstafana í efna- hagsmálum. Svavar Gestsson hefur gagnrýnt þetta. Segist hann von- ast til að hægt verði að stöðva þetta í meðförum þingsins, eink- um hvað varðar lyfja- og sérfræð- ingakostnað, enda hækkuðu lyf og læknisþjónusta um 100% um síðustu áramót. Guðmundur Bjarnason, heil- brigðisráðherra, hefur lýst því yfir að lyf og sérfræðiþjónusta myndu ekki hækka þrátt fyrir niðurskurðinn. -Sáf FramtíðinlJökull Samningurinn kolfelldur Guðríður Elíasdóttir, Framtíðinni: Kom mér ekki á óvart. Varsjálf óánægð með samning VMSÍ. Fjögurfélög búin aðfella samninginn á fjölmennum fundum Samningur Verkamannasam- bandsins og atvinnurekenda var kolfelldur á fjölmennum fé- lagsfundum í verkakvennafé- laginu Framtíðinni í Hafnarfirði og verkalýðsfélaginu Jökli á Höfn í Hornafirði - Þessi niðurstaða kom mér ekki á óvart. Þó svo að ég hafí skrifað undir samninginn var ég mjög óánægð með hann, sagði Guðríður Elíasdóttir, for- maður Framtíðarinnar, en á 113 manna félagsfundi í gær, var samningurinn felldur með 94 at- kvæðum gegn átta. Á fundinum var samþykkt að veita stjórn og trúnaðarmannaráði heimild til verkfallsboðunar. Hjá Jökli á Höfn, var samning- urinn einnig felldur í skriflegri at- kvæðagreiðslu með miklum mun. 83 greiddu atkvæði gegn samn- ingnum, en aðeins þrír voru með. Að sögn Björns Grétars Sveinssonar, formanns Jökuls, var niðurstöðunni tekið með fagnaðarlátum og klappi fundar- manna. - Ég útskýrði fyrir fél- ögunum samninginn. Það hefði verið alveg sama hvað ég hefði sagt, hann hefði verið felldur samt sem áður, sagði Björn. Að sögn Björns og Guðríðar verður næsta skref að kalla sam- an stjórnir félaganna og skipa samninganefnd fyrir komandi kjaraviðræður við atvinnurek- endur, en þau töldu bæði að fé- lögin myndu fara sér hægt fyrst um sinn. Þá var samningur VMSÍ, felld- ur á fjölmennum fundum hjá Verkalýðsfélagi Grindavíkur, eða með 47 atkvæðum gegn 37 og hjá Verkalýðs- og sjómannafé- lagi Gerðahrepps, með 13 at- kvæðum gegn 6. Verkamannafé- lag Vestmannaeyja hefur einnig fellt samningana. Auk Dagsbrúnar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur hafa Verkakvennafé- lag Keflavíkur og Verkalýðsfélag Stykkishólms samþykkt samn- inginn. Snót í Vestmannaeyjum er eina félagið innan VMSI sem hef- ur boðað verkfall, en félagið stóð fyrir utan samningagerð VMSÍ. Vinnustöðvun Snótarkvenna gengur í garð á laugardag. -rk 'iá bls. 7 Sjá

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.