Þjóðviljinn - 03.03.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.03.1988, Blaðsíða 4
LEIÐARI Hverjir ráða ferðinni? hverjir hafi talið að hún gerði sveitarstjórnar- menn líklegri til að samþykkja nýskipan á því Jöfnunarsjóður sveitarfélaga hefur verið óvenju mikið í fréttum undanfarna mánuði. Það stafar m.a. af hástemmdum loforðum ríkis- stjórnarinnar við gerð fjárlaga fyrir yfirstandandi ár. Og það stafar ekki síður af því að nú ætlar ríkisstjórnin að ganga á bak orða sinna og svíkja þessi hástemmdu loforð. Þrátt fyrir nafn sjóðsins er aðeins lítill hluti hans notaður til að jafna aðstöðumun sveitarfé- laga. Aðalhlutverk hans er að dreifa fé sem ríkið innheimtir með tollum og söluskatti. Meginfram- lagi Jöfnunarsjóðs er útdeilt til sveitarfélaganna í hlutfalli við íbúafjölda og er þá ekkert tillit tekið til fjárhagsstöðu þeirra eða annarra atriða. Þessi fastaframlög úrsjóðnum berast sveitarfé- lögum mánaðarlega og eru víða ákaflega veigamikill þáttur í tekjuöflun. Lögum samkvæmt á Jöfnunarsjóður sveitarfélaga að fá 5% af aðflutningsgjöldum og 8% af 20 söluskattsstigum. Það, að miðað er við söluskatt upp á 20% en ekki 25% eins og hann er nú, sýnir að lögin um Jöfnunarsjóð eru ekki alveg ný af nálinni og eru því miðuð við hóglátari söluskattsálagningu en nú er tíðkuð. En miðað við núverandi álagningu þýðir þetta að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga ætti að fá 2% af öllum innheimtum söluskatti. Þetta er drjúghá upphæð sem ríkisstjórninni hefur vaxið í augum og frá 1984 hefur framlagið í sjóðinn verið skert. Við gerð fjárlaga hefur á undanförnum árum verið ákveðið að það færi ekki fram úr fyrirfram ákveðinni upphæð. Sú upphæð hefur jafnan veriö lægri en nam log- boðnum hluta af söluskatti og tollum. Þótt sveitarfélögin hafi fengið að finnafyrir þenslu og verðhækkunum í þjóðfélaginu gjaldamegin á reikningum sínum hefur tekjuhliðin ekki notið þeirrar þenslu að fullu hvað viðkemur framlagi úr Jöfnunarsjóði. Stór hluti þess hefur orðið eftir í ríkissjóði. Tekjur sjóðsins hafa verið skertar. Tekjur sveitarfélaga hafa þar með verið skertar og geta þeirra til að veita lögboðna þjónustu hefur verið skert. Þegar fjárlagafrumvarp fyrir yfirstandandi ár var kynnt á síðasta hausti, lét Jón Baldvin Hanníbalsson berja bumbur og þeyta lúðra. Talin var ástæða til að vekja athygli landslýðs á því að upp væru að renna nýir og betri tímar. „Gefið upp á nýtt“ var slagorð þeirra sem leggja vildu mesta áherslu á þær byltingarkenndu breytingar sem nú skyldu verða að veruleika. í fjárlagafrumvarpinu voru boðaðar breyting- ar á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Og á alþingi var lagt fram sérstakt frumvarp um það mál, stundum kallað bandormurinn vegna þess að það er í mörgum liðum og hver liður fjallar um breytingu á einhverjum hinna fjölmörgu laga sem snerta sameiginleg verkefni ríkisins og sveitarfélaga. En auk þess var boðað að nú skyldi Jöfnunarsjóður sveitarfélaga ekki skertur jafnmikið og áður hafði verið gert. Minni skerð- ing var síður en svo ætluð sem hluti af breyttri verkaskiptingu en þó er ekki ólíklegt að ein- sviði. Þjóðviljinn hefur bent á að hluti af hugmynd- um ríkisstjórnarinnar um breytta verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga horfðu hvorki til heilla né framfara. Sumum þeirra hefur verið mótmælt harðlega, eins og t.d. þeirri hugmynd að ríkis- sjóður hætti að greiða helming af launakostnaði tónskóla. Við nánari skoðun málsins hefur mögum þingmanninum orðið um og ó að sam- þykkja þetta frumvarp stjórnarinnar og er skemmst frá því að segja að bandormurinn langi er ekki enn skriðínn í gegnum þingið. En fjárlögin gera ráð fyrir nýskipan á þessu sviði. Þar er búið að skera niður framlög til bygg- ingar barnaheimila og íþróttamannvirkja svo að eitthvað sé talið. Ríkisstjórnin hefur nú ákveðið að einn þáttur þeirra ráðstafana, sem eiga að verða til að halda efnahagslífinu á rétt- um kili, skuli vera að skerða enn framlag til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Að sjálfsögðu eru sveitarfélögin búin að gera sínar fjárhagsáætl- anir og þar er ekki reiknað með svona miklum niðurskurði á tekjum. Samkvæmt blaðafréttum telur félagsmálaráðherra, Jóhanna Sigurðar- dóttir, að ábyrgðin liggi ekki hjá henni heldur nokkrum stjórnarliðum sem náð hafa fram sín- um ásetningi. Eðlilegt væri að ráðherra upplýsti almenning um hverjir ráði ferðinni. KLIPPT OG SKORIÐ í vítahring Klippari dagsins hefur aldrei á þeim buxum verið, að það væri þarft verk í kjarabaráttunni að slátra verklýðsforingjum. Söku- dólgaleit gefur venjulega rangar niðurstöður og líkist þeim skammgóða vermi sem menn fá við að pissa í sinn skó. Hitt er svo annað mál, að samningamenn verklýðsfélaga hafa með ýmsum hætti komið sér í skelfilega veika stöðu. í hvert skipti sem að kjarasamnigum dregur tala þeir, eins og eðlilegt er, með þungum áherslum um lífsnauðsyn kjarabóta. Það er mótuð kröfugerð og frá henni sagt í þá veru að hún sé réttmæt, raunsæ og í rauninni í lágmarki. Atvinnurekendur hafna kröfu- gerðinni, en segja sem fæst um það hvað þeir hugsi sér, að minnsta kosti muna menn það ekki stundinni lengur. Svo er samið og niðurstaðan er alltaf lakari en kröfugerðin sem farið var af stað með („menn fá aldrei allt sem þeir vilja“). í þessu dæmi er í rauninni ekk- ert furðulegt, En heildarmyndin verður einhvernveginn á þá leið, að það sé alltaf verkalýðshreyf- ingin og samningamenn hennar sem hafi beðið ósigur. Hvort sem samningar eru nú sæmilegir eða lélegir hverju sinni. Þeir eins og kremjast á milli mikilla væntinga félagsmanna sinna og „veru- leika“ hagsýsludæmanna. Sögn þeirra verður smá. Sagan eins- konar víthringur vonbrigða. Og ekki bætir það úr skák að á með- an sleppa atvinnurekendu lygi- lega vel. Þeir hafa svosem engu lofað. Þeir hafa bara haldið áfram að tutla hrosshárið sitt: við erum að fara á hausinn. Og þeir bera aldrei ábyrgð á neinu - ef launamunur vex í landinu þá er það náttúrulögmál og ef fyrir- tækin rekast illa þá er það ríkis- stjórninni að kenna. Laumuspilið mikla Það er og lítt til fagnaðar, að þegar kjarasamningar sjá dagsins ljós verða viðbrögð ekki síst þau, að þeir séu svo flóknir og huldu- hrútslegir að ekki sé nokkur leið að botna í þeim. Og þeim sem þá hafa samið ber ekki einu sinni saman um hvað þeir þýði í fræg- um prósentum talið. Þröstur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Dagsbrúnar, var spurður m.a. um þetta í útvarpi á mánudaginn var. Hann minnti á það, að þjóðfélagið er flóknara en áður og að hinir ýmsu hópar krefðust þess að samningamenn tækju mið af þeirra sérstöðu. En hann talaði líka um það, að það hefði lengi viðgengist að menn væru í feluleik með það hvað í kjarasamningum fælist. Vegna þess að allir væru á kafi í saman- burðarfræðum og hugsuðu sem svo: ef ÞEIR fá 10 eða 20 % þá verð ég að fá þau líka. Þröstur talaði um þennan felu- leik sem eitthvað óumflýjanlegt, eins og eitthvað sem menn yrðu líklega að grípa til ef þeir vildu fá að vera í friði fyrir kjarabaráttu annarra. Það má ekki „espa ólukku manninrí', m.ö.o. láta HINA vita hvað þú hefur fengið. Klippari hefur vitanlega ekki neina fljótheitalausn á vand- kvæðum verklýðshreyfingar á vorum dögum handbæra. En ætli þessi feluleikur einmitt sé ekki eitt af því sem gerir illt verra? Það er alveg ljóst að enginn getur komið í veg fyrir að menn beri sig saman við grannann í þessu þjóðfélagi. Þetta gera oddvitar í verklýðshreyfingunni líka: ein- hvemtíma hefði það nú þótt óþarfa tilræði við samstöðu launafólks að formaður stórs verklýðsfélags væri að kvarta yfir því á fundi á vegum Sjálfstæðis- flokksins að kennarar hefðu fengið meiri kjarabætur en verkafólk á næstliðnu ári. Morg- unblaðið fjallar um vaxandi kjaramun í landinu í leiðara í gær og segir m.a. „En verst er ef efnamunur verður svo mikill í okkar fá- menna þjóðfélagi, að þeir sem búa við minni efni, geti ekki til lengdar þolað að horfast í augu við mikil fjárráð hluta þjóðarinn- ar“. Það er staðreynd að kjaramun- ur fer vaxandi, það er líka stað- reynd að við lifum ekki í vatns- þéttum hólfum heldur við nábýli og fréttastraum kunningjasamfé- lags. Og þeim mun vandræða- legri og meira niðurlægjandi verður feluleikurinn í kringum kaup og kjör. Til lengdar verður hann náttúrlega ekki til annars en magna enn tortryggnina: menn hætta að trúa orði sem þeim er sagt um kjarasamninga annarra og eins víst að þeir haldi enn meira gull í annarra garði en þar er. Háskalegt ráðleysi Morgunblaðið var í leiðara, eins og að ofan greinir, að láta í ljós nokkurn ugg um vaxandi „efnamun“ í okkar þjóðfélagi. Munur er þá Moggi finnur, segir máltækið. Þorsteinn Pálsson for- maður Sjálfstæðisflokksins tók reyndar stærra upp í sig á fundi á dögunum - hann sagði að vax- andi kjaramunur væri hættulegur lýðræði í landinu. En um leið lét hann þess getið að eiginlega væri ekki hægt að gera neitt í málinu. Hlutur láglaunafólks yrði t.d. ekki leiðréttur í kjarasamning- um. Spánný reynsla virðist stað- festa að það séa.m.k. mjögerfitt. Þorsteinn efaðist líka um getu ríkisstjórna og löggjafa til að skakka þann leik sem hann telur ógna sjálfu lýðræðinu. Það er sem betur fer rangt. Það er hægt að taka afdrifaríkar pólitískar á- kvarðanir um jafnari kjör lands- fólksins, þó að sú stjórn sem nú situr hafni þeim fyrirfram. Ef menn hinsvegar treysta sér ekki til þess, þá er eins gott að hætta að þykjast ganga uppréttur, segja sig til sveitar og lifa á sterkum og frjálsum bjór og margra rása kapalsjónvarpi, eins og gert er sumsstaðar á eyjum í Kyrrahafi sem eru Bandaríkjunum hernað- arlega mikilvægar - eins og ís- land. ÁB. þlÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsiS' og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Mörður Árnason, óttar Proppé. Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson. Biaðamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Ingibjörg Hinriksdóttir (íþr.), HjörleifurSveinbjörnsson, KristóferSvavarsson, Magnfríður Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, ólafurGíslason, Ragnar Kadsson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.), Sævar Guðbjörnsson, Tómas T ómasson. Handrita- og próf arkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlltstoiknarar: GarðarSigvaldason, Margrét Magnúsdóttir. Framkvæmdastjóri:HallurPáll Jónsson. Skrlf 8tof ustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrlf8tofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjömsdóttir. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Olga Clausen, Unnur Á- gústsdóttir. Símavarsla: HannaÓlafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðsiu- og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgrelðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Sfðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð f lausasölu: 60 kr. Helgarblöð: 70 kr. Áskriftarverð á mónuði: 700 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Fimmtudagur 3. mars 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.