Þjóðviljinn - 03.03.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 03.03.1988, Blaðsíða 5
VIÐHORF Sögulegar staðreyndir - að gefnu tilefni í Þjóðviljanum á þriðjudaginn, 1. mars, er grein um herstöðva- málið þar sem drepið er á nokkra þætti í sögu málsins. Greinina skrifar Birna Þórðardóttir. í til- efni þessarar greinar vil ég benda á eftirfarandi staðreyndir máls- ins: 1. Magnús Kjartansson náði því fram í stjórnarsáttmála ríkis- stjórnarinnar 1971 að herinn skyldi fara af landi brott á kjör- tímabilinu. Samstarfsflokkar okkar voru Framsóknarflokkur- inn og Samtök frjálslyndra og vinstri manna. í stjórninni náðist samkomulag um það snemma árs 1974 hvernig haga skyldi brottför hersins. Stjórnin brast nokkrum vikum síðar vegna deilna um kjaramál þegar Samtök frjáls- lyndra og vinstri manna klofnuðu í frumeindir sínar. Ég tel að þetta samkomulag sé einn merkasti áfangi herstöðvaandstæðinga frá upphafi hernáms hér á landi. í stjórnarmyndunarviðræðunum 1978 og 1979 kannaði ég hvort unnt væri að fá samstarfsflokka til að fallast á þessa niðurstöðu. Þeir höfnuðu henni þá. Svavar Gestsson skrifar „Égskil ekki að það geti þjónað málstað hernámsandstœðinga að gera lítið úr þeirri staðreynd að sterk pólitísk staða Alþýðubandalagsins gerði Bandaríkjastjórn aftur og aftur erfiðara um vik aðframkvæma hernámsstefnu sína. “ 2. 1978 var ekki gengið frá endanlegum málefnasamningi ríkisstjórnarinnar heldur gert ráð fyrir endurskoðun sáttmálans sérstaklega með tilliti til her- stöðvamálsins. Sú stjórn lifði að- eins i 13 mánuði en Alþýðuflokk- urinn sprengdi stjórnina. 3. Ríkisstjórn Gunnars Thor- oddsens var í raun og veru mynduð eins og minnihlutastjórn því allan tímann voru áhöld um hvort hún hefði meirihluta í þinginu. Þess vegna varð hún að semja sig áfram gegnum þingið með smá mál og stór og ekki við því að búast að hún hefði afl til þess að reka herinn úr landinu. Þá var hins vegar um að ræða neitunar- vald Alþýðubandalagsins gagn- vart meiriháttar framkvæmdum á Vellinum. Þetta neitunarvald byggðist á bókun forsætisráð- herra og formanna stjórnarflokk- anna. A grundvelli þessa neitun- arvalds voru framkvæmdir við flugskýlin stöðvaðar. Og á grund- velli þessa neitunarvalds var unnt að koma í veg fyrir meiriháttar framkvæmdir í herstöðinni á þeim tíma sem stjórnin sat. Það var eftir kosningar og eftir að stjórnin sagði af sér, er hún hafði misst meirihluta sinn, sem utan- ríkisráðherra leyfði Helguvíkur- framkvæmdirnar og það var eftir að ný stjóm hafði verið mynduð (ríkisstjóm Steingríms Her- mannssonar) sem ákveðnar vom framkvæmdir sem síðan hafa ver- ið í gangi í herstöðinni (Helguvík, flugstöð, flugskýli, stjórnstöð, radarstöðvar). Ég skil ekki að það geti þjónað málstað hernámsandstæðinga að gera lítið úr þeirri staðreynd að sterk pólitísk staða Alþýðu- bandalagsins gerði Bandaríkja- stjórn aftur og aftur erfiðara um vik að framkvæma hernáms- stefnu sína. Hins vegar getum við öll alltaf gert betur og til þess er fullur og einlægur vilji innan Alþýðu- bandalagsins. Það kom fram á síðasta miðstjórnarfundi flokks- ins þar sem utanríkismálin voru til meðferðar mestallan fundinn, að gefnu tilefni. Niðurstaða þess fundar var ítrekun á stefnu flokksins. Nú er það hlutverk flokksforystu, en ekki síður áhugasamra félaga, að fylgja þeirri stefnu eftir af alefli. Nýir vindar í alþjóðamálum eru okkur hagstæðir um þessar mundir. Ráðhúsið Vaxtarverkir á Vesturbakkanum Borgarstjóri leggur fram erindi íSkipulagsstjórn ríkisins um breytingar á byggingarreitnum. Guðrún Jónsdóttir, arkítekt: Ráðhúsið enn að stækka Á fundi Skipuiagsstjórnar ríkisins í gær var lagt fram erindi borgarstjóra um breytingar á byggingarreit fyrirhugaðs ráð- húss. Fyrr í vikunni kom þessi umdeilda bygging loks til kynn- ingar í skipulagsnefnd borgarinn- ar, og hafði þá stækkað úr 4600 fermetrum í 5209 frá því borgar- stjórn afgreiddi málið í október í fyrra. Guðrún Jónsdóttir, arkítekt, á sæti í Skipulagsstjórn ríkisins, og staðfesti hún að erindi borgar- stjóra um breytingar á bygging- arreitnum hefði verið lagt fram á fundi stjórnarinnar í gær. Sagði Guðrún að með þessu væri verið að biðja um breytingu á staðfestu deiliskipulagi Kvosarinnar. Það vekur athygli að slíkt erindi skuli þegar komið fram: Ráðhúsið er enn að stækka í meðförunum úr því að strax er þörf á breytingum af þessu tagi, sagði hún. Guðrún tók fram að ekkert kæmi fram um stækkun ráðhúss- ins í erindi borgarstjóra, og að umbeðin breyting hefði lítil áhrif á stærð byggingarreits, þar sem aukningin væri aðeins 46 fermetr- ar. - Upphaflega var gert lítið úr þeim rökum okkar að húsið yrði stækkað með tíð og tíma, sagði Guðrún Pétursdóttir í samtökun- um Tjörnin lifi; við sögðum sem svo að núverandi borgarstjórn yrði ekki endalaust við völd og að þær sem á eftir kæmu gætu sem hægast beitt sér fyrir stækkun hússins. Nú er komið á daginn að við höfum ekki verið nándar nærri nógu raunsæ: Ráðhúsið hefur þegar stækkað verulega í meðförum núverandi borgar- stjórnar, sagði Guðrún. Sem aftur leiðir hugann að fyrirferðarlítilli sýningu í einu Framhaldssaga um ráðhúskynningu,frá sýningunni í húsnæði Byggingaþjónustunnar, Hallveigarstíg 1. rninu í kjallaranum á illveigarstíg 1, þar sem Bygg- gaþjónustan er til húsa. Þarna til sýnis fyrirhuguð ráðhúss- 'gging í norðvesturenda Tjarn- innar. „Loksins, loksins" eða ukasýning" er það titlatog sem enn hafa áskilið þessari yfir- tislausu sýningu og er það í >ðu samræmi við flokkadrætt- a um húsið, en að undanfömu ifa ráðhússdeilurnar einkum lúist um það hvort ákvæðum jpulagslaga og -reglugerða hafi ;rið fylgt við kynningu. Það er formikið trélíkan af hús- inu í miðju, og gat blaðamaður sem leit þarna inn í gærdag ekki betur séð en að smíð þessi sé allmisvísandi fyrir þá sem vilja kynna sér málið, í ljósi þeirrar stækkunar sem borgaryfirvöld boðuðu á síðasta fundi skipulags- nefndar - upp í loftið og út með Vonarstræti - en að vonum gátu líkanasmiðir ekki varað sig á því. Ekki vissi annars hjálpsamur starfsmaður Byggingaþjónust- unnar hið sanna í þessu stærðar- hlutfallamáli líkansins, en kann- ski kemur það ekki að sök; að- sóknin að sýningunni hefur hvort sem er verið firnaléleg það sem af er, aðeins um 40 hræður höfðu skrifað nöfn sín í gestabók um miðjan dag í gær, og er sú aðsókn í rauninni í samræmi við hve illa þessi sýning hefur verið auglýst. Hitt er verra að hér er í raun og veru verið að kynna hlut sem þeg- ar er úreltur. Eins og rækilega hefur komið fram í blaðaskrifum undanfarna mánuði hefur mörg- um þótt nóg um stærð ráðhússins á þessum stað, en nú er orðið ljóst að ekki eru öll kurl komin til grafar í þessu efni. í gestabókinni er lína fyrir at- hugasemdir, og höfðu flestir fjörutíumenninganna notfært sér það og sagt kost og löst á ráðhúss- tiltækinu eftir bestu samvisku. Innan um og saman við fljóta með léttúðugar athugasemdir af ætt kamarrista - graffiti - um vax- tarlag uppúrstandandi borgar- valdsmanna og hvort þeir rúmist í framtíðarhúsinu, en einna glúrn- ust var sú fullyrðing að teikningin að ráðhúsinu væri að sönnu góð en staðurinn eftir því vondur; ágætt hús á afleitum stað, með öðrum orðum. HS Fimmtudagur 3. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.