Þjóðviljinn - 03.03.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 03.03.1988, Blaðsíða 11
Skák Timman langefstur Jóhann Hjartarson gaf skákina gegn Chandler án þess að tefla frekar Jóhann Hjartarson gaf í gær hiðskákina gegn Bretanum Murray Chandler án frekari tafl- mennsku. í gær var „frídagur“ skákmeistaranna sem taka þátt í stórmeistaramótinu á Linares á Spáni, en sökum aragrúa bið- skáka fengu fæstir frí. Timman þurfti þó ekki að setj- ast niður gegnt Beljavskij á nýjan ieik því Sovétmaðurinn fór að dæmi Jóhanns og gafst upp án frekari taflmennsku. Yfirburðir Hollendingsins eru með ólíkind- um á jafn firnasterku skákmóti. Eftir sjö umferðir hefur hann tvo vinninga umfram næsta mann eða sex og hálfan. Timman er þriðji stigahæsti skákmaður heims um þessar mundir en átti þó í miklum erfiðleikum með So- vétmanninn Salov í St.John fyrir skemmstu. Sköpunargáfan virð- ist nú fyrst hafa losnað úr læðingi. Beljavskii hefur hreppt fjóra og hálfan. I 3.-6. sæti er breski stærðfræðingurinn John Nunn, Chandler, sovéski björninn Art- úr Jusupov og Júgóslavinn Lju- bomir Ljubojevic. Ungverski stórmeistarinn Lajos Portisch og heimamaðurinn Raoul Ilescas hafa hlotið þrjá og hálfan og sitja í 7.-8. sæti. Jóhann og Búlgarinn Kiril Georgiev eru númer 9 og 10 með þrjá vinninga. Júgóslavinn Pedrac Nicolic hefur einn og hálf- an, en á botninum liggur heimsmeistari kvenna, Grúsíu- daman Maja Tsjíbúrdanídze, með einn vinning. Reuter/-ks. ERLENDAR FRETTIR NATÓ fundur Enn er vá fyrir dynim NATÓ leiðtogar við sama heygarðshornið; „Rússarnir gœtu þá og þegar ráðist á okkuru Leiðtogar aðildarríkja NATÓ lýstu þvl yflr einum rómi í gær að hin ógnvænlega hernaðar- maskína Sovétmanna varpaði skugga yflr hið blómlega og frið- sama mannlíf Vestur-Evrópu. Væru hersveitir Kremlverja í við- bragðsstöðu og gætu þá og þegar komið sér og sínum i opna skjöldu með leifturárás. Við þessu fári væri aðeins eitt meðal: Varsjár- bandalagsríkin yrðu að eyði- leggja lungann úr vopnabúrum sínum. Einsog spáð hafði verið lögðu leiðtogarnir 16 öll ágreiningsmál til hliðar í trausti þess að þeim tækist að blekkja almenning og telja honum trú um að ást og ein- drægni ríktu í þessu „hræðslu- bandalagi“ um vopnaskak og völd auðstéttarinnar. í þessu augnamiði var rykið blásið af klisjusafni NATÓ. Hræðilegar skriðdrekasveitir, fótgöngu- og stórskotalið gætu á hverri stundu haldið vestur á bóg- inn til þess að koma heilagri þrenningu frelsis, lýðræðis og markaðar fyrir kattarnef. í yfirlýsingu félaganna 16 Ronald Reagan lætur ekki smávægilegt kvef aftra sér frá því að heita íbúum Vestur-Evrópu áframhaldandi fulltingi í baráttunni vio kommúnisma. standa meðal annars þessi gullvægu orð: „Gífurlegir yfir- burðir Sovétmanna í hefðbundn- um vígbúnaði og nærvera þeirra í Noregur Brandtland bannar launahækkanir Verkalýðsforingjar saka hana um trúnaðarbrot og boða verkföll Utlit er fyrir að brátt skerist í odda með „aðilum vinnu- markaðarins“ I Noregi eftir að minnihlutastjórn Verkamanna- flokksins, undir forsæti Gro Har- lems Brundtlands, ákvað að banna launahækkanir. Norð- menn eiga við nokkurn efnahags- vanda að etja og að vanda er grip- ið til þess þjóðráðs að skerða kjör alþýðu manna. Forsætisráðherrann sagði í fyrradag að hún hefði tryggt sér fylgi meirihluta þingheims þann- ig að ekkert ætti að verða því til fýrirstöðu að frumvarp hennar um „launafrystingu“ verði sam- þykkt. Sá hængur er þó á þessu „bjargráði" hennar að hún leitaði ekki álits verkalýðshreyfingar- innar á því einsog hefð er fyrir að ráðamenn geri í norsku samfélagi þegar um kjaramál er að ræða. Því kom það ekki á óvart í gær þegar forystumenn launafólks settu ofaní við forsætisráðherr- ann og báru henni á brýn að hún gengi gegn áralöngum hefðum um samráð og samvinnu rikis- valds og verkalýðshreyfingar, hefðum sem tryggt hefðu vinnu- frið í Noregi um árabil. Einn þeirra, hvítflibbaforing- inn Harry Svaboe, fann ríkis- stjórninni flest til foráttu í gær. „Hún hefur svipt okkur grund- vallarrétti, sjálfum samningsrétt- inum. Við ætlum að boða til verk- falls og ég er hræddur um að fleiri feti í fótspor okkar.“ Reuter/-ks. öðrum ríkjum Áustur-Evrópu hafa ekki síður pólitíska þýðingu en hernaðariega. Þeir skyggja á Evrópu einsog hún leggur sig.“ Af valdsherrunum 16 er Ron- ald Reagan sem fyrr fremstur meðal jafningja. Hann lék við hvem sinn fingur í gær og fór mörgum orðum og fögrum um einlæga vináttu aðildarríkja NATÓ. Hásum rómi (vegna kvefs) sagði hann í gær: „Hin mikla eining í röðum NATÓ birtist skýrast í yfirlýsing- unni um að Sovétmenn hafi yfir fleiri hefðbundnum vopnum að ráða en við. Plaggið vitnar því um stórstígar framfarir í banda- laginu.“ Reagan sýndi það enn og sann- aði að hann er drengur góður þegar hann mælti: „Hersveitir okkar Bandaríkjamanna munu verða um kyrrt í Evrópu á meðan þeirra er þörf til þess að slá skjaldborg um hinn demókrat- íska lífsmáta.“ Fleiri forystumenn létu í sér heyra og bar allt að sama brunni: Varsjárbandalagið væri miklu öflugra og hættulegra bandalag en Atlantshafsbandalagið og því yrðu leiðtogar þess að eyðileggja miklu meira af vígtólum en þeir sjálfir til þess að „jafnvægi" næð- ist í álfunni. Reuter/-ks. Afganistanmálið Pakistanir lúffa Fulltrúar valdhafa í ís- lamabad virðast œtla að draga til baka kröfu sína um tafarlausa myndun bráðabirgðastjórnar í Kabúl Bandaríkin Þeir fátæku verða fátækari... ...og þeir ríku ríkari Hópur unglinga í Harlemhverfi New York borgar. Örbirgðin er meiri nú en árið 1968. Blökkumenn í stórborgum Bandaríkjanna eru upp til hópa fátækari nú en þeir voru fyrir tuttugu árum þegar nefnd á vegum Johnsons forseta komst að þeirri niðurstöðu að örbirgð þeldökkra væri í hrópandi mót- sögn við velmegun alls þorra hvítra manna. Kernernefndin svonefnda var skipuð í kjölfar mikillla óeirða og uppþota blökkumanna í fátækra- hverfum stórborga árið 1968. Hún komst að þessari niður- stöðu: „Bandarískt þjóðfélag er að klofna í tvennt, aðskilin samfélög vel stæðra hvítra manna og fátækra svertingja.“ í fyrradag kom út skýrsla bandarískra mannréttindasam- taka sem ber heitið „Tuttugu árum eftir Kerner skýrsluna." Þar er staðhæft að „fátækt sé meiri nú en fyrir tuttugu árum“ meðal svartra í Bandaríkjunum. Skýrsluhöfundar segja bilið milli hvítra og hörundsdökkra, sem Kerner og félagar vöruðu John- son við, hafa breikkað á sumum sviðum. Einkum hvað snerti af- komu fólks. Nokkur árangur hefði orðið af réttindabaráttu blökkumanna á áttunda áratugnum en hann hefði verið gerður að engu á valdatíma Ronalds Reagans sem skorið hefði framkvæmdir í félagsmál- um niður við trog til að hafa meira aflögu fyrir herinn og víg- búnaðarframleiðsluna. „í Bandaríkjunum eru tvö að- skilin samfélög... stór lágstétt blökkumanna og fólks af spænsk- um uppruna sem vex ört og held- ur til í miðhverfum stórborga. Þessir hópar eru fátækari nú og fjær því að vera í tengslum við þjóðfélag hvítra en nokkru sinni fyrr,“ segir í skýrslunni. Höfundarnir bæta því við að örvænting og hatur undirokaðra blökkumanna renni um aðra farvegi nú en fyrir tuttugu árum. Fjöldagöngur og átök við óeirðalögreglu séu úr sögunni en hinsvegar hafi allavega glæpir færst gífurlega í vöxt. En höfundar greina frá því að þótt örbirgð þorra blökkumanna hafi aukist hafi allstór hópur þeirra komist í álnir og feit emb- ætti. í skýrslunni segir að þrátt fyrir allt hafi „svörtu millistétt- inni“ aukist ásmegin á tveim ára- tugum. Bæði að auðlegð og áhrif- um. Einkum er á það bent að fleiri þeldökkir gegni feitum embættum en áður. Þetta séu hinsvegar einu áþreifanlegu ávinningar réttindabaráttunnar. Reuter/-ks. Valdahafar í Pakistan virðast vera að guggna á því að halda til streitu kröfu sinni um að bráða- birgðastjórn verði mynduð í Af- ganistan áður en sovéska herliðið verður kallað heim. Stjórnin í íslamabad virtist um tíma ætla að halda fast við þetta skilyrði sitt fyrir samþykkt ein- hverskonar samnings grannríkj- anna tveggja um lausn borgara- stríðsins í Afganistan. Sem kunn- ugt er bauðst Gorbatsjov sovétl- eiðtogi til þess fyrir skemmstu að hefja heimkvaðningu dáta sinna frá Afganistan tveim mánuðum eftir að samkomulag tækist með fulltrúum stjórna Pakistans og Afganistans. Þeir sitja nú á rök- stólum í Genf. Utanríkisráðherra Pakistans var að því spurður í gær hvort stjórn sín hefði látið undan þrýst- ingi bandarískra ráðamanna og fallið frá kröfunni um að bráða- birgðastjórn stríðandi fylkinga yrði mynduð í Kabúl til að hafa yfirumsjón með brottflutningi sovéskra hersveita. Svar hans var í véfréttarstíl en þótti gefa til kynna að svo væri: „Við munu fara yfir þá brú þegar við komum að henni.“ Forystumenn afganskra upp- reisnarmanna hafa hinsvegar ekki í hyggju að friðmælast við Kabúlstjórnina þótt sovéskir her- menn verði á brott. Þeir lýstu því yfir í gær að þeir myndu ekki unna sér hvíldar fyrr en Najibull- ah og hyski hans hefðu hrökklast frá völdum. Reuter/-ks. Fimmtudagur 3. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.