Þjóðviljinn - 03.03.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 03.03.1988, Blaðsíða 15
Handbolti ÍÞRÓTHR þetta var allur vindur úr KA mönnum, hraðaupphlaup gengu upp hjá FH og unnu þeir auðveldan sigur 31-22. Hjá FH var það liðsheildin sem sigraði og sem dæmi um það skoruðu 6 af þeim meira en þrjú mörk í leiknum. Bergsveinn í markinu varði vel í síðari hálfleik og Óskar Ármannsson sýndi snilldartakta. í liði KA var Er- lingur langbestur, skoraði 11 mörk og stóð sig vel í vörninni. Brynjar Kvaran varði ágætlega á köflum. -gói/ste Góð barátta en of góð vöm ÍR jafnaði á lokasprettinum en Skúli Gunnsteinsson kom Stjörnunni yfir á síðustu sekúndunum Baráttuglaðir ÍR-ingar komust lítið í gegnum Stjörnuvörnina en tókst nærri að merja jafntefli þeg- ar Iiðin áttust við í Seljaskóla í gærkveldi. Stjarnan byrjaði á að skora, en ÍR náði að jafna 1-1 og 3-3 en þá komst Stjarnan yfir og var þar mestallan tímann. Það gekk illa Seljaskóli 2. mars 1. deild karla ÍR-Stjarnan 25-26 (10-12) Mörk IR: Orri Bollason 8 (4v), Ólafur Gylfason 5 (1v), Matthías Matthíasson 5, Frosti Guölaugsson 4, Guðmundur Þórðarsson 2, Finnur Jóhannesson 1. Varin skot: Hrafn Margeirsson 9. Útaf: Orri Bollason 2 mín. Spjöld: Róbert Rafnsson gult og Guð- mundur Þórðarson gult. Mörk Stjörnunar: Gylfi Birgisson 8 (2v), Einar Einarsson 5, Hafsteinn Bragason 4, Skúli Gunnsteinsson 4, Hermundur Sigmundsson 3, Sigurjón Guðmundsson 2. Varin skot: Sigmar Þröstur 12. Útaf: Hermundur Sigmundsson 4 mín og rautt spjald Spjöld: Skúli Gunnsteinsson gult og Hermundur Sigmundsson gult og rautt. Dómarar: Gunnar Kjartansson og Rögnvald Erlingsson voru mjög góðir og höfðu góð tök á leiknum. Maður leiksins: Orri Bollason |R Ítalía Rush neitar Bresk blöð hafa verið að gefa í skyn að Ian Rush, markaskorar- inn frægi frá Liverpool, ætli að ganga til lið við Glasgow Ran- gers. Rush neitaði þessu alger- lega í blaðaviðtali á Ítalíu í gær. „Eg er ekki að fara neitt, mér líður vel hér.“ Blöðin sögðu að kaupverðið yrði 3 miljónir sterl- ingspunda og ástæðan fyrir sölu- nni væri sú að Rush hefði ekki staðið sig við markaskorunina sem skyldi hjá Juventus. hjá heimamönnum að komast í gegnum sterka vörn gestanna þó að baráttan væri fyrir hendi. Stjörnunni gekk aftur á móti að- eins betur gegn mótherjunum í sókninni og náðu að halda yfir- höndinni með 1 til 2 mörkum all- an fyrri hálfleik. Þó átti ÍR góða spretti og komust þeir næst að jafna 9-10 en það var ekki nóg þannig að staðan í leikhléi var 10- 12 Stjörnunni í vil. í síðari hálfleik var leikurinn mjög jafn, liðin skiptust á að skora og voru gestirnir alltaf 2 til 4 mörk í forskot. Hermundur Sig- mundsson var rekinn útaf fyrst í tvær mínútur en skömmu síðar fékk hann rautt spjald og varð að yfirgefa völlinn. ÍR með Orra Bollason í broddi fylkingar tóku sig þá alvarlega á og minnkuðu muninn þangað til þeim tókst að jafna 24-24 og skoraði Orri 6 af 9 mörkum á þessum kafla. Einar svaraði strax fyrir Stjörnuna en Ólafur Gylfason jafnaði aftur 25- 25. Það var gífurleg spenna í hús- inu og hávaðinn gífurlegur þegar Skúli Gunnsteinsson skoraði gott mark af línu þegar 20 sekúndur voru til leiksloka en ÍR tókst ekki að gera mark þannig að úrslit urðu 26-25. ÍR liðið barðist vel og áttu skilið stig fyrir baráttuna. Þeim gekk þó ansi illa að komast í gegnum vörn mótherjanna. Orri var góður allan tímann en Ólafur og Frosti áttu einnig góða spretti. Guðmundur Þórðarson var aftur á móti slakur og beitti sér lítið sem ekkert. Stjarnan er með jafn og gott lið en þó var Gylfi áber- andi bestur. Skúli og Hafsteinn stóðu sig nokkuð vel ásamt Sig- mari í markinu í annars jöfnu liði. Leikmenn beggja liðanna gerðu sig þó seka um mörg mistök, sér- staklega í hraðaupphlaupum, þegar þeir ætluðu að flýta sér alltof mikið. -ste Handbolti Aðrir leikir í gæikvöldi 1. deild kvenna Valur-Stjarnan 24-18 Valsstúlkurnar halda sér í 2. sæti á eftir Fram 2. deild karla UMFN-HK 31-33 Þetta var spennandi leikur og voru Njarðvíkingar á tímabili 3 mörk yfir en glutruðu því niður, en staðan í hálfleik var 15-14 heimamönnum í vil. Það var mikil spenna í lokin og fóru rauðu spjöldin á loft. Selfoss-Reynir 34-29 Leikurinn var mjög jafn og til marks um það var staðan 22-22 um tíma en eftir það tóku Selfyssingar völdin og stungu Sandgerðingana af. Grótta-ÍBV 21-17 Seltirningarnir sigruðu í hörkuspenn- andi leik og eru þar með í 2. sæti í deildinni. Fylkir-UMFA 28-23 Árbæingamir voru nokkuð öruggir með sigur í þessum leik Hafnarfjörður 2. mars 1. deild karla FH-KA 31-22 (14-14) Mörk FH: Héöinn Gilsson 8, Óskar Ár- mannsson 7 (4v), Þorgils Óttar Mathiesen 6, Guðjón Árnason 4 (3v), Einar Hjaltason 3, Gunnar Beinteinsson 3. Varin skot: Bergsveinn Bergsveinsson 13 (.1 v) og Sverrir Kristjánsson 2. Utaf: Héöinn Gilsson 4 mín, Gunnar Beinteinsson 2 mín, Guðjón Árnason 2 mín. Mörk KA: Erlingur Kristjánsson 11 (4v), Axel Bjarnason 3, Eggert Tryggvason 2, Pétur Bjarnason 2, Guðmundur Guð- mundsson 2, Friðjón Jónsson 2. Varin skot: Brynjar Kvaran 13 (1 v) Útaf: Pétur Bjarnason 4 mín, Erlingur Kristjánsson 4 mín, Friðjón Jónsson 4 min. Dómarar: Björn Jóhannsson og Sigurður Baldursson höfðu ekki úthald í leikinn. Maður leiksins: Erlingur Kristjánsson KA. Evrópa Grátlegt hjá Bayem Munchen Benfica og Mechelen unnu sína leiki Werder Bremen Bayern Munchen-Real Ma- drid 3-2 Það var skelfilegt fyrir Bæjara að vinna ekki með meiri mun. Þeir voru yfir 3-0 þegar 10 mínútur voru til leiksloka en slökuðu heldur of mikið á þannig að Spán- verjarnir gátu troðið inn tveimur mörkum áður en leikurinn var úti. Bæjarar komust yfir með mörkum Pflugler og Eder í fyrri hálfleik en Wohlfarth bætti einu marki við strax eftir leikhlé. Eftir það fóru Þjóðverjarnir að draga sig í hlé þannig að þegar 10 mín- útur voru til leiksloka náði Butr- Ikvöld Handbolti Akureyri kl. 20.00 1. d. Þór-Fram Karfa Grindavík kl. 20.00 1. d. UMFG-ÍR Hafnarfjörður kl. 20.00 1. d. kv. Haukar-KR._________ ageno að skora eftir hræðileg varnarmistök þeirra. Sanzhes náði svo að bæta einu við þegar aðeins 2 mínútur voru til leiks- loka þegar Pfaff gerði sig sekan um mikil klaufamistök. Það er hætt við að þessi markamunur nægi Bayern ekki því Real þarf bara að vinna með eins marks mun á sínum heimavelli til að slá mótherjana út. Bayer Leverkusen-Barce- lona 0-0 Spánverjamir sýndu hvað þeir eru sterkir á útivelli. Schuster var maður vallarins en hann hafði ekki spilað þarna í 8 ár. Benfica-Anderlecht 2-0 Portúgalarnir gerðu bæði mörk sín í fyrri hálfleik og höfðu eftir það töglin og hagldirnar í leiknum. Það var Svíinn Mats Magnusson sem skoraði fyrra markið á 15. mínútu en Chiquin- ho bætti um betur aðeins 4 mínút- um síðar. Bordeaux-PSV Eindhoven 1-1 Hollendingarnir voru betri aðil- inn í leiknum þó að Jose Ture tækist að koma Frökkunum í 0-1. Wim Kieft svaraði fyrir sitt lið á 41. mínútu. Mechelen-Dynamo Minsk 1-0 Það var De Wilde sem gerði mark Mechelen undir lok leiksins en Mechelen átti mikið í leiknum. Það gæti þó orðið erfitt að sækja Sovétmennina heim með aðeins 1 mark. Espanol-Vitkovice 2-0 Þessi leikur var færður til Barce- lona þar sem ekki var hægt að leika á leikvangi Espanol. Þeir höfðu þó góð tök á Júgóslövun- um eftir að Lauridsen gerði fyrra mark þeirra á31. mínútu. Disme- da bætti síðan öðru við á 69. mín- útu. Verona-Werder Bremen 0-1 Þessi leikur er úr UEFA bik- arnum. Það var Frank Neubalth sem gerði mark þjóðverjana á 40. mínútu og eftir það áttu Þjóð- verjamir ekki í vandræðum með ítalana. Fimmtudagur 3. mars 1988 þjóqvILJINN - SÍÐA 15 Frosti Guðlaugsson reynir hvað hann getur til að komast í gegn. Handbolti Klatrialegar lokamínútur Einnar mínútu þögn til minningar um Guðmund „Mugg“ Jónsson „Erum að koma upp úr lægð, liðsheildin og hraðaupphiaupin gerðu útslagið," sagði Viggó Sig- urðsson ánægður að leikslokum. FH mætti KA í íþróttahúsinu við Strandgötu í gærkvöldi undir hálfu húsi áhorfenda. Leikurinn þróaðist á þá leið að FH-ingar höfðu mikla yfirburði í byrjun og eftir 7 mínútur hafði Óskar Ár- mannsson skorað fjögur mörk og staðan 6-2 FH í vil. Baráttuglaðir KA menn voru ekki á því að fara úr Hafnarfirði án þess að sýna klærnar og um miðbik hálfleiks- ins höfðu þeir minnkað muninn í eitt mark 8-7. FH-ingar höfðu yf- irleitt frumkvæðið og leiddu yfir- leitt með tveimurmörkum. Þegar tvær mínútur voru til leikhlés jafnaði Erlingur Kristjánsson leikinn 13-13. Heimamenn kom- ust aftur yfir en á lokasekúndum jafnaði Eggert Tryggvason úr aukakasti og staðan því í leikhléi 14-14. f síðari hálfleik virtust KA- menn ætla að halda yfir FH-inga en þegar staðan var 22-18 FH í vil eyðilögðu dómararnir leikinn með því að vísa þremur gestanna útaf eftir mjög væg brot. Eftir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.