Þjóðviljinn - 04.03.1988, Page 1

Þjóðviljinn - 04.03.1988, Page 1
Föstudagur 4. mars 1988 52. tölublað 53. örgangur VMSÍ Samningurinn margfelldur Mikil orrahríð var gcrð að samn- ingi Verkamannasambandsins í nokkrum verkalýðsfélögum í gœr- kvöldi. Mestum tíðindum sætir að tvítaka þurfti leynilega atkvæðagreiðslu í Hlíf í Hafnarfirði. Fyrst var samning- urinn felldur á jöfnu, 32 með og 32 á móti, en tillaga var gerð um aðra at- kvæðagreiðslu og var þá samningur- inn samþykktur með eins atkvæðam- un, 33 með - 32 á móti. Einnig var samningnum veitt brautargengi hjá Verkalýðs- og sjómannafélagi Miðn- eshrepps, en þar sögðu 30 já og nei. Eining í Eyjafirði kolfelldi samn-' inginn. Aðeins 109 vildu samþykkja en 348 fella. Sömu sögu er að segja frá Selfossi, Hellu og Grundarfirði. Hjá Þór á Sel- fossi guldu fjórir samningnum sam- þykki en 70 voru á móti. Hjá Rangæ- ingi á Hellu voru 26 á móti og tveir með og hjá Stjörunni t Grundarfirði gátu úrslit vart verið afdráttarlausari, 37 greiddu á móti og aðeins einn með. Verkakvennafélagið Frantsókn í Reykjavík, felldi santninginn með nokkrum mun atkvæða, 134 voru á móti og 113 með. -rk Borgarstjórn gengu út! Einsdœmi íborgarstjórn. Borgar- fulltrúar þriggjaflokka gengu af fundi eftir að Sjálfstœðismenn ákváðu að byrja á ráðhúsinu áður enfjallað verður um athugasemdir borgarbúa á einstæði atburður varð á tillögu um að auglýsing og kynn- O fundi borgarstjórnar Reykja- víkur að fímm fulltrúar Alþýðu- bandalags, Alþýðuflokks og Kvennalista gengu af fundi í mót- mælaskyni við afgreiðslu ráð- hússmálsins þar sem samþykkt var að hefja framkvæmdir áður en borgarfulltrúar fá tækifæri til að fjalla endanlega um bygging- una. Á fundinum í gærkvöldi var samþykkt að ganga til samninga við verktakafyrirtækið ístak hf. um byggingu ráðhúss í Tjörninni að viðhöfðu nafnakalli með 9 at- kvæðum Sjálfstæðismanna gegn 6 atkvæðum hinna borgarstjórn- arflokkanna. Upphaf fram- kvæmda er fyrirhugað í lok þessa mánaðar. Þegar úrslit málsins lágu fyrir gengu fimm fulltrúanna af fundinum. í bókun sem borgarfulltrúarnir fimm lögðu fram vegna sam- þykktar meirihlutans segir að nú hafi alvarlegir atburðir átt sér stað í borgarstjórninni. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi staðið að því að skerða réttarstöðu Reykvíkinga með því að vísa frá ing á skipulagi ráðhúslóðar skuli gerð með lögformlegum hætti. Þar með hafi Reykvíkingar verið sviptir þeim rétti til kynningar og þeirra áhrifa á skipulag sem þeir eiga lögum samkvæmt. Niðurstaða kynningarinnar og endanleg afstaða borgarstjórnar um ráðhúsmálið liggur ekki fyrir fyrren í fyrsta lagi 5. maí, og segir í bókuninni að með því að ganga nú til samninga við ístak hf. og hefja framkvæmdir í þessum mánuði sé meirihluti borgar- stjórnar að ómerkja kynninguna og senda borgarbúum þau ótví- ræðu skilaboð að fulltrúar hans muni hafa skoðanir og athuga- semdir Reykavíkinga að engu. Kynningin sé í raun skrípaleikur. „Þau vinnubrögð og sú vald- níðsla sem hér hefur átt sér stað er með öllu óþolandi og ekki hægt að sitja undir henni. Við munum því ganga af fundi til að undirstrika mótmæli okkar sem og fjölmargra annarra Reykvík- inga við því sem gerst hefur hér í dag,“ segir í bókun fimmmenn- inganna. -grh Borgarfulltrúarnar Kristín Á. Ólafsdóttir Bjarni P. Magnússon, Guðrún Ágústsdóttir, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Sigurjón Pétursson á leið út úr húsi borgarstjórnar í Skúlatúni um níuleytið í gærkvöldi. (Mynd: Sig) Skák Enn sigrar Jón Jón L. Árnason er gersamlega óstöðvandi á Reykjavíkurskák- mótinu og í gær vann hann sína sjöttu skák í röð. Að þessu sinni varð Daninn Carsten Hoi að lúta í lægra haldi. Af öðrum úrslitum má nefna að Margeir Pétursson lagði Helga Ólafsson að velli og Browne sig- raði sovéska stórmeistarann Pol- ugajevskij. Að loknum átta umferðum er staðan sú að Jón L. er langefstur með sjö og hálfan vinning. Langt að baki honum grillir í þá Margeir Pétursson og ungverska stór- meistarann Andras Adorjan en þeir hafa fimm og hálfan vinning hvor. Frá Spáni er það að frétta að Jóhann Hjartarson gerði í gær jafntefli við Búlgarann Georgiev. Sjá bls.5 og 7. Biðin í Húsnæðisstofnun Tólfþúsund um áramót Búið að ráðstafa öllufé Byggingarsjóðs ríkisins í ár nema til Fram- kvœmdalána. SigurðurE. Lánsloforð send út í nœstu viku Um 12000 manns munu verða á biðlista um húsnæðislán um næstu áramót hjá Húsnæðisstofn- un. Þetta kemur fram í minni- hlutaáliti þeirra Svavars Gests- sonar og Júlíusar Sólnes um ráð- stafanir í ríkisfjármálum og lánsf- jármálum, sem fjárhag- og við- skiptanefnd efri deiidar Alþingis fjallaði um. Þeir Sigurður E. Guðmunds- son og Hilmar Þórisson komu á fund nefndarinnar sem fulltrúar Húsnæðisstofnunar, en einsog fram hefur komíð á að skera nið- ur framlög til byggingarsjóðanna um 100 miljónir króna í viðbót við 500 miljón króna frystingu ríkisstjórnarinnar á fjármagni stofnunarinnar. Húsnæðisstofnun hefur þegar sent út lánsloforð til þeirra sem munu fá úthlutað úr Byggingar- sjóð ríkisins í ár, utan að enn er óráðstafað úr Framkvæmda- sjóði, sem sveitarfélögin hafa einkum nýtt sér til bygginga húsnæðis fyrir aldraða. í minnihlutaálitinu kemur fram að 54 af 76 lífeyrissjóðum hafa skrifað undir skuldabréfa- kaup fyrir árið 1989 og 33 fyrir árið 1990. Sigurður E. Guð- mundsson sagði í samtali við Þjóðviljann að í þessari viku yrði rætt við þá lífeyrissjóði sem ekki hafa gengið frá undirskrift og bjóst hann við að í næstu viku yrðu fyrstu lánsloforðin í ár send út. Reiknað er með að ár líði frá útsendingu lánsloforðs til útborg- unar fyrri hluta lánsins. -Sáf Sjá um efnahagsráð- stafanirnar síðu 2 og leiðara um félags- málaráðherra síðu 4

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.