Þjóðviljinn - 04.03.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 04.03.1988, Blaðsíða 2
FRETTIR r-SPURNINGIN°-1 Mundir þú treysta þér til að lifa af meðal forstjóra- launum? Sigurður Már Helgason, sölumaður: Já, já. Vel að merkja: Það gleymist í allri umræðunni að lce- land Seafood var að fara á haus- inn þegar Guðjón tók við. Án for- stjóra sem gerir hlutina gengur ekkert. Agnar Einarsson, löggilt gamalmenni: Þegar maður hefur 30 þúsund krónur á mánuði gæti maður ekki lifað af hinu. Maður vissi ekki hvað maður ætti að gera við það. Sigurður Hafsteinsson, verslunarmaður: Já, já, ég er nú hræddur um það. Rósmundur Bernódusson, sendibílstjóri: Já, það væri prýðilegt að lifa af því. En ég verð að viðurkenna að ég mundi láta mér nægja eitthvað minna. Asgeir Sigurbergsson, sendibílstjóri: Já, ég gæti vel hugsað mér það. Miðað við hversu há þau í raun- inni eru ætti að vera tiltölulega auðvelt að lifa af þeim. Efnahagsráðstafanirnar Málamiðlun sem ekkert leysir Frystingin áfram rekin með tapi. Skorið niður þarsem sístskyldi. Raunvextir lœkka ekki. Viðskipta- hallinn jafnvel enn meiri enl0,6 miljarðar. Jóhanna látin taka á sig stœrsta skellinn Þeim efnahagsráðstöfunum sem ríkisstjórnin keyrir nú í gegnum þingið hefur verið iíkt við smáskammtaiækningar, því að pissa í skóinn sinn eða við nýja sprautu hjá fíkniefnasjúklingi. Það virðist ekki skipta máli hvort rætt er við frammámenn í at- vinnulífinu, sveitarstjórnarmenn eða aðra, dómurinn er allsstaðar sá sami. Aðgerðirnar koma of seint, ganga of skammt, slá lítið á þensluna, sumir segja jafnvel að þær muni auka þensluna og þrátt fyrir þessar aðgerðir er frystingin áfram rekin með tapi, að sögn sjálfs forsætisráðherra þegar hann kynnti ráðstafanirnar á Al- þingi. Ráðstafanirnar eru dæmigerð- ar málamiðlunarráðstafanir. Þessi málamiðlun var niðurstaða stífrar fundasetu ráðherranefn- dar, sem skipuð var tveimur ráð- herrum úr hverjum flokki. Bæði hjá íhaldi og framsókn voru það formaður og varaformaður flokksins sem sátu í nefndinni, en svo var ekki hjá krötum, þar réðu jónarnir ferðinni. Þetta vekur einkum furðu þar sem ljóst var að niðurskurðurinn myndi fyrst og fremst beinast að félagsmála- ráðuneytinu, þar sem ekki er í fljótu bragði séð að hægt sé að skera niður í ráðuneytum jón- anna. Eðlilegast hefði því verið að Jóhanna, sem varaformaður flokksins og ráðherra félagsmála, hefði verið í nefndinni ásamt for- manni flokksins. Johanna fær slæma útreið Ljóst er að flokkana greindi mjög á um hversu langt skyldi gengið í gengisfellingunni. Fram- sókn heimtaði þar stærstu gengis- fellinguna en kratar helst enga. Sæst var á 6% gengisfellingu, sem var mjög á nótum flokks forsætis- ráðherra. Þá kom að niðurskurði hjá ráðuneytunum og hélt þar hver og einn fast við sitt. Lausast reyndist samt tak kratajóna, enda hefur Jón Baldvin lýst því áður yfir að hann telji að helst eigi að skrúfa strax fyrir iánslof- orð frá Húsnæðisstofnun þar sem þau auki á þensluna. Þá þykir hann sjálfsagt eiga harma að hefna gagnvart því hvernig gengið hefur að fá verkaskiptingu sveitarfélaganna í gegnum þing- ið, en einsog kunnugt er hafa ýmis sveitarfélög gagnrýnt mjög hvernig ríkisstjórnin ætlaði að standa að því. Skorið er niður hjá ráðuneyt- um allra flokka en sýnu mest hjá félagsmálaráðuneytinu, enda hefur Jóhanna Sigurðardóttir neitað að gangast við króanum. Framlög til vegamála eru skorin niður um 125 miljónir og bókaði siálfstæðisráðherrann Matthías A. Mathiesen fyrirvara við þann niðurskurð á ríkisstjórnarfundin- um. Hjá Framsókn er skorið nið- ur til heilbrigðismála, 30 miljónir vegna lyfjakostnaðar og sérfræði- þjónustu og 20 miljónir til K- byggingarinnar, en Guðmundur Bjarnason sá ekki ástæðu til að mótmæla því. Byggingarsjóðirnir Niðurskurðurinn sem snýr að félagsmálaráðuneytinu er tví- þættur. Annarsvegar eru framlög í byggingarsjóðina skorin niður um 100 miljónir. Talað er um að 25 miljónir verði teknar af bygg- ingarsjóði verkamanna og 75 miljónir af Byggingarsjóði ríkis- ins. Fulltrúar Húsnæðisstofnunar lýstu því yfir á fundi fjárhags- og viðskiptanefndar að niðurskurð- urinn á framlögum til Byggingar- sjóðs ríkisins komi sérstaklega niður á framkvæmdalánum, sem fyrst og fremst hafa farið til sveitarfélaganna. þar sem þau eru eini lánaflokkurinn „sem ekki hefur verið tæmdur og meira en það með lánsloforðum", eins- og segir í nefndaráliti minnihluta nefndarinnar, sem þeir Svavar Gestsson og Júlíus Sólnes undir- rita. Raunvextir lækka ekki Nefndarálit þetta er byggt upp á tilvitnunum í hina og þessa sem kallaðir voru á fund nefndarinnar og koma fram mikilsverðar upp- lýsingar, sem annars hefðu ekki legið á lausu og eiga þessar upp- lýsingar það sammerkt að sýna fram á hversu skammt þessar efnahagsaðgerðir ná. í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar Þrátt fyrir efnahagsráðstafanirnar er frystingin rekin með um 4% halla, sem mun þrýsta á kröfuna um nýja gengisfellingu síðar á árinu. er talað um lækkun nafnvaxta innlánsstofnana um 2% að með- altali og að Seðlabankinn hafi ákveðið að lækka vexti í við- skiptum við innlánsstofnanir um 2%, auk þess sem forvextir ríkis- víxla lækki um 1%. Tómas Árnason, Seðlabanka- stjóri lýsti því yfir á fundi nefnd- arinnar að raunvextir muni ekki breytast þrátt fyrir þessa breytingu á nafnvöxtum. Tvær Þjóð- hagsstofnanir Það vakti athygli að forsætis- ráðherra og fjármálaráðherra voru ekki sammála um það hversu stór viðskiptahallinn yrði þegar efnahagsráðstafanirnar voru kynntar í þinginu. Forsætis- ráðherra sagði að þrátt fyrir þess- ar ráðstafanir spáði Þjóðhags- stofnun því að hallinn yrði um 10,6 miljarðar króna. Jón Bald- vin vitnaði hinsvegar í eigin fjármálaspekinga, en hann hefur verið að koma sér upp einkaþjóð- hagsstofunum í fjármálaráðu- neytinu, og spáir sú hagfræðinga- deild því að viðskiptahallinn verði um tveimur miljörðum lægri, eða um 8,5 miljarðar. Þórður Friðjónsson, þjóðhags- stjóri, sagði á fundi nefndarinnar að það væru tálvonir að gera ráð fyrir minni viðskiptahalla en Þjóðhagsstofnun spái. Taldi hann líklegra að viðskiptahallinn yrði enn meiri. Kemur þar tvennt til. í fyrsta lagi eru launahækkunaráhrif kjarasamn- inga ætíð vanmetin og í öðru lagi er útflutningsgreinunum sniðinn mjög þröngur stakkur með ákvörðunum stjórnvalda og gæti það skapað vaxandi þrýsting á gengið þegar líður á árið. Ráðstafana- ríkisstjórnin Kristín Halldórsdóttir kallaði ríkisstjómina ráðstafanaríkis- stjórn þegar hún fjallaði um efna- hagsráðstafanirnar. Benti hún á að með þessum ráðstöfunum væri t.d. verið að taka til baka sumar af fyrri ráðstöfunum ríkisstjórn- arinnar, einsog t.d., 1% launa- skatt á útflutningsgreinarnar, sem ákveðinn var í skattahasarn- um um jólin, þrátt fyrir andstöðu stjórnarandstöðunnar. Þá benti hún á að ein af ráðstöfunum ríkis- stjórnarinnar hefði verið að hætta við að endurgreiða fisk- vinnslunni uppsafnaðan sölu- skatt, en nú hefur verið ákveðið að endurgreiða hann. Þriðja sem benda mætti á, og erum við þá komin að því sem Svavar Gestsson kallar ljótasta þátt þessara ráðstafana, en það er að ríkisstjórnin fellur frá því að minnka skerðingu Jöfnunarsjóðs sveitarfélaganna um 260 miljónir og hafa sveitarstjórnarmenn mótmælt því harðlega, auk þess sem félagsmálaráðherra bók- færði mótmæli við því á ríkis- stjórnarfundi. Þetta ber að skoðast í því sam- hengi að fyrir jól ákvað Jóhanna að útsvarsprósentan yrði 6,7% þrátt fyrir áköf mótmæli sveitar- stjórnamanna, sem vildu að pró- sentan yrði 7,5%. Þetta gerði Jó- hanna að ósk formanns flokksins og skapaði sér mikla reiði meðal sveitarstjórnamanna, sem sögð- ust ekki treysta gulli og grænum skógum sem ríkisstjórnin boðaði með staðgreiðslunni. Nú þarf Jó- hanna svo aftur að taka á sig reiði sveitarstjórnarmanna varðandi skerðinguna á jöfnunarsjóðnum. Að lokum er rétt að benda á það að það eru fleiri flokksbræð- ur Jóhönnu en kratajónarnir sem standa að niðurskurðinum við byggingarsjóðina og jöfnunar- sjóð, því Eiður Guðnason, for- maður þingflokksins skrifar upp á álit meirihluta fjárhags- og við- skiptanefndar efri deildar, sem leggur til að frumvarp ríkisstjórn- arinnar um ráðstafanir í efna- hagsmálum verði samþykkt og verkalýðsleiðtogarnir Karl Steinar Guðnason og Karvel Pálmason munu hafa veitt því brautargengi í atkvæðagreiðslu í efri deild, enda hlutur þeirra í ný- afstöðnum kjarasamningum stór. -Sáf Fjörugl hér á þinginu, finnst þér ekki? ' . 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 4. mars 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.