Þjóðviljinn - 04.03.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 04.03.1988, Blaðsíða 3
FRETTIR Snót Fátt virðist geta komið í veg fyrir vinnustöðvun Snótar- kvenna í Vestmannaeyjum, sem boðuð hefur verið frá og með miðnætti. Komi til vinnustöðvun- ar, er Ijóst að atvinnulíf eyja- skeggja gengur meira og minna úr lagi. Snótarkonur áætla að vinnustöðvunin nái til hátt í 400 kvenna og þar ef eru fiskverka- konur í miklum meirihluta, eða tvær á móti hverjum þremur. Eins og flestum mun kunnugt er Snót ekki aðili að nýgerðum kjarasamningi Verkamannasam- bandsins við atvinnurekendur, enda töldu Snótarkonur kjara- kröfur sambandsins og þær kauphækkanir sem samið var um of lágar. - Við teljum ekki rétt að vera að reikna þessar kröfur til pró- senta. Það er alltaf villandi að reikna hlutfallshækkanir af lágum tölum. Þessi kröfugerð er einfaldlega þannig til komin að við settum á blað það sem við þurfum að hafa til að geta fram- fleytt okkur, sagði Vilborg Þor- steinsdóttir, formaður Snótar. Snót gerir að kröfu sinni að lág- markslaun frá og með 1. febrúar verði tæpar 40.000 krónur. Að auki er fram á áfangahækkanir á öll laun 1. maí og 1. ágúst um 4% í hvort sinnið og 1. október og fyrsta febrúar á næsta ári um 3% í hvort skipti. Það þýðir að lág- markslaun verði 45.870 krónur í samningslok í febrúar að ári kom- anda. Samkvæmt samningi Samninganefnd Snótar hjá ríkissáttasemjara í gær. Beðið var eftir atvinnurekendum. Að sögn Snótarkvennanna er mikill styrkur fyrir þær að vita af því að andstaða verkafólks við samning VMSI er mikil, eins og glögglega hefur komið fram á fundum aðildarfélaga VMSÍ. - Við vitum að fleiri eru sama sinnis og við. Mynd Sig. VMSÍ eru lágmarkslaun nú 31.500 krónur, en verða að ári liðnu 34.004 krónur. Jafnframt gerir Snót að kröfu sinni að við fyrstu útborgun eftir staðfestingu samnings, verði greidd sérstök upphæð til launa- jöfnunar, sem nemi vissu hlutfalli af heildarlaunum janúarmánað- ar, að frádregnum yfirvinnu- launum. Snót krefst að samið verði um stighækkandi starfsald- urshækkanir, sem verði frá 4% eftir 1 ár til 24% eftir 15 ár. Da- gvinnulaun starfsmannas eftir lengsta starfsaldur yrðu því tæpar 50.000 krónur á mánuði. Að sögn samninganefndar Snótar og Sigurðar Einarssonar, formanns Vinnuveitendafélags Vestmannaeyja, ber mikið á milli deiluaðila og hafa sáttaumleitan- ir ríkissáttasemjara engan árang- ur borið til þessa. Sigurður sagði að atvinnurek- endur í Eyjum hefðu ekki svig- rúm til meiri launahækkana en samið hafi þegar verið um við aðra. Hann sagði að atvinnurek- endum þætti Snót ekki fara fram á lítið, enda mætu þeir kröfu- gerðina uppá 183% í það heila og gerð væri krafa um 100% launa- hækkun strax. -rk Verkfall á miðnætti í Eyjum Vilborg Þorsteinsdóttir, formaður Snótar: Förum framáþað sem viðþurfum tilframfœrslu. Lágmarkslaun verði 40.000 krónur Milljóna Kópavogur Bœjarstjórinn: Akureyri tekjuskerðing Hábölvaðar efnahagsráðstafanir. 13 milljón króna fra mlag úr Jöfnunarsjóði tapað Kron fær land Stórmarkaður Kron í Kópavogi austan Reykjanesbrautar. Fyrir- huguð samkeppni um nýtt aðalskipulagfyrir svæðið etta er auðvitað alveg hábölv- að hvernig farið er með bæjar- og sveitarfélög með þess- um nýju efnahagsráðstöfunum stjórnvalda. Fyrir okkur er þetta tekjuskerðing uppá 13 milljónir króna og ég veit satt að segja ekki hvar á að skera niður, sagði Sig- fús Jónsson, bæjarstjóri á Akur- eyri við Þjóðviljann. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar að skerða framlög til Jöfnunar- sjóðs sveitarfélaga um 260 milljónir og fresta áður umsam- inni breytingu á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga hefur mælst afar illa fyrir hjá bæjar- og sveitarstjórnarmönnum út um land allt. Að sögn Sigfúsar hafði Akur- eyrarbær rúmlega 90 milljónir til framkvæmda áður en til þessara ráðstafana var gripið og þegar dregnar eru frá þessar 13 milljónir sem bærinn átti að fá úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga eru aðeins eftir 78 milljónir króna. Við fjárhagsáætlunina hafði bær- inn gert ráð fyrir þessum 13 milljónum til eignabreytinga á ár- inu, en nú er það farið án þess að nokkuð annað komi til baka. „Við munum alveg á næstunni skoða þessa nýju stöðu hjá okkur og ákveða hvar hægt er að skera niður, þó í svipinn sjái ég ekki hvar það sé hægt,“ sagði Sigfús Jónsson. -grh Dagsbrúnarfundurinn Kæmnni vísað frá Miðstjórn ASÍ telur ekki ástœðu til að aðhafast frekar í kœr- umálinu. Lög Dagsbrúnar og ASIekki brotin. Fundarstjóri fór ekki rangt með tölur atkvœða Bæjaryfirvöld í Kópavogi hafa samþykkt að veita Kron lóð fyrir stórmarkað austan Reykjanes- brautar en þar mun ætlað að rísi stórt íbúðahverfi. Telur Heimir Pálsson varaformaður bæjarráðs líkiegt að þetta hverfi verði full- byggt á næstu 10-15 árum. Lóð fyrir Kron hefur nokkuð blandast inn í umræður um Smár- ahvammsland og SÍS, en eins kunnugt er neytti Kópavogsbær forkaupsréttar síns að landinu og endurseldi það m.a. BYKO, IKEA og Hagkaupum sem hyggjast reisa þar stórmarkað. Til greina kemur að efna til hugmyndasamkeppni um endur- skoðun á aðalskipulagi fyrir stór- an hluta af landi Kópavogs austan Reykjanesbrautar, ein- mitt það svæði sem Kron hefur nú fengið lóð á, og var þetta rætt í jákvæðum dúr á bæjarráðsfundi í gær. I viðtali við Heimi Pálsson, sem birtast mun í Sunnudags- blaði Þjóðviljans er nánar fjallað um þessi máí. ÓP Miðstjórn ASÍ afréð á fundi sínum í gær að aðhafast ekki frekara útaf kærum Páls Arnar- sonar og fleiri Dagsbrúnar- manna, en þeir kærðu til sam- bandsins atkvæðagreiðslu á Dagsbrúnarfundinum á dögun- um er nýgerðir samningar voru samþykktir með naumum meiri- hluta atkvæða. Miðstjórnin hafði við afgreiðslu málsins meðal ann- ars setið drjúga stund yfir sjón- varpsupptöku frá fundinum. í samþykkt miðstjórnarinnar segir að hún telji ekki ástæðu til frekari afskipta af málinu, þar sem sýnt þyki að hvorki lög Dagsbrúnar né lög ASÍ hafi verið brotin. Ekki sé ágreiningur uppi um lögmæti Dagsbrúnarfundarins og boðun hans og bent er á, að þeim fréttamönnum sem stóðu nálægt fundarstjóra beri saman um að ekki hafi borist ósk um skriflega atkvæðagreiðslu. „Hafi slík ósk verið sett fram er því ljóst að hún hefur ekki borist til fundar- stjóra," en nokkrir Dagsbrúnar- menn halda því fram fullum fe- tum að þess hafi verið óskað. Þá segir að ekki hafi komið fram ágreiningur um val talning- armanna og sá háttur sem við- hafður var hafi tíðkast til langs tíma innan Dagsbrúnar. „Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að teljarar hafi gefið upp rangar tölur og þeir staðfesta að fundarstjóri hafi lesið upp þær tökur sem þeir afhenntu hon- um.“ -rk Föstudagur 4. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Amnesty International Mann- réttindi slrax! Undirskriftaherferð hrundið afstað um allan heim. 40 árfrá samþykkt Mannréttindaryfirlýsing- ar Sameinuðu þjóðanna íslandsdeild Amnesty Internat- ional hefur sett af stað umfangs- mikla undirskriftarsöfnun hér- lendis til varnar mannréttindum í heiminum og stuðnings Mannréttindayfirlýsingu Sam- einuðu þjóðanna sem samþykkt var fyrir réttum 40 árum. Á sama tíma er safnað undirskriftum sama efnis um allan heim. Leitað hefur verið til ýmissa fé- lagasamtaka, verkalýðsfélaga, blaðamanna, kirkjunnar, náms- manna og rithöfunda, um stuðn- ing við söfnunina en fulltrúar þessara þjóðfélagshópa hafa orð- ið helst fyrir barðinu á mannréttindabrotum um víða veröld. Að sögn Ævars Kjartanssonar formanns íslandsdeildar Amn- esty er stefnt að því að fá alla landsmenn 16 ára og eldri til að skrifa undir áskorun um mannréttindi strax til handa öllum jarðarbúum og vekja þá um leið til umhugsunar um stöðu mannréttindamála. Undirskrift- um verður safnað fram á haust en þær verða síðan afhentar fram- kvæmdastjóra S.Þ. á mannrétt- indadeginum 10. desember n.k.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.