Þjóðviljinn - 04.03.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 04.03.1988, Blaðsíða 6
VIÐHORF mikilvægasta hlutverkiö. Gegn loforðum um visst framlag ríkis- ins hefur verkalýðsforystan svo beitt sér fyrir svokölluðum „ábyrgum“ kjarasamningum, sem í reynd hafa ekki skilað launafólki neinu. Á sínum tíma var dansaður mikill stríðsdans kringum hina fyrstu þjóðarsáttarsamninga. En sagan hefur sýnt, að þeir voru slys. Slys fyrir launafólk, slys fyrir verkalýðshreyfinguna og, síðast en ekki síst, stórslys fyrir þann flokk sem launafólk gerði ábyrg- an fyrir þjóðarsáttarsamningun- um, - Alþýðubandalagið. Hins vegar birtist svo Singa- pore-stefnan í því, að forystu- menn róttæku flokkanna hafa beitt sér fyrir að áhrifamenn úr flokkum atvinnurekenda eru leiddir inn á gafl hjá ASÍ. Vold- ugur miðstjórnarmaður Sjálf- stæðisflokksins er varaforseti ASÍ. Forysta ASÍ hefur þannig orðið að þverpólitískri stofnun, þar sem áherslan er lögð á mál- amiðlanir. Árangurinn hefur orðið eftir þessu. ASÍ hefur fylgt stefnu, sem launafólk hefur ekki haft nokkra trú á, og nennir ekki einu sinni á fundi til að greiða um at- kvæði. Á meðan málamiðlanirnar ráða ASf verður sambandið stofnun án erindis. Þessvegna skiptir það höfuðmáli fyrir hreyfinguna að launafólkið sjálft taki fram fyrir hendur á foryst- unni, og sjái til þess að róttæk baráttustefna verði aftur tekin upp innan ASÍ. Öðru vísi verkalýðsforystu Fyrir Alþýðubandalagið skipt- ir þetta öllu máli. í dag skortir flokkinn trúverðugleika, ekki síst vegna þess, að hann er gerður ábyrgur fyrir slysastefnu þjóðars- áttarinnar. Hann er í orði flokkur launafólks, en á borði er hann líka flokkur þeirrar verkalýðsfor- ystu sem heíur gert hvern ónytj- asamninginn á fætur öðrum. Þes- svegna þarf einmitt Alþýðu- bandaiagið að taka forystu fyrir löngu tímabæru endurreisnar- starfi innan verkalýðshreyfingar- innar. Róttæk baráttustefna felur í sér pólitíska baráttu innan hreyfingarinnar. Róttæk baráttustefna felur í sér að við leitum eftir samstarfi við annað róttækt fólk - tökum höndum saman og vinnum gegn íhaldsöflunum, hvort heidur þau heita Sjálfstæðisflokkur eða Framsókn. Ýtum burt þjóð- stjórnarfyrirkomulaginu, Sing- apúrinu og þjóðarsáttinni í ASI. í verkalýðsfélagi á eftir verka- lýðsfélagi þarf að reisa flaggið. Það er einfaldega kominn tími á pólitík í verkalýðshreyfingunni, á pólitískar kosningar í stéttarfé- lögunum. Það getur vel verið, að það þýði að við töpum einhverjum fé- lögum til að byrja með. En ef við höfum góðan málstað vinnum við þau aftur. Þegar Guðmundur Þ. Jónsson vann Iðju undan íhaldinu stað- hæfði Morgunblaðið í frægri rit- stjórnargrein, að þar hefði Al- þýðubandalagið rofið óformlegt samkomulag sem vinstri menn í verkalýðshreyfingunni hefðu gert við íhaldið um að pólitískar kosningar færu ekki fram í stétt- arfélögunum. Auðvitað eigum við að rjúfa alla slíka skuggasamninga. Og ef okkar eigin menn í verkalýðs- hreyfingunni sigla ekki með verða þeir einfaldlega að leita sér að öðrum kontór. Það dugar ekki að spúla dekkið nema við spúlum líka út lestina. össur Skarphéðinsson fiskeldis- fræðingur og háskólakennari er fyrrverandl rltstjóri Þjóðvíijans. 6 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur MYNDLISTIN Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74, eropiðsunnudaga, þriðju- daga, fimmtudaga og laugar- daga á milli kl. 13:30 og 16:00. Bókasafn Kópavogs, Fann- borg 3-5. Belinda Hughes sýnir grafík, vatnslitamyndirog myndir unnar með blandaðri tækni í Liststofu bókasafnsins. Sýningin er opin virka daga kl. 9:00-21:00,kl. 11:00-14:00 á laugardögum, og lýkur 11. mars. Gallerí Borg, Pósthússtræti 9. Daði Guðbjörnsson sýnir olíu- myndirog grafík, virka daga kl. 10:00-18:00, og kl. 14:00-18:00 um helgar. Sýningunni lýkur 8. mars. Gallerí Grjót, Skólavörðustíg 4 A. Gestur og Rúna hafa bæst í hópinn og eru í forgrunni sam- sýningarinnar sem er opin alla virka daga á milli kl. 12:00 og 18:00 Gallerí Svart á hvítu, Laufás- vegi 17 (fyrir ofan Listasafnið). Ólafur Lárusson sýnir mónó- þrykk og teikningar unnar með blandaðri tækni. Sýningin er opinkl. 12:00-18:00, alladaga nema mánudaga, og stendur til sunnudagsins6. mars. Glugginn, Glerárgötu 34, Ak- ureyri. Haraldur ingi Haralds- son sýnir akrýlmálverk og past- elmyndir unnar tvö undanfarin ár. Sýningin er opin alla daga nemamánudagakl. 14:00- 18:00, og stendurtil 6. mars. fslenska Óperan, hefur verk eftir Jóhannes Geir Jónsson og Jón E.Guðmundsson til sýnis og sölu til fjáröf lunar fyrir starf- semi Óperunnar. Sýningin er opin kl. 15:00-18:00 allavirka daga, auk þess að vera opin gestum Óperunnar þau kvöld sem sýningarfarafram. Kjarvalsstaðir, vestursalur: Sigurður Þórir Sigurðsson sýnir olíumálverk og teikningar. Sýn- ingineropinalladagakl. 14:00- 22:00ogstendurtil6. mars. Vesturgangur: Fjörumenn, Sæmundur Valdimarsson sýnir skúlptúra úr rekaviði. Sýningin eropinalladaga kl. 14:00- 22:00 og stendur til 6. mars. Listasafn Einars Jónssonar, er opið laugardaga og sunnu- dagakl. 13:30-16:00. Högg- myndagarðurinn er opinn alla dagakl. 11:00-17:00. Listasafn íslands, Frfkirkju- vegi 7. Aldarspegill, sýning ís- lenskrar myndlistar í eigu safnsins. Listasafniðeropið alla virka daga nema mánu- daga kl. 11:30-16:30, og kl. 11:30-18:00 um helgar. Kynn- ing á mynd mánaðarins alla þriðjudagakl. 13:30-13:45. Leiðsögn um sýninguna sunnu- dag kl. 13:30. Kaffistofan er opin á sama tíma og safnið, og aðgangur er ókeypis. Norræna húsið. Kjallari: Far- andsýningin Hið græna gull Norðurlanda. Þarerrakiðí myndum og máli hvernig brugðist hefur verið við eyðingu skóganna og vörn snúið í sókn. Auk þess eru sýndir ýmsir mun- ir úr tré, meðal annars gripir fengnir að láni úr Þjóðminja- safni íslands. Sýningin eropin daglegakl. 14:00-19:00, og stendurtil 13. mars. Nýhöfn, Hafnarstræti 18. Sýn- ing á verkum Ragnheiðar Jóns- dóttur Ream. 19. verk unnin f oliu, collage, gouche og túsk á árunum 1962-1975, eru til sýnis og sölu. Sýningin er opin virka dagakl. 10:00-18:00, ogkl. 14:00-18:00 um helgar, henni lýkur 16. mars. Nýlistasafnið v/Vatnsstíg. Finnbogi Pétursson sýnirhljóö- verk (audio-instalation) í mið- og neðrasal safnsins. Sýningin er opin virka daga kl. 16:00- 20:00 ogkl.14:00-20:00 um helgar. Henni lýkursunnudag- inn6. mars. mars 1988 UM HELGINA í kvöld frumsýnir Leikfélag Akureyrar Horft af brúnni eftir Arthur Miller. Þráinn Karlsson, Sunna Borg og Erla Ruth Harðardóttir í hlutverkum sínum. Þjóðminjasafnið, forsalur. Gallabuxurog gott betur, far- andsýning um sögu og þróun gallabuxna. Höfundursýning- arinnar er Inga Wintzell, þjóð- háttafræðingurog safnvörður við Nordiska museet i Stokk- hólmi, og er bók hennar, Galla- buxur og gallabuxnamenning til sýnis og sölu á sýningunni sem er opin á opnunartima safnsins og stendurtil 20. mars. LEIKLISTIN Ás-leikhúsið. Farðu ekki, á Galdraloftinu, sunnudag kl. 16:00. Egg-leikhúsið. Á sama stað, hádegisleikhús á veitingahús- inu Mandaríninn við T ryggva- götu. Síðasta sýning á morgun kl. 12:00. Frú Emilía, Laugavegi 55B. Kontrabassinn í kvöld kl. 21:00, sunnudag kl. 21:00. Herranótt, íTjarnarbíói, Góða sálin í Sesúan, síðasta sýning í kvöld kl. 20:30. íslenska óperan. Don Gio- vanni, sunnudag kl. 20:00. Barnasöngleikurinn Búum til óperu / Litli sótarinn, í dag kl. 17:00, sunnudag kl. 16:00. Leikfélag Akureyrar, Horft af brúnni. Frumsýning í kvöld kl. 20:30. Önnursýning laugardag kl. 20:30, þriðja sýning sunnu- dagkl. 20:30. Leikfélag Kópavogs, fé- lagsheimili Kópavogs. Svört sólskin, mánudag kl. 20:30. Leikfélag Reykjavíkur. Dagur vonar, í Iðnó laugardag kl. 20:00. Djöflaeyjan, ískemmunni laug- ardag kl. 20:00. Síldin er komin, í skemmunni föstudag og sunnudag kl. 20:00. Leiklistarskóii íslands, nem- endur3. bekkjarfrumsýna barnaleikritið Með álfum og tröllum, i Lindarbæ í dag kl. 14:00. önnurog þriðja sýning á morgun kl. 14:00 og 16:30, fjórða og fimmta sýning sunnu- dag kl. 14:00og 16:30, sjötta sýning mánudag kl. 10:00. Þjóðleikhúsið. Vesalingarnir, í kvöld og annað kvöld kl. 20:00. Ég þekki þig- þú ekki mig, sfð- asta sýning sunnudagskvöld kl. 20:00. TÓNLIST Duus-hús, jasstónleikar Heita pottsins Kl. 21:30, Möllers- bræður. Evrópa, Borgartúni 32. Átta ís- lenskirtónlistarmenn frumsýna söngleikinn Jesus Christ Sup- erstar, á miðnætti í nótt. Upp- færslan er í nýstárlegum og frjálslegum búningi, og hefur verið sniðin sérstaklega til flutn- ings á skemmtistað. Að sýning- unni standa Eyjólfur Kristjáns- son, Jón Ólafsson, Stefán Hilmarsson, Rafn Jónsson, Haraldur Þorsteinsson, Guð- mundur Jónsson, Arnhildur Guðmundsdóttirog Elfn Ólafs- dóttir. Sýningar verða að minnsta kosti átta, og fara fram áefstu hæðinni íEvrópu. Önnur sýning verður á miðnætti á morgun. Langholtskirkja. Árlegir tón- leikar Háskólakórsins eru á sunnudagskvöldið kl. 21:00. Á efnisskránni verða nokkur lög úr Disneyrímum eftir Árna Harðarson stjórnanda kórsins sem hefur samið tónlist við samnefndar rímur Þórarins Eld- járns. Auk þess syngur kórinn Waka eftir Jónas Tómasson, Tvö smálög eftir Karólínu Eiríksdóttur, lög úr Raddir á daghvörfum eftir Kjartan Ólafs- son, madrigalaog stúdentalög. Lækjartungl, Lækjargötu 2. Annað kvöld verður opið kl. 22:00-03:00, Geiri Sæm og Hunangstunglið koma fram í 45 mínútur, Hlynurog Daddi sjá um Tónlist T unglsins á undan ogeftir. Á sunnudagskvöldið er opið kl. 22:00-01:00, Gaui kemurfram á sínum fyrstu stórtónleikum. Norræna húsið. Á sunnudag- inn kl. 16:00 flytja Sigurður P. Bragason barítón og Þóra Fríða Sæmundsdóttir píanóleikari verk eftir meðal annars Karl O. Runólfsson, Björgvin Guð- mundsson, Schubertog Beet- hoven. HITT OG ÞETTA MÍR. Sunnudag kl. 16:00, kvik- myndasýning í bíósalnum við Vatnsstíg 10. Sovéskakvik- myndin Kósakkarnir, byggð á samnefndri skáldsögu Léos Tolstoj. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Háskóli íslands, Rannsóknastofnun vitundar- innar gengst fyrir námstefnu um ginsengjurtina í fyrramálið kl. 09:00-12:30, stofu 301, Árnagarði. Lögð verða fram gögn frá Kóreönsku rfkis- rannsóknastofnuninni og skýrsla frá vestur- þýsku neytendasamtökunum. Próf- essonr Vilhjálmur Skúlason frá Háskóla fslands, Wolterfrá Gintex Evrópu, OddurC.S. Thorarensen lyfjafræðingur og fulltrúar innflytjenda gingseng til fslands mæta og ræða um heilsuverndaráhrif og lækn- ingagildijurtarinnar. Sunnudag kl. 14:30 flyturJam- es Child. aistÍDrófessor í heimspeki, erindi á vegum Fé- lags áhugamanna um heimspeki. James Child er heimspekiprófessor við Bow- ling Green State háskólann í Ohio í Bandarfkjunum, en kenn- ir við Háskóla Islands á vor- misserinu sem Fullbright kenn- ari. Fyrirlesturinn verður í stofu 101 (Lögbergi, húsi laga- deildar, og nefnist On the Im- morality of Pacificism. Þjóðfræðafélagið heldurfund mánudaginn 7. mars kl. 20:00, ( stofu 308 í Árnagarði við Suður- götu. ögmundur Helgason dregurfram ídagsljósiðóbirt ævintýri sem Magnús Gríms- sonskráðium 1847. Norræna húsið, dönsku bóka- kynningunni sem átti að vera á morgun, laugardag, erfrestað til 19. mars, vegna veikinda danska rithöfundarins Henrik Nordbrandt. FÍ. Dagsferðir sunnudaginn 6. mars: 1) Kl. 10:30, Hengill. Ekið í áttina að Sleggjubeinsskarði og gengið þaðan á Hengil. Verð 800 kr. 2) Kl. 13:00, Húsmúli. Húsmúl- inn er fell norðaustur af Svína- hrauni, milli Engidals að norðan og Sleggjubeinsdals að sunn- an. Léttgönguferð ífallegu um- hverf i, verð 800 kr. - Brottför f rá umferðarmiðstöðinni, austan- megin. Farmiðar við bíl, frítt fyrir börn ífylgd með fullorðnum. Hana nú. Vikuleg laugar- dagsganga Frístundahópsins í Kópavogi verður á morgun, laugardaginn 5. mars. Lagt af stað frá Digranesvegi 12, kl. 10:00. Samvera, súrefni, hreyfing og nýlagað molakaffi. Allirvelkomnir. Útivist. Sunnudagsferð 6. marskl. 13:00. Stór- straumsfjöruferð: Stampar- Hvammshöfði. Létt og fjölbreytt fjöruganga í Hvalfirði. Verð 800 kr. frítt fyrir börn í fylgd með full- orðnum. BrottförfráBSl, bens- ínsölu. Helgarferðir4.-6. mars: 1. Góu- ferð í Þórsmörk, gönguferðir við allra hæfi, gisting í Útivistar- skálanum Básum. Stakksholts- gjáskoðuðíklakaböndum. Sól- arkaffi. 2. Tindfjöll í tunglskini, gist f Tindfjallaseli, gengið á Tindfjallajökul. Tilvalið að hafa gönguskíðin með. Upplýsingar og farmiðará skrifstofunni Grófinni 1, símar 14606 og 23732. Félag eldri borgara. Opið hús f Goðheimum, Sigtúni 3, sunnu- dagkl. 14:00. Frjálstspil og tafl. Dansaðfrákl.20:00til 23:30. Kirkjufélag Digranespresta- kalls heldur hlutaveltu á morg- un kl. 14:00, í safnaðarheimi- linu Bjarnhólastíg 26, Kópa- vogi. Góðirvinningar-miðinn kostar 50 krónur- engin núll. Freistið gæfunnar og styrkið gott málefni um leið. Náttúrulækningafélag ís- lands heldur aðalfund í T empl- arahöllinni við Skólavörðuholt á morgunkl. 14:00. Ádagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, endurskoðun lagafélagsins, auk erindis um lífræna ræktun. Guðfinnur Jakobsson garð- yrkjufræðingurog bóndi í Skaft- holti talar um líf ræna ræktun eðaframleiðslu matvæla með aðferðum náttúrunnar sjálfrar. Aðgangur er takmarkaður við þá sem verið hafa á félagatali frá síðustu áramótum, eru skuldlausir við félagið eða eru ævifélagar. Fræðið bömin um gildi bílbelta! ||UMFERÐAR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.