Þjóðviljinn - 04.03.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 04.03.1988, Blaðsíða 10
PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN Útboð Tilboð óskast í smíði síðari áfanga Póst- og síma- húss í Keflavík-Njarðvík, þ.e. lokafrágangur innanhúss. Verktími er frá 1. apríl til 15. júní n.k. Útboðsgögn verða afhent á Fasteignadeild Pósts og síma, Pósthússtræti 5, Reykjavíkog hjá stöðvarstjóra Pósts og síma í Keflavík, gegn skilatryggingu kr. 10.000. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Umsýsludeildar, Landsímahúsinu í Reykjavík, fimmtudaginn 17. mars n.k. kl. 11.00 árdegis. Póst- og símamálastofnunin Útboð Siglufjarðarkaupstaður óskar eftir tilboðum í gatnagerð við Hólaveg. Um er að ræðajarðvegs- skipti á um 400 metra kafla. Útboðsgögn verða afhent hjá tæknideild Siglufjarðarkaupstaðar, Gránugötu 24. Tilboðum skal skilað á sama stað þriðjudaginn 22. mars 1988 kl. 14 og verða þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þar mæta. Bæjartæknifræðingurinn Siglufirði TILRAUNASTÖÐ HÁSKÓLANS í MEINAFRÆÐI Keldum við Vesturlandsveg, Reykjavík. Við Tilraunastöð Háskólans í meinafræði er laust starf umsjónarmanns (bústjóra), sem hefur um- sjón með búrekstri og dýrahaldi. Traust reynsla af bústörfum áskilin. Skriflegar umsóknir með greinargóðum upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist forstöðumanni fyrir 1. apríl n.k. Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Vatnsveitu Reykjavíkur óskar eftir tilboðum í spjaldloka. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 6. apríl kl. 11. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Simi 25800 Vinna í mötuneyti Okkur vantar starfsmann í eldhúsið. Um er að ræða að sjá um léttan hádegisverð 5 daga vik- unnar fyrir starfsfólk okkar. Upplýsingar hjá fram- kvæmdastjóra blaðsins í síma 681333. þJÓOVIUINN Innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför hjartkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu Guðlaugar Helgadóttur Hátóni 8, Reykjavík Ragnar Elíasson Hanna Ragnarsdóttir Árni S. Jónsson Guðlaug Ragnarsdóttir Barnabörn og barnabarnabörn (UÓÐVILIINN Tíminu 68 13 33 r 68 18 66 r 68 63 00 Blaóburður er táá BESTA TRIMMIÐ og borgar sigL þiómnuiNN BLAÐBERAR ÓSKAST Vantar blaðbera víðs vegar um bæinn Hafðu samband við okkur þJÓÐVILJINN Siðumúla 6 0 68 13 33 Lestu , aðeins stj()mart)l(>ðin? DJ0ÐVILJINN Höfuðmálgagn stjórnarandstöðunnar Áskriftarsími (91) 68 13 33. ALÞYÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Hafnarfirði 30 ára afmælishátíð Elsta Alþýðubandalagsfélag í landinu, Alþýðubandalagið í Hafnarfirði, heldur uþp á 30 ára afmæli sitt, laugardaginn 5. mars n.k. á Garðaholti. Veislustjóri verður Helgi Seljan fyrrv. alþm. Ávarp Geir Gunnarsson alþm. Gamanmál og uppákomur. Hljómsveitin Ásar leikur fyrir dansi fram eftir nóttu. Húsið opnar kl. 19.00. Borðhald hefst kl. 20.00. Miðaverð 2.500 kr. Eftir mat kr. 700. Tryggið ykkur miða hið fyrsta hjá: Jóhönnu s:651347. Hólmfríði s:50342. ínu s: 51531 eða Katrínu s:54799. Fólagar úr nágrannasveitarfélögunum meira en velkomnir. Afmælisnefndin Alþýðubandalagið Kjósarsýslu Árshátíð Árshátíð Alþýðubandalagsins í Kjósarsýslu verður haldinn í Þrúðvangi, laugardaginn 12. mars. Gleðin hefst kl. 20.00. Miðasala við innganginn. Starfsnefnd Spilakvöld ABR Annað spilakvöldið í þriggja kvölda keppni verður þriðjudaginn 9. mars kl. 20.30 stundvíslega. Verðlaun fyrir hvert kvöld og góð heildarverðlaun. Kaffi og meðlæti. Allir velkomnir Alþýðubandalagið í Reykjavík Alþýðubandalagið Kópavogi Morgunkaffi ABK Heimir Pálsson bæjarfulltrúi og Snorri Konráðsson fulltrúi í íþróttaráði verðameð heitt á könnunni í Þinghóli, laugardaginn 5. marsmilli kl. 10-12. Allir velkomnir. Stjórnin Um kúbanska útlagann Valladares í Morgunblaðinu (Mbl.) 26. og 27. febrúar var birt efni um Kú- banann Armando Valladares, sem er fulltrúi Bandaríkjanna á þingi Mannréttindanefndar Sam- einuðu Þjóðanna. Einnig er fjall- að um hann í leiðara Mbl. 28. febrúar. Upplýsingarnar sem þarna koma fram hef ég séð áður í erlendum blöðum, margsinnis. Ég hef einnig séð þær stað- reyndalega hraktar. Áður kom frétt um Valladares á forsíðu Mbl. kringum síðustu mánaðamót, þ.e. um 10 dögum áður en kúbanskt skáld og rithöf- undur heimsótti ísland. Það var Pablo Armando Fernández. Mbl. sýndi honum engan áhuga, enda er maðurinn búsettur á Kúbu. Báðir þessir menn hafa lýst því yfir að kúbanska skrifræðið sé það versta í heiminum. Pablo Armando útskýrir í sömu andrá, með mörgum dæm- um, alla vankantana og aftur- haldssömu fyrirbrigðin sem hafa verið dregin fram í dagsljósið í leiðréttingarherferðinni á Kúbu síðasta árið. Hann lítur svo á að byltingin á Kúbu hafi markað skil í sögu Rómönsku Ameríku and- spænis heimsvaldastefnunni. Hún hóf nýtt sögulegt tímabil sem er jafn ólíkt sögusviði rússnesku byltingarinnar 1917 og rússneska byltingin var ólík Par- ísarkommúnunni 1871. Rétt eins og aðrar byltingar byggist hún á herkvaðningu allrar alþýðu og nýju lögmáli sem sagan lýtur þeg- ar alþýðan tekur til hendinni. En það sem er nýtt á Kúbu er áfram- haldandi þróun þessa nýja lög- máls. Þótt segja megi að biðstaða hafi ríkt á Kúbu í a.m.k. áratug, meðan engu frekar var áorkað í Rómönsku Ameríku, er staðr- eyndin sú að snemma á þessum áratug hófst að nýju almennt her- útboð. Fyrst í bókstaflegri merk- ingu (1980, þegar margar miljón- ir skráðu sig í varnarliðið), síðan í pólitískri, menningarlegri merk- ingu. Það er leiðréttingin sem höfðað var til hér að ofan, á stefnu kúbönsku byltingarinnar. Hvar stendur Valladares? Valladares gefur hins vegar yf- irlýsingar um skrifræðið á Kúbu, útfrá andstöðu sinni við alþýðu- byltinguna þar. Hver er Valladares? Flestum ber saman um að hann hafi setið í fangelsi á Kúbu í 22 ár. Hann var látinn laus 1982 eftir alþjóðlega herferð fyrir frelsun „skáldsins í hjólastólnum“, eins og hann var kallaður, en margir telja að löm- unin hafi verið afleiðing mis- þyrmingar. Forseti Frakklands, Mitterrand, beitti sér í herferð- inni og veitti honum landvistar- leyfi. í Frakklandi skrifaði Valladar- es bók um fangelsisvist sína, sem kom út á Spáni 1985. Ári síðar var skipulagt ferðalag hans um Bandaríkin til að tala um bókina, þar á meðal í útsendingum út- varpsins „Radio Martí“ á Miami, sem Bandaríkjamenn stofnuðu fyrir nokkrum árum til að koma áróðri á framfæri til Kúbu. (Sendiloftnet stöðvarinnar eyði- lagðist í sprengingu í ágúst sl.) Valladares var þá titlaður fastur dálkahöfundur hjá 20-30 blöðum og tímaritum í Rómönsku Amer- íku. Maðurinn er bersýnilega á uppleið sem alþjóðlegt pólitískt fyrirbæri. Undirrituð hefur ekki séð bók Valladares og getur því aðeins 10 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Föstudagur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.