Þjóðviljinn - 04.03.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 04.03.1988, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTIR Karfa Jafntefli í lokamínútunum Grindvíkingar jöfnuðu þegar 10 sek- úndur voru til leiksloka Það var gífurleg spenna og ennþá meiri hávaði í Seljaskóla í gærkvöldi þegar ÍR og Grindvík- ingar áttust við í bikarkeppninni. Leikurinn var hraður og jafn enda lyktaði honum með jafntefli 63-63. Gestirnir skoruðu fyrstu körf- una en ÍR svaraði strax fyrir sig og komst í 5-2. Leikurinn var síð- an frekar jafn,7-7 þó að það væri mikið fum og fát í báðum liðum, sérstaklega hjá Suðurnesja- drengjunum. Þeir hittu lítið í körfu heimamanna þó mikið væri reynt en það mega þeir eiga að þeir börðust eins og ljón. Aftur var jafnt 9-9 en þá sigu ÍR-ingar yfir, og voru um tíma 4 til 6 stig yfir 26-19. Rúnar Árnason Grindvíkingur gerði þá 6 stig í röð fyrir sitt lið sem kom þeim í 26-25 en ÍR náði aftur 6 stiga for- skoti og hélt því í leikhléi 33-27. Síðari hálfleikur var jafn og hraðinn minnkaði aðeins þó ekki væri mikið. Grindvíkingar börð- ust enn sem ljón en náðu ekki að saxa neitt að ráði á forskot mót- herjanna sem komust í 10 stiga mun 50-40. En gestirnir gáfust ekki upp og tókst að minnka muninn í 55-54. Aftur komust ÍR í 7 stiga mun 61-54 en með geysi- legri baráttu tókst Grindvíking- um að minnka muninn niður í 61- 59. Jóni Erni Guðmundssyni tókst þá að gera tvö stig fyrir ÍR þegar ein og hálf mínúta var til leiksloka en Grindvíkingar fengu tvö vítaköst og skoraði Hjálmar Hallgrímsson úr báðum skotun- um þegar ein mínúta var til leiks- loka. ÍR fór í sókn en Jóni Páli Haraldssyni tókst að fiska bolt- ann af þeim og gefa hann á besta mann Grindvíkinga Guðmund Bragason sem skoraði þegar 10 sekúndur voru til loka leiksins 63- 63 og hélst sú staða út leikinn. Eftir leikinn var mikið skegg- rætt um hvort það gæti orðið jafn- tefli í körfubolta en dómararnir segja að svo sé þannig að það stóð. Einar Bollason sagði þó að hann myndi kæra. ÍR-ingar voru jafnir og góðir með Karl Guðlaugsson sem besta mann. Ragnar Torfason átti einnig góðan leik þar til hann missti stjórn á skapi sínu og fékk sína 5. villu. Grindvíkingar börð- ust ansi vel þeir réðu oft á tíðum ekki við hraðann og æstu sig um of. Guðmundur Bragason var án efa þeirra besti maður, skoraði mikið af stigum, hirti mörg stig og tróð meira að segja einu sinni. Eyjólfur, Hjálmar, Steinþór og Jón Páll voru góðir og Rúnar átti mjög góða kafla. Dómararnir voru mjög góðir. Þeir voru flautuglaðir á tímabili en það var mjög erfitt að dæma leikinn því leikmenn voru allæstir á köflum. Annars var mikið um mistök á báða bóga og liðin léku ekkert mjög vel en það sem hélt leiknum hátt á lofti var barátta leikmanna og vilji. Hávaðinn í stuðnings- mönnum liðanna var gífurlegur enda hefði fjöldi hljóðfæra á staðnum nægt í heila sinfóníu- hljómsveit. -ste Seljaskóli 3. mars Bikarkeppnin ÍR-UMFG 63-63 (33-27) Stig ÍR: Karl Guðlaugsson 19, Jón örn Guomundsson 16, Ragnar Torlason 13, Björn Steffensen 8, Jóhannes Sveinsson 5, Vignir Hilmarsson 2. Stig UMFG: Guðmundur Bragason 15, Rúnar Árnason 15, Eyjólfur Guðlaugsson 11, Hjálmar Hallgrimsson 6, Steinþór Helgason 5, Jón Páll Haraldsson 5, Ólafur Þ. Jóhannsson 4, Guðlaugur Jónsson 2. Dómarar: Jón Otti Ólafsson og Ómar Scheving voru mjög góðir. Maður leiksins: Guðmundur Bragason UMFG. Guðmundur Bragason skorar tvö af sínum 15 stigum en Karl Guðlaugsson, besti maður ÍR horfir á. Handbolti Fram sýndi klæmar Pór átti aldrei möguleika Um helgina Borðtennis Laugardag og sunnudag kl. 13.00 fer fram í Laugardalshöllinni Flokk- akeppni Borðtennissambandsins. Judó Á sunnudaginn verður íslands- meistaramótið haldið á Akureyri. Kraftlyftingar Laugardag kl. 13.00 verður fslands- meistaramótið í kraftlyftingum 1988 haldið í Garðaskóla Garðabæ Sund Á laugardaginn kl. 16.00 verður í Sundhöll Reykjavíkur Asparmótið í sundi. Fatlaðir Laugardag og sunnudag fer fram á Akureyri Hængsmótið. Það er lionsk- lúbburinn Hængur sem sér um alla framkvæmd mótsins. Blak Föstudagur: Hagaskóli kl.18.30 Þróttur-KA í karlaflokki, kl. 19.45 fS-HK í karla- flokki, kl.21.00 Víkingur-Þróttur í kvennaflokki. Sunnudagur: Hagaskóli kl. 13.30 ÍS-KA karla- flokki, kl. 14.45 ÍS-Þróttur kvenna- flokki, kl. 16.00 Vfkingur-UBK kvennaflokki. Karfa Laugardagur: Selfoss kl. 14.00 HSK-ÍS l.d.ka., kl. 15.30 HSK-ÍS Lávarðadeild Njarðvík kl.14.00 UMFN-ÍBK l.d.kv. Sunnudagur: Strandgata kl. 14.00 Haukar-UMFNa (bikar) Hlíðarendi kl.20.00 Valur KR (bikar) Mánudagur: Grindavík kl.20.00 UMFG-ÍR (bikar) Handboiti Föstudagur: Hafnarfjörður kl.20.00 FH-KR l.d.kv. Laugardalshöll kl.20.00 Fram- Þróttur l.d.kv., kl.21.15 Víkingur- Haukar l.d.kv. Karfa UMFNa-UBK 96-51 (47-27) Þetta var létt hjá Njarðvíking- um. Þó komust Blikarnir í 10-11 en síðan var sá draumur úti. Það var einfaldlega of mikill munur á liðunum enda áttu heimamenn leikinn. Það voru 3 bræður inná í Njarðvík 3. mars Bikarkeppnin UMFNa-UBK 96-51 (47-27) Stig UMFNa: Valur Ingimundarson 16, Teitur Örlygsson 14, Árni Lárus- son 12, Hreiðar Hreiðarsson 10, Helgi Rafnsson 10, Ellert Magnússon 10, Sturla örlygsson 9, Friðrik Rúnarsson 7, Gunnar Örlygsson 6, Jóhann Sig- urðsson 2. Stig UBK: Hannes Hjálmarsson 17, Guðbrandur Stefánsson 10, Kristján Rafnsson 8, Ólafur Aðalsteinsson 6, Sigurður Bjarnason 4, Óskar Baldurs- son 4, Kristinn Albertsson 2. Dómarar: Bergur Steingrímsson og Jóhann Dagur Björnsson voru hrika- legir. Njarðvik 3. mars Bikarkeppnin UMFNb-Haukar 51-71 (27-33) Stig UMFNb: Þorsteinn Bjarnason 22, Júlíus Valgeirsson 7, Stefán Bjarna- son 6, Brynjar Sigmundsson 5, Gunn- ar Guðmundsson 4, Gunnar Þorvarð- arson 4, Guðsteinn Ingimundarson 3. Stig Hauka: Henning Henningsson 20, Ivar Ásgrímsson 15, Pálmar Sig- urðsson 12, Skarphéðinn Eiríksson 9, Tryggvi Jónsson 6, Rúnar Guðjóns- son 4, Sveinn Skúlason 3, Ingimar Jónsson 2. Dómarar: Bergur Steingrímsson og Jóhann Dagur Björnsson voru aftur hrikalegir. -sóm/ste Tap og sigur hjá Njarðvík einu hjá þeim Njarðvíkingum, Teitur, Sturla og Gunnar Örlygs- synir. UMFNb-Haukar 51- 71 (27-33) Þetta var skemmtilegur leikur á að horfa. Gömlu mennirnir í Njarðvík komust yfir 13-6 en Haukar jöfnuðu og komust yfir 13-15. Síðan var jafnt um tíma og var staðan 25-24 en þá tóku Haukar sig á um leið og úthaldið fjaraði út hjá Njarðvíkingum. Undir lokin var leikurinn að fara út um þúfur því dómararnir höfðu tekið öll völd. Þeir voru vægast sagt alveg hræðilega lé- legir enda kannske ekki hægt að láta þá dæma tvo leiki í röð. Akureyrl 3. mars 1. deild karla Þór-Fram 20-35 (8-16) Mörk Þórs: Sigurpáll Aðalsteinsson 8 (4v), Erlendur Hermannsson 3, Gunn- ar M. Gunnarsson 2, Jóhann Samúelsson 2, Sigurður Pálsson 1, Hörður Harðarson 1, Kristján Krist- jánsson 1, Sævar Árnason 1, Ingólfur Samúelsson 1. Varin skot: Axel Stefánsson 9 og Hermann Karlsson 5. Útaf: Jóhann Samúelsson 4 mín. Spjöld: Jóhann Samúelsson gult og Páll Gíslason gult. Mörk Fram: Birgir Sigurðsson 12, Atli Hilmarsson 9, Hannes Leifsson 6 (4v), Sigurður Rúnarsson 2, Egill Jóhann- esson 2, Július Gunnarsson 2, Ragnar Hilmarsson 1, Hermann Björnsson 1. Varin skot: Jens G. Einarsson 17(2v) og Guðmundur A. Jónsson 5. Útaf: Hannes Leifsson 2 mín, Ólafur Hilmarsson 2 mín. Spjöld: Júlíus Gunnarsson gult, Egill Jóhannesson gult, Hannes Leifsson gult. Dómarar: Kristján Sveinsson og Magnús Pálsson voru ágætir í auðdæmdum leik. Maður leikslns: Birgir Sigurðsson Fram. -HK/ste Spánn Cruyff búinn að ákveða sig Johan Cruyff hefur loks gefið ákveðið svar við því hvort hann taki við stórliðinu Barcelona. „Ég er svo sannarlega ekki að fara til Barcelona eða í neitt ann- að félag,“ sagði Cruyff í blaðavið- tali en heilmiklir spádómar hafa gengið á um hvort af því verði. Hann var á áhorfendapöllum þegar Barcelona gerði jafntefli við Bayer Leverkusen 0-0 á mið- vikudaginn og spænsk blöð hafa gefið í skyn að hann yrði með liðið í nokkra mánuði án samn- ings en myndi ákveða sig í júní. Það var alger einstefna þegar Framarar sóttu Þór heim í gær- kvöldi. Framararnir sigldu jafnt og þétt framúr eins og tölurnar sýna. Það var aðallega Sigurpáll Að- alsteinsson sem reyndi að berjast en það gekk lítið. Reykvíking- arnir fóru í lokin að prófa „sirkus- mörk“ og slöppuðu af, enda var sigurinn öruggur. Af Þórsliðinu var Sigurpáll Aðalsteinsson skástur en liðið var ákaflega slappt. í Fram var Birgir góður en Hannes og Atli áttu góða kafla saman. Arsenalklúbburinn Til London Arsenalklúbburinn á íslandi ætlar að bregða sér til London að sjá úrslitaleikinn í Littlewood- bikarkeppninni milli Arsenal og Luton 24. apríl næstkomandi. Farið verður utan 23. apríl og komið heim 26. apríl. Það er takmarkað framboð af miðum en hægt er fá allar upplýs- ingar í síma 99-1666 á skrifstofu- tíma. Ítalía Tvö mörk frá Maradonna ekki nóg Napoli úr leik í ítölsku bikarkeppninni Það kom áhorfendum talsvert á óvart þegar Torino sem puðar við botninn í ítölsku deildinni vann stórliðið Napoli í fyrra- kvöld. Það var Tullio Gritti sem kom Torino yfir á 27. mínútu en Mara- donna jafnaði fyrir sitt lið níu mínútum síðar. Hann var aftur á ferðinni á 50. mínútu þegar hann skoraði með glæsilegu vinstrifót- ar sparki beint úr aukaspyrnu. Þar með var talið að leikurinn væri unninn fyrir Napoli sem var taiið sigurstranglegra. En þeir voru vaktir upp af sætum draumi á 74. mínútu þegar Antonio Comi jafnaði fyrir Torino og að- eins 5 mínútum síðar Polster kom þeim yfir 3-2. Aörir leikir Ascoli-Sampdoria 1-1 Sampdoria áfram á samanlögðu 5-3 Juventus-Avelling 1-0 Juventus áfram á samanlögðu 2-1 Internazionale-Empoli 1-0 Internazionale áfram á samalögðu 3-1 Föstudagur 4. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.