Þjóðviljinn - 05.03.1988, Blaðsíða 1
Laugardagur 5. mars 1988 53. tölublað 53. árgangur
VMSI
Næstu skref óráðin
Formenn nokkurrafélaga hafa reifað möguleika á samfloti undir
forystufiskverkafólks. Bakslag komið ísamningaviðrœðuriðnverka-
fólks og verslunarmanna. Verkfall Snótar hafið. Slitnað uppúr
samningaviðrœðum
Ovissa ríkir mí innan Verka-
mannasambandsins hvernig
samningaviðræðum þeirra fjöl-
mðrgu félaga sem fellt hafa samn-
ingana verði hagað. í viðtölum
Þjóðviljans við formenn nokk-
urra félaga í gær kom fram að
menn væru þegar byrjaðir að
ræða óformlega um framhaldið.
Einkum eru nefnt að félögin hafi
með sér samstarf undir forystu
félaga sem hafa aðallega tlsk-
verkafólki á að skipa.
Að auki hefur sá möguleiki
verið nefndur að félögin reyni
hvert um sig að semja heima í
héraði, eða á vettvangi svæða-
sambandanna.
Flestir viðmælendur blaðsins
töldu að vart kæmi til mála að
samningaviðræður væru á vegum
VMSÍ eða Alþýðusambandsins.
Þórir Daníelssson, fram-
kvæmdastjóri VMSÍ, taldi að enn
væri of margt óljóst áður en menn
færu að spá í næstu skref. - Mér
sýnist að það hljóti að vera ansi
önugt að samningaviðræður þess-
ara félaga fari fram á vettvangi
VMSÍ, sagði Þórir.
Framkvæmdastjórn VMSÍ
mun koma saman tií fundar strax
eftir helgi og er viðbúið að þar
Húsnœðiskerfið
Svik uppá
1,1 miljarð
Ríkisstjórnin hefursvikið lof-
orð sem gefin voru aðilum
vinnumarkaðarins við undir-
ritun jólaföstusamninganna.
Svikin nema 1,1 miljarði
vegnaframlaga íbyggingar-
sjóðina. Niðurskurðurinn nú
bitnar á lánum til bygginga
íbúða fyrir aldraða
Vanefndir ríkisstjórnarinnar
vegna húsnæðiskerfisins nema
eftir 100 miljóii króna niður-
skurðinn nú um 1,1 mujarði
króna miðað við það samkomu-
lag sem gert var við aðila vinnu-
markaðarins á sínuin tínia.
Ásmundur Stefánsson, forseti
ASÍ mótmælti harðlega áformuð-
um niðurskurði nú á fundi
fjárhags— og viðskiptanefndar
neðri deildar Alþingis í gær.
Vanefndir ríkissjóðs við bygg-
ingarsjóðina námu um hálfum
miljarði króna áður en ákveðið
var að frysta hálfan miljarð við
afgreiðslu fjárlaga. Ofan á það
bætast svo 100 miljónir nú.
Kristín Halldórsdóttir sagði á
Alþingi í gær að það hefði komið
fram hjá fulltrúum Húsnæðis-
stofnunar að stofnunin hefði svig-
rúm til að mæta niðurskurðinum
þannig að hann bitnaði ekki á
þeim lánsloforðum sem þegar
hafa verið gefin. Hinsvegar virð-
ist nokkuð ljóst að niðurskurður-
inn mun bitna á framkvæmdalán-
um til sveitarfélaga vegna bygg-
inga íbúða aldraðra. -Sáf
verði afráðið að bjóða for-
mönnum þeirra félaga sem fellt
hafa samningana til fundar.
Enn eitt félagið felídi samning-
ana í gær. Það var Verkalýðs- og
sjómannafélag Stöðvarfjarðar og
féllu atkvæði þannig að 12 voru
með en 26 á móti. Þrír skiluðu
auðu. Þar með eru félógin sem
hafa fellt orðin 11 talsins, en að-
eins fimm hafa staðfest samning-
ana.
Verkfall verkakvennafélagsins
Snótar í Vestmannaeyjum hófst á
miðnætti, eftir að slitnað hafði
uppúr samningaviðræðum félags-
ins við atvinnurekendur í gær.
Mjög mikið ber á milli deiluaðila.
Eftir að ljóst hefur orðið að í
flestum félaga VMSÍ er lítil hrifn-
ing með kjarasamningana og
meirihluti félaga hefur fellt þá, er
komið bakslag í samningaviðræð-
ur Landssambands iðnverkafólks
og verslunarmanna við atvinnu-
rekendur.
- Það hefur sín áhrif á gang
viðræðna að samningarnir hafa
verið felldir þetta víða. Það má
segja að það sé komið bakslag í
allar viðræður, sagði Bjórn Þór-
hallsson, formaður Landssam-
bands verslunarmanna, í samtali
við Þjóðviljann í gær.
-rk
Samningarnir
Þriojungur
samþykkur
Af þeim 16 verkaiýðsfélögum
sem þegar hafa fjallað um og af-
greitt samninga VMSÍ og VSÍ
hafa 2/3 eða 64% þeirra sem mætt
hafa á fundina greitt atkvæði
gegn þeim. Samningarnir hafa
þegar verið felldir í 11 félögum og
víðast með miklum mun at-
kvæða.
Um helgina verða fundir í þeim
verkalýðsfélögum sem enn eiga
eftir að taka afstöðu til samning-
ana. Þar á meðal eru flest félag-
anna á Austurlandi, Verka-
lýðsfélag Akraness og Verka-
lýðsfélag Sauðárkróks, svo að
einhver séu nefnd og er fastlega
búist við að þeir verði felldir í
flestum þeirra.
Sjá lnnsýn bls. 5 -«*
Nemendur í Flensborgarskóla i Hafnarfirði enduðu vakningadaga í skólan-
um með miklu karnivali í gær. Gengið var um götur bæjarins í skrautlegum
búningum en margir höfðu klætt yfir sig plasti í „vor"úðanum. Síðan var
haldið uppí Mosfellssveit þar sem hátíðinni var haldið áfram við varðeld,
glensi og gríni. Mynd - E.ÓI.
Skipulag ráðhússins
Vísar ummælum Davíðs á bug
Borgarstjóri: Jónatan erprófessorírefsirétti. Hefurekkertvitáskipulagsmálum. Jónatan
Þórmundsson: Borgarstjórihefur ekkikomið með nein efnisleg rök á móti mínum
Eg tek nú satt að segja ekki
mikið mark á þessum ummæl-
um borgarstjóra um vanhæfni
mína vegna þess að ég sé prófess-
or í refsirétti og hafí þessvegna
ekkert vit á skipulagsmálum.
Enda hefur borgarstjóri ekki
komið með nein efnisleg rök gegn
skoðunum mínum og vísa ég þess-
um um mæluin hans að sjálfsögðu
á bug, sagði Jónatan Þórmunds-
son, prófessor við Þjóðviljann.
A borgarstjórnarfundi í fyrra-
kvöld þegar rætt var um fyrirhug-
aða byggingu ráðhúss í Tjörninni
vísuðu andstæðingar ráðhús-
byggingarinnarma. til álitsgerðar
Jónatans sem hann hafði samið
fyrir félagsmálaráðherra. í henni
lagði prófessorinn til við ráðherra
að hann samþykkti deiliskipulag
miðbæjarins með fyrirvara um
ráðhúsreitinn þar til lögmæt
kynning hafi farið fram og borg-
arbúum gert tækifæri á að koma
með sínar athugasemdir varðandi
bygginguna og staðsetningu
hennar.
Davíð Oddsson borgarstjóri
sagði þá fullum fetum að Jónatan
Þórmundsson hefði ekkert vit á
skipulagsmálum þar sem hann
væri prófessor í refsirétti við Há-
skóla íslands og að auki væri
hann yfirlýstur andstæðingur ráð-
hússins í Tjörninni og því ekki
mark takandi á hans ráðlegging-
um til ráðherra!
„Þessi ummæli míns gamla
nemanda eru þess eðlis að maður
brosir að þeim frekar en hitt að ég
taki þau alvarlega, og upplýsa
mun meira um viðhorf borgar-
stjóra til málsins heldur en um
vanhæfni mína," sagði Jónatan
Þórmundsson. -grh
Vestmannaeyjar
Kallamir salta í gríð og erg
Ahrifa verkfalls Snótarfarið að gœta. Aukin gámaútflutningur. Fisk-
markaðurinn í sókn
Vegna verkfalls Snótarkvenna í
Eyjum sem kom til fram-
kvæmda í nótt keppast físk-
vinnslustöðvarnar við að koma
físknum í gáma og kallarnir salta
stórþorsk og ufsa í gríð og erg.
Að sögn Björgvins Arnalds-
sonar starfsmanns hjá Fiskmark-
aði Vestmannaeyja er áhrifa
verkfallsins þegar farið að gæta
og ma. afturkallaði einn trollbát-
ur í gær fyrirhugaða sölu á mark-
aðnum og setti aflann í staðinn í
gáma. Þeir fara til meginlands
Evrópu og til Bretlands. Björg-
vin sagði verðið á karfanum vera
á uppleið í Þýskalandi en aftur á
móti væri verðið á ufsanum á nið-
urleið.
-grh