Þjóðviljinn - 05.03.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 05.03.1988, Blaðsíða 3
Thorí sviðsljosinu 36. þing Norður- landaráðs hefst í Osló á mánudaginn Fjöldi íslenskra ráðamanna; ráðherrar, þingmenn og emb- ættismenn eru væntanlegir til Oslóborgar nú um helgina í tilefni af 36. þingi Norðurlandaráðs, sem sett verður í norska Stórþing- inu á mánudaginn. Sá íslendingur sem mun án efa vekja mesta athygli norrænna fjölmiðla næstu daga er Thor Vil- hjálmsson, sem tekur á móti bók- menntaverðlaunum Norðurland- aráðs á þriðjudaginn. Norska sjónvarpið sýndi í gær- kvöldi íslenskan sjónvarpsþátt um Thor, þann sem í íslenska sjónvarpinu hét Maður vikunnar. Thor er væntanlegur til Oslóar á morgun ásamt flestum hinna ís- lensku gestanna, sem skipta tugum. Pingið verður sett á mánu- dagsmorgun, og því slitið næstkomandi föstudag. Að venju liggur aragrúi mála fyrir þinginu; og er meðal annars búist við að samskipti Norðurlanda við Evr- ópubandalagið verði ofarlega á baugi. En hinn íslenski hápunktur vikunnar verður vafalaust af- hending bókmenntaverðlaun- anna á þriðjudagskvöldið. Sam- tímis tekur Finninn Magnus Lindberg við tónlistarverð- launum ráðsins, og verða báðir 125 þúsund dönskum krónum ríkari, að ógleymdri þeirri veg- semd sem verðlaununum fylgir. gg/Osló FRETTjg Borgarstjórn Viðbrögðin brosleg Kristín Á. Ólafsdóttir: Vísa ummœlumforseta borgarstjórnar um lögbrottilföðurhúsanna. Þau ummæli forseta borgar- stjórnar að við höfum með út- göngu okkar af borgarstjórnar- fundi í fyrrakvöld verið að brjóta lög eru brosleg og ég vísa þeim alfarið heim til föðurhúsanna. Viðbrögð almennings það sem af er, hafa verið mjög góð, enda er Reykvíkingum ofboðið vegna þeirrar valdníðslu og yfírgangs sem cinkennir öll vinnubrögð Sjálfstæðismanna í borgarstjórn í ráðhúsmálinu", sagði Kristín Á. Olafsdóttir, borgarfulltrúi Al- þýðubandalagsins við Þjóðvilj- ann. Kristín sagði að fimmmenning- arnir hefðu gengið út af fundi borgarstjórnar fyrir fólkið í borg- inni yegna þess að borgarstjórn- Konur og tœkni Enn faar konur í r.'A'A Yngri konurnar frekar ánœgðar ístarfi og telja kynferði ekki há sér í gær var haldin ráðstefna um konur og tækni í tilefni að Nor- rænu tækniári. Þar voru m.a. kynntar niðurstöður könnunar meðal kvenkyns verk- og tækni- fræðinga, sem sýndu að flestar voru ánægðar í starfi og völdu þetta nám vegna áhuga á raun- greinum. Önnur þeirra er stóð að könn- uninni var Ingunn Sæmundsdótt- ir, kennari í Tækniskólanum. Sagði hún, að miðað við erlendar kannanir virtust íslensku konurn- ar vera ánægðari í starfi en starfs- ystur þeirra. Yngri konurnar töldu frekar að framamöguleikar þeirra í starfi væru jafngóðir og karla og að þeim væri tekið sem jafningjum á vinnustað. Allar voru ánægðar með verkefni á vinnustað, en helstu ástæður óá- nægju voru ólýðræðislegir stjórn- unarhættir, það að vera ein af fáum kvennmönnum á vinnustað og óvistlegt umhverfi. Ingunn sagði að þrátt fyrir að konur færu nú meira í langskóla- nám, þá hafi hlutfallslegur fjöldi kvenna í tæknigreinum ekki aukist. Flestar færu í matvæla- og efnafræði og meirihlutinn inni að námi loknu við fræðistörf og armeirihlutinn ætlaði sér að hunsa alfarið skoðanir og hug- myndir borgarbúa í ráðhúsmá- linu og keyra byggingu ráðhúss- ins í gegn hvað sem það kostaði. Enda hefði það komið fram í máli borgarstjóra að athugasemdum borgarbúa verði stungið í skjalas- afn borgarinnar og ekki minnsta tillit tekið til þeirra. „Ég vil bara skora á borgar- stjórnarmeirihlutann að kynna sér betur skipulagslögin og hvernig vinna skuli samkvæmt þeim, enda ekki vanþörf á eins og sannast hefur all rækilega á allri málsmeðferð þeirra í ráðhúsmá- linu í borgarstjórn," sagði Kristín Á. Ólafsdóttir, borgarfulltrúi. -grh kennslu. mj Elín og Helga eru væntanlegir fulltrúar kvenna f tæknistörfum. Hér handleika þær mælitæki í Háskóla íslands. E.ÓI. BULGARIA 1988 Baöstrandaferöir í gæðaflokki English International Gervís Place, Bournemouth, er skóli sem kennír útlend- ingum ensku allan ársins hring og hafa íslendingar sótt hann frá byrjun svo skiptir hundruðum með góðum árangri, ungir sem aldnir. I skólanum eru ennfremur nemendur frá fjölda annarra landa. Kennt er í nokkrum deildum sem í eru um 12 nemendur eftir því hvernig staða nemenda er í málinu. Eru skólarnir morgunskólar. Lærið ensku í Englandi Lágmarksaldur er 18 ár. Kennt er með samræðum, lært að þekkja byggingu málsins, framburðarkennsla, mál- fræði og ritun á enska tungu og beitt við það nýtískuleg- um aðferðum. Brottfaradagar: 28. febr., 4. apr., 17. apr., 2. maí, 15. maí, 5. júní, 19. júní, 3. júlí, 17. júlí, 31. júlí 14. ágúst, 4. sept., 18. sept., 30. okt. og 27. nóv. Hólel/strönd: Drushba/Grandhotel Varna: 1 vika 2 vikur 3 vikur Albena/Dobrudja: 1 vika 2 vikur 3 vikur Albena/Bratlslava 1 vika 2 vikur 3 vikur 24. mai 28.140 35.170 42.200 25.340 29.440 33.540 23.580 25.930 28.270 14. júni 5. og 26. júli 16. ágúst 32.300 41.100 49.900 29.210 34.780 40.340 27.170 30.690 34.200 6. sept. 30.550 37.600 44.600 27.750 31.850 35.950 25.990 28.340 30.680 27. sept. 29.350 36.380 40.990 26.550 30.650 34.750 24.790 27.140 29.480 Ftrdtskrttstofa KIARTANS HELGASONAfí Gnoðavog 44-104 Reykjavik - Simi 91-68 62 55 Símnetni: /sfrave/ - Telex: 2265 Istrav-ls Hálft fæoi: Engir matarmiöar Máltlóir fastbundnar. 6 leva á dag. Matarmiðar. Morgunmatur fastbundinn. 10 leva á dag. Matarmiðar. Innifalið í verði er flug KEF-LUX-VAR fram og til baka, gisting á hótelum í 2ja manna herbergjum með baði, w.c./sturtu, hálftfæði, leiðsögn. Ath. ekki flugvall- arskattur eða annað ótalið hér. Verð er miðað við gengi US$ 20. jan. 1988 og breytist við breytingar hans gagnvart ísl. krónunni eða búlgörsku leva og breyt- ingu flugverðs. Verð þessara ferða er sem hér segir og er þá gert ráð fyrir gengi sterlingspunds gagnvart íslensku krónunni eins og það var 21. nóv. 1987 og flugverð eins og það var 1. nóv. sl. Verð á þessu hvoru tveggja þreytist í samræmi við það hverju sinni. Verð 3ja vikna er kr. 48.375,00 Verð 4ra vikna er kr. 57.180,00 Verð 5 vikna er kr. 72.750,00 að viðbættum kr. 8.800,00 fyrir hverja aukaviku allt að 13 vikum. Sé dvalist lengur en 13 vikur breytist flug- verð lítillega. Er innifalið í þessu verði flug til London fram og til baka, akstur af flugvelli í London á heimili og til baka aftur við lok námsins, gisting á heimilum, fæði og þjónusta, og kennsla í 27 tíma á viku. Flugvall- arskattur og annað ótalið hér er ekki innifalið. Junior International eru sumarskólar, sem reknir eru fyrir nemendur sem eru orðnir 8 ára en ekki 17 ára. Skólar þessir eru í Bournemouth, þ.e.a.s. heimavistarskólinn og í Poole, sem er ná- grannabær Bournemouth, Uplandsskóli. Skólar þessir hefjast: heimavistarskólinn í Boumemouth 17. júlí en Uplands 24. júlí og lýkur hvoru tveggja 21. ágúst. Hægt er að dveljast lágmark 2 vikur. Á heimavistarskólunum er dvalist allan sólar- hringinn, en á Uplands er dvalist á heimilum. í þáðum skólunum er um svipaða kennslu að ræða og í E.I. nema hvað námsefni er við hæfi aldurshópa. Þá eru ýmsir leikir og skoðunarferðir innifaldar í þessum skólum en á heimavistarskólanum er 24 tíma gæsla á nemendum og skólavist öll miðuð við að um heimavist sé að ræða auk þess sem þar er fullt fæði. Verð skólanna eftir vikum er sem hér segir: heimavistarskólinn: 2 vikur kr. 47.700,00, 3 vikur kr. 60.570,00, 4 vikur kr. 73.440,00 og 5 vikur kr. 95.070,00. Á Uplands: 2 vikur kr. 45.635,00, 3 vikur kr. 54.480,00 og 4 vikur kr. 65.300,00.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.