Þjóðviljinn - 05.03.1988, Side 7

Þjóðviljinn - 05.03.1988, Side 7
Umsjón: Lilja Gunnarsdóttir Laugardagur 5. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Leikhús Horft af brúnni eftir Arthur Miller Harmleikur frá Brooklyn á fjölum Leikfélags Akureyrar I gærkvöldi frumsýndi Leikfé- lag Akureyrar Horft af brúnni eftir Arthur Miller. Leikritiðvar upphaflega skrifað sem ein- þáttungur- í Ijóðaformi að hætti grískra harmleikjaog varfrumflutt íþeirri útgáfu í New York árið 1955. Ari seinna var það sett upp í Lundúnum, þá umskrifað í prósa og í tveimur þáttum. Leikritið gerist á meðal ít- alskra innflytjenda í Brooklyn, New York. t>ar er fylgst með Eddy Carbone sem í upphafi leikritsins lifir sæmilega sáttur við sitt hlutskipti, á milli konu sinnar Beatrice og Katrínar, 17 ára upp- eldisdóttur þeirra, félaganna í hverfinu og uppskipunarvinn- unnar. Bandaríkjamenn hafa lokað landinu fyrir fátækum innf- lytjendum frá Evrópu, en ein af I upphafi leikritsins leikur allt í lyndi hjá fjölskyldunni Carbone. Þráinn Karlssonog Erla Ruth Harðardóttir. siðareglum ítölsku nýlendunnar er samheldnin, að fela ættingja sem koma ólöglega inn í landið, og hjálpa þeim á allan hátt. Þegar tveir frændur Beatrice, Marco og Rodolpho frá Ítalíu koma og búa hjá fjölskyldunni, kemur í ljós að tilfinningar Eddys til Katrínar eru ef til vill ekki eins föðurlegar og hann vill vera láta. Hún verður ástfangin af Rodolp- ho og það verður til þess að til átaka kemur innan fjölskyldunn- ar, og Eddy hugleiðir að brjóta þær siðareglur sem hann hefur fylgt og átt þátt í að halda við alla sína ævi. Áhrifalaus áhorfandi at- burðanna er sögumaðurinn, Alfi- eri lögmaður. Hann þekkir sitt fólk og sér hvað hlýtur að gerast, en getur ekki haft önnur afskipti af málinu en gagnslaus varnaðar- orð til Eddys. Miller skrifaði leikritið út frá sögu sem hann heyrði í Brooklyn. Honum fannst þá þegar að hann kannaðist við hana, hélt ef til vill að hún minnti sig á gríska goð- sögn sem sér hefði verið sögð endur fyrir löngu. Þó að honum tækist ekki að hafa uppi á þessari ákveðnu goðsögn, var hann viss um að hún væri til, og á meðan hann skrifaði leikritið hafði hann í huga eðli slíkra sagna. Hvernig eitt atvik býður öðru heim og allt virðist fyrirfram ákveðið, hvernig fólk hittist fyrir eitthvað sem virðist vera tilviljun, og sem ræður örlögum þess. Leikritið er ekki hugsað sem lýsing á fjölskyldudrama, þar sem höfundurinn gægist undir slétt og fellt yfirborðið og upp- götvar hvernig fjölskyldumeð- limir pína hver annan í innbyrðis sálarflækjum. Áherslan er lögð á að lýsa röð atburða sem leiða hvor af öðrum og ekkert fær stöðvað, rétt eins og í harm- leikjum fyrri tíma þar sem pers- ónumar eru leiksoppar örlag- anna, og geta ekki annað en mætt því sem hlýtur að gerast. Leikstjóri uppfærslu Leikfé- lags Akureyrar á Horft af brúnni er Theódór Júlíusson. Leikmynd og búninga gerði Hallmundur Kristinsson og lýsingu annast Ingvar Björnsson. Þráinn Karls- son leikur Eddy Carbone, Sunna Þráinn Karlsson: Eddy Carbone. Borg Beatrice konu hans og Erla Ruth Harðardóttir Katrínu fóst- urdóttur þeirra. ftölsku bræð- urna Marco og Rodolpho leika þeir Jón Benónýsson og Skúli Gautason, Marinó Þorsteinsson er Alfieri lögmaður. LG

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.