Þjóðviljinn - 05.03.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 05.03.1988, Blaðsíða 8
MENNING Lagaflokkar Schuberts Ljóðasöngur er sú tónlist sem er auðugust af tilfinningalegu innihaldi. Hann er ekki aðeins söngur, tónlist, heldur líka ljóð- iist. bókmenntir. Upphafning þessara listforma í enn meitlaðri, mildarí og kyrrlátari heild þar sem lífsreynsla, listhæfni, tilfinn- ingalegur þroski, vitsmunalegur skilningur og andlegt jafnvægi söngvarans er þungamiðjan þeg- ar allt kemur til alls. Ljóðasöngv- ari skírskotar til næmustu og fín- ustu kennda áheyrenda, þeirra eiginleika sem nefna mætti and- lega menntun og sálarlegan þroska. Það er því ekki að furða þótt margar frægar söngstjörnur hrapi þegar þær syngja ljóðalög. Þá kemur vanþroski þeirra og ónógt listfengi í ljós. Reyndar eru áheyrendur undir sömu sök seld- ir. Tiltölulega fáar sálir una sér við Ijóðasöng. Ríki hans er í lýr- ískasta og mystískasta hluta mannshugans. I raun og veru er ljóðasöngurinn aðeins eign þeirra sem hafa almennilega sál. Þeirra sem sjá og heyra bak við það sem séð er og heyrt. Þeirra sem hlusta á djúp lífsins. En þetta á nú aldeilis ekki upp á pallborðið á okkar dögum. Við höfum eng- an áhuga á dýrð sálarinnar en erum öll upp á hasar líkamans. Samanber þessa íþrótta- og lík- amsdýrkun sem snúið hefur spakmælinu góða, fögur sál í fögrum líkama, upp í þetta: Eng- in sál í stæltum líkama. En það var þó mesta furða hve áheyrend- ur tóku við sér fyrir nokkrum dögum er snillingur söng alla ljóðaflokka Schuberts í Gamla bíói. Þetta var Andreas Schmidt og með honum píanóleikarinn Thomas Palm. Schubert er auðvitað eitthvert mesta tónskáld heimsins og á engan sinn líka í samningu söng- laga. En hann var líka svo yndis- legur maður. Það er kannski hin fagra sál Schuberts sem heillar okkur ásamt snilldinni. Hann er fyrirmynd mannkynsins um sak- leysi og yndisleik. Slíkir menn eru sem betur fer til þótt enginn hafi verið jafn mikill snillingur og Schubert. Þess vegna er hann ein- mitt svona dýrmætur. Hann var aðeins 26 ára er hann samdi lag- aflokkinn við Malarastúlkuna fögru við ljóð eftir Wilhelm Miiller. Ljóð hans búa yfir ein- faldleika og náttúrurómantík, sem heillaði Schubert, en Múller var í rauninni ekki mikið skáld. Hann orti líka Vetrarferðina, sem Schubert gerði við lög árið 1827, þegar hann var þrítugur. Báðir flokkarnir segja frá ungum mönnum er rata í ástarraunir. í Malarastúlkunni fögru koma einnig við sögu stúlkan, veiði- maðurinn sem stelur henni frá malarasveininum og malarinn, en í Vetrarferðinni er aðeins einn maður á sviðinu. En það er sorg- in, þjáningin, sem er aðalefni beggja þessara lagaflokka og reyndar einnig Schwanengesang. Fólk er alltaf að verða ástfangið oe sífellt að lenda í ástarsorgum. Astarharmur er sú kvöl sem allir þekkja og flestum er sárust. En oft blandast sá harmur sælu og unaðsleika. Þetta er eins og mannlífið í hnotskurn. Dálítill unaður og sólskin, síðan vonlaus þjáning, söknuður, myrkur og AÐAL- FUNDUR Aðatfundur Iðnaðarbanka íslands hf. árið 1988 verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu föstudaginn 25. mars 1988 og hefst kl. 14:00. Dagskrá: 1. Aðalfuiidarstörfskv.á^æoirrn35.gr.samþykkta bankans. 2. Tillagaumútgáfujöfnunarhlutabréfa. 3. TiUagaumhækkunUutafjármeðsölunýrrahluta, aðfjárhæðkr. 40.000.000.-. Lagtverðurtil.með vísuntil4.mgr.28.gr.lagaumhlutafélög,aðallir WuthafarfalhfraforgangsréttísínumtUáskriftar.í því skyni að auðvelda almermingi hlutafjárkaup í bankanum. 4. Örmurmál,löglegauppborin. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í Iðnaðarbankanum, Lækjargötu 12,2. hæð frá 18. mars n.k. Reikningar bankans fyrir árið 1987 ásamt tillögum þeim sem fyrir fundinum liggja, verða hluthöfum til sýnis á sama stað. TiUögur, sem hluthafar vilja leggja fyrir fundinn, þurfa að hafa borist bankaráðinu skriflega í síðasta lagi 17. mars n.k Reykjavík, 24. febrúar 1988 Bankaráð Iðnaðarbanka íslands hf. © Iðnaðaiftaninn Vestur-þýski bariton-söngvarinn Andreas Schmidt. dauði. Og snilld Schuberts og skyggnigáfa fjallar þannig um þessa lífsreynslu allra manna, að það er sem gervöll sæla og sorg mannkynsins sé þar samandreg- in. Þessi furðulegi maður bar þjáningu heimsins á herðum sér. Þó var hann allra manna lengst frá því að vera hetja. Hetjur finna ekki til. En Schubert fann til fyrir alla menn. Svo dó hann rétt um það bil er hann var að blómstra til fulls þroska. Ævi Schuberts og list er undur forlaganna til að minna mannkynið á hverfulleika lífsins og ástarinnar. Svo stutt, svo sælt, svo undursárt. Lag eins og Linditréð! Hvílík ótrúleg snilld! Mér finnst Leifur Þórar- insson hafa orðað hana betur en mér yrði auðið: „Hver taktur, hver hljómur, hver einasta tón- hending er fullkomin og rétt". Um flutning Andreasar Schmidt og Thomasar Palm á lagaflokkum Schuberts og nokkr- um völdum lögum þarf ekki að hafa mörg orð. Hann var nánast fullkominn. Schmidt er einn hinna útvöldu. Hann getur allt og skilur allt en það er eins og hann hafi ekkert fyrir því. Samt er það þrauthugsað í smæstu atriðum eins og öll mikil list. Leikur Palms er afar fágaður og ná- kvæmur. En yfir þessari geysi- legu kunnáttu er innsæi og sköpun snillinganna, sem upp- götva eitthvað sem engum hafði áður dottið í hug. Túlkun þeirra félaga á Schubert er opinberun. Þeir bæta nýrri vídd við list hans ef svo mætti segja. Þeir dempa og draga úr þeim sterku tilfinning- um sem þessi tónlist býr yfir og áhrifin verða ótrúleg. Sorgin og kvölin, harmur mannlegs hlut- skiptis, verða enn átakanlegri. Næstum því óbærileg. En fegurð og unaður lífsins ljómar enn skærar í miðri þjáningunni. Svona vinna aðeins snillingar. Það er stórkostleg gæfa að And- reas Schmidt skuli hafa tekið ástfóstri við ísland. Og veri hann velkominn sem oftast. Þessir Schubert-tónleikar í Gamla bíói voru reynsla sem áheyrendur munu aldrei gleyma. En fjölmiðlar létu sér fátt um finnast. Þeir hafa engan áhuga á því besta og fegursta í mannlíf- inu. Þeir eru allir í rassinum á einhverjum sísforstjórum, sem hafa meiri laun á einu ári, en tón- listargagnrýnandi Þjóðviljans á allri sinni furðulegu ævi. Að fjöl- miðlar skuli nú ekki sýna þjóð- inni þá tillitssemi að láta þessa samvinnugrodda byltast í sinni valdahlandfor, án þess að drífa þá inn í stofu hjá heiðarlegu fólki. Þessir karlar ættu aðeins eitt er- indi í fjölmiðla: Að verða flengd- ir í beinni útsendingu. Sigurður Þór Guðjónsson ||||H II I !• 1 | hhí Bl^^i II 1 Bb j0~ "y- -~ f- - '¦M' 1 1 fl n r HKmHI my mm&*mWmm**£ m Bil mMWmm RXulnT w* <£ m m\M WÆmSi *^H 1 ^9^-af^^' *&*^mm%&a MtV*lff™ WmÍ¥mtSm Skyttur Friðriks Þórs Friðrikssonar er ein tíu kvikmynda sem keppa um verðlaun á norrænu kvikmyndahátfðinni í Rúðuborg Norrœn kvikmyndahátíð Skytturnar keppa í Frakklandi Fimm íslenskar kvikmyndir sýndar á kvikmyndahátíðinni í Rúðu- borg Þessa dagana stendur yfir norræn kvikmyndahátíð í borginni Rouen í Frakklandi. Á hátíðinni, sem er sú fyrsta sinnartegundar í Frakklandi, eru sýndar myndir frá Dan- mörku, Svíþjóð, Noregi, ís- landiogFinnlandi. Á hátíðinni keppa tíu myndir um fern verðlaun: Verðlaun dómnefndar, verðlaun fyrir best- an leik (kven- og karlleikari), verðlaun fjölmiðla og verðlaun áhorfenda. Fulltrúi íslands í sam- keppninni er mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Skytturnar. Fyrir utan samkeppnina eru sýndar nýjar norrænar myndir, gerðar á árunum 1982-1987. Þar á meðal eru íslensku myndirnar Á hjara veraldar eftir Kristínu Jóhannesdóttur, Með allt á hreinu eftir Ágúst Guðmundsson og Hrafninn flýgur eftir Hrafn Gunnlaugsson. Auk þess er Út- lagi Ágústs Guðmundssonar sýndur í flokki sögulegra kvik- mynda, ásamt Rauðu skikkjunni eftir Gabriel Axel. Meðal gesta á hátíðinni eru Kristín Jóhannesdóttir, Friðrik Þór Friðriksson og Arnar Jóns- son, og liggja sýningar á Bíla- verkstæði Badda niðri í fjarveru hans. Hátíðinni lýkur þriðjudag- inn 8. mars. -LG 8 SÍÐA - ÞJÖDVILJINN Laugardagur 5. mars 1988 /\

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.