Þjóðviljinn - 05.03.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 05.03.1988, Blaðsíða 9
Norræna húsið Ljóða- tónleikar Á þriðjudagskvöldið kl. 20:30 halda Dóra Reyndal sópran- söngkona og Vilhelmína Ólafs- dóttir píanóleikari Ijóðatónleika í Norræna húsinu. Á efnisskránni verða lög eftir Alban Berg, Richard Trunk, Maurice Ravel, Henri Dupark og William Walton. Frásögnin er í formi bréfa og lýsir kjörum blökkufólks á áhrifaríkan hátt. Ólöf Eldjárn þýddi söguna. Uglan - íslenski kiljuklúbburinn hefur sent frá sér nýjan bóka- pakka, þann áttunda í röðinni. í pakkanum eru þrjár bækur, Glæpur og refsing eftir Dostó- jévskí (seinna bindið), Pottarím eftirSigrúnu Davíðsdótturog Purpuraliturinn eftir Alice Walk- er. Glæpur og refsing er eitt af helstu meistaraverkum heims- bókmenntanna. Þess er sérstak- lega að geta um þessa sögu að hún er hér þýdd beint úr frum- málinu, og er það verk Ingibjarg- ar Haraldsdóttur, sem nýverið fékk viðurkenningu DV fyrir Dostójévskí-þýðingar sínar. Pottarím eftir Sigrúnu Davíðs- dóttur byggir á matreiðsluþáttum sem hún birti í Morgunblaðinu fyrir fáeinum árum. Þættir þessir fengu ágætar undirtektir, en áður höfðu áhugamenn um matseld fengið smjörþefinn af skrifum Sigrúnar í tveimur bókum. Potta- rím er bók um matreiðslu í víðum skilningi, m.a. um matargerð á fyrri tímum hér og erlendis, og hefur hún frá mörgu að segja. Bókin er myndskreytt af Sigrúnu Eldjárn Purpuraliturinn eftir Alice Walker er saga sem varð þekkt hér á landi fyrir um tveimur árum þegar sýnd var kvikmynd byggð á henni. Sagan fjallar um blökku- konu i Suðurríkjum Bandaríkj- anna sem bæði er kúguð vegna kynferðis síns og hörundslitar. Gamlaloijui i fullu gildi Opið í dag, iaugardag, frá kl. 10-18 og á morgun, sunnudag, frá kl. 12-18 Allt að 90% verðlækkun Veitingahúsin opin aila helgina Helgarstemmning í Kringlunni. Greiðslukortaþjónusta. Síðasti dagur á morqun, sunnuda Basar í Færeyska sj ómannaheimilinu Bakkelsi og fleira gott Á sunnudaginn kl. 14:00 verður haldinn Basar í Færeyska sjó- mannaheimilinu, Brautarholti 29. Á boðstólum verður margt góðra muna, svo sem mikið af hand- prjónuðum peysum, heimabök- uðum tertum og fínu bakkelsi. Allur ágóði rennur í f ramkvæmdir við Sjómannaheimilið. ÞJÓÐVILJINN - S(ÐA 9 ffifeRA SA GAMLI GOÐI , — EIIMI SAIMIMI — FELAG ISLENSKRA BÓKAÚTGEFENDA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.