Þjóðviljinn - 05.03.1988, Side 12

Þjóðviljinn - 05.03.1988, Side 12
 Allsherjar- atkvæðagreiðsla Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjarat- kvæðagreiðslu við kjör fulltrúa á 8. þing Lands- sambands iðnverkafólks, sem haldið verður á Selfossi dagana 15.-16. apríl 1988. Tillögur skulu vera um 31 aðalmann og 31 til vara. Tillögum, ásamt meðmælum eitthundrað full- gildra félagsmanna, skal skila á skrifstofu félags- ins, Skólavörðustíg 16, eigi síðaren kl. 11.00 fyrir hádegi föstudaginn 11. mars 1988. Stjórn Iðju Tæknifræðingur - mælingamaður Eftirfarandi stöður áTæknideild Kópavogskaup- staðar eru lausar til umsóknar: A. Tæknifræðingur B. Mælingamaður Umsóknarfrestur er til 20. mars n.k. Umsóknar- eyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu bæjartæknifræðings, Fannborg 2. Bæjartæknifræðingur Utboð Siglufjarðarkaupstaður óskar eftir tilboðum í gatnagerð við Hólaveg. Um er að ræða jarðvegs- skipti á um 400 metra kafla. Útboðsgögn verða afhent hjá tæknideild Siglufjarðarkaupstaðar, Gránugötu 24. Tilboðum skal skilað á sama stað þriðjudaginn 22. mars 1988 kl. 14 og verða þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þar mæta. Bæjartæknifræðingurinn Siglufirði A Garðyrkjudeild |? Kópavogs Garðyrkjumaður óskast til verkstjórnarstarfa hjá Garðyrkjudeild Kópavogs. Um er að ræða nýtt og fjölbreytilegt starf sem krefst reynslu í skrúðgarð- yrkju og verkstjórn. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf eigi síðar en 1. apríl nk. (í fyrstu er gert ráð fyrir 1/2 árs starfi). Umsóknum skal skila á garðyrkjudeild Kópa- vogs, Fannborg 2, fyrir 11. mars n.k. Frekari upplýsingar veitir garðyrkjustjóri Kópavogs í síma 41570. Garðyrkjustjóri Kópavogs Útboð '#V/Æ _ Finnastaðavegur 1988 F Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint verk. Lengd vegarkafla 3,0 km, magn 29.000 m3. Verki skal að fullu lokið 1. nóvember 1988. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Akureyriog í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 8. þ.m. Skila skal tiíboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 21. mars 1988. Vegamálastjóri Lágmarkslaun - nauðsyn lögbindingar Afrekasaga verkalýðsforyst- unnar hin síðustu árin er raunaleg lesning. Þjóðarsáttin fræga, sem æðsta forysta ASÍ stóð fyrir, markaði í raun önnur og meiri þáttaskil í baráttu hreyfingarinn- ar en linkan 1983. Og það er sorg- leg staðreynd, að síðan hefur hvorki kjarkur né leiðsögn for- ystunnar batnað, meðan upp hef- ur sprottið herskátt blóð og ungt á meðal hinna gömlu og reyndu Lappa á skrifstofu VSÍ. Stöðnunin andspænis vel vopn- um búinni og endurnýjaðri for- ystu á fjandvinavængnum endur- speglaðist ljóslega í nýgerðum kjarasamningum. Samningamir voru nefnilega mjög í anda hinn- ar alræmdu þjóðarsáttar, og þjóðin fékk enda að sjá talsmenn VSÍ koma fram í ljósvakanum með sigurbros á vör. Kjaraskerðing - laglaunafolk Þó eru nýju samningarnir fyrir tveggja þátta sakir merkilegri - og ef til vill verri - en þjóðarsátt- in, sem hin þverpólitíska forysta Grensásdeildarinnar gerði á sín- um tíma við VSÍ og þáverandi ríkisstjórn. ífyrsta lagi, þá hika nú forystu- menn atvinnurekenda ekki við að fullyrða upp í opið geðið á launa- fólki, að samningarnir muni vit- anlega leiða til kjaraskerðingar, í besta falli kjarastöðnunar. Á einstökum talsmönnum VSÍ hefur ekki mátt annað skilja en forystumönnum verkalýðshreyf- ingarinnar hafi verið það ljóst, að samningarnir fela í sér skerðingu. Svo mikið er víst, að valdamiklir forystumenn hreyfingarinnar hafa beinlínis fullyrt, að þeir geti ekki annað en leitt til skerðingar upp á að minnsta kosti fjögur prósent. / annað stað, þá blandast nú engum hugur um, að láglauna- fólkið er skilið eftir á berangri. Fiskvinnslufólki er boðið upp á lágmarkslaun sem ná ekki einu sinni 32 þúsundum króna. Er nema von þó einhverjum biöskri'? Þjóðinni mun svo seint gleymast eftirleikurinn einsog hann birtist á skjánum, þegar bál- reiðir verkamenn úr brjóstvörn hreyfingarinnar risu upp einsog björn með hramminn á lofti. Þessi sanngjarna reiði al- mennra verkamanna á Dags- brúnarfundinum ætti að sýna kontóristunum, að í kjarasamn- ingum dugar ekki bara að urra endalaust. Stundum verður að bíta. Verðhækkanir Það er líka réttmætt að spyrja- bæði félaga vora í verkalýðsfor- ystunni og aðra - hvað halda menn eiginlega að sé hægt að bjóða fólki upp á mikið? Matarskattur upp á 10 prósent var lagður á launafólk síðasta haust og hækkaður tiltölulega hljóðlega upp í 25 prósent um áramótin. Hluti hækkunarinnar var að vísu falinn með tíma- bundnum niðurgreiðslum en við vitum líka, að ríkisstjórnin hyggst síðar á þessu ári lauma afgangin- um heimullega á fólk með því að draga úr niðurgreiðslum. Bflatryggingar eru að hækka allt að 60 prósent! Mjólk, helsta neysluvara bamafjöískyldna, er að hækka ásamt öðrum landbúnaðarvörum einmitt þessa dagana. Gengið er fellt um 6 prósent, og ríkisstjórnin lætur skína í aðra gengisfellingu síðar á árinu. össur Skarphéðinsson Það er dregið úr fjárveitingum til Húsnæðisstofnunar, og var þó búið að klúðra málum húsbyggj- enda rækilega áður. Og rétt á meðan þetta er að gerast skrifa menn svo undir samninga, þar sem fiskverkafólki er boðið upp á lágmarkslaun innan við 32 þúsund krónur! Eru þessir frægu aðilar vinnu- markaðarins búnir að glutra nið- ur öllu siðgæði? Lögbinding - nauðsynleg nauðvörn Af þessu má draga tvær álykt- anir. Einsog verkalýðshreyfingin er á sig komin, er hún einfaldlega ekki fær um að tryggja launafólki það kaup sem þarf til að lifa af. Þetta er dapurleg staðreynd. En hún er sönn - og af henni verður að taka mið. Þessvegna á launafólk nú ekki nema eina nauðvörn: lögbind- ingu lágmarkslauna. Að sönnu er hægt að tína til margvísleg rök gegn því að lög- gjafinn setji afdráttarlaus ákvæði um hver skuli vera lægstu - eða hæstu - laun í þjóðfélaginu. Og það eru heldur ekki nema eitthvað 6-8 mánuðir frá því að ég skrifaði sjálfur grein einmitt gegn lögbindingu lágmarkslauna með hliðsjón af þeim rökum. En eftir enn eina kjarasamn- ingana, þar sem láglaunafólkið er blygðunarlaust skilið eftir á köld- UIIi kíaka, þá er niér oíöiö ijóst aö einsog málum er nú háttað, er borin von að verkalýðshreyfingin geti staðið vörð um hag þessa fólks. Þá er ekki nema ein leið eftir, og það er að löggjafinn, hið háa Alþingi, taki af skarið og setji tímabundin lög um lágmarkslaun í þióðfélaginu. I kjölfar kjarasamninganna hlýtur þetta að verða krafa allra sanngjarnra manna á næstunni, hvar í flokki sem þeir standa. Það brennur vitaskuld heitast á fé- lögum í Alþýðubandalaginu út um allt land að reisa þessa kröfu sem hæst og sem víðast. Þjóðstjórn í ASÍ Alþýðusamband íslands hefur allt of lengi fylgt fram svokallaðri þjóðarsáttarstefnu, sem stundum er líka kennd við Singapore. Þessi stefna hefur birst með tvennum hætti: Annars vegar hefur forysta Al- þýðusambandsins beitt sér fyrir þríhliða kjarasamningum, þar sem ríkisvaldið hefur leikið eitt mikilvægasta hlutverkið. Gegn ioforðum um visst framlag ríkis- ins hefur verkalýðsforystan svo beitt sér fyrir svokölluðum „ábyrgum" kjarasamningum, sem í reynd hafa ekki skilað launafólki neinu. Á sínum tíma var dansaður mikill stríðsdans kringum hina fyrstu þjóðarsáttarsamninga. En sagan hefur sýnt, að þeir voru slys. Slys fyrir launafólk, slys fyrir verkalýðshreyfinguna og, síðast en ekki síst, stórslys fyrir þann flokk sem launafólk gerði ábyrg- an fyrir þjóðarsáttarsamningun- um, - Alþýðubandalagið. Hins vegar birtist svo Singa- pore-stefnan í því, að forystu- menn róttæku flokkanna hafa beitt sér fyrir að áhrifamenn úr flokkum atvinnurekenda eru leiddir inn á gafl hjá ASÍ. Vold- ugur miðstjórnarmaður Sjálf- stæðisflokksins er varaforseti ASÍ. Forysta ASÍ hefur þannig orðið að þverpólitískri stofnun, þar sem áherslan er lögð á mál- amiðlanir. Árangurinn hefur orðið eftir þessu. ASÍ hefur fylgt stefnu, sem launafólk hefur ekki haft nokkra trú á, og nennir ekki einu sinni á fundi til að greiða um at- kvæði. Á meðan málamiðlanirnar ráða ASÍ verður sambandið stofnun án erindis. Þessvegna skiptir það höfuðmáli fýrir hreyfinguna að launafólkið sjálft taki fram fyrir hendur á foryst- unni, og sjái til þess að róttæk baráttustefna verði aftur tekin upp innan ASÍ. Öðru vísi verkalýðsforystu Fyrir Alþýðubandalagið skipt- ir þetta öllu máli. f dag skortir flokkinn trúverðugleika, ekki síst vegna þess, að hann er gerður ábyrgur fyrir slysastefnu þjóðar- sáttarinnar. Hann er í orði flokk- ur launafólks, en á borði er hann líka flokkur þeirrar verkalýðsfor- ystu sem hefur gert hvern ónytja- samninginn á fætur öðrum. Þess- vegna þarf einmitt Alþýðubanda- lagið að taka forystu fyrir löngu tímabæru endurreisnarstarfi innan verkalýðshreyfingarinnar. Róttæk baráttustefna felur í sér pólitíska baráttu innan hreyfingarinnar. Róttæk baráttustefna felur í sér að við leitum eftir samstarfi við annað róttækt fólk - tökum höndum saman og vinnum gegn ..... L.U... 1________ uiaiusuiiuiiuui, uvcu i nciuui \Jciii heita Sjálfstæðisflokkur eða Framsókn. Ýtum burt þjóð- stjómarfyrirkomulaginu, Singa- púrinu og þjóðarsáttinni í ASI. í verkalýðsfélagi á eftir verka- lýðsfélagi þarf að reisa flaggið. Það er einfaldega kominn tími á pólitík í verkalýðshreyfingunni, á pólitískar kosningar í stéttarfé- lögunum. Það getur vel verið, að það þýði að við töpum einhverjum fé- lögum til að byrja með. En ef við höfum góðan málstað vinnum við þau aftur. Þegar Guðmundur Þ. Jónsson vann Iðju undan íhaldinu stað- hæfði Morgunblaðið í frægri rit- stjórnargrein, að þar hefði Al- þýðubandalagið rofið óformlegt samkomulag sem vinstri menn í verkalýðshreyfingunni hefðu gert við íhaldið um að pólitískar kosningar fæm ekki fram í stétt- arfélögunum. Auðvitað eigum við að rjúfa alla slíka skuggasamninga. Og ef okkar eigin menn í verkalýðs- hreyfingunni sigla ekki með verða þeir einfaldlega að ieita sér að öðrum kontór. Það dugar ekki að spúla dekkið nema við spúlum líka út lestina. 12 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 5. mars 1988 Sáturbútar víxluðust í viðhorfs- grein Össurar Skarphéðinssonar í föstudagsblaðinu með þeim af- leiðingum að erfitt var að lesa í samhengi. Þjóðviljinn endurbirtir því greinina og biður höfund og lesendur forláts.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.