Þjóðviljinn - 05.03.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 05.03.1988, Blaðsíða 13
 ,,, 1^,4 WBk^'*~^M"'íy^ -^! Fatlaðir Námskeið fyrír fbreldra Kristín Jónsdóttir nám- skeiðsstjóri: Brýnþörfá þessum námskeiðum sem hafa mœlst mjög velfyrir Sjálfsbjörg, Þroskahjálp, Styrktarfélag: lamaðra og fatl- aðra og Styrktarfélag vangef- inna standa sameiginlega fyrir fjórum námskeiðum á næstunni sem ætluð eru foreldrum og að- standendum fatlaðra barna. Námskeiðin verða haldin í Reykjadal í Mosfellssveit. - Það er búið að vera samstarf milli þessara félaga undanfarin ár um foreldrafræðslu. Þeir hafa þá komið saman með börn sín en fyrir áramót héldum við sérnám- skeið eingöngu fyrir foreldra og það tókst mjög vel og því er ætl- unin að halda áfram með fleiri slík námskeið, segir Kristín Jóns- dóttir framkvæmdastjóri nám- skeiðanna. Kristín segir mjög mikilvægt fyrir foreldra fatlaðra barna að taka þátt í þessum námskeiðum. - Það er margt sem fólk þarf að vita, foreldrarnir kynnast inn- byrðis og laera hverir af öðrum. Námskeiðin eru annars vegar fyrir foreldra barna á forskóla- stigi og hins vegar fyrir foreldra unglinga. Forskólanámskeiðin verða haldin 19.-20. mars og 23.- 24. apríl nk. en unglinganám- skeiðin 16.-17. apríl og 7.-8. maí. Alls geta 15 foreldrar tekið þátt í hverju námskeiði og geta þeir skráð sig í síma 91-32961 virka daga milli 17.30-19.30. Nánar verður fjallað um þessi námskeið í þætti um málefni fatl- aðra í útvarpi Rót kl. 18 á iaugar- d3g- -lg FRETTIR Samningarnir I anda vintííareyksins Samtök kvenna á vinnumarkaði: Kröfur félaganna týndust á leiðinni í Garðastrœtið Iályktun frá Samtökum kvenna á vinnumarkaði segir að ný; gerðir samningar VSI og VMSÍ einkennist af andrúmslofti vindlarcyks og vináttu, en hins- vegar sé óljóst fyrir hverja reikni- meistarar Verkamannasam- bandsins voru að reikna. Álykt- unin hljó'ðar svo: „Ekki eru margar vikur liðnar frá yfirreið formanns og varafor- manns Verkamannasambandsins um landið. Ferðin var sögð til þess að kanna baráttuþrek félag- anna og stappa stálinu. Enn einu sinni undruðust foringjarnir ódrepandi baráttuvilja félaganna um hinar dreifðu byggðir lands- ins. „Nú verður ekki hopað," sögðu þeir. Skilaboðin frá félög- unum voru skýr: Engin laun undir skattleysismörkum! En hvað gerðist þegar for- ingjarnir komu suður? Þeir fóru beint í Garðastræti, en kröfur fé- laganna týndust á leiðinni, enda sætin mjúk, vindlareykurinn ljúf- ur og aðlögunarhæfileikarnir miklir. Útkoman varð eftir því: Samningur sniðinn að þörfum ríkisstjórnarinnar sem er fjand- samleg verkafólki. Almenn ákvæði samningsins ná ekki einu sinni að vega upp á móti gengisfellingunni sem samið var um á sama tíma í Garðastræt- inu. Samningurinn er því algjör svik við verkafólk. Það er vitað að umsamdir launataxtar Verkamannasam- bandsins nægja ekki til fram- færslu. Þessir samningar geta því einungis niðurlægt þau sem vinna samkvæmt þeim. Og ekki skorti á fjármagni um að kenna. Á sama tíma og forstjóri SÍS fær rúmar 100 krónur á mínútu er verið að skammta verkafólki svipaða upp- hæð á klukkustund. Og vinnuá- kvæðin sem samið var um koma engum til góða nema atvinnurek- endum. Sorglegt er þó þegar reynt er að þvinga þessa samninga inná fólk með bolabrögðum. Það þarf ekki að sitja á Dagsbrúnarfundi tilað skynja reiði félagsmanna og skortinn á lýðræðislegum vinnu- brögðum. Þetta varðar einnig fleiri en Dagsbrúnarfélaga. Úr- slit atkvæðagreiðslu í Dagsbrún eru mótandi fyrir smærri félögin innan Verkamannasambandsins. Spurningin er fyrir hverja voru reiknimeistarar Verkamanna- sambandsins að reikna í þessari samningslotu. Voru þeir ef til vill einungis að reikna lengri lífdaga þessarar ríkisstjórnar álaga og skattheimtu. Víst er að ekki reiknuðu þeir félögum Verka- mannasambandsins lífvænleg laun þótt sjálfum sér hafi þeir reiknað ríflega." Úr Þjóðminjasafninu, - Guðmundur Ólafsson fornleifafræðingur virðir fyrir sér bein og muni úr uppgreftrinum á Bessastöðum. Afmœli Þjóðminjasafnsins Fimm hundruð bækur að gjöf Safnið þakkar þjóðlegan og alþjóðlegan hlýhug á afmælinu íslenskir bókaútgefendur hafa minnst Þjóðminjasafnsins með þakklæti á 125 ára afmæli þess, enda telja þeir sig harla oft þurfa að leita þangað um margháttaðar upplýsingar, þegar bók um þjóð- legt efni er í smíðum. Safninu hafa til þessa borist veglegar bókagjafir frá eftirtöld- um útgefendum: Almenna bóka- félaginu, Árnastofnun, Bók- menntafélaginu, Ferðafélagi ís- lands, Fornritafélaginu, Iðunni, ísafold, Lögbergi, Máli og menn- ingu, Menningarsjóði, Bókafor- lagi Odds Björnssonar, Sagn- Jafnréttisráð Konur og atvinnulíf Athygli beint að kynskiptingu á vinnumarkaði og hvernig megi breyta henni I dag heldur Jafnréttisráð ráð- stefnu undir yfírskriftinni Konur og atvinnulíf. Megintilgangurinn er að vekja athygli á kynskiptingu á vinnumarkaði og viðra hug- myndir um hvernig megi breyta henni, að sögn Elsu S. Þorkels- dóttur framkvæmdastjóra Jafn- réttisráðs. Sjö konur og tveir karlar munu flytja erindi um hlut kvenna í atvinnulífi frá ýmsum sjónar- horaum. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, ræðir um verkaskiptingu kynjanna í þjóðfélögum með ólíka atvinnu- hætti. Stefanía Traustadóttir tekur fyrir aðgreiningu í karla- og kvennastörf og afstöðu kvenna til vinnunnar. Guðný Guðbjörns- dóttir gerir tilraun til að skýra hvers vegna starfsval kvenna breytist hægt, þrátt fyrir síaukna menntun. Kemur hún inn á nauð- syn breyttrar menntastefnu, ef jöfn staða kynjanna er raunveru- legt markmið. í erindi Gerðar Óskarsdóttur verður rætt um hvernig náms- og starfsfræðsla og ráðgjöf getur bætt stöðu kvenna á vinnumarkaði. Sigrún Stefáns- dóttir kynnir niðurstöður rannsókna sinna á hlut kvenna í íslenskum sjónvarpsfréttum, sem í ljós kom að er afar rýr. Erindi Valgerðar H. Bjarnadóttur fjall- ar um hlut kvenna í tækni- og iðn- greinum og hvernig megi brjóta þann múr er virðist standa í vegi fyrir aukinni þátttöku á þeim sviðum. Vilborg Harðardóttir veltir upp möguleikanum, sem 3. gr. jafnréttislaga um tímabundn- ar aðgerðir til að jafna aðstöðu kvenna í atvinnulífinu gefur. Friðrik Sóphusson er annar karlfyrirlesaranna. Hann talar út frá spurningunni, um hvort hags- munir kvenna og hagsmunir atvinnulífs fari saman. Forstjóri IBM, Gunnar Hansson, hefur kynnt sér tilraunir IBM í Frakk- landi til að fjölga konum í ábyrgðarstöðum hjá fyrirtækinu og mun ræða um þau mál. Leiklistinni verður einnig beitt til að sýna samskipti kvenna og atvinnurekenda. Tveir stuttir leikþættir verða fluttir og er önnur senan úr Sölku Völku en hin úr Sumastofunni. -mj fræðistofnun Háskóla íslands, Svörtu á hvítu, Sögufélaginu, Þjóðsögu, Erni og Örlygi. Alls hafa borist um 500 bækur. Ríkisútvarpið hefur ákveðið að gefa safninu myndband af sjónvarpsútsendingu afmælishá- tíðarinnar og fréttamyndum í tengslum við afmælið, svo og hljóðsnældur af fréttum og beinni útsendingu af sama tilefni. Enn- fremur færir Ríkisútvarpið safn- inu myndbönd af þeim þáttum um „Muni og og minjar", sem sýndir voru á fyrstu árum Sjón- varpsins og enn eru til, og þættina „Myndhverf orðtök", sem frum- fluttir voru í Sjónvarpinu vetur- inn 1979-80. Fyrirtækið Morkinskinna gef- ur viðgerð á tveim málverkum frá miðri 19. öld og nokkrum teikningum Sigurðar Guðmunds- sonar málara. Vegna afmælishá- tíðarinnar í Háskólabíói gaf Vil- hjálmur Knudsen sýningarrétt á kvikmynd Ósvalds Knudsens frá uppgreftri í Skálholti. Lista- mennirnir Baldvin Halldórsson, Gunnar Egilson og Sigurður Rúnar Jónsson, félagar úr Þjóð- dansafélagi Reykjavíkur og leiktjaldasmiðirnir Jón Ó. Magnússon og Magnús Þórarins- son gáfu einnig framlag sitt til há- tíðarinnar. Eru þá ótalin hundr- uð ógreiddra yfirvinnustunda, sem starfsfólk safnsins lagði af mörkum vegna afmælisins. Síðast en ekki síst hafa Þjóð- minjasafninu þegar borist afmæl- isgjafir ásamt heillaóskum frá yfir 50 söfnum og öðrum aðilum í Austurríki, Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi, Kína, Noregi, Sviss, Svíþjóð, Austur- og Vestur-Þýskalandi. Þjóðminjasafnið vill fyrir sitt leyti ekki láta dragast að þakka opinberlega fyrir þann þjóðlega og alþjóðlega hlýhug, sem í öllu þessu birtist. Gjafir eru hinvegar enn að berast bæði innanlands og erlendis frá, og verður þeirra get- ið síðar á afmælisárinu. (Frá Þjóðminjaafni íslands) Laugardagur 5. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 Loðna Áhraðri vesturieið Loðnan er nú á hraðri vestur- leið og er aðalveiðisvæðið út af Mýrdalnum og fylla skipin sig jafnóðum og þau koma á miðin. Tfu skip hafa þegar klárað kvót- ann sinn á vertíðinni. Aðeins er eftir að veiða tæplega 130 þúsund tonn af heildarvertíðarkvótanum sem er að þessu sinni rúmlega 900 þúsund tonn. Að sögn Ástráðar Ingvars- sonar, hjá Loðnunefnd er loðnan frekar smá um þessar mundir og hrognahlutfallið í henni hátt í 20% sem þýðir að loðnan er kom- in að því að hrygna. Frá áramótum hefur mest ver- ið landað af loðnu á Eskifirði tæp 50 þúsund tonn en í öðru sæti er Seyðisfjörður með um 48 þúsund tonn. Neskaupstaður er í þriðja sæti með rúm 44 þúsund tonn og í fjórða sæti frá áramótum er Sigl- ufjörður með 34 þúsund tonn. -€rh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.