Þjóðviljinn - 05.03.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 05.03.1988, Blaðsíða 15
Bl Sovétríkin I ¦ l ¦ I:.% ¦ l Azerbajan Þrjátíu og einn maður var veg- inn í þjóðernisóeirðum í borginni Sumgait í sovétlýðveldinu Azer- baijan um síðustu helgi. Tass fréttastofan sovéska greindi frá þessu í gær. Þetta er fyrsta fréttin sem berst frá so- véskum valdhöfum um mannfall í átökum Armena og Azerbaja á sunnudaginn var. Sumgait liggur við strendur Kaspfhafs, skammt norðan höfuðborgarinnar Bakú. í fréttinni segir meðal annars: „Einsog þegar hefur verið skýrt frá átti óþverralýður upptökin að óeirðum í Sumgait þann 28da fe- brúar. Glæpamenn höfðu ofbeldi í frammi og rændu og rupluðu. Þeir myrtu 31 mann af ýmsu þjóðerni, þar á meðal gamal- menni og konur." Tass greindi frá því að her og lögregla hefði lægt öldur í borg- inni og haft hendur í hári höfuð- paura glæpaskrílsins. Yrði réttað í málum þeirra í samræmi við so- vésk hegningarlög. Um tildrög átakanna segir Tass: „Þau hófust þegar ístöðu- lausum og vanþroskuðum ein- staklingum barst til eyrna kvittur um ólgu í fjallahéraðinu Nagorno-Karabakh og Armen- íu." Reuter/-ks. ERLENDAR FRETTIR Palestína Burt með f réttamenn Tveir Palestínumenn skotnir til bana. Uppreisnin heldur áframþótt „orsakavaldinum' hinumerlendafréttamanni, sébannað aðferðast til vesturbakkans Israelskir hermenn skutu í gær tvo palestínska unglinga til bana og særðu fjölmarga skotsár- um. Fyrr um daginn hafði her- stjórnin meinað erlendum frétta- mönnum aðgang að vesturbakka Jórdanár. Talsmaður ísraelsku herstjórn- arinnar staðhæfði í gær að til mikilla óeirða hefði komið í þorpinu Arrabar, steinsnar frá Jenín, og hefðu unglingar ógnað lffi og iimum dáta með því að kasta grjóti, flöskum og spýtum í átt til þeirra. í örvæntingu sinni hefðu hermennirnir skotið úr vél- byssum á mótmælendur, drepið einn og sært annan illa. Palestínskir heimildamenn greindu ennfremur frá falli Mo- hammeds Ahmeds Salahs, 18 ára gamals pilts, í bænum Al- Khader, sunnan Betlehemsborg- ar. Hafði fjöldi Palestínumanna fylkt liði og gert hróp að dátunum sem undu því illa og svöruðu á þann eina hátt sem þeim er laginn, með byssuskothríð. Auk þess að drepa Salah særðu þeir 15 manns skotsárum. Nú er ljóst að 81 Palestínumaður hið minnsta hefur fallið fyrir hendi ísraels- manna á herteknu svæðunum frá því uppreisnin hófst þann 9da desember í fyrra. Að minnsta kosti 1000 menn hafa verið særðir skotsárum eða barnir til óbóta. Þegar fréttaritari Reuters hugðist halda til Al-Khader í gær til þess að afla upplýsinga um átökin þar var honum meinað að ferðast inná vesturbakkann. Kona nokkur, málpípa ísraels- hers, skýrði honum frá því að öllu fjölmiðlafólki væri bannað að halda til vissra svæða á vestur- bakkanum sökum þess að ljós- myndavélar æstu Palestínumenn upp og þá væri fjandinn laus!! En svo undaríega brá við að fjarvera blaðamanna varð síst til þess að friða palestínska upp- reisnarmenn. Auk ofangreindra atburða á vesturbakkanum kom til snarpra átaka á Gazasvæðinu. Tveir Palestínumenn voru særðir skotsárum í Burej flóttamanna- búðunum. Einnig var ókyrrt í Mughazi flóttamannabúðunum og Gazaborg að sögn sjónar- votta. Reuter/-ks. Samkvæmt kenningu ísraelsmanna mundar piltur þessi teygjubyssu sína að- eins vegna nærveru Ijósmyndarans. Nikaragva Kontraliðar fjárvana Fulltrúadeild Bandaríkjaþings vill hvorki hey Brátt hefjast beinar viðrœður stjórnvalda og Nikaragva Ráðamenn í Managva, höfuð- r ra Kontraliða nésjá. uppreisnarmanna í borg Nikaragva, fognuðu því í gær að fulltrúadeild Handaríkja- þings skyldi fella tillögur deinó- krata um að veita Kontraliðum fé til kaupa á matvælum, lyfjum og fatnaði. Sögðu þeir niðurstöðuna vera lóð á vogarskál friðar í Mið- Amcríku. Það mun hafa komið leið- togum Demókrataflokksins í fulltrúadeildinni gersamlega í opna skjöldu í fyrradag þegar til- laga þeirra var felld, 216 voru á móti en 200 með. Einhverra hluta vegna töldu þeir sig þurfa að verða Kontraliðunum úti um hjálpargögn önnur en vopn að andvirði 30 miljónir dala eftir að hafa fellt beiðni Reagans um stuðning án skilyrða. Háttsettur embættismaður í utanríkisráðuneytinu í Managva, Alejandro Bendana að nafni, las yfirlýsingu stjórnar sinnar af þessu tilefni í gær. Nú væri „iag fyrir ríkisstjórn Ronalds Reagans að binda enda á hverskyns aðstoð við málaliðasveitirnar." Hann las ennfremur að mál væri komið að Reagan féllist á að ræða við Daníel Ortega forseta um öryggismál í Mið-Ameríku og bætt samskipti Bandaríkjanna og Nikaragva. í yfirlýsingunni er skorað á ráðamenn í Washington að stuðla að því að beinar vopna- hlésviðræður Kontraforingja og fulltrúa Sandinistastjórnarinnar verði árangursríkar. Ef allt fer að óskum munu þær fara fram í suðurhluta Nikaragva, steinsnar frá landamærunum að Costa Rica, dagana 9.-11. þessa mánað- ar. Stjórnin hefur farið þess á leit við Oskar Arias, forseta Costa Rica, að hann heimili sendisveit málaliðanna för um land sitt. Það var Ortega sem átti frum- kvæði að viðræðum í Nikaragva án milligöngu Miguels Obandos Y Bravos kardínála. Forsetinn rak guðsmanninn í miðvikudag- inn og skipaði bróður sinn, Humberto, fyrirliða viðræðu- hóps stjórnvalda. Erlendir sendimenn í Managva staðhæfa að brottrekstur kar- dínálans hafa orsakast af tillögu- flutningi hans en í honum þótti hann draga taum Kontraliða. „Sandinistunum líkaði ekki þró- un viðræðnanna undir fundar- stjórn klerks," sagði einn þeirra við fréttamann Reuters í gær. Embættismaður í Managva sem ekki vildi láta nafns síns getið tók í sama streng: „Kárdínálinn var í raun aðalsamningamaður Kontraliðanna. En við kipptum mottunni undan fótum hans." Reuter/-ks. Bangladesh Ershad er vinsæll Stjórnarandstöðuleiðtogar og erlendir frétta- menn sammála um að „þingkjörið" ífyrradag hafi verið skrípaleikur Að sögn yfirkjörstjórnar Bang- ladesh, í höfuðborginni Ðakka, vann Jatijaflokkur Hoss- ains Mohammads Ershaids sér- lega glæstan sigur í þingkjörinu sem fram fór þarlendis í fyrra- dag. Leiðtogar flokka stjórnar- andstöðunnar, sem virtu kosn- ingarnar vettugi, stóðu hinsvegar á því fastar en fótunum að ráða- menn hefðu haft ósmá brögð í tafli og sóru að kollsteypa Ershad eins fljótt og auðið væri. Talsmenn kjörstjórnarinnar gerðu grein fyrir skiptingu þing- sæta milli flokka þegar úrslit lágu fyrir um 219 af 300. Er skemmst frá því að segja að Jatijaflokkur- inn hafði hreppt 194. Það er því með ólíkindum hve mikilla vin- sælda Ershad nýtur nú sé það haft í huga að frá því í haust hefur gengið á með óeirðum og verk- föllum í Bangladesh. En einsog getið er að ofan hafa leiðtogar stjórnarandstöðunnar sitthvað út á allt þetta að setja. Gefum foringja Awamibandal- agsins, frú Hasínu, orðið: „Þetta voru kosningar án kjósenda og úrslitin voru ákveðin á forseta- skrifstofunni." Hún ítrekaði þann ásetning fylkingar 21 stjórn- arandstöðufiokks að láta ekki deigan síga í baráttuherferðinni gegn Ershad. Yrði efnt til mót- mælaaðgerða og vinnustöðvana uns forsetinn hundskaðist frá völdum. Frú Begum Khaleda Zia, leiðtogi Þjóðernisflokksins, var hjartanlega sammála Hasínu. Hún kvað kosningarnar hafa ver- ið hreinan skrípaleik sem lítil- lækkaði Bangladesh í augum um- heimssins. Erlendir sendimenn og frétta- menn í Bangladesh er á einu máli um réttmæti orða frú Zia. Hið svonefnda „þingkjör" hefði heppnast hið besta ef undan er dregin sú staðreynd að þorri kjós- enda skrópaði. Lögreglan stað- hæfir að 13 menn hafi látið lífið í átökum öndverðra pólitískra fylkinga í fyrradag. Reuter/-ks. Lokstap hjá Timman Þar kom að því að Jan Timman tapaði skák á mótinu í Linares á Spáni. Það var Bretinn Murray Chandler sem tókst að marka á honum, sá hinn sami og lagði .16- hann Hjai tarson fyrr á mótinu. Jóhann tapaði fyrir Ljubojevic og er nú þriðji lægstur á mótinu. Má segja að Júgóslavinn hafi hér komið fram hefndum fyrir tapið á Áskorendamótinu sællar minn- ingar, en þá lagði Jóhann hann með svörtu í snarpri skák og þar með var heimsmeistaradraumur Ljubojevics búinn í það skiptið. Öðrum skákum lauk ýmist með jafntefli eða þá að þær fóru í bið. Timman er langefstur á mót- inu þrátt fyrir tapið í gær, og hef- ur 7 vinninga. Ljubojevic, Chandler, Jusupov og Nunn eru með 5 vinninga, en Nunn á bið- skák að auki. Jóhann er í 10. sæti með 3,5 vinninga. HS Indland Fjöldamorð í Punjab Hryðjuverkamenn myrtu bæði hindúa ogsikha. Gandhi leysir æðstu presta úr haldi Hryðjuverkamenn úr röðum siklía myrtu 34 menn í þorp- inu Kahri-Sahri í Punjabfylki í fyrrinótt. Fjöldamorðin voru framin fáeinum klukkustundum áður en Rajiv Gandhi forsætis- ráðherra lét fímm æðstu presta sikha lausa úr haldi í þeirri von að það myndi draga úr fylgi við öfga- menn og kljúfa fylkingu aðskiln- aðarsinna í Punjab. Átta hryðjuverkamenn hið minnsta réðust inní þorpið rétt eftir miðnætti og hófu vélbyss- uskothríð á stóran hóp fólks sem sat í sakleysi sínu og fylgdist með flutningi helgileiks. Að sögn lög- regluyfirvalda linntu þeir ekki látunum fyrr en þeir urðu uppi- skroppa með skotfæri en þá lágu tugir manna í valnum. Ekki virð- ast þeir meiri þjóðernissinnar en svo að þeir beindu skothríðinni ekki síður að sikhum en hindú- um. 25 hinna látnu voru úr síðar- nefnda hópnum en 9 báru vefjar- hött um höfuð sér. Að minnsta kosti 40 særðust, þar af sex lífs- hættulega. Þetta er blóðugasta ofbeldis- verk sem framið hefur verið í Punjab það sem af er þessu ári. Alls hafa 312 menn verið vegnir í fylkinu frá áramótum. í fyrra féllu þar rúmlega 1,200 manns fyrir hendi hryðjuverkamanna eða stjórnarliða en 640 í hitti- fyrra. Samtök hindúa í Punjab hafa hvatt trúbræður sína til að leggja niður vinnu í dag í mótmælaskyni við múgmorðin í Kahri-Sahri. Lögreglusveitir eru á varðbergi í Punjab, nágrannafylkjum þess og höfuðborginni Nýju-Delhi. Óttast ráðamenn hefndaræði hindúa. Skömmu eftir að ódæðisverkin voru framin lét Gandhi leysa fimm æðstu presta sikha úr haldi og fleiri trúbræður þeirra. Gerir hann sér vonir um að þessar til- slakanir muni draga úr fylgi sikha við aðskilnaðaðarsinna í Punjab sem vilja segja sig úr lögum við Indland og stofna ríkið Khalist- an. Fimmmenningarnir voru skipaðir æðstu prestar fyrir tveim árum af aðskilnaðarsinnum sem halda til í Gullna hofinu í Amrits- ar, helgidómi sikha. Ekki höfðu þeir notið upphefðarinnar nema skamma stund þegar þeir voru teknir höndum og settir í dýflissu. Reuter/-ks. Laugardagur 5. mars 1988 WÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.