Þjóðviljinn - 05.03.1988, Blaðsíða 19
ÍÞRÓTTIR
Blak
5 lotur
hjáíSogHK
Þróttur-KA 3-0
Frískir Þróttarar voru ekki í
vandræðum með Akureyringana
sem voru óvenju daufir. Fyrstu
hrinuna fór 15-3, önnur 16-14 og
þriðja 15-9.
ÍS-HK 3-2
Leikurinn var spennandi eins
og tölurnar sýna. HK liðið kom á
óvart því ÍS unnu þá fyrr í vetur
3-0. Fyrsta hrinuna vann ÍS 15-7,
HK vann næstu 13-15, ÍS vann
aftur 15-12 en HK vann fjórðu
örugglega 7-15. Síðasta hrinan
stóð yfir í 30 mínútur en ÍS tókst
að merja sigur 18-16. Liðin eru
nú jöfn í 2. sæti.
ogþetta
líka__
Charlton
liðið sem leikur í 1. deild mun líklega
færa heimaleiki sína á sinn eigin vöíl.
Pegar stúkan þeirra var minnkuð
þannig að hún tók aðeins 10.000
manns í staðinn fyrir 75.000 áður
færðu forráðamenn liðsins sig til Sel-
hurst Park sem ku vera heimavöllur
Crystal Palace. Stuðningsmenn liðs-
ins voru ekki ánægðir með þetta því
það hefur í för með sér að þeir þurfa
að ferðast yfir suðurhluta Lundúna til
að sjá störnurnar sínar.
Öýrt
Pað er óheyrilega dýrt að halda röð
og reglu í bresku knattspyrnunni ef
miðað er við hvað löggæslan kostar.
Það er rúmar 230 miljónir og er Celtic
langdýrast með tæpar 15 miljónir.
Chelsea, Liverpool, Everton, Manc-
hester United og Arsenal kostuðu 6
miljónir hvert en annarar deildar lið-
ið Millwall var með mestan kostnað á
hvern áhorfanda eða 23 þúsund á
hverja 1000 áhorfendur.
Létt
Tveir Pakistanar, Jahangir Khan og
Jansher Khan, unnu alla sína and-
stæðinga mjög létt á opnu spænsku
móti í „squashi". Jahangir meiddist á
hendi gegn Breta einum en vann hann
þó léttilega 9-0, 9-3 og 9-2. Jansher
vann sinn andstæðing sem kom frá
Astralíu 9-1, 9-1 og 9-3 á aðeins 35
mínútum og vann fyrstu lotuna á 8
mínútum.
Einn flúinn
Einn af rúmönsku þjálfurunum í
bobsleðaakstri hefur ákveðið að snúa
ekki aftur heim. Rúmenarnir hafa
einmitt legið undir ásökunum um
bruðl á Ólympíuleikunum. Chilebú-
inn Dieter Linnebert sagði aftur á
móti að hann myndi snúa aftur til
heimalands síns því innflytjendayfir-
völd í Kanada sögðu honum að það
væri ekki víst að þau tækju við hon-
Handbolti
Galsi í
Hafnarfirði
FH-KR 26-22 (15-8)
Leikurinn var hraður og voru
Hafnfirðingarnir þó nokkuð betri
enda staðan í hálfleik 15-8. í
síðari hálfleik fóru þær að slaka á
enda sigurinn nálægt höfninni og
settu nánast b-lið sitt inná þannig
að KR-stúlkurnar gátu klórað í
bakkann og minnkað muninn.
Undir lokin var leikurinn of
hraður enda fóru mistök að eiga
sér stað í miklum mæli. Rut Bald-
ursdóttir átti góðan leik fyrir FH
en annars voru bæði liðin nokkuð
jöfn þannig að enginn leikmaður
stóð uppúr.
Rótburst
llli
Fram-Þróttur 38-7 (21-3)
fifi
Þetta var ákaflega léttur
leikur. Fram stelpurnar voru með
algera yfirburði og komu allir
leikmenn liðsins inná, alls 11, og
gerðu mörk, líka markvörðurinn.
Þær voru aldrei reknar útaf og
fengu engin spjöld.
Jafrrt þar til
4 sekúndur voru til leiksloka
Víkingur-Haukar 13-12 (8-7)
Leikurinn var mjög jafn enda
var jafnt á flestum tölum. Það var
undir lokin þegar 4 sekúndur
voru til leiksloka að Ingu Láru
tókst að skora fyrir Víkinga sem
tryggði þeim sigur. Dómararnir
voru skrautlegir.
Karfa
Jafntefli
í körfubolta?
Körfuknattleikssambandið
hefur sent frá sér bréf þar sem
skýring er gefin á því hvers vegna
leik ÍR og Grindavík var látið
ljúka með jafntefli þegar þeir átt-
ust við á fimmtudaginn.
Á síðasta ársþingi KKÍ var
samþykkt að þegar leikið er í Bik-
arkeppni KKÍ heima og heiman,
skoðast það sem leikinn sé einn
leikur í 80 mínútur. Pví er fyrri
leikurinn nánast eins og fyrri
hálfleikur. Þetta er í fullu sam-
ræmi við alþjóðakörfuboltaregl-
ur.
Jafnteflisleikurinn á fimmtu-
daginn hefur vakið upp miklar
umræður og hefur sá misskilning-
ur að jafntefli í körfubolta sé ekki
til, fengið byr undir báða vængi.
Knattspyrna
Atök í vændum
Prófessor Lode Walgrave, sem
kennir við háskóla í Belgíu, segir
að það megi búast við miklum
ólátum þegar Evrópukeppnin
verður haldin í Þýskalandi í
sumar.
Walgrave hefur staðið í rann-
sóknum á ólátum meðal stuðn-
ingsmanna knattspyrnuliða og
bendir á að menn sjái bara efsta
hluta ísjakans enn sem komið er
og undir niðri sé enn meiri hætta.
Það sé tengsl á milli ólátanna og
þjóðarvanda svo sem atvinnu-
leysis enda sé meirihluti stuðn-
ingsmanna án atvinnu, hafi stutta
skólagöngu og fleira komi til.
Rannsóknir hafa sýnt að á 31%
af öllum leikjum í belgísku 1.
deildinni hafi komið til mikilla
óláta og það hafi verið fyrirfram
ákveðið.
England
Líveipoo. á plast
Það gæti gengið erfiðlega fyrir
Liverpool að sigra Q.P.R. í dag
því leikið er á hinu allvafasama
gervigrasi. Liverpool hefur alltaf
gengið illa á gervigrasinu en fyrir
tveimur árum töpuðu þeir fyrir
Q.P.R. bæði í deildinni og bik-
Miðað við gengi Liverpool að
undarförnu er þó lítil hætta á tapi
þannig að þeir vinna líklega sinn
28. leik í röð og þurfa þá aðeins
að vinna einn leik í viðbót til að
ná meti Leeds þegar þeir unnu 29
leiki í röð 1973-74.
Enskunám á Jamaica
14. júlí-25. ágúst
AFS á Jamaica býður Evrópubúum á aldrinum
20-30 ára að koma í sumar til Karíbahafsins og
læra ensku við Vestur-lndía háskólann í Kings-
ton, Jamaica.
Auk enskunámsins býður AFS upp á dvöl á
heimilum og fjölbreytta kynningu á landi og þjóð,
tónlist og menningu.
Umsóknarfrestur er til 21. mars.
Skrifstofan er opin kl. 14-17 virka daga.
Skúlagötu 61, P.O: Box 7a53 -
121 Reykjavík, sími 91-25450.
HfS
áíslandi
Skúlagata 61, P.O. Box 753 - 121 Reykjavík, sími
91-25450.
V
Utboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Bygg-
ingadeildar, óskar eftir tilboðum í að byggja tvær
fullbúnar hverfisbækistöðvar, fyrir vinnuflokka
gatnamálastjóra, við Stórhöfða og við Njarðar-
götu. Hvor bækistöð er tvö aðskilin hús þ.e.
þjónustuhús og verkstæðis- og geymsluhús.
Húsin eru á einni hæð, 226 m2 að grunnfleti og
678 m3 hvort hús, byggð úrsteinsteypu og timbri.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, að Frí-
kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 20.000,- skila-
tryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn
22. mars kl. 14.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800
Utboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Skóla-
skrifstofu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í við-
gerðir og viðhald á Álftamýrarskóla.
Utboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, að Frí-
kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000,- skila-
tryggingu.
Tiiboðin verða opnuð á sama stað, miðvikudag-
inn 23. mars kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - Simi 25800
Utboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Bygg-
ingadeildar, óskar eftirtilboðum íflugkerfi (Flying
system) fyrir Borgarleikhúsið í Reykjavík.
Kerfið er 50 vélvæddar rár á mótþyngdum.
Verkið felst í afhendingu tækja, uppsetningu
þeirra og prófunum.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, að Frí-
kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000,- skila-
tryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn
3. maíkl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800
Laugardagur 5. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19
Vinna í mötuneyti
Okkur vantar starfsmann í eldhúsið. Um er að
ræða að sjá um léttan hádegisverð 5 daga vik-
unnar fyrir starfsfólk okkar. Upplýsingar hjá f ram-
kvæmdastjóra blaðsins í síma 681333.
I [ ]