Þjóðviljinn - 08.03.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 08.03.1988, Blaðsíða 1
Birgir Mikaelsson var í fínu formi gegn Val en á hér í höggi við Þorvald Geirsson. Karfa LetthjaKR Unnu öruggan siguryfir Val á sunnudaginn 64-79 og er Valur þar með úr leik því þeir töpuðu fyrri leiknum líka Það var fyrst og fremst barátta sem færöi Vesturbæingum sigur. Þeir léku af krafti allan tímann en Valsmenn áttu góða kafla en það var ekki nóg. KR-ingar komust strax yfir í byrjun og héldu forystunni út leikinn. Þeir voru frískari og héldu hraðanum uppi. Staðan varð fljótlega 4-10 en þá tók Jó- hannes Kristbjörnsson sig til og gerði átta stig í röð fyrir KR og þar með voru þeir stungnir af. Valur með Tómas Holton í broddi fylkingar minnkuðu mun- inn úr 11-24 niður í 17-24 en KR- ingar gáfust aldrei upp og héldu góðri forystu, komust á tímabili í 23-37 undir lok fyrri hálfleiks en Valsmenn gátu minnkað muninn rétt fyrir leikhlé í 29-39. Síðari hálfleik byrjaði KR af miklum krafti og með góðu spili ásamt því að ráða allvel við hraðann komust þeir í 31-58. Valsmenn gáfust ekki upp, breyttu vörninni úr svæðisvörn yfir í maður á mann og byrjuðu að saxa á forskotið en sigurinn virtist í öruggri höfn. KR-ingar börðust enn vel og hleyptu þeim ekki of nærri sér á stigatöflunni. Það voru aðallega ungu mennirn- ir í Val, sem komu inná í seinni hluta hálfleiksins er náðu að minnka muninn úr 46-67 niður í 62-72. En munurinn var of mikill og undir lokin gerðu Vesturbæ- ingarnir 5 stig í röð þannig að úr- slitin ráðin 64-79. Lið Vals náði ekki nægilega vel saman. Þeir áttu góða kafla en það var ekki nóg gegn frískum KR-ingum. Einar Öíafsson var snöggur og sama má segja um Tómas Holton. í síðari hálfleik komu Ragnar Þór Jónsson og Bárður Eyþórsson inná og stóðu sig vel. Annars var liðið ágætt en enginn stóð upp úr. KR-liðið var baráttuglatt í meira lagi. Þeir spil- uðu á fullu allan tímann en virtust þreytast þegar Vaismenn höfðu leikið maður á mann vörn um tíma. Jóhannes Kristbjörnsson stjórnaði eins og herforingi og átti stórleik. Guðni Guðnason og Ástþór Ingason áttu einnig góðan leik og Birgir Michaelsen einnig. Þetta var stórskemmtilegur leikur á að horfa og munur að sjá svona vel leikna leiki ef miðað er við hve kórfuboltaleikirnir hafa margir hverjir verið lélegir í vet- Þýskaland Islendingamir marka- glaðir í nandboltanum Dormagen-Dusseldorf 17- 16 Páll átti ágætan leik og var markahæstur í liði sínu með 6 mörk en gamla kempan Vukoje gerði 9 mörk af 17 með sínu liði. Lemko-Nurnberg 21-21 Sigurður Sveinsson átti ágætis leik og var markahæstur með 8 mörk. Groswaldstadt-Wallau Massenheim 22-20 Hofweier-Essen 15-15 Alfreð var víst besti maður vallarins og gerði 6 mörk en Ess- en var yfir í hálfleik 6-9. Milbertshofen-Gummers- bach 15-17 Gamla hetjan Wunderlich gerði flest möric Milbertshofen,6 og Nitzel gerði jafnmörg fyrir Gummersbach en Kristján náði að skora 2. Karate Jónína í 2. sæti Góður árangur á opnu hollensku móti Karatemenn gerðu góða ferð til Haag í Hollandi um helgina. Það voru Jónína Ólsen og Árni Einarsson sem kepptu og lenti Jónína í 2. sæti í Kata, sem er fyrirfram ákveðnar æfingar og í 4. sæti, sem er frjáls bardagi. Arni náði 4.-5. sæti í Kata en var snemma úr í Kumite. Þetta verður að teljast góður árangur hjá karate fólki okkar því mótið er eitt af sterkustu opnu karatemótunum en þangað koma flestir til að prófa sig fyrir Evrópumótið í karate. Jónína vann sinn síðast bardaga í Ku- mite, áður en hún var slegin út, 6-0, sem er hæsta skor en hún hafði líka ástæðu til að fagna á unglingameistaramóti íslands hjá unglingum um daginn, því þeir krakkar sem hún þjálfar náðu 5 gullverðlaunum og svipað af silfri. „Við erum mjög ánægðir og þetta er með besta árangri sem Islendingar hafa náð ennþá," sagði Stefán Alfreðsson varafor- maður Karatesambandsins. Knattspyrna Áhorfendur í verkfall Nú nýverið skeði óvenjulegt atvik í portúgölsku knattspyrn: unni. Áhangendur Fiorentina mættu á áhorfendapallana án allra sinna lúðra, flugelda og fána. Ekki nóg með það, heldur steinþögðu þeir allan tímann. Með því voru þeir að mótmæla slæmu gengi liðsins að undan- förnu en það hafði ekki unnið leiki um tíma. Eftir leikinn gerðu þeir aðsúg að einum helsta eiganda liðsins, kölluðu hann Hlfðarendi 6. mars Bíkarkeppnin Valur-KR 64-79 (29-39) Stlg Vals: Tomas Holton 14, Björn Zo- ega 10, Leifur Gústafsson 9, Svali Björgvinsson8, Bnarölafsson 7, Por- valdur Geirsson 6, Ragnar Þór Jóns- son 6, Bárður Eyþórsson 4. Stig KR: Jóhannes Kristbjörnsson 19, Guðni Guðnason 16, Birgir Michael- sen 14, Ástþór Ingason 12, Símon Ól- afsson 8, Jón Sigurðsson 8, Matthias Einarsson 2. Dómarar: Sigurður Valur Halldórsson og Sigurður Valgeirsson voru rétt saemilegir, enda erfiður leikur að dæma. Maður lelksins: Jóhannes Kríst- bjðrnsson KR. -ste öllum illum nöfnum og hræktu á bílinn hans. Einn af leikmönnum Fiorentina, Argentínumaðurinn Ramon Dias slapp ekki heldur því áhangendur liðsins náðu hon- um þar sem hann var að reyna að sleppa á bíl sínum. En það er merkilegt að þjálfar- inn, Svíinn Sven Goran Eriksson, fær að sleppa. Áhangendur liðs- ins hafa ekkert út á hann að setja. Hann náði góðum árangri með Roma en hefur ekki náð Fiorent- ina upp úr lægðinni sem liðið er statt í. „Það er öðruvísi að vera hérna," segir Erikson „Á hverj- um sunnudegi hefst lítið stríð hér í Portúgal. Fólkið upplifir fót- boltann, en stundum er það of mikið, of brjálað". Ikvöld Karfa Digranes kl.21.00 UBK-UMFNa (bikarkeppnin) Umsjón: Ingibjörg Hinriksdóttir/Stefán Stefánsson Þriðjudagur 8. mars 1988IÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.