Þjóðviljinn - 08.03.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 08.03.1988, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTHR Skeljungur h.f Pýskaland Ásgeir með stórleik og maik Fékk sitt 4. gula spjald og spilar því ekki með gegn Bremen Hlaup Zúla Budd sigrar Zolu Budd, hlaupakonan ber- fætta, virðist í góðu formi þessa dagana því hún vann víðangurs- hlaup í Englandi um helgina. Það lofar góðu fyrir hana því hún á að keppa fyrir hönd Englands á heimsmeistararkeppninni í víð- angurshlaupi í Nýja Sjálandi í næsta mánuði. Það hafa nokkrar þjóðir hótað að hætta við þátttöku ef Zola keppir þar vegna þess að hún er frá Suður-Afríku en fékk breskan ríkisborgararétt með mjög stutt- um fyrirvara til að geta keppt í hlaupum en hvítum íþrótta- mönnum frá Suður-Afríku hefur verið meinaður aðgangur á mótum vtða í heiminum. Sambía hefur hótað að hætta við þátttöku í keppninni ef Zola keppir og hafa skrifað forráðamönnum keppninnar bréf þar sem þeir vilja staðfestingu á því hvort hún verði með eða ekki. Zola vann heimsmeistara- keppnina í víðangurshlaupi 1985 og 1986 en gat ekki keppt í fyrra vegna meiðsla. Þrlðjudagur 8. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA I Breyttur I opnunaitími á bensínstöðvum á höfuðborgar-1 svseðinu Mánudaginn 7. mars 1988 tekur gildi breyttur opnunartími á bensínstöðvum í Reykjavík, Seltjamamesi, Mosfellssveit, Kópavogi, Garðabæ og Hafiiarfirði. Ásteða íyrir breyttum opnunartíma er nýgeiður samningur vinnuveitenda við Verkamannafélagið Dagsbrún og Verkamannafélagið Hlíf, er varðar bensínaf- greiðslumenn. Samningurinn felur í sér styttingu á opnunartíma bensínstöðv- anna, þannig að framvegis veiður lokað kl. 20.00 í stað 21.15 áður. Sotutími bensínstöðva á áöumejhdum svæðum veröurskv. samningiþessunu Virka daga allt árið: Opnað kl. 07.30, lokað kl. 20.00 Sunnudaga í júní, júlí, ágúst og september: Opnað kl. 09.00, lokað kl. 20.00 Aðra sunnudaga: Opnað kl. 10.00, lokað kl. 20.00 Aðrir helgidagar: Opnunartími auglýstur sérstaklega Viðsldptavinum oUufélaganm er vinsamlegast bent á, að sjálfssalar eru opnireftirkL 20.00. Köln-Stuttgart 1-1 Ásgeir Sigurvinsson var með á ný og virðist hafa náð sér allvel af axlarmeiðslunum. Hann átti stór- leik og skoraði eina mark Stutt- gart en fékk sitt 4. gula spjald sem gerir það að verkum að hann get- ur ekki leikið með gegn Werder Bremen. f nokkrum blöðum í Þýskalandi fékk hann einkunnina 1 sem er það hæsta sem gefið er og var valinn í lið vikunnar. Leikurinn fór rólega af stað og sóttu Kölnarar meira fyrstu 15 mínúturnar en þá fór Stuttgart að komast meira inn í leikinn. Köln- arbúar voru þó meira með bolt- ann, en hinir byggðu meira upp á skyndiupphiaupum sem Ásgeir stjórnaði. í fyrr hálfleik skallaði Walter boltanum í slá Köln og eftir aukaspyrnu frá Ásgeiri sem fór í varnarvegginn kom Allgöwer á fleygiferð og þrumaði boltanum í slána. Það var ekki fyrri en á 73. rnínútu að Ásgeir skoraði með þrumufleyg af 16 metra færi en aðeins 4 mínútum síðar jafnaði Görtz fyrir Köln. Nuremberg-Bayern Munchen 0-3 Það fór eins og undanfarin 9 ár að Nurnberg tekst ekki að vinna Bayern. Þjálfari Nurnberg var með ákveðna skýringu á þessu og sagði að þegar Nurnberg væru betri töpuðu þeir, ef liðin væru jöfn töpuðu þeir og ef Bayern væri betri töpuðu þeir líka. Það var nýliðinn í liði Bayern, Eck, sem kom þeim yfir 0-1 en hann hefur átt góða leiki undanfarið og landsliðsmaðurinn Brehne hefur mátt sætta sig við að sitja á bekknum fyrir hann. Mark Hug- hes var besti maður vallarins og gerði annað mark Bæjara 0-2 en Eck hinum unga var brugðið innan vítateigs og fékk dæmda vítaspyrnu sem Mattheus skoraði úr 0-3. Bremen-Uerdingen 5-1 Atli og félagar í Uerdingen léku vel í klukkutíma en þá voru þeir búnir. Það var Kuntz sem gerði fyrsta mark Bremen en Rie- dle jafnaði fyrir Uerdingen 1-1. Á 64. mínútu vöknuðu tilvonandi deildarmeistarar upp þegar Neu- barth gerði annað mark þeirra og bætti um betur aðeins 4 mínútum síðar þegar hann bætti við þvi þriðja. Þá fóru Uerdingen að gefa eftir en Bremen gekk á lagið og það var Meier, sem var besti maður leiksins sem gerði 4. mark þeirra en Riedle bætti því 5. við. Eftir að hafa ekki fengið að leika í nokkrum leikjum, var Atli Eð- valdsson með allan leikinn í þetta sinn.’ Gladbach-Dortmund 0-3 Þetta voru líklega óvæntustu Næstu leikir í Þýskalandi verða í bikarnum í kvöld þegar Frank- furt tekur á móti Uerdingen og Bochum á móti Fortuna Köln, sem er í 2. deild. Á miðvikudag- inn tekur Aschaussenburg, sem leikur í 3. deild á móti Bremen, sem er á toppi 1. deildar og Hamburg fær Bayern Munchen í heimsókn. úrslit helgarinnar. Það var Frank Mill sem áður lék með Gladbach en leikur nú með Dortmund er gerði fyrsta mark fyrir lið sitt og var einnig besti maður leiksins. Hann hafði haldið fund með lið- inu fyrir leikinn og sagt hvernig ætti að vinna sína fyrrverandi fé- laga. Dickel gerði síðan annað markið og Möller bætti við hinu þriðja. Dortmund náðu ekki saman og það sem líklega verra var að Uwe Rahn meiddist og verður ekki með næstu fjórar vik- urnar. Schalke-Bochum 2-1 Þetta var hörku leikur í botni deildarinnar. Tschiskale, sem er lánsmaður frá Bayern Munchen var besti maður leiksins og gerði fyrsta mark fyrir fósturlið sitt, Schalke en Rzehaczek jafnaði fljótlega 1-1. Tschiskale var aftur á ferðinni undir Iok leiksins þegar honum var brugðið inni í vítateig og skoraði Norðmaðurinn Ton úr vítaspyrnunni. Karlsruhe-Hamborg 0-0 Þetta var mikill baráttuleikur og var það fyrst og fremst vörnum liðanna að þakka að ekki voru skoruð nein mörk. Það vakti at- hygli að leikmaður ársins Okon- ski sat á varamannabekknum en hann hefur ekki komst í lið. Frankfurt-Leverkusen 3-2 Heimaliðið komst í 2-0 með mörkum Klepper og Detari og virtist sigurinn vera í öruggri höfn en áður en fyrri hálfleikur var bú- inn höfðu Leverkusen jafnað með mörkum Falkenmayer og Tita. Það var síðan Detari sem var aftur á ferðinni þegar 10 mín- útur voru til leiksloka og gerði út um leikinn með marki beint úr aukaspyrnu. Detari átti stórkost- legan leik og fékk einkunnina 1 í öllum blöðunum eftir heigina. Homburg-Mannheim 1-1 Þetta var jafn leikur og voru úrslitin mjög sanngjörn. Varnir liðanna áttu góðan leik en það var Bockenfeld sem kom Mann- heim yfir 1-0 og Wojcicki jafnaði fljótlega fyrir Homburg. Hanover-Kaiserslautern 1- 0 Þetta var Ieikur hinna glötuðu tækifæra. Hanover átti að minnsta kosti 4 dauðatækifæri en tókst ekki að nýta þau en Damne- ier náði þó að pota einu inn. í síðari hálfleik snerist dæmið við, Kaiserslautern átti hvert mar- kfærið á fætur öðru en ekkert gekk. Staðan WerderBremen...................................22 16 5 1 BayernMunchen..................................22 16 1 5 Köln...........................................22 11 9 2 Nuremberg......................................21 10 6 5 B.Mönglegladbach...............................21 12 2 7 Stuttgart......................................21 9 6 6 Eintracht Frankfurt............................21 9 3 9 Bayer Leverkusen...............................21 6 7 8 Hanover........................................21 8 3 10 Hamborg........................................21 6 7 8 Waldhof Mannheim...............................21 5 8 8 Kaiserlautern..................................22 7 4 11 Borussia Dortmund..............................21 6 5 10 Karlsruhe......................................21 6 5 10 Schalke........................................22 7 3 12 Bochum.........................................22 5 6 11 Bayer Uerdingen................................22 5 4 13 Homburg...................................... 22 3 8 11 43-10 37 55-28 33 36-18 31 32-20 26 41-32 26 43-29 24 36-32 21 30- 32 19 31- 35 19 35-45 19 24-33 18 35-40 18 30-32 17 24-40 17 32- 52 17 28-38 16 28-44 14 26-49 14

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.