Þjóðviljinn - 09.03.1988, Side 1

Þjóðviljinn - 09.03.1988, Side 1
Miðvikudagur 9. mars 1988 56. tölublað 53. órgangur Vestmannaeyjar Búist við löngu verkfalli Vilborg Þorsteinsdóttir: Víðtœkur stuðningur. Voná sáttasemjaraí dag. 1,7 miljónirí verkfallssjóði Snótar. Hafnað undanþágu á yfirvinnubanni Við höfum fundið fyrir miklum og víðtækum stuðningi bæði hér í Eyjum og í landi, sagð Vil- borg Þorsteinsdóttir, formaður verkakvennafélagsins Snótar, í samtali við Þjóðviljann í gær. Atvinnurekendur og samn- inganefnd Snótar hafa ekki ræðst við síðan upp úr viðræðum slitn- aði á föstudag. Von mun vera á ríkissáttasemjara til Eyja í dag til frekari sáttaumleitana. Að sögn Snótarkvenna búast þær allt eins við löngu verkfalli komi önnur félög ekki til liðs við Íær og grípi fljótlega til aðgerða. verkfallssjóði Snótar eru nú til um 1,7 miljónir króna, sem jafngildir milli 40-50 þúsund krónum á hverja konu sem er í verkfalli. Bókmenntaverðlaunin Lifum ekki án listar Thor Vilhjálmsson tók við bókmenntaverðlaununum ígœr „Ég hef ekki gert neina málamiðlun,' Thor Vílhjálmsson tók á móti bókmenntaverðlaunum Norð- urlandaráðs við hátíðlega athöfn í tónleikahúsi Oslóarborgar í gærkvöldi. Thor er þriðji íslenski rithöf- undurinn sem hlýtur þessi verð- laun en sá fyrsti sem fær þau fyrir skáldsögu. „Ég er maður sem eyðir ævi sinni í að setja saman bækur og því stend ég á þessu sviði í geisla katstljóssins, sem strýkur skegg mitt og hár. Ég er svo rómantísk- ur að þumbast við og treysta hlut- verki skáldsins í mannlegu samfé- lagi og að sjálfsögðu hvílir mikil ábyrgð á skáldinu. Ég fullvissa ykkur um að við getum ekki lifað án listar, þessvegna verðum við líka að umbera listamennina,“ sagði Thor m.a. þegar hann þakkaði heiðurinn. Fyrr um daginn átti Thor fund með norrænum fréttamönnum. Þar var hann minntur á að mörg- um þættu bækur hans erfiður lest- ur og spurt hvort Grámosinn glóir væri nokkurskonar mála- miðlun við lesendur. „Ég hef ekki gert neina mála- miðlun," svaraði Thor. „Það má vera að bækur mínar séu nokkuð erfiðar, ég veit það ekki. Það kemst ábyggilega enginn létt frá þeim.“ GG/Osló Sjá bls. 5 og 6 Kjarasamningar Ekki auðveldara í Reykjavík Atvinnurekendur vísa öllu til sáttasemjara Þeir skulu ekki halda að það verði eitthvað auðveldara að eiga við okkur fyrir sunnan hjá ríkissáttasemjara en á heimaslóð- um. Hitt vekur meiri furðu hvernig atvinnurekendur úti á landsbyggðinni láta cndalaust teyma sig af Garðastrætisliðinu. Þeir eru teymdir áfram og virðast ekki fá að hugsa eina sjálfstæða hugsun, segir Björn Grétar Sveins- son, formaður Verkalýðsfélags- ins Jökuls á Hornafirði, um þá ákvörðun Vinnuveitendasam- bandsins og Vinnumálasam- bandsins að vísa til ríkissáttas- emjara deilumálum við öll þau fé- lög innan Verkamannasam- bandsins sem felldu nýgerða samninga og einnig önnur félög innan sambandsins sem áttu ekki aðild að þeirri samningsgerð. í bréfi sem samtök atvinnurek- enda sendu Guðlaugi Þorvalds- syni ríkissáttasemjara í gær, eru talin upp rúmlega 40 verkalýðsfé- Iög innan VMSÍ sem enn er ósamið við. Áður hafði kjara- deilu Snótar í Vestmannaeyjum og Framsóknar í Reykjavík verið vísað til sáttasemjara. Hann átti viðræður við samningsaðila í gær- kvöld og er búist við að til fyrstu sáttafunda verði boðað í lok vik- unnar. - Ég var að vona að þeir kæmu hingað austur til að ræða við okk- ur en satt að segja kemur þessi ákvörðun þeirra mér ekki á óvart. Það sem skiptir mestu er að komast burt úr Garðastrætinu og það verður ekkert auðveldara að eiga við okkur hjá sáttasemj- ara en hér fyrir austan, sagði Björn Grétar í gærkvöld. Hann sagðist búast við því að verkalýðsfélög fiskvinnslufólks myndu sameinast undir einn hatt íkomandi viðræðum í Reykjavík. - Við höfum ekki lokið okkar verki hér fyrir austan þar sem við eigum enn eftir að fá formlegt svar frá atvinnurekendum hér, en Alþýðusamband Austurlands ætlaði að kynna atvinnurekend- um í fjórðungnum nýja kröfu- gerð sína á mánudag. -lg- Snót Af stuðningsyfirlýsingum og Ijárframlögum sem borist hafa til verkakvennafélagsins Snótar í Vestmannaeyjum, virð- ist mega ráða að verkfall félagsins hafi vakið verðskuldaða aðdáun og samúð víðsvegar innan verka- lýðshreyfingarinnar. I gær bár- ust Snót 300 þúsund krónur frá Kennarasambandi Islands og 40 þúsund krónur frá starfsmönnum Þjóðviljans. Áður höfðu verkalýðsfélagið Bjarmi á Stokkseyri sent félaginu 50 þúsund krónur og Þorgrímur Arthúr Bogason fiskverkandi sagði Þjóöviljanum að honum hefði borist gagntilboð frá Snót vegna launatilboðs sem hann gerði félaginu. „Ég er að skoða þetta, mér er mest í mun að ná samningum hið fyrsta,“ sagði Arthúr. Stjórn og trúnaðarmannaráð Verkalýðsfélags Vestmannaeyja hafnaði á fundi sínum í gærkvöldi ósk atvinnurekenda um að veita starfsmönnum fiskimjölsverk- smiðjanna undanþágu frá yfir- vinnubanni félagsins sent boðað er frá og með þriðjudegi í næstu viku. Jón Kjartansson, formaður Verkalýðsfélagsins, sagði við Þjóðviljann í gær, að hann teldi ekki tímabært fyrir féJagið að boða verkfall. „Eftir að flest að- ildarfélög VMSÍ felldu samning- ana sé ég ekki að félögin hér í Eyjum geti knúið fram samninga ein og sér.“ Að sögn Jóns hefur ekkert þokast í samkomulagsátt í við- ræðum við atvinnurekendur. „Þeir vísa bara á stórabróður í Garðastrætinu,“ sagði Jón. Ýmsir atvinnurekendur í Eyjum leita nú allra ráða til að bæta sér upp kvenmannsleysið í fiskvinnslunni. Landburður er af afla og því mikið í húfi að undan hafist með verkun á þeim fiski sem ekki er siglt með á erlendan markað. Eitthvað er um að frant- haldsskólanemendur í Eyjum hafi ráðið sig í íhlaupastörf í fisk- vinnslunni. Að sögn Snótar- kvenna hafa þær vitneskju um að skólastjóri Stýrimannaskólans hafi verið beðinn um að koma þeirri ósk á framfæri við nemend- ur sína, að þeir hlaupi undir bagga með fiskvinnslunni eftir að skóla lýkur á daginn. -rk/Eyjum 300.000 frá kennurum 40 þúsundfrá starfsmönnum Þjóðviljans Starri í Garði í Mývatnssveit 5 þúsund krónur. Að sögn þeirrar Vilborgar Þor- steinsdóttur og Elsu Val- geirsdóttur, formanns og va- raformanns Snótar, er sá stuðn- ingur, sem félagið hefur fengið, ómetanlegur. „Því miður er allt útlit fyrir að þessi fjárframlög komi að góðum notum því það stefnir allt í langt og strembið verkfall," sögðu þær Elsa og Vil- borg og vildu um leið koma á framfæri innilegu þakklæti fyrir stuðninginn, fyrir hönd félags- manna Snótar. -rk/Eyjum Snjónum kyngdi niður í höfuðborginni í gær á mesta umferðartímanum og mynduðust víða miklir umferðarhnútar einsog sjá má á þessari mynd sem var tekin á Kringlumýrarbraut síðdegis í gær. Mynd: E.ÓI.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.