Þjóðviljinn - 09.03.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 09.03.1988, Blaðsíða 4
LEIÐARI Mannréttindi strax Á þessu ári eru fjörtíu ár síðan Mannréttinda- yfirlýsingin var samþykkt á allsherjarþingi Sam- einuðu þjóðanna. I tengslum við það merka afmæli hafa samtökin Amnesty International hrundið af stað herferð undir vígorðinu Mann- réttindi strax. Herferðin erfólgin í því, að reynt er að dreifa Mannréttindayfirlýsingunni sem víðast til að minna fólk um heim allan á það, hvaða rétt það á. Safnað verður undirskriftum - m.a. hér á landi - til stuðnings Mannréttindayfirlýsingunni og með ýsmum hætti verður reynt að veita aukinn stuðning því fólki sem setur sig í háska með baráttu sinni fyrir mannréttindum hér og hvar í heiminum. Sumum kann að finnast að mannréttindamál séu sjálfsagður hlutur, a.m.k í okkar hluta heims og að allir hljóti í lýðræðisríkjum að vera sam- stíga í þeim efnum. Þessu fer þó víðs fjarri. Ríki þau, sem fá mannréttindi virða, sleppa mjög misvel við gagnrýni og þrýsting til að bæta sitt ráð, allt eftir því hvers konar pólitísk sambönd höfðingjar þeirra hafa. Jafnan er nauðsynlegt að reyna eftir megni að kveða niður slíkan tví- skinnung. í annan stað munu margir ekki gera sér grein fyrir því nema að takmörkuðu leyti hvað í Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna felst. Menn kynnu að halda að þar væri fyrst og fremst haldið fram hinum brýnustu kröfum eins og til dæmis þessum hér:„Enginn maður skal sæta pyntingum, grimmilegri, ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu" (5ta grein) - eða: „Hver maður skal frjáls skoðana sinna og að því að láta þær í ljós“ (19nda grein). Og víst eru slíkar kröfur öðrum brýnni. En yfir- lýsingin geymir margt fleira - og þá fyrirheit um réttindi sem seint verður orðið við svo allir séu sáttir. Til dæmis er svo á kveðið í Mannréttindayfir- lýsingunni, að allir skuli vera jafnir fyrir lögum og eiga rétt á jafnri vernd þeirra, án manngreinará- lits. Þetta halda margir að sé óþörf krafa í hinum skástu ríkjum - en reynslan sýnir að svo er ekki: enn í dag fá menn í réttarríkjum dóma sem reynast misvægir eða strangir allt eftir stétt og stöðu sakborninga - svo eitt dæmi sé nefnt. I annan stað munu fáir gera sér grein fyrir því, að í Mannréttindayfirlýsingunni er talað um miklu fleira en rétt til málfrelsis, samtakafrelsis og frelsis undan illri meðferð í fangelsum. Þar segir m.a. „Hver maður á rétt á atvinnu að frjálsu vali, á réttlátum og hagkvæmum vinnuskilyrðum og á vernd gegn atvinnuleysi. Allir menn sem vinnu stunda skulu bera úr býtum réttlátt og hagstætt endurgjald, ertryggi þeim og fjölskyldum þeirra mannsæmandi lífskjör" (23ja grein). Mönnum kann að finnast að í þessum texta gæti óhóflegrar bjartsýni þeirra, sem héldu á fyrstu árum eftir að heimsstyrjöldinni síðari lauk að skammt væri í lausn allra helstu vandamála mannkynsins. Og að réttindi eins og þau sem nú var vitnað til geti aldrei orðið annað en fróm ósk. Óþarft er þó að hugsa á þennan veg. Mannréttindayfirýsingin er um margt hugsjóna- plagg og setur markið hátt. En um leið tvinnar hún saman lífsnauðsynleg réttindi og stefnumið með þeim hætti, að enginn getur í rauninni sest með hendur í skauti og sagt: Við höfum gert allt sem þarf. í mannréttindamálum eru alltaf ótal verkefni óunnin - hvort sem um er að ræða að sýna samstöðu með fórnarlömbum lögleysu og ofsókna um víða veröld eða skoða ástand mannlegs sambýlis heima fyrir gagnrýnu auga. Þjóðviljinn hvetur lesendur sína til að taka sem best undir herferðina Mannréttindi strax, sem íslandsdeild Amnesty International hefur nú byrjað. ÁB. KUPPT OG SKORIÐ Jóhönnuraunir Pað bar til tíðinda hér um dag- inn eftir að félagsmálaráðherra hafði látið Þorstein, Davíð, Jón og Jón beygja sig í ráðhússmálinu með hótun um stjórnarslit eða brottrekstur, - að félagsmálaráð- herra bað aðstoðarmann sinn að skrifa bréf. í því var ekki orðlengt mjög um þá niðurlægingu sem ráðherrann hafði orðið að þola af hendi koll- ega sinna heldur var bréfið til sið- anefndar Blaðamannafélagsins og fjallaði um meintar ofsóknir Þjóðviljans á hendur sálarstyrk og starfsfriði í félagsmálaráðu- neytinu. Þjóðviljinn hafði nefni- lega talað við heimildarmann sem varð vitni að Jóhönnu- raununum kringum ráðhúsið og var þess getið að heimildarmað- urinn tengdist félagsmálaráðu- neytinu. Alþýðublaðið segir fráttir Eða einsog segir í málgagni ráðherrans 27. febrúar: „Sam- kvæmt heimildum Alþýðublaðs- ins bera allir starfsmenn ráðu- neytisins af sér að hafa rætt við Þjóðviljann. Hafa ummæli Þjóð- viljans vakið mikla reiði starfs- manna ráðuneytisins og valdið þeim óþægindum í starfi.“ Við þessa frétt Alþýðublaðsins er eiginlega engu að bæta, og verður því þó ekki neitað að hún vekur forvitni. Um hvaða óþæg- indi er Alþýðublaðið að ræða? Getur verið að yfirmenn ráðu- neytisins hafi kallað menn fyrir sig? Og hver skyldi heimildar- maður Alþýðublaðsins í ráðu- neytinu vera? Sá sami og Þjóð- viljans? Kannski ráðherrann sjálfur? Hinsvegar er ekki að efa að eftir ráðhússuppgjöf félagsmála- ráðherra hefur verið grátur og gnístran tanna í ráðuneytinu. Það sést til dæmis á því að tveir starfs- menn ráðuneytisins settust niður, auðvitað alveg af sjálfsdáðum, um svipað leyti og skrifuðu undir skjal þarsem Páll Pétursson frá Höllustöðum var skammaður fyrir að hafa verið að atast í ráð- herranum í Moggaviðtali. Þetta skjal las ráðherrann svo upp í þinginu. Það er ánægjulegt til þess að vita fyrir okkur Þjóðvilja- menn og aðra vini Jóhönnu að þótt hún sé í þann veginn að mis- sa frá sér allan stuðning í þingliði Alþýðuflokksins getur hún enn- þá treyst á einhvern tilstyrk. Og gildir þá einu þótt þingmönnum hafi þótt málsvörnin óvenjuleg og kannski ekki heppilegt fyrir starfsmennina að Páll Pétursson verði félagsmálaráðherra á næst- unni. Um sárt að binda Það er ekki nema eðlilegt að ráðherra þakki fyrir eindreginn stuðning starfsmanna sinna með því að bregða fyrir þá skildi gegn svívirðilegri aðför Þjóðviljans. Kæra ráðherrans byggir nefni- lega á 3. grein siðareglna BÍ, en þar er mælt fyrir um trausta upp- lýsingaöflun og tillitssemi í vandasömum málum og tiltekið að blaðamaður forðist „allt sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu.“ Þabasona! Þessi grein hefur hingaðtil verið talin eiga fyrst og fremst við um viðkvæm sakamál eða stórslys, þarsem hlutaðeig- endur og aðstandendur þeirra þurfa við nokkurrar verndar gegn æsiblaðamennsku og gulri pressu, og var ekki áður kunnugt að atgangurinn um ráðhúsið hefði verið svo harður að vanvirt- ir menn byndu sár sín í hverju horni félagsmálaráðuneytisins. Það lýsir vel innrætinu á Þjóð- viljanum að hinni háalvaríegu kæru ráðherrans var á göngunum tekið með galsa og léttúð, - og jafnvel rætt um að kalla bæði borgarstjóra og forsætisráðherra fyrir siðanefndina sem vitni um vanvirðu og sárindi í félagsmála- ráðuneytinu. Útávið töldu menn sér þó skylt að sýna stillingu og bíða úrskurðar nefndarinnar. Leiðarastríð Og enn steinhéldum við kjafti, - ef kæra Jóhönnu væri ekki orð- in meiriháttar leiðaramál í öðrum blöðum og farin að verða einn af ótal ásteytingarsteinum í hinu brösótta samstarfi stjórnarflokk- anna. Morgunblaðið reið á vaðið og furðaði sig í tveimur leiðurum á kæru Jóhönnu á forsendum sem að ofan eru raktar að nokkru, og Þjóðviljinn getur útaffyrir sig vel gert að sínum. Við þökkum hérmeð þessa hjálparhönd Morgunblaðsins, - og vonum að það dragi ekki úr að vel mátti sjá að þessar umdeildu bréfasendingar ráðherrans voru blaðinu ekki beinlínis óvelkomið tilefni til að hnotabítast við Jó- hönnu. Enda snýst Alþýðublaðið til varnar í leiðara sínum í gær og fer mikinn, þó án þess að vitna í þetta skipti í heimildir úr ráðu- neytinu, þarsem nú ríkir ekki að- eins „mikil reiði og sárindi“ held- ur beinlínis „tortryggni og úlf- úð“. Leiðarahöfundur blaðsins lætur að því liggja að Morgun- blaðsleiðararnir hafi verið hluti af samstilltri atlögu að Jóhönnu, og bendir á að sama dag og sá fyrri birtist hafi „gamall blaða- maður Morgunblaðsins og núver- andi þingmaður Sjálfstæðis- flokksins" (þ.e. Geir Haarde) gert „óvenju harða árás á félags- málaráðherra á alþingi". í leiðaralok gerir Alþýðublaðið sér síðan Iítið fyrir, tekur ómakið af siðanefndinni og dæmir kæru fé- lagsmálaráðherrans „fullkom- lega réttmæta“. Misstur glæpur Nú kynnu lesendur að ætla að Þjóðviljamenn fitnuðu einsog púkinn á fjósbitanum við þetta orðakast. En það er alls ekki. Eftir að Moggi og Alþýðublað tóku að sér málið líður okkur auðvitað álíka og aumingjanum í íslandsklukkunni sem hafði misst glæpinn sinn og enginn vék að nema vondu einu. Þetta er ekki lengur mál Þjóð- viljans og félagsmálaráðherra og fráleitt að siðanefnd blaðamanna dæmi um. Heldur er þetta núna orðin ein af hinum viðkvæmu stórdeilum stjórnarflokkanna og eðlilegast að skipuð verði í málið sérstök ráðherranefnd. Og færi einkar vel á því að sú nefnd kæmi saman til funda um miðnæturbil á sunnudagskvöld- um heima hjá Þorsteini Pálssyni. -m þJOÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Rltstjórar: Árni Bergmann, MörðurÁrnason, ÓttarProppé. Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Guðmundur Rúnar Heiöarsson, Ingibjörg Hinriksdóttir (íþr.), HjörleifurSveinbjörnsson, KristóferSvavarsson, Magnfríður Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, ÓlafurGíslason, RagnarKarlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson(íþr.), SævarGuðbjörnsson, TómasTómasson. Handrlta-og prófarkalestur: Elías Mar, HildurFinnsdóttir. LJó8myndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlltsteiknarar: GarðarSigvaldason, Margrét Magnúsdóttir. Framkvæmdastjórl: HallurPáll Jónsson. Skrlfstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýslngastjórl: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Olga Clausen, UnnurÁ- gústsdóttir. Símavarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Bjöm Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, HrefnaMagnúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Sfðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 60 kr. Helgarblöð:70 kr. Áskriftarverð á mánuði: 700 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN. Miðvikudagur 9. mars 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.