Þjóðviljinn - 09.03.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 09.03.1988, Blaðsíða 8
MENNING Leikhús Lýsistrata á Egilsstöðum Leikhópur Menntaskólans á Egilsstöðum sýnir Lýsiströtu eftir Aristofanes í kvöld frumsýnir leikhópur Menntaskólans á Egilsstöð- um Lýsiströtu eftir Aristofan- es, í leikstjórn Ingunnar Ásdísardóttur. Petta er stærsta verkefni leiklistarsviðs menntaskólans til þessa, en síðan það var stofnað fyrir 9 árum hefur draumurinn verið að takast á við stór verkefni sem máli skipta í leikbók- menntunum. - Þetta er fjörug og litrík sýning eins og leikritið gefur tilefni til, segir Ingunn Ásdísardóttir leik- stjóri, - við höfum ekki farið út í að búa til einhvern gamlan grískan stíl á sýninguna, heldur er hún í skrautlegum nútímastíl. En hvernig stendur á því að Lýsistrata varð fyrir valinu? - Þetta er leikrit sem hefur skír- skotun til nútímans þó það sé yfir 2000 ára gamalt, það fjallar um stríð og frið, sem er nokkuð sem er mikið til umræðu enn þann dag í dag og mikil þörf á að ræða. Semja þeir frið? Leikritið fjallar um þetta vanda- mál á gamansaman hátt, og ég legg áherslu á glensið og gamanið í uppfærslunni, án þess að missa sjónar á hinum alvarlega undir- tóni. Reyndar kemur meginádeila verksins fram í samræðum kvennanna sín á milli, þegar þær tala um að þær missi menn sína, feður, frændur og syni í stríði. Þess vegna fara þær í hjásofels- isverkfall þangað til þeir eru bún- ir að semja frið. Að sýningunni stendur 20 manna hópur sem hefur unnið hörðum höndum að undirbúningi hennar undanfarnar sex vikur, með dyggilegri aðstoð skólayfir- valda. Lýsingu annast Vilhjálmur Hjálmarsson, leikmynd og bún- ingar hafa orðið til í samvinnu Ingunnar og krakkanna. LG Ingunn Ásdísardóttir. Mynd -Sig. Tímarit Máls og menningar Tíma- þjófurinn, smásögur, Ijóð og margt fleira Fyrsta Tímarit Máls og menn- ingar á árinu er komið út, en það er jafnframt fyrsta tímarit- ið undir stjórn nýs ritstjóra, en Guðmundur Andri Thorsson tók við af Silju Aðalsteinsdótt- urnú umáramótin. Meðal efnis í tímaritinu eru ný smásaga eftir Þórarin Eldjárn, ljóð eftir Sigurð Pálsson og Gyrði Elíasson og smásaga eftir frönsku skáldkonuna Daniéle Sallenave. Einnig er í tímaritinu viðtal við Sallenave, þar sem hún gagnrýnir meðal annars feminískar rann- sóknaraðferðir í bókmenntum, en dæmi um þær er að finna í langri grein sem Helga Kress skrifar í tímaritið, um Tímaþjóf- inn eftir Steinunni Sigurðardótt- ur. Auk þess má nefna grein Árna Óskarssonar og Arnar D. Jóns- sonar um William Morris, enska 19. aldar sósíalistann sem tor- tryggði Iðnbyltinguna og umbylti allri hönnun í Englandi á sínum tíma, ádrepu Einars Más Guð- mundssonar: Tossabandalagið, og fyrirlestur Alains Robbe- Grillet: Að skrifa gegn lesend- um. Enn fremur er í tímaritinu fjöldi ritdóma um íslensk skáld- verk og fræðirit. LG 1 y Leikhús Alfar og tröll í Lindarbæ 3. bekkur Leiklistarskóla íslands sýnir barnaleikrit eftir Staffan Vestberg Þessa dagana standa yfir í Lindarbæ sýningar 3. bekkjar Leiklistarskóla (slands á barnaleikritinu Með álfum og tröllum, eftir sænska höfund- inn Staffan Vestberg, sem er einn af helstu höfundum barn- aleikrita í Svíþjóð. Leikritið segir frá drengnum Jóakim sem er alls ekki á því að álfar og tröll séu til, hann er að minnsta kosti ekki tilbúinn að trúa því án sannana. Sönnunina fær hann svo þegar honum er gef- in stór og mikil ævintýrabók. Hann situr í herberginu sínu og. flettir henni, og þá fara ævintýrin að gerast. Leikföngin hans lifna við og loksins lendir Jóakim í ævintýraskógi, þar sem eru bæði álfar og tröll. Þar upplifir Jóakim raunverulegt ævintýri sem auðvitað endar óskaplega vel, eins og vera ber, þegar Jóakim tekst að bjarga prinsessunni úr tröllahöndum. Leikstjóri sýningarinnar er Kári Halldór, leikmynd og bún- ingar eru eftir Messíönu Tómas- dóttur, og lýsingin eftir Ólaf Örn Thoroddsen. Þýðandi er Úlfur Hjörvar. LeikendureruþauBára Magnúsdóttir, Christine Carr, Elva Ósk Ólafsdóttir, Helga Braga Jónsdóttir, Ólafur Guð- mundsson, Sigurþór Albert Heimisson, Steinn Ármann Magnússon og Steinunn Ólafs- dóttir. LG Háskólatónleikar Tvö einleiksverk fyrir fiðlu Hlíf Sigurjónsdóttir leikur verk eftir Alfred Felder og Jónas Tómasson Einleikari á Háskólatón- leikunum í Norræna húsinu í dag er Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari. Hlíf lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Hún stundaði framhaldsnám við háskólana í Indiana og Toronto, og var styrkþegi við Listaskólann íBanffíKanada 1979-1981.1981- 1983 kenndi hún við Tónlistar- skóla ísafjarðar, og starfaði síðan í Reykjavík, meðal annars sem konsertmeistari íslensku hljóm- sveitarinnar. Síðastliðið ár var hún fastráðin hjá Kammerhljóm- sveitinni í Zúrich. Á tónleikunum í dag flytur Hlíf tvö einleiksverk fyrir fiðlu. Það fyrra samdi Svisslendingurinn Alfred Felder fyrir Hlíf árið 1987. Þetta er frumflutningur verksins, sem er tilbrigði við stef páska- sálmsins Victimae paschali laudes, frá 13. öld. Seinna verkið er einnig samið sérstaklega fyrir Hlíf, það er Vetrartré sem Jónas Tómasson tónskáld á ísafirði samdi árið 1983. Tónleikarnir eru sem fyrr sagði í Norræna húsinu og hefjast kl. 12:30. LG Hlíf Sigurjónsdóttir 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvlkudagur 9. mars 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.