Þjóðviljinn - 09.03.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 09.03.1988, Blaðsíða 10
AFMvELI REYKJKSJIKURBORG JÍCUCteVl Stöcúci Þjónustuíbúðir aldraðra Dalbraut 27 ELDHÚS Starfsfólk vantar til starfa í eldhúsi, 75% starf. Vinnutími kl. 8.00-14.00. Unnið aðra hverja helgi. RÆSTING Starfsfólk vantar í ræstingu, 50% starf. Vinnutími kl. 8.00-12.00. STARFSMANN vantar á vakt, 75% vinna. Upplýsingar um eftirtalin störf veitir forstöðumað- ur í síma 685377 virka daga frá kl. 10.00-12.00. ■afig. Starf aðstoðardýralæknis við embætti dýralæknis fisksjúkdóma er laust til umsóknar. Æskilegt er að umsækjendur hafi sérmenntun á sviði fisksjúkdóma. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist landbúnaðarráðuneytinu, Rauðarárstíg 25,150 Reykjavík, fyrir 8. apríl n.k. Landbúnaðarráðuneytið 3. mars 1988 Verðfyrirspurn Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, fyrir hönd Skólaskrifstofu Reykjavíkur, óskareftirtilboðum í húsgögn fyrir skóla borgarinnar. Tilboðslýsingar eru afhentar á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin skulu berast skrifstofu vorri eigi síðar en 6. apríl n.k. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 JÉé PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN óskar aö ráða BRÉFBERA hjá póst- og símstööinni í Hafnarfiröi. Upplýsingar hjá stöövarstjóra í símum 50555 og 50933. Laus staða Staöa deildarstjóra í Listasafni Islands er laus til umsóknar. Ráðiö verður í stöðuna frá 1. júní næstkomandi. Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi í listasögu. Starfið er einkum fólgið í umsjón með Ásgrímssafni og rannsóknum á verkum Ásgríms Jónssonar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og starfsferil skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu fyrir 8. apríl næstkomandi. Menntamálaráðuneytið, 4. mars 1988 Eiginkona mín Kristín Jenný Jakobsdóttir formaður Póstm.fél. íslands lést mánudag 7. þ.m. á heimili okkar Neðstabergi 7. Gunnar Á. Ingvarsson 75 ÁRA Jóhannes Stefánsson Jóhannes Stefánsson einn aðal-forystumaður sósíalista í Neskaupstað um áratuga skeið, verður 75 ára þann 9. mars 1988. Jóhannes er Norðfirðingur í húð og hár. Þar er hann fæddur og þar er hann alinn upp og þar hefir hann starfað allan sinn starfsald- ur. Jóhannes er löngu lands- kunnur vegna afskipta sinna af landsmálum og starfa í ýmsum landssamtökum. Á Norðfirði þekkja menn hann þó best, þar hafa flestir kynnst Jóhannesi við dagleg störf, kynnst áhuga hans og dugnaði, og skyldurækni í þeim störfum, sem hann tók að sér. Jóhannes skipaði sér snemma í raðir sósíalista. Félagsmálavett- vangur hans varð því í forystu verkalýðsfélagsins í bænum, en á árunum 1935 til 1937 fóru fram mikil átök. í verkalýðsfélaginu voru tíðir fundir á þessum tíma. Þar voru haldnar margar ræður og oft hart deilt. Segja má að átökin á þeim vettvangi hafi beinlínis raðað mönnum í þá flokka, sem síðar áttu eftir að takast á í bæjarstjórnarkosn- ingum. Á þessum árum hófst samstarf og vinátta okkar félag- anna, Jóhannesar, Bjarna Þórð- arsonar og mín. Við áttum eftir að eiga saman langt og mikið samstarf, samstarf sem flestir Norðfirðingar kannast vei við. Jóhannes var, og er enn, mikill félagshyggjumaður. Áhugi hans á því sviði, ásamt hæfni og dugn- aði, naut sín vel í okkar samstarfi. Þegar ég lít yfir þennan liðna tíma og hugsa um þau mörgu og fjölbreytilegu störf, sem Jóhann- es tók að sér, að ósk okkar félag- anna, þá verð ég undrandi á vilja og dugnaði Jóhannesar. Hér skulu nefnd aðeins nokkur af þessum störfum, sem Jóhannes tók að sér að sinna fyrir okkar hönd. Jóhannes varð formaður í Verkalýðsfélaginu. Hann tók að sér forstjórn í Pöntunarfélagi al- þýðu (PAN), sem rak almenna og umfangsmikla verslun. Jó- hannes var um tíma aðalbókari bæjarins. Hann var forstjóri báta-útgerðar, sem við höfðum með að gera. Hann var forstjóri frystihúss Sún, rak síldarsöltun, saltfiskverkun, olíuverslun og al- menna skipaverslun. Hann var nokkur ár formaður byggingarfélags verkamanna og stóð fyrir byggingu fyrstu verka- mannabústaðanna í bænum. Jó- hannes var forstjóri Síldarvinnsl- unnar og síðar formaður stjórnar hennar á þeim tíma, sem Síldar- vinnslan h/f varð eitt umsvifa- mesta og stærsta útgerðafélag landsins. Auk alls þessa var Jóhannes einn dugmesti forystumaður íþróttafélagsins og alltaf virkur í bindindisstarfi. Til viðbótar þessu, og ýmsu fleiru, sem hér verður ekki talið, var Jóhannes bæjarfulltrúi og forseti bæjarstjórnar í mörg ár, og á vegum Sósíalistaflokksins og Alþýðubandalagsinsgegndi hann flestum þeim trúnaðarstörfum, sem á Norðfirði var um að ræða. Jóhannes var vissulega mikilll fé- lagshyggjumaður og dró ekki af sér þegar til hans var leitað. Oft hefur verið talað um sam- starf okkar félaganna þriggja í Neskaupstað. Samvinna okkar var góð, það er rétt. Stóran hlut í þeirri góðu samvinnu átti Jó- hannes Stefánsson. Hann var alltaf vinsæll og átti sinn þátt í því, að við félagarnir, sem börð- umst um í bæjar- og atvinnumál- um staðarins, vorum ekki aðeins þnr, heldur stóð þar með okkur stór hópur afbragðs forystu- manna, sem skipuðu með sóma ýmsar mikilsverðustu stöður í bænum. Þegar ég vr kosinn á Alþing, haustið 1942, urðu, eins og af sjálfu sér, nokkur verkaskipti með okkur félögunum þremur. Ég gætti hagsmuna bæjarfélags- ins í Reykjavík og vann mest að okkar málefnum á þeim vett- vangi. Bjarni varð aðalforystu- maður okkar í bæjarstjórn, sá um útgáfu á blaði og skrifaði það að mestu. Jóhannes tók hins vegar að sér rekstur okkar þýðingar- mestu fyrirtækja. Á honum hvíldi sá vandi að láta reksturinn bera sig og hafa forystu um ýmsar framkvæmdir. Þrátt fyrir erfiða tíma sum árin, tíma sem leiddu til gjaldþrota og uppgjafar hjá mörgum, þá tókst Jóhannesei að halda vinsældum verkafólks og þeirra sem með honum unnu að stjórnun. Honum tókst líka að halda trúnaði þeirra sem réðu í bönkum og annarra þeirra, sem varð að hafa fjármálaskipti við. Ég trúi því, að Jóhannes hafi ekki alltaf átt auðvelda eða áhyggju- lausa daga á þessum árum. En Jóhannesi og okkar ágætu félögum heima í Neskaupstað, tókst að sigrast á erfiðleikunum. Síldargróðinn mikli, sem til varð á Austfjörðum árin 1961 til 1967, nýttist Austfirðingum mis- jafnlega. Á sumum fjörðunum áttu aðkomumenn söltunar- stöðvarnar, síldarbræðslurnar og flest sfldveiðiskipin. f Neskaupstað var þessu öðru- vísi fyrirkomið. Þar áttu heima- menn söltunarplönin og þar bundust félagssamtök útvegs- manna og nokkrir útgerðarmenn og einstaklingar samtökum um að stofna Síldarvinnsluna h/f og komu upp einni stærstu og bestu síldarverksmiðjunni á Austur- landi. Sfldargróðinn, sem varð til í Neskaupstað, varð síðar grund- völlur skuttogaraútgerðar og nú- tíma fiskvinnslu. Jóhannes starfaði lengst sem forstjóri Samvinnufélags útvegs- manna (SÚN). Það félag átti og á enn 60% hlutabréfa í Sfldarvinnslunni h/f, því félagi, sem Jóhannes var lengst af for- maður í. Við þessi tímamót í ævi Jó- hannesar vil ég þakka honum og hans ágætu konu, Soffíu Björg- úlfsdóttur, góða og einlæga vin- áttu við mig og mína konu. Að endingu þakka ég Jóhann- esi fyrir ómetanleg störf í þágu okkar flokks um leið og ég óska honum, konu hans og fjölskyldu, farsældar á komandi árum. Lúðvlk Jósepsson Jóhannes Stefánsson var nær hálfa öld einn helsti burðarásinn í félagsstarfi sósíalista í Neskaup- stað með þeim Lúðvík Jósepssyni og Bjama Þórðarsyni. Á honum hvfldi öðmm fremur forystan í at- vinnumálum í bænum. Þetta kemur vel fram, ef litið er til þeirra trúnaðarstarfa sem Jó- hannes gegndi um fimmtugt. Þá var hann framkvæmdastjóri Sam- vinnufélags útgerðarmanna í Neskaupstað (SÚN) og Olíusam- lags útgerðarmanna, formaður stjórnar Sfldarvinnslunnar og framkvæmdastjóri söltunar- stöðvarinnar Áss. Hann var þá í stjórn Sparisjóðs Norðfjarðar, sem var eina bankastofnunin í bænum. Þá var hann sem bæjar- fulltrúi einnig forseti bæjar- stjórnar og átti sæti í mörgum nefndum. Öll þessi störf og fjölmörg önnur fyrr og síðar rækti Jóhann- es af stakri kostgæfni. Félagar hans sem aðrir vissu að verkefnin sem hann tæki að sér væri í góð- um höndum. Það var ekki vanda- laust að vera í senn framkvæmda- stjóri yfir stærstu vinnustöðum í kaupstaðnum og forystumaður í bæjarmálum. Jóhannesi tókst hins vegar að sameina þetta á einkar farsælan hátt og halda trúnaði fólks jafnt sem sveitar- stjórnarmaður og yfirmaður í at- vinnurekstri. Þar kom honum til góða reglusemi á öllum sviðum, mikið jafnaðargeð ásamt festu og léttleiíca í lund og höfðingleg framkoma. Ekki hefur heldur spillt fyrir Jóhannesi eðlislægur áhugi á högum fólks og afkomu byggðarlagsins, sem landsmenn kynntust hjá honum sem fréttar- itara Ríkisútvarpsins á staðnum í áratugi. Jóhannes Stefánsson lagði með mörgum félögum hornsteininn að meirihluta sósíalista í Nes- kaupstað, fyrst með því að plægja akurinn á fjórða árataugnum, en þá var hann um skeið formaður Verkalýðsfélags Norðfjarðar, og síðar með því að uppskera meiri- hluta í bæjarstjórn á fimmta árat- ugnum og halda honum síðan. Þessi árangur byggðist á sam- heldni og heiðarleik inn á við í félagsstarfi sósíalista í bænum og trúverðugum störfum út á við í þágu byggðarlagsins. Það eru starfshættir sem enn í dag ættu að vera leiðarvísir fyrir vinstri hrey- fingu í landinu. Jóhannes og Soffía hafa nú flutt sig um set til Reykjavíkur, en halda áfram góðum tengslum við heimabyggðina. Þar hafa þau dvalið sumar hvert fram að þessu, kunningjum til ánægju og siálfum sér til upplyftingar. Áhugi bóndans á þjóðmálum er áfram vakandi og virkur. Hann sat síðasta landsfund Alþýðu- bandalagsins ásamt Lúðvík, þar sem þeir voru fulltrúar síns gamla félags. Ég vil á þessum tímamótum þakka Jóhannesi öll hans miklu og farsælu störf fyrir austfirska sósíalista og Neskaupstað fyrr og síðar. Samstarfið við hann og vin- semd hefur verið mér mikils virði. Við Kristín sendum Jó- hannesi og Soffíu heillaóskir í ti- lefni dagsins. Hjörleifur Guttormsson 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 9. mars 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.