Þjóðviljinn - 09.03.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 09.03.1988, Blaðsíða 16
Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 þJÓÐVIUIHN Miðvikudagur 9. mars 1988 56. tölublað 53. árgangur Yfirdráttur á téKKareiKninsa launafólKs SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. KÍ/HÍK Leiguíbúðir borgarinnar Margir í erfiðleikum Leigjendur leita í stórum stíl til Félags- má/astofnunar eftir aðstoð. Nœstahækkun 1. apríl Orsök fjárhagserfiðleika flestra er leita til Félagsmálastofnun- ar er óheyrilegur leigukostnaður, sagði Gunnar Klængur Gunnars- son félagsráðgjafl í Breiðholti, í sarntali við Þjóðviljann. Ekki er um sérstakan húsa- leigustyrk að ræða hjá Fél- agsmálastofnun, heldur getur fólk sótt um framfærslustyrk ef tekjur eru neðan við viðmiðunar- mörk. Gunnar tók sem dæmi að ef tekjur einstæðs foreldris fara undir 36.665 kr. á mánuði eigi hann möguleika á styrk. Allar greiðslur til viðkomandi eru tald- ar til tekna s.s. meðlag og mæðra- laun. Gunnar sagði að fólki, sem væri undir viðmiðunarmörkum, væri ráðlagt að reyna að auka tekjur sínar, t.d. með aukinni vinnu ef það væri mögulegt. Eins og sagt var frá í gær fengu íbúar í leiguhúsnæði borgarinnar ríflega hækkun á leigu 1. mars. Um næstu mánaðamót hækkar hún enn vegna hækkunar á vísi- tölu. Hagstofan reiknar hlutfalls- lega hækkun húsaleigu út frá meðallaunahækkun í landinu, þar sem tekið er tillit til margra þátta s.s. launaskriðs hjá sumum hópum í þjóðfélaginu. Hlutfalls- leg hækkun húsaleigu hjá þeint lægstlaunuðu getur því orðið hærri en samsvarandi launa- hækkanir. mj Kennarar í verkfallshug Ber mikið ímilli kröfugerða og tilboða ríkis. Verkföll um miðjan apríl, náistekki samningar Bæði Kennarasamband Islands og Hið íslenska kennarafélag hyggjast leita heimilda sinna fé- lagsmanna til verkfallsboðunar. Enn ber mikið í milli í kröfugerð- um beggja félaganna, sem byggja á tillögum starfskjaranefndar, og tilboði ríkisins. „Tilboð samninganefndar ríkisins þýðir 10% kjararýrnun á samningstímanum, miðað við 1. febrúar," sagði Svanhildur Kaab- er formaður KÍ. Tilboðið hljóðar upp á enga hækkun nú, en 6% síðar á árinu. Auk þess voru boðnar óverulegar breytingar á starfsaldurshækkunum. Svan- hildur sagði að ef ekki gengi sam- an fyrir 25. mars, mætti búast við að boðað yrðið verkfall með lög-N legum fyrirvara og hæfist það þá 11. apríl. Wincie Jóhannsdóttir, formað- ur HÍK, sagði að á samninga- fundi í gær hefðu fulltrúar ríkisins hafnað flestu í kröfugerð félags- ins. Kröfugerðin byggir á til- lögum starfskjaranefndar, sem í voru bæði fulltrúar frá menntamála- og fjármálaráðu- neyti og sagði Wincie að menn hefðu bundið vonir við að eitthvað væri að marka þær. „Til- lögurnar voru flestar þess eðlis að stuðla að bættu skólastarfi og fól- ust í þeim margir liðir er bæði snerta kjör og starfsskilyrði kennara," sagði Wincie. Sagði hún að kennurum hefði verið lofað stórbættum kjörum í síð- ustu samningum en nú væru boðnar áfangahækkanir svipaðar og í samningum VMSÍ, og þó engin hækkun nú. Miðað við hljóðið í forsvarsmönnum HÍK á blaðamannafundinum í gær má allt eins búast við að verkfall skelli á' 13. apríl. mj Tilboð ríkisins veldur miklum vonbrigðum eftir öll loforðin, segir Wincie Jóhannsdóttir, formaður HÍK. Mynd E.ÓI. Skák Sterkt mót á Akureyri A Idag hefst í Alþýðuhúsinu á Ak- ureyri lokað skákmót í 10. styrkleikaflokki, en það er sterk- asta skákmót sem haldið hefur verið hér á landi utan Reykjavík- ur. Mótið hefst kl. 17 og því lýkur mánudaginn 21. mars. Þátttakendur í mótinu eru 12 og þar af 8 stórmeistarar. ís- lensku stórmeistararnir Jóhann Hjartarson, Jón L. Árnason, Helgi Ólafsson og Margeir Pét- ursson taka allir þátt í mótinu. Auk þeirra tefla sovésku stór- meistararnir Polugaévskí, Gure- vic og Dolmatov og Ungverjinn Adorian. Alþjóðlegu meistararnir Karl Þorsteins og Norðmaðurinn Tis- dal eru einnig meðal þátttakenda og þeir Jón Garðar Viðarsson og Ólafur Kristjánsson, sem eru stigahæstu skákmenn Akureyrar. -Sáf íslenska stálfélagið hf. Brotajámsbræðsla á Vatnsleysu Undirbúningur hafinn að byggingu og rekstri brotajárnsbrœðslu á Vatnsleysuströnd. Leitað samvinnuvið sveitarfélög. Beðið umsagnar Hollustuverndar Islenska stálfélagið hf. hefur farið fram á aðstoð sveitarfé- laganna á Stór-Reykjavíkur- svæðinu til að byggja og starf- rækja brotajárnsbræðslu á Vatnsleysuströnd. Umsögn Holl- ustuverndar er að vænta á næstu vikum og telji hún að grundvöllur fyrir leyfisveitingu sé fyrir hendi ættu framkvæmdir að geta hafíst með vorinu. Hjörtur Torfason hæstaréttar- lögmaður hefur séð um undir- búning þessa rnáls fyrir íslenska stálfélagið hf. og sagði hann í samtali við Þjóðviljann að hið nýja félag væri ekki í beinum fjár- hagslegum tengslum við gamla Stálfélagið hf. sent fór á hausinn 1985 en verið var að Ijúka gjald- þrotaskiptum á því fyrirtæki nú á dögunum. Hugmyndin er að reisa nýja verksmiðju á lóðinni sem Stálfé- lagið hf. hafði fengið úthlutað en hinsvegar töluvert minni en gamla verksmiðjan hefði átt að vera. Þar á að bræða brotajárn og selja út úr landinu óunna klumpa af bræðslujárni. Ólafur Pétursson hjá Mengun- arvörnum Hollustuverndar ríkis- ins sagði að þetta væri jákvæð viðleitni í mengunarvörnum en staðsetningin gæti verið skilyrð- um háð því ekki væri víst að Nátt- úruverndarráð eða hollustunefnd í héraði gætu sætt sig við Vatns- leysuströndina sem lokastaðsetn- ingu. - Við bíðum umsagnar þeirra, sagði Ólafur. -tt Húsnæðismálin Miljarður fra landsbyggðinni Fjármagnið streymir frá landsbyggðinni til Reykjavíkur með viðkomu í Hið nýja húsnæðiskerfi hefur haft í för með sér mikinn til- flutning fjármagns af lands- byggðinni til höfuðborgarinnar, einsog ýmsir spáðu þegar hin nýju húsnæðislög voru í mótun. „Það hefur gerst slys nteð hinu nýja húsnæðislánakerfi, sem felst í því að um miljarður hefur flust frá landsbyggðinni til höfuðborg- arinnar," sagði Vilhjálmur Egils- byggingarsjóðunum son þegar hann mælti fyrir frum- varpi sem hann flytur ásamt Matthíasi Bjarnasyni, um kjör- dæmaskiptingu húsnæðislána. Vilhjálmur var á sínum tíma einn af höfundum þessa húsnæðis- lánakerfis. Sé hlutfall lífeyrissjóðs- greiðslna í hverju kjördæmi borið saman við úthlutanir úr bygging- arsjóðunum kemur í ljós að Reykjavík hefur fengið um milj- arði nteira en sem samsvarar greiðslum í lífeyrissjóði síðan byrjað var að úthluta eftir nýju lögunum. Hlutfall milli greiðslna og úthlutunar er í jafnvægi í Reykjanesi, en í mínus í öllum öðrum kjördæmum. Mest hefur fjárstreymið frá Norðurlandi eystra verið, eða 237 miljónir króna. -Sáf

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.