Þjóðviljinn - 10.03.1988, Page 1

Þjóðviljinn - 10.03.1988, Page 1
Fimmtudagur 10. mars 1988 57. tölublað 53. örgangur Lögreglustjórinn Játar og neitar Böðvar Bragason sendifrá séryfirlýsingu ígærþar sem hann viðurkennir að hafa látið fylgjast með Magnúsi Skarphéðinssyni en neitar að sími hafi verið hleraður og póstur opnaður. Bjarki Elíasson: Mínir menn voru á þjófavakt Böðvar Bragason, lögreglu- stjóri í Reykjavík, sendi blöð- unum yfirlýsingu í gær, þar sem hann viðurkennir að hafa látið fylgjast með ferðum Magnúsar Skarphéðinssonar meðan ráð- stefna hvalveiðiþjóða stóð yfir í Reykjavík. Böðvar neitar því hinsvegar að hafa látið hlera síma Magnúsar og að hafa látið opna póst hans. „Slíkt verður ekki framkvæmt nema að gengnum dómsúrskurði og í þessu tilviki voru engin efni til þess að fara fram á slíkt,“ segir í yfirlýsingunni. Ástæðan fyrir því að fylgst var með ferðum Magnúsar var að sögn lögreglustjóra tengsl Magn- úsar við Sea Shepherd samtökin. „Af fyrri reynslu og vegna frétta þess efnis að samtökin hygðust láta sig varða áðurnefnt fundahald ákvað ég að láta fylgj- ast með einum kunnasta sam- starfsaðila þessara samtaka hér á landi, Magnúsi Skarphéðinssyni, um nokkurra daga skeið,“ segir orðrétt í yfirlýsingunni. í viðtali við tímaritið Þjóðlíf neitaði Bjarki Elíasson yfirlög- regluþjónn því hinsvegar að fylgst hefði verið sérstaklega með Magnúsi og sagði að viðkomandi lögregluþjónn hefði bara verið á þjófavakt. í samtali við Þjóðviljann sagði Bjarki að þessi yfiríýsing sín stangaðist ekkert á við yfirlýsingu Böðvars, þar sem að hér væri ekki um sama mann að ræða. Hann sagði að Magnús hefði lent í þjófavakt hjá sínum starfs- mönnum, þar sem hann hefði verið á ferli að næturlagi. Á hinn bóginn hefði svo Böðvar verið með sérstaka menn til að fylgjast með ferðum Magnúsar. Guð- mundur Bogason, sem rætt var við í Þjóðlífi, var að sögn Bjarka á þjófavakt. í Þjóðlífi sagði Böðvar hins- vegar að hann myndi láta kanna þetta þar sem hann ætlaðist til að ekki væri verið að pukrast með nokkurn hlut innan lögreglunnar án sinnar vitundar. Nú kemur hinsvegar í ljós að þeir sem voru að fylgjast með ferðum Magnús- ar voru á vegum Böðvars. _s^f Konur Hvetja Snót í barattunni Á baráttufundi kvenna að Hallveigarstöðum í fyrrakvöld voru Snótarkonum f Vestmanna- eyjum sendar baráttukveðju og um 31 þúsund kr. í verkfallssjóð. Fundurinn hvatti launafólk til að styðja baráttu þeirra í verki með slfkum framlögum. Einnig sagði að Snótarkonur sýndu í verki hvernig hægt væri að bregðast við endalausum árás- um. „Megi fordæmi ykkar verða okkur öllum ieiðarljós gegn upp- gjöf og undanslætti." í ályktun fundarins segir að nú sé nóg komið af: vinnuþrælkun, ömurlegum kjarasamningum, til- litsleysi við böm, hringleikahús- um og neðansjávarbyrgjum, skoðanakönnunum og kvenfyr- irlitningu. -mj Snót Víðtækur stuðningur Oformlegar þreifingar um samflot. Framkvœmdastjórn VMSIhafnar að leiða viðrœðurnar í gær barst Snót 300.000 króna framlag í verkfallssjóð félagsins frá Starfsmannafélagi ríkisstofn- ana. Þegar hefur félagið fengið sendar, frá félögum og einstak- lingum, um 750.000 krónur frá því að verkfall hófst. Af samtölum sem Þjóðviljinn átti við forystumenn nokkurra verkalýðsfélaga í gær, mátti ráða að áhugi væri á að félögin, sem* felldu samninga Verkamanna- sambandsins, og Snót héldu hóp- inn í komandi kjaraviðræðum við atvinnurekendur og sameinuðust um eina kröfugerð. í gær aftók framkvæmdastjórn VMSÍ að sambandið leiddi samn- ingaviðræður félaganna, sem hefjast á mánudag hjá ríkissátta- semjara. -rk Lágmarkslaun Lögbindið 50 þúsund Þórhildur Þorleifsdóttir og aðrir þingmenn Kvennalistans í neðri deild Alþingis hafa lagt fram frumvarp um lögbindingu lágmarkslauna. Samkvæmt frumvarpinu er óheimilt að greiða lægri grunn- laun fyrir 40 dagvinnustundir á viku en sem nemur 50 þúsund krónum á mánuði, miðað við framfærsluvísitölu 1. mars 1989. Þessi lágmarkslaun breytast á þriggja mánaða fresti í samræmi við breytingar á vísitölu fram- færslukostnaðar. -Sáf Galvaskar verkfallskonur í Snót á alþjóðlegum baráttudegi kvenna - 8. mars. „Þökkum kærlega þann stuðning sem fjölmargir aðilar hafa sýnt okkur, sögðu konurnar og lyftu félagsmerkinu á ioft i tilefni dagsins. Mynd: Sig. Mar. Sjá umfjöllun um Snótarverkfallið á bls. 8-10 Grindavík Glufur í VSI-múrinn 2þúsundkrónurívertíðaruppbótámánuði. 6% hœkkun við undirskrift. Taugatitringurí Garðastrœti. Atvinnurekendur kallaðir inn á teppið hjá VSÍ Samningar tókust á ijórða tím- anum í fyrrinótt á milli at- vinnurekenda og verkalýðsfélags- ins í Grindavík og voru þeir sam- þykktir á mjög fjölmennum fé- lagsfundi í gærmorgun með 129 atkvæðum gegn 15 en 5 seðlar voru auðir. Þessi samningur er viðbót við samning VMSÍ og VSÍ sem felldur var á dögunum í Grindavík og gildir til 31. maí 1989. Samningurinn var kynntur framkvæmdastjórn VMSÍ í gær. Samkvæmt hcimildum Þjóðvilj- ans voru talsmenn atvinnurek- enda teknir i „fyrstu gráðu yfir- heyrslu“ í aðalstöðvum VSÍ í gær, þegar fréttist af samningnum. VSÍ-forystan óttast að samn- ingurinn kunni að verða til þess að atvinnurekendur víða um land hlaupi út undan sér og semji við verkafólk á öðrum og hærri nót- um en fólust í Garðastrætissamn- ingnum. Að sögn Benónýs Benedikts- sonar, formanns verkalýðsfélags- ins, hefur ekki enn verið reiknað út hvað þessi viðbótarsamningur hækkar grunnlaunin mikið frá samningi VMSÍ og VSÍ! Við undirskrift samningsins hækka launin um 6% í stað 5,1% og 1. febrúar 1989 hækka þau um 5% í stað 2%. Allar aðrar viðbótar- hækkanir í samningi VMSÍ og VSÍ halda sér í þessum viðbótar- samningi sem og annað í honum. Aðalatriði samningsins eru þau að verkafólk sem vinnur hjá sama atvinnurekanda á tímabilinu 1. mars til 31. maí nk. og skilar 500 tímum í dagvinnu fær 6 þúsund krónur sem vertíðaruppbót og verkafólk í hlutastarfi sem skilar 250 tímum fær 3 þúsund krónur, eða hálfa uppbót. Þessar vertíð- aruppbætur gilda út samningstímann og fær því fast- ráðið verkafólk 2 þúsund krónur í uppbót í hverjum mánuði. Fari vísitalan yfir 238 stig á tímabilinu frá nóvember 1988 til apríl 1989 hækka laun í samræmi við það. Fatapeningar hækka lítillega, eða sem samsvarar einu pari af bláum gúmmívettlingum fyrir hverja 40 stunda vinnuviku. Orlof lengist um einn virkan dag. Ákveðið var að hvor aðili urn sig tilnefndi þrjá menn í nefnd til að vinna að athugun á bónuskerfi í saltfiskvinnu. -grh/-rk

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.