Þjóðviljinn - 10.03.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 10.03.1988, Blaðsíða 5
VIÐHORF Verkalýðsforystan er óhæf Kristbjörn Árnason skrifar KarvelPálmasonogKjartanJóhannssonheimsækjarækjuvinnsluáísafirðifyrirnokkrummisserum.„Éghefðiíeinfeldni minni haldið að þessir menn æftu að fara með í samningaviðræður kröfur umbjóðenda sinna." Nú í Góubyrjun hefur umræða um kjaramálin verið í al- gleymingi. Ekki veit ég hvort það er við hæfi að starfsmaður, og nefna í litlu verkalýðsfélagi, hafi opinberlega skoðun á kjarasamn- ingum annarra félaga. En þar sem forystumenn þessara sam- taka hafa verið að kasta hnútum í átt til tréiðnaðarmanna undan- farið leyfi ég mér það, og þá fyrst og fremst um atraiði sem komið hafa upp í umræðunni nú þessa dagana. Það vekur athygli mína hve vonbrigði og óánægja almennra launamanna er mikil með þessa kjarasamninga og eins með for- ystumennina. Oft hafa verið lagðir fram lélegir kjarasamning- ar undanfarin ár, en það er fyrst nú sem óánægjan brýst út. Það verður því forvitnilegt að fylgjast^ með því hvort þessi óánægja verður til þess að um breytingar verði að ræða á forystumönnum. Það hefur nefnilega verið helsti veikleiki hreyfingarinnar hvað lítið er um mannabreytingar í for- ystusveitum. Það er einnig athyglisvert að fylgjast með sárum vonbrigðum ýmissa þingmanna í sölum Al- þingis. Menn eru t.d. farnir að ræða í fullri alvöru um nauðsyn þess að setja lög um lágmarks- laun. Svavar Gestsson sagði efn- islega m.a. að vegna dáðleysis verkalýðsforystunnar er nauð- synlegt að setja lög um lágmarks- laun. Þetta hefur einnig komið fram hjá formanni Alþýðubanda- lagsins, og nú í viðhorfsgrein fyrrum ritstjóra blaðsins. Auðvitað er nauðsynlegt að hafa lög um lágmarkslaun og það má segja að þau hafi verið til allt frá því að Magnús Kjartansson var ráðherra, er hann beitti sér fyrir lögum um tekjutryggingu. Sem í dag eru ásamt örorkubót- um eða ellilífeyri um 23 þúsund krónur á mánuði fyrir hjón. Lægstu almenn laun, sam- kvæmt samningi ASÍ og VSÍ frá í desember 1986, eru nú rúmlega 29 þúsund krónur á mánuði. Lög um lægstu laun myndu, eins og nafnið bendir til, fjalla um lægstu mánaðarlaun í samfé- laginu, sem þýðir það í raun að kjarasamningar myndu fjalla um þau mál á hverjum tíma. Þessi laun myndu sennilegast alltaf vera of lág. Þá erum við auðvitað komin í hring. Það væri auðvitað verkalýðsforystan, hver sem hún er, á hverjum tíma, sem gerði kröfur um hækkun á lögbundn- um lágmarkslaunum, sama hvort hún er dáðrík eða dáðlaus. En auðvitað er nauðsynlegt, eins og áður er sagt, að hafa lög um lægstu laun, en einnig um hæstu laun. Þó ég dragi í efa að farið verði að lögum um hæstu laun. Það væri auðvitað mikið réttlæti í því að lögbinda bilið á milli hæstu og lægstu launa, ég væri a.m.k. fylgjandi því, þrátt fyrir ann- markana. Staksteinar Morgun- blaðsins, 4. mars, gera að umtals- efni óánægju Svavars og fleiri þingmanna stjórnarandstöð- unnar og ásakar þá um ábyrgðar- leysi og segir óskhyggju Alþýðu- bandalagsins vera upplausnará- stand í kjaramálum. Þá hrósa Staksteinar Karveli Pálmasyni fyrir ábyrga afstöðu í kjaramálum og eins öðrum for- ystumönnum VMSÍ. Karvel varði samningana á Alþingi og hafði víst sagt að það hafi verið talin skylda VMSI að ná sama kaupmætti launa á þessu ári og hann var að meðaltali 1987 og niðurstaðan hafi orðið að kaupmáttur skyldi rýrna um 3%. Auðvitað hefði verið hægt að ná hærri launatöxtum, en þá með miklum átökum, sem aftur hefði í för með sér upplausn í kjara- og efnahagsmálum þjóðarinnaar, gengisfellingar og óðaverðbólgu. Það vekur sannarlega athygli nú, sem oft áður undanfarin ár, að forystumenn verkalýðshreyf- ingarinnar eru ætíð að taka á sig ábyrgð á stjórn landsins, en fara í engu eftir samþykktum verka- lýðsfélaganna. Þeir ganga þarna einmitt þá leið sem VSÍ vill. Láta þá gera sig ábyrga en hafa síðan engin áhrif á gang mála síðar. Því upphróp eftir á hafa ekkert að segja. Eg hefði í einfeldni minni haldið að þessir menn ættu að fara með í samningaviðræður kröfur umbjóðenda sinna. Hefðu ekki umboð til annars, og ef ekk- ert gengi á þeim grundvelli, yrðu þeir að skýra almennum félögum frá gangi mála. Þeir tækju síðan ákvarðanir. Þeir ættu aðeins að vera ábyrgir gagnvart eigin fé- lögum. En það eru auðvitað vinn- ubrögð sem VSÍ vill ekki. Það er betra að semja við fáa menn, sem þeir þekkja vel. Ef einstök verka- lýðsfélög ættu að axla þessa ábyrgð væri ekki nema sann- gjarnt að þau fengju ráðherra í ríkisstjórninni og fengju að hafa áhrif á það sem gerðist á ríkis- stjórnarfundum. Af öllum þess- um viðbrögðum Karvels er hann auðvitað genginn í náðarfaðm hjá Jóni Baldvin og sýnir að hann er alls ekki ónýtur stuðningsmað- ur stjórnarinnar. Það sló mig dálítið á fimmtudaginn, í sjónvarpsfrétt- um, þegar hagfræðingur ASÍ var að gera miðstjórn ASÍ grein fyrir niðurstöðum kjarasamninganna, fyrir fiskvinnslufólk. Hann sagði að mánaðarlaun samkvæmt þess- um samningi yrðu um 60 þúsund krónur á mánuði. Er þá reiknað saman dagvinna, meðalbónus fiskverkunarfólks, yfir mánuðinn og auk þess meðal yfirvinnulaun yfirmánuðinn. Það þarfnúengan meðal Jón til þess að sjá á hvaða plani kjaraumræðan er, ef hún er á þessum nótum í miðstjórninni. Miðstjórnarmenn eru væntan- lega ekki búnir að gleyma því að í landinu á að vera 40 stunda dag- vinnuvika, samkvæmt lögum, og samþykkt stefna ASÍ er að svo skuli verða. Bónusvinna er yfir- vinna eins og önnur yfirvinna samkvæmt kjarasamningum. Ef plögg frá VMSÍ hafa verið á þess- um nótum hefði miðstjórn átt að gera athugasemd. Það þurfti auðvitað ekki lengi að bíða eftir svipuðum hlutum hinumegin. í viðtali við framkvæmdastjóra VSÍ (Þórarin V. Þórarinsson) í Morgunblaðinu 6. mars á síðu 4 notaði framkvæmdastjórinn sömu reiknikúnstir. Fram kom að laun fiskvinnslufólks sam- kvæmt kjararannsóknum VSf voru 54 þúsund krónur á síðasta ársfjórðungi 1987 (meðaltal), en nú samkvæmt samningi 59 þús- und á mánuði eftir sömu reglu og myndi verða 64 þúsund á mánuði í lok samningstímabilsins. Þetta er sannleikurinn, sagði hann. Meðal vinnutími fiskvinnslufólks væri 48 stunda vinnuvika, enda vinna allir meira hérlendis en dagvinnu eina og sér. Kvartaði hann yfir því að formenn ýmissa félaga skýrðu ekki rétt frá þess- um staðreyndum og þess vegna væru samningar felldir. Það er auðvitað slæmt, að mati VSÍ, að það skuli ekki vera faglærðir samningamenn í hverju verka- lýðsfélagi. Við þessir ófaglærðu gætum auðvitað spurt í hálfkær- ingi hvort hskvinnslumenn fengju sömju laun ef þeir ynnu enga yfirvinnu og engan bónus. Þessi dæmi sýna auðvitað í hnotskurn á hvaða plani (eins og skáldin segja) kjaraumræðan er. Eitt lítið millistef í umræðunni kom á bls. 7 í Morgunblaðinu 4. mars. „Ekki er hægt að búa til lengdar við viðskiptahalla," segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar. Þetta skilur auðvitað hver einasti launamað- ur mætavel, að ekki þýðir að eyða umfram laun og gera það ekki. Það hefur að vísu komið fyrir að stjórnvöld hafa hækkað laun verkafólks skyndilega (sbr. maí 1983) þannig að það lenti í vand- ræðum. Halda mætti að forráða- menn þjóðarinnar væru á þeirri skoðun að almennir launamenn gerðu það. Einnig að þeir héldu að launamenn taki erlend lán. Það getur ekki talist sanngjarnt að minnka kaupmáatt launa- mannins til þess að draga úr er- lendum lántökum eða til þess að draga úr innflutningi á óþarfa. Það þarf að fara aðrar leiðir er beinast að þeim sem gera þessa hluti. Mætti ekki segja sem svo: „Ekki hægt að búa til lengdar við óhæfa atvinnuvegi með óhæfum stjórnendum.“ Þettaskilja launa- menn líka ákaflega vel, það þarf nefnilega mikla kunnáttu til þess að komasta af með láglaun til að framfleyta fjölskyldu. Eru það ekki einmitt þessir óhæfu stjórn- endur sem eru að taka óþörf er- lend lán? Eru það ekki einmitt þessir hálaunuðu stjórnendur og aðrir sem hafa betri laun (með launaskriði og bflastyrk) sem eru að standa í innflutningi langt um- fram öll meðaltöl? Það eru ein- mitt þeir sem ekki láta sér nægja hversdagslegar íslenskar iðnað- arvörur, heldur kaupi dýrar út- lendar vörur með „stæl“. Væri þetta ekki verðugt verkefni fyrir faglærða meðaltalsfræðinga? Það er sagt að fækka þurfi frystihúsum og láta vinna í þeim allan sólarhringinn. Það kann að vera nokkur sannleikur í því að fjárfestingar séu of miklar í þess- um húsum miðað við nýtingu. Er ekki ýmislegt sem bendir til þess að „gósentíð" frystitogaranna sé í rénum. Það er líka sagt að þeir hendi frá sér öllum óvinsælum fiski og vinni ekki nema hluta aflans. Fyrirtækin í landinu virðast alltaf hafa allt sitt á hreinu, jafnvel tryggingafélögin hækka launin sín um 60% því það er tal- ið nauðsynlegt. Útreikningar at- vinnuveganna eru yfirleitt ekki dregnir í efa. Enginn virðist þurfa að taka í raun tillit til heimilanna, jafnvel þótt við eigum vísitölu- fjölskyldu, en hún þarf sam- kvæmt nýjustu fréttum úr „Vinn- unni“ að hafa 115 þúsund krónur í mánaðarlaun. Þar af fara 28 þús- und krónur í matarkostnað einan og sér. Það segja mér margir að þessi matarkostnaðarhluti sé alltof lágt reiknaður. Ráðamenn þjóðarinnar virðast ekkert þurfa að taka tillit til þessarar fjöl- skyldu. Þá er sama hvoart um er að ræða ábyrgðarfulla verkalýðs- foringja eða atvinnurekendur. Aðrar vísitölur eru miklu skemmtilegri, sem fela miklu bet- ur kjör verkafólks. Það er mínum huga ljóst að við búum við óhæfa verkalýðsfor- ystu og höfum gert um nokkurt skeið. Ef launafólk vill koma skikki á þessi mál verður það, eins og SfS-forstjórinn, að taka óvinsæla ákvörðun og reka þessa óhæfu menn og kjósa sér nýja og ef þeir reynast einnig óhæfir, reka þá líka. Ef engar breytingar verða, verður óbúandi í landinu, þar sem forysta launafólks er óhæf í klærnar á VSÍ. VSÍ hefur notið frábærra starfskrafta undanfarin ár og virðast í dag halda um nánast alla þræði samfélagsins í efnahags- og kjaramálum. Spurning að lokum um það hvort ekki væri rétt að færa jólin þannig að aðfangadagur jóla verði alltaf á þriðjudögum á eftir frídegi verslunarmanna? Hvort ekki væri rétt að hafa 1. maí alltaf á mánudegi fyrir páska, síðan gamlársdag, nýársdag og skírdag, o.s.frv. Kristbjörn Arnason er formaður í Félagi starfsfólks í húsgagnalðn- aði. „Það er ímínum huga Ijóst að við búum við óhœfa verkalýðsforystu og höfum gert um nokkurt skeið. Eflaunafólk vill koma skikki á þessi mál verður hún, eins og SÍS-forstjórinn, að taka óvin- sæla ákvörðun og reka þessa óhæfu menn og kjósa sér nýja. “ Fimmtudagur 10. mars 1988 þJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.