Þjóðviljinn - 10.03.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 10.03.1988, Blaðsíða 9
Snót Stefnir allt í samflot Vilborg Porsteinsdóttir og Elsa Valgeirsdóttir: Verkafólkfinnur enn til samkenndar. Stefnir í samstarfmilli félaganna. Félögin ná litlufram ein og sér Pað stcfnir allt i þá átt að þau félög sem hafa á að skipa fisk- verkafólki í einhverjum mæli, hafi með sér samráð og samstarf. Við höfum verið í sambandi við Austfirðinga og fleiri félög, sögðu þær Vilborg Þorsteinsdóttir og Elsa Valgeirsdóttir, formaður og varaformaður Snótar, í samtali við Þjóðviljann. - Þegar viö fórum út í verk- fallsboðunina, gerðum við það í þeirri vissu, að fljótlega fylgdu aðrir á eftir, eða að samningavið- ræður annarra hefðust. Sem virð- ist ætla að ganga eftir. Verka- kvennafélagið Framsókn hefur boðað yfirvinnubann og búast má við að menn fari að hreyfa sig eftir að atvinnurekendur hafa vís- að deilumálum við þau félög, sem felldu samninga Verkamanna- sambandsins, til ríkissáttasemj- ara, sagði Vilborg. Elsa sagði að það mætti vera ljóst að ef sam- starf milli félaganna á breiðum grunni kæmist ekki á, hefðu fé- lögin takmarkaða möguleika til að knýja fram hagstæða samn- inga uppá eigin spýtur. Snót - Því miður virðast félögin treg til þess að huga að aðgerðum, sem sést kannski berlegast á því að allnokkur félög eiga eftir að afla sér heimildar til verkfalls- boðunar. Þess er þó að vænta að breyting verði fljótlega þar á, sagði Elsa. Að sögn þeirra Vilborgar og Elsu hafa Snótarkonur orðið var- ar við almennan stuðning við verkfallið meðal heimamanna. - Allt venjulegt launafólk skilur afstöðu okkar og hefur samúð með baráttunni, vegna þess að það býr við sömu eða svipuð kjör og við. Vilborg og Elsa sögðu að sá stuðningur sem Snót hefði fengið frá stéttarfélögum og einstak- lingum, síðan verkfall hófst, væri ómetanlegur. - Þessi stuðningur sýnir okkur að verkafólk finnur enn til sam- kenndar, þrátt fyrir allar hrak- spárnar í þjóðfélaginu á síðustu árum um hið gagnstæða. -rk 749 þúsund í verkfal Issjóð Stuðningsyfirlýsingum hefur rignt yfir Snótarkonur, síðan að þær fóru í verkfall um síðustu helgi. Síðdegis í gær höfðu verkfailssjóði félagsins borist 749.000 krónur að gjöf frá stéttarfélögum, starfsmann- ahópum og einstaklingum: Kennarasamband íslands............... 300.000 Verkalýðsfélagið Bjarmi á Stokkseyri..... 50.000 Þorgrímur Starrí Björgvinsson, Garði Mývatnssveit................... 5.000 Jónas Árnason, fyrrv. alþingsimaður. 10.000 Starfsmenn Breiðholtsútibús Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar 5.000 Baráttufundur kvenna 8. mars á Hallveigarstöðum, Reykja vík......... 31.000 Baráttufundur kvenna 8. mars á Austurlandi............................ 8.000 Starfsmenn Þjóðviljans............... 40.000 Starfsmannafélag ríkisstofnana...... 300.000 Samtals krónur 749.000 Þeim, sem hafa hug á að efla verkfallssjóð Snótar er bent á að reikningsnúmer félagsins hjá Sparisjóði Vestmannaeyja er 3811. —rk Verkfall Snótar Verkfall Snótar Verkfall Snótar Verkfall Snótar Verkfall Elsa Valgeirsdóttir og Vilborg Þorsteinsdóttir sögðust að vonum vera glaðar yfir öllum þeim stuðningi og vinavotti sem félaginu hefði verið sýndur í verkfallinu. þeirra þeirra aðila sem sent hafa Snót fjárframlög og stuðningsyfirlýsingar. Mynd Sig Mar. Á töflunni sjást nöfn Verkfallsvakt Snótar Baráttu- stemmning á kvenna- deginum Fullthús á verkfallsvaktinni hjá Snótá alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Engan bilbug að finna áverkfallskonum. ífótspor Lýsiströtu. Nœturbann á karlpeninginn Þær voru vígreifar konurnar á verkfallssvaktinni hjá Snót á baráttudegi kvenna, 8. mars. tg JMm S\ Það var ekki neinn bilbug að finna á verkakonunum á verk- fallsvaktinni hjá Snót, þegar blaðamann og ljósmyndara Þjóð- viljans bar að garði á alþjóð- legum baráttudegi kvcnna, þann 8. mars. Þær sögðust vera við- búnar því að verkfallið drægist á langinn. Enda væri ekki tilefni til að ætla annað út frá þeim undir- tektum sem kröfur Snótar hefðu fengið hjá atvinnurekendum. - Það er svo að heyra á at- vinnurekendum að þeir tapi ekki á vinnustöðvuninni. Þegar vatns- veitan bilaði og vantaði vatnið, töluðu þeir um tap sem fisk- vinnslan yrði fyrir á degi hverj- um. En það er annað uppi á ten- ingnum þegar okkur konurnar vantar. - Vitanlega munar um það fyrir heimilin þegar önnur fyrir- vinnan leggur ekki lengur á borð með sér. Jafnvel þó að tekjurnar séu ekki miklar hjá okkur þá munar um minna. - Þá er bara að hafa velling í hvert mál, eins og Steingrímur, skaut ein vekfallskvenna inní samræðurnar. - Já, en við verðum trúlega að neita okkur um rúsínurnar, hrökk út úr annarri, og var góður rómur gerður að þessum grautarumræðum á vaktinni. Sameiginleg matseld ' ef allt þrýtur - Ef allt um þrýtur getum við hæglega slegið upp sameiginlegu eldhúsi á skrifstofunni og komið með okkar fólk hingað í mat. Konurnar sögðu að þeirri hug- mynd hefði verið hreyft að þeir féíagar, sem væru aflögufærir, létu eitthvað af hendi rakna til sameiginlegrar matseldar, ef verkfallið yrði langt og strangt. - Við gerum okkur vel grein fyrir því að félagarnir eiga mis- jafnlega erfitt með að standa í löngu verkfalli. Þannig að þessi hugmynd hefur vitanlega verið rædd. Róleg verkfallsvakt Að sögn verkfallsvaktarinnar hefur framkvæmd verkfallsins gengið snurðulaust. Einhverjar konur mættu til vinnu fyrsta verk- fallsdaginn fyrir ókunnugleika sakir. - Þeim var snarlega snúið frá villu síns vegar. Það hefur ekkert verið um verkfallsbrot af ásetningi. Konurnar sem voru á verkfalls- vaktinni, þann dag er Þjóðvilja- menn litu inn hjá þeim, sögðu að samstaðan í félaginu væri mjög mikil. Eldsnemma á morgnana væri alltaf mættur nokkur hópur félagsmanna og þegar líða tæki á daginn væri mestmegnis fullt hús fram til kvölds. Köld eru kvennaráð Ekki var annað að heyra á þeim konum, sem stóðu verk- fallsvaktina, en að þær hefðu bú- ist við sneggri og harðari við- brögðum hjá Verkalýðsfélagi Vestmannaeyja, en félagið hefur boðað yfirvinnubann frá og með þriðjudegi í næstu viku. - Við hefðum kosið að karl- arnir gripu til aðgerða strax, enda hljótum við að standa sameigin- lega í þessari baráttu. Það er þó bót í máli að yfirvinnubann hefur verið boðað. - Standi karlarnir sig ekki í stykkinu höfum við ýms ráð á prjónunum. - Þeim er hollara að minnast þess að köld eru kvennaráð. Standi karlarnir ekki allshugar með okkur, þá setjum við þá í næturbann. Þegar umræðurnar voru komn- ar á það stig að sjálf Lýsistrata var uppvakin og gekk ljósum logum á verkfallsvaktinni, sáu viðstaddir karlmenn sfna sæng uppreidda og héldu á önnur inið til að leita fanga. -rk 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 10. mars 1988 Atvinnurekendur DEILAN orðin á landsvísu Sigurður Einarsson: Reynum að bregðast við verkfallinu eins og við best kunnum. Eigum umþað að velja að sigla með aflann eða binda skipin - Við metum stöðuna þannig að tómt mál sé að tala um að gera sérsamninga við félögin í Eyjum. Eftir að fjöldi félaga Verka- mannasambandsins felldi samn- ingana er þessi deila orðin á landsvísu, sagði Sigurður Einars- son, formaður Vinnuveitendafé- lags Vestmannaeyja. - Deilan er hjá ríkissáttasemj- ara. Hann hefur talið það þýðing- arlaust að boða nýjan samninga- fund með okkur og Snót, sagði Sigurður, sem kvað kröfur Snót- ar úr öllum takti við þann rekstr- arvanda sem fiskvinnslan ætti við að etja um þessar mundir. Sigurður sagði að svipaða sögu væri að segja af þeim viðræðum sem atvinnurekendur hafa átt við Verkalýðsfélag Vestmannaeyja. - Það hefur hvorki gengið né rek- ið, sagði Sigurður. -Tilboð Arthúrs Bogasonar til Snótar skiptir Vinnuveitendafé- lagið engu. Hann er aðeins með um átta konur í vinnu. Arthúr og fyrirtæki hans er ekki í félaginu, þannig að okkar lögsaga nær ekki yfir hann, sagði Sigurður, er hann var inntur eftir afstöðu atvinnu- rekenda til frumkvæðis Arthúrs í kjaradeilunni. - Þar að auki er hann með allt annað launakerfi heldur en önnur fiskverkunarfyrirtæki hér á staðnum; hann býður uppá jafnaðarkaup, meðan bónusfyr- irkomulag er annarsstaðar við lýði. Ef ég byði mínu fólki uppá að skipta, er ég handviss um að það kysi fremur að halda bónusnum. Sigurður sagði að vissulega kæmi verkfall Snótarkvenna sér illa fyrir fiskvinnsluna. - Við reynum þó að bregðast við á þann hátt sem við best kunnum og láta skipin sigla með þann afla sem ekki hefst undan að vinna. Aðspurður hvort menn óttuð- ust ekki verðhrun vegna offram- boðs á fiskmörkuðum ytra, sagði Sigurður svo vera. - Við eigum í raun ekki nema um tvo kosti að velja og hvorugan góðan. Annar er að binda skipin við bryggju og hinn að sigla með aflann. Af skiljanlegum ástæðum velja menn síðari kostinn. Sá möguleiki er einnig fyrir hendi að selja aflann á mörkuð- um uppi á landi, það hafi ekki verið gert til þessa, sagði Sigurð- ur. -rk Verkalýðsfélagið VMSÍ leiði viðræður Jón Kjartansson: Einstökfélögfá litlu áorkað ein ogsér. Snótarverkfallið ótímabært. Samstaða og harka það eina sem gagnar. Hætta á að VMSÍ liðistsundur efþað leiðir ekki samningaviðrœðurnar - Við höfum staðið í viðræðum við atvinnurekendur hér í Eyjum. Þeir vísa bara á Garðastrætið. Samkvæmt þessum viðtökum tel ég tómt mál að tala um að einstök félög brjótist i gegn og geti náð samningum sem vit er í, sagði Jón Kjartansson, formaður Verka- lýðsfélags Vestmannaeyja, í sam- tali við Þjóðviljann. - Fyrir þessar sakir tel ég að þau félög, sem felldu samningana og eiga ósamið, þurfi að fylgjast að og starfa saman. Annarskonar samningar, þeir sem Verka- mannasambandið og Vestfirðingar gerðu, nást ekki nema með samstilltu átaki og hörku. Meðal þeirra krafna sem Verkalýðsfélagið hefur sett fram í viðræðum við atvinnurekendur, er að lágmarkslaun verði ekki lægri en skattleysismörk, starfs- aldurshækkanir, sem voru við lýði fyrir jólaföstusamningana 1986, verði teknar upp að nýju og einn yfirvinnutaxti gildi án skil- yrða um sveigjanlegan vinnut- íma. - Að mínu mati var ekki tíma- bært að boða til verkfalls. Eftir að félögin felldu samninga Verka- mannasambandsins er alls ótrú- legt að samið verði sér við félögin hér í Eyjum, sagði Jón, er hann var inntur eftir því hvort ekki hefði verið eðlilegra að Snót og Verkalýðsfélagið stæðu sam- eiginlega að aðgerðum og kröf- um. - Það hefði verið réttara að Snót dokaði við þar til sýnt hefði verið hvað aðrir ætluðu að gera. Jón sagði að það væri sitt álit að Verkamannasambandið ætti að leiða samningaviðræður félag- anna. - Það þýðir ekkert fyrir forystumenn í stéttarfélögum að kasta boltanum til félaganna ef samningar eru felldir. Þá verður bara að reyna aftur. Ef Verkamannasambandið tekur ekki forystu í þeim samn- ingaviðræðum sem standa fyrir dyrum, þá er hætt við að sam- bandið líði undir lok. Sárindi fiskverkafólks eru það mikil eftir allt sem á undan er gengið, að það væri eins og að hella olíu á eld, ef forysta Verkamannasam- bandsins ætlaði sér að vera stikk frí frá samningaviðræðunum, sagði Jón. -rk Tinna Gagntilboð til athugunar Arthúr Bogason fiskverkandi: Vilgreiða mínufólki sómasamleg laun. Ekki „sprengitilboð“ eða íóþökk Vinnuveitendafélagsins. Vongóður um að ná samningi við Snót - Snót hefur gert mér gagntilboð sem ég er að láta reikna út fyrir mig, sagði Arthúr Bogason hjá fiskvcrkuninni Tinnu, en á dögunum gerði hann Snót tilboð um að greiða 350 krónur í jafnaðarkaup á tímann, miðað við 65 stunda vinnuviku og 400 krónur á hvern unninn tíma þar umfram. Arthúr sagði að sér væri mest í mun að ná samningum sem fyrst og geta greitt sínu fólki vel fyrir unnin störf. - Ég á frekar von á því að mér takist að semja fljót- lega við Snót. Bátarnir eru að fiska og því er nóg að gera og okkur kappsmál að semja. At- vinnurekendum hlýtur að vera kappsmál að fá fólkið sitt til starfa sem fyrst, sagði Arthúr. - Ég er ekki í neinum félags- skap atvinnurekenda og þar af leiðandi er ekki hægt að segja að þetta tilboð leggi steina í götu Vinnuveitendafélagsins. Ég heft fært þetta tilboð í tal við aðra at- ■vinnurekendur og þeir segjast ekkert hafa við þetta að athuga. Meðan ég fæ einhverju ráðið kemur bónusinn ekki hér inn fyrir hússins dyr. Ég vil borga mínu fólki gott tímakaup, en ekki að búta launagreiðslur, eftir að- skiljanlegustu verkþáttum, sagði Arthúr. -rk Myndir Sig. Mar Flmmtudagur 10. mars 1988 ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.