Þjóðviljinn - 11.03.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 11.03.1988, Blaðsíða 1
Föstudagur 11. mars 1988 58. tölublað 53. árgangur Grindavík Samningamir gilda samt VSÍhafnaðisamningum, en tókstekkiað beygja Grindvíkinga. Benóný Benediktsson, Verkalýðsfélagi Grindavíkur: Efastekkium aðþeirstandiviðsitt. Björn GrétarSveinsson, Höfn: Grindvíkingar sprettuuppá Garðastrætisliðinu Atvinnurekendur í Grindavík ætla að greiða verkafólki eftir samningnum sem þeir gerðu við Verkalýðsfélag Grindavikur, þrátt fyrir að Vinnuveitenda- sambandið hafi vísað samkomu- laginu á bug. En samkvæmt hús- reglum VSÍ öðlast samningar ekki gildi nema að fenginni stað- festingu framkvæmdastjórnar sambandsins. Samningar Verka- lýðsfélags Grindavflcur eru því enn lausir gagnvart VSÍ þó heimamenn líti svo á að samning- urinn standi. Að sögn Gunnars Tómas- sonar, fiskverkanda í Grindavík, kom það atvinnurekendum í opna skjöldu að framkvæmda- stjórn VSÍ skyldi ekki fást til að staðfesta samninginn. Gunnar sagði að verkafólk í Grindavík, fengi þau laun sem þegar væri búið að semja um. - Um annað er ekki að ræða. Benóný Benediktsson, for- maður Verkalýðsfélags Grinda- víkur, sagði í samtali við Þjóðvilj- ann í gær, að hann hefði enga ástæðu til að halda annað en at- vinnurekendur stæðu við samn- inginn. Innan veraklýðshreyfingarinn- ar hefur Grindavíkursamningur- inn vakið athygli. Björn Grétar Sveinsson, formaður Jökuls á Höfn, sagðist óska Grindvíking- um til hamingju með samning- inn. - Samningurinn fullnægir ekki kröfum okkar, en með samningn- um hefur Grindvíkingum þó tek- ist að spretta uppá Garðastrætis- liðinu. Það ér' með endemum að at- vinnurekendur sem vilja semja, fái ekki að semja við sitt fólk, eins og þeim sýnist best, sagði Björn Grétar og benti á að fram- kvæmdastjórn VSÍ, hefði sýnt al- menningi á grímulausan hátt undir hverslags ok atvinnurek- endur þyrftu að beygja sig. Hrafnkell A. Jónsson formað- ur Árvakurs á Eskifirði, tók í svipaðan streng. - Það má deila um ágæti þessa samnings. Hann hefur þó tvo augljósa kosti. Ann- ars vegar sýnist mér að ekki hafi verið samið um kjaraskerðingu, sem er all nokkur áfangi. Hins vegar er samningurinn viss sigur að því leyti að ágreiningur í röðum atvinnurekenda er kom- inn uppá yfirborðið, sagði Hrafnkell. Stjórn Sambands fiskvinnslu- stöðva ákvað í gær að fisk- vinnslan myndi skipa sérstakan samningshóp innan samninga- nefndar lögin. VSÍ við verkalýðsfé- Gunnar Tómasson, sagði að jafnframt hefði verið ákveðið að skipa sérstaka bónusnefnd, til viðræðna um breytingar á bónus- fyrirkomulagi í saltfiskvinnslu. Sigrúm væri í þessari grein fisk- vinnslunnar til aukinna bónus- greiðslna, en saltfiskverkafólk hefur lakari bónuskjör en annað fiskverkafólk. Ríkissáttasemjari ræðir í dag við Alþýðusamband Austurlands og atvinnurekendur í dag á Egils- stöðum og hann verður á Norður- landi á laugardag, en samninga- fundir hefjast í karphúsinu á mánudag. -rk ísafjörður Flúið í olíuna Það nær auðvitað engri átt þeg- ar kyndingarkostnaður í nv.j- um húsum er i 10 þúsund krónum * og tölur heyrast allt upp í 20 þús- und á mánuði, sagði Haraldur L. Félagslegt húsnœði Kerfið í upplausn 400 fatlaðir eru á biðlista eftir húsnæði. 200 fatlaðir búa við 6- fullnægjandi húsnæði. í Reykja- vík vantar 900 íbúðir fyrir aldr- aða. Á landinu öllu vantar 2-3000 íbúðir fyrír aldraða. 1980-1986 voru byggðar 1.221 íbúð í verka- mannabústaðakerfinu, þar af 75 leiguíbúðir. Þetta er brot af lýsingu á hús- næðiskerfi í upplausn, sem fram kom á blaðamannafundi með átta almannasamtökum, þremur verkalýðsleiðtogum og einum þingmanni, í gær þar sem kynnt var yfirlýsing þessara aðila til stjórnvalda. í yfirlýsingunni er m.a. skorað á stjórnvöld að hætta niðurskurði fjárveitinga til húsnæðismála -Sáf Sjá bls. 3 Haraldsson, bæjarst jóri á ísafirði við Þjóð.viljanii í gær, en vestra verður olían sífellt vinsælli ork- ugjafi vegna raforkuverðsins. - Iðnaðarráðherra heldur væntanlega fund í Bolungarvík um helgina og þar verða þessi mál rædd og hann krafinn skýringa á' þessu háa orkuverði og sþurðuf.' hvað stjórnvöld hafi á prjónun*-:'; um til að minnka þennan kostn-' að, sagði Haraldur. ,.-.- Bæjarstjórnin lýsti nýlega yfir áhyggjum sínum af háu örku- verði í bænum þar sem innlendir orkugjafar séu orð.nir mun dýrari en innfluttir, olían, en á sínum tíma var fólk hvatt til að notast við innlenda orku frekar en inn- flutta. Þá var skorað á iðnaðarráð- herra'og þingmenn kjördæmisins að leita allra lausna til lækkunar á orkuverðinu, sem sé orðinn mik- ill baggi á íbúunum. Vegna þessa fjölgar þeim sí-. fellt vestra sem notast við olíu til kyndingar í stað fjarvarma- veitunnar. Fyrir skömmu var byrjað að hita skrifstofur og verslun EG. í Bolungarvík með olíu og er talið að með því sparist allt að helmingur húshitunar- kostnaðar. Á ísafirði var nýlega hafin olíukynding í einu fjölbýlis- húsi í bænum þar sem íbúunum ofbauð hitareikningurinn frá Orkubúinu. -grh Frambjóðendur Röskvu 'iíbúnir í slaginn. (Mynd: E.ÓI.) ;. Stúdentaráð Spennan nálgast hámaric ; ": Harður slagur milli Röskvu og Vöku íHáskólanum Kosningarnar til Stúdenta- og Háskókiráðs verða á þriðju- daginu en spennan vegna þeirra hefújf veríð* áð aukast dag frá degi og er að nálgast hámark núna., ' í dág verða kaffistofufundir í nokkrum kjördeildum þar sem frambjóðendurnir láta móðan mása og svara kjarnyrtum fyrir- spurnum áheyrenda en í gær voru einmitt nokkrir slíkir fundir þar sem góður hiti komst í umræð- urnar. í íþróttahúsi Hagaskóla varð svo taumlaus fögnuður þeg- ar harðsnúið liðn kvenna úr Röskvu lét Vökumönnum eftir kaðalinn í æsispennandi reiptopi, því eins og allir vita þá vægir sá sem vitið hefur meira. Nánar um kosningarnar og Röskvu inni í blaðinu. Sjá bls. 9-10 Hvað heldurðu? Sigurliðin í sveitina Lokaspretturinn hafinn íspurningakeppniSjónvarpsins Sigurliðin í fyrri undanúrslit- um spurningakeppninnar „Hvað heldurðu" í Sjónvarpinu fá í verðlaun vikudvöl hjá Ferða- þjónustu bænda á Melstað í Mið- firði, en undanúrslitin hefjast á sunnudagskvöld með keppni Þingeyinga og Reykvíkinga á sunnudagskvöld. Viku síðar fást Árnesingar við ísfirðinga og síðan kljást Barð- strendingar við Kjalnesinga. Sig- urliðin þrjú komast í síðari und- anúrslit ásamt því liði sem nú tap- ar með minnstum mun. Úrslitin sjálf verða að líkindum send út 17. aprfl, og sagði Ómar Ragnarsson sigurlaunin enn óráðin þegar Þjóðviljinn ræddi við hann í gær, en bjóst við þeim veglegum, vonandi sumarlanda- ferð eða ámóta . Þá er ókunnugt um lokaherfang hagyrðinga sem undanfarið hafa haft uppi ýmsar klögur í bundnu máli yfir hlut- skipti sínu. -tt

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.