Þjóðviljinn - 11.03.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 11.03.1988, Blaðsíða 2
Sigurjón Halldórsson nemi: Ég held það sé mikils virði eins og samstarf allra landa yfirleitt. Menningararfleifð okkar gerir það af verkum að tengsl við hin Norðurlöndin eru okkur mikilvægari en tengsl við önnur lönd. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir guðfræðinemi: Mér finnst við íslendingar oft leggja of mikla áherslu á Norður- landasamstarfið. Við megum t.d. ekki gleyma samstarfi við þjóðir Evrópu í heild. Sigriður Þorgrímsdóttir sagnfræðinemi: Samstarfið hlýtur að skipta miklu máli. Mér finnst það hinsvegar ganga of stirðlega, ég hefði viljað sjá Tele-X verða að veruleika. Palli P. er minn maður. Jón T. Sveinsson nemi: Ég tel að það sé mjög gagnlegt og okkur í hag að halda því áfram. Við eigum samieið með hinum Norðurlöndunum og það væri okkur til góðs að það mundi styrkjast. Matthías Geir Pálsson laga- nemi: Við getum auðvitað lært heil- mikið af hinum Norðurlöndunum en hinsvegar verðum við að gæta þess að það gangi ekki út í öfgar og við yerðum að átta okkur á sérstöðu íslands. —SPURNINGIN— Hvers virði telur þú að samstarf Norðurland- anna sé fyrir íslendinga? ___________________________FRÉTTIR__________________________ Sjómenn Eiga sama rétt og aðrir Sjómannasambandið: Gert ráð fyrir 15% almennum launahœkkunum á árinu. Á sama tíma er launaþróun sjómanna fryst. Tekjubreytingar sjómanna sísthærri en annarra á liðnum misserum Idrögum að verðlags- og þjóð- hagsspá fyrir 1988 er gert ráð fyrir að laun hækki almennt um 15% á árinu og sjómenn gera auðvitað þá kröfu að halda í við launaþróun annarra hópa í þjóðfélaginu. Með ákvörðun Verðlagsráðs sjávarútvegsins á dögunum að fiskverð skuli vera óbreytt er komið í veg fyrir það og því una sjómenn að sjálfsögðu ekki“, sagði Hólmgeir Jónsson, framkvæmdastjóri Sjómanna- sambands íslands við Þjóðvilj- ann. Verðkönnun Verðlagsráðs leiðir í Ijós að verðmunurinn á varahlutum er rosalegur og okkar svar við honum er að gefa út verðvísi þar sem hægt er að finna upplýsingar um hagstæð- asta verð, sagði Jónas Bjarnason framkvæmdastjóri Félags ís- lenskra bifreiðaeigenda, er hann var inntur eftir viðbrögðum FÍB við verðkönnuninni. Jónas sagðist vona að þeir sem Leiðrétting Lækkun! Leiðinleg prentvilla smaug inní viðhorfsgrein Kristbjörns Árnasonar ásíðu 5 í Þjóðviljanum í gær. Þar segir rétt fyrir neðan mynd af höfundi: „Pað hefur að vísu komið fyrir að stjórnvöld hafa hækkað laun verka- fólks skyndilega", og ekki að furða þótt lesendur hafi rekið í rogastans. Hér á að standa lœkkað í stað hækk- að, - enda er síðan vísað til kjararáns- ins í maí ’83. Við biðjumst forláts. Að sögn Hólmgeirs eru þær yf- irlýsingar sem komið hafa fram í fjölmiðlum að undanförnu um að sjómenn hafi fengið miklar launahækkanir umfram aðra launþegahópa helber ósannindi. Þessu hefur verið haldið fram vegna hins háa fiskverðs á fisk- mörkuðum og frjálsa fiskverðsins sem var við lýði í skamman tíma á síðasta ári. Samkvæmt útreikningum sem Sjómannasambandið hefur gert á tekjubreytingum hjá sjómönnum á botnfiskveiðum á síðasta ári eru með dýrustu vörurnar átti sig og taki til greina tollalækkunina og geri ráð fyrir niðurfellingu vörugjaldsins á þær vörur sem eftir voru. Innflytjendur verða að selja sínar vörur á raunverulegu verði en ekki með óeðlilegum álögum - Okkar svar er að gefa út verðvísi þar sem teknir verða fyrir 10 varahlutir og stöðugt birt- ar upplýsingar um verð á þeim í sem flestum verslunum, segir Jónas. Verðvísirinn kemur út á 1-2 mánaða fresti og verður dreift til allra félagsmanna og á helstu staði þar sem hans er þörf, svo sem í verslanir og á viðgerða- verkstæði. Það sem á að koma fram í verðvísinum er verð á var- ahlutum, stærð lagers og upplýs- ingar um það hvar FÍB telur hag- stæðast að versla. - Við notum sænskan verðvísi sem fyrirmynd og erum þessa dagana að snúa honum og laga hann að íslenskum aðstæðum, kemur fram að hlutur sjómanna í fiskverði á árunum 1986 og 87 hækkaði um 27,7% milli áranna ef miðað er við að allir mánuðir ársins vegi jafnt. En ef miðað er við aflasamsetninguna 1986 mæl- ist hækkunin aðeins 26%. Afla- aukningin á milli áranna er talin vera um 8% og er þá tekju- aukning sjómanna um 36-38% ef ekki er reiknað með fjölgun í sjómannastéttinni frá árinu áður. Þá má geta þess að fiskverðs- hækkunin um áramótin 1986/87 var talin um 8%, en vegna því vægi bifreiðategunda er allt annað þar en hér, segir Jónas. - Og menn verða að huga að vara- hlutaverði áður en þeir kaupa bfla. í ódýrustu bflana fær maður ódýrustu varahlutina. Yflrnefnd Verðlagsráðs sjávar- útvegsins hefur ákveðið að rækjuverð hækki um tvær krón- ur frá 7. mars sl. þar til annað verður ákveðið. Samkomulag var í yfirnefndinni um verðákvörð- unina en því er hægt að segja upp með viku fyrirvara. Að sögn Kristins H. Gunnars- sonar, starfsmanns rækjusjó- breytinga á frádrætti vegna þyngdar hækkaði þorskverð til togarasjómanna lítið sem ekkert. Á sama tímabili hækkaði greitt meðaltímakaup verkafólks ná- lægt 36% milli áranna 1986 og 1987 og greitt meðaltímakaup iðnaðarmanna hækkaði nálægt 50% á sama tíma, samkvæmt fréttabréfi Kjararannsóknar- nefndar. „Þessar tölur sýna svo ekki verði um villst að sjómenn hafa síst fengið meira í sinn hlut en aðrir launþegar í landinu. Auk þess má benda á að á þessu ári er fyrirséð að tekjur sjómanna koma til með að dragast saman vegna samdráttar í botnfiskafla", sagði Hólmgeir Jónsson. -grh VMSÍ Stuðningi heitið Pórir Daníelsson: Aftökum ekki að koma inní samningaviðræður á síðari stigum málsins Framkvæmdastjórn VMSÍ hef- ur heitið þeim félögum sem felldu samningana á dögunum aðstoð ef þurfa þykir. Aftur á móti telur framkvæmdastjórnin sig ekki til- búna til að fara fyrir viðræðum þessara félaga eins og sakir standa. Það er því full djúpt í árinni tekið að segja framkvæmd- astjórnína hafa aftekið að leiða viðræðurnar, eins og gert var í Þjóðviljanum í gær. - Framkvæmdastjórnin ákvað að koma ekki að sinni inní samn- ingaviðræðurnar, hvað sem síðar kann að verða, sagði Þórir í gær. VMSÍ mun „fylgjast mjög grannt með framvindu mála og er reiðubúið til aðstoðar við félög eða svæðasambönd eftir því sem óskað er eftir eða þurfa þykir“, segir í ályktun framkvæmda- stjórnarinnar. manna við ísafjarðardjúp eru sjómenn nokkuð ánægðir með þessa verðhækkun. Vertíðin hef- ur gengið alveg ljómandi það sem af er og bendir allt til þess að svo verði einnig á næstu árum, sam- kvæmt stofnmælingum sérfræð- inga frá Hafrannsóknarstofnun sem nýlega voru við rannsóknir í Djúpinu. -grh Júlíus Elliðason heldur hér á Lucas kveikjuloki í Honda Civic Sedan. Lokinn kostar í Blossa 163 kr., en 695 kr. í Honda umboðinu. Munurinn er 532 kr! (Mynd: Sig. Mar) Varahlutir - Verðvísir frá FIB Jónas Bjarnason: Verðmunurinn er rosalegur. Okkar svar er að veita aðhald með útgáfu verðvísis Rœkja Hækkar um túkall Rækjusjómenn: Ánægðir með verðákvörðunina 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 11. mars 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.