Þjóðviljinn - 11.03.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 11.03.1988, Blaðsíða 3
FRETTIR Félagslega húsnœðiskerfið Nóg Húsnœðiskerfið íupplausn. Atta almannasamtök umfélagslegar íbúðir, þrír verkalýðsleiðtogar og einn alþingismaður sendafrá séryfirlýsingu. Stjórnvöld hvött til að láta þegar afniðurskurði til húsnœðismála Okkur er nóg boðið. Húsnæðis- kerfið er í upplausn, þess- vegna sendum við frá okkur pessa yfirlýsingu, sagði Reynir Ingi- bjartsson, framkvæmdastjóri Búseta, á blaðamannafundi í gær, þar sem kynnt var yfiriýsing átta almannasamtaka um félags- legar íbúðabyggingar, þriggja verkalýðsleiðtoga og eins alþing- ismanns. Á síðustu 40 árum hafa verið byggðar um 40.000 íbúðir í landinu, þar af 5.500 á félags- legum grunni og af þeim 1.750 leiguíbúðir. Á árunum 1980- 1986 voru byggðar 1.221 íbúð í verkamannabústaðakerfinu, þar af 75 leiguíbúðir. Nú eru um 400 fatlaðir á bið- lista eftir húsnæði og um 200 fatl- aðir búa við ófullnægjandi hús- næði. Sérskólanemar verða leita út á hinn almenna leigumarkað en 4% háskólastúdenta geta fengið inni á Garði. Nú er verið að byggja 90 íbúðir til viðbótar fyrir háskólastúdenta og hækkar Aburðarverksmiðjan Ahersla áöiyggi Aukafundur borgarráðs ídag um ammoníakgeymi nn r Aaukafundi borgarráðs í dag verður væntanlega tekin ákvðrðun um hvað gera skuli varðandi ammoníaksgeymi Aburðarverksmiðju ríkisins í Gufunesi sem fullnægir ekki ör- yggiskröfum og er hættulegur ör- yggi borgarbúa. Stjórn verksmiðjunnar mætti á borgarráðsfundinn sl. þriðjudag og gaf skýrslu um málið, en ætl- unin er að byggja nýjan geymi í stað þess gamla og tekur það 14- 18 mánuði. Borgin gerir þá kröfu að ekkert ammoníak verði geymt á meðan í gamla geyminum, og ef verksmiðjan neyðist af þeim sökum að stöðva áburðarfram- leiðsluna sé það einsýnt að hún flytji inn áburð í staðinn. Verksmiðjustjórnin er þessu algjörlega mótfallin og telur þessa skoðun vera tilræði við af- komu verksmiðjunnar því hún muni ekki ná sér aftur á strik ef til stöðvunar komi. Að sögn Sigurjóns Péturs- sonar, borgarfulltrúa var mikið skeggrætt um öryggisþáttinn varðandi ammoníakið í Gufunesi og var ma. kvaddur til slökkvi- liðsstjórinn í Reykjavík, en hann hefur sem kunnugt er haldið því fram að ammoníaksgeymirinn ógni öryggi borgarbúa. Sigurjón sagði að í þessu máli yrði fyrst og fremst að hafa að leiðarljósi ör- yggishagsmuni borgarbúa fremur en verksmiðjunnar, því ef eitthvert óhapp yrði í verksmiðj- unni og ammoníakgas slyppi út væri voðinn vís. Þá staðreynd þyrftu menn að hafa í huga þegar þetta mál væri rætt en ekki stund- arhagsmuni Áburðarverksmiðj- unnar. _grn þá hlutfallið í 7%, en að sögn þeirra eru þeir að renna á rassinn með að fjármagna byggingu íbúðanna þar sem þeir hafa ekki fengið annan stuðning en 500 þúsund króna framlag frá Reykj avíkurborg.. Samtök aldraðra hafa 60 íbúðir 1 byggingu og áttu von á fram- kvæmdaláni í febrúar en það. brást. Fái þau ekki lánið í apríl eru þau mjög illa stödd. Húsnæð- isstofnun hefur bent á að eini möguleikinn fyrir hana sé að skera niður framkvæmdalán til að mæta 100 miljón króna niður- skurði til byggingasjóðanna. Nú eru um 900 aldraðir á biðlista eftir húsnæði í Reykjavfk og álitið að þörfin fyrir húsnæði handa öldruðum í landinu öllu sé á bilinu tvö til þrjú þúsund íbúðir. Á fundinum var yfirlýsingin lögð fram undirrituð af fulltrúum samtakann átta sem mynda húsn- æðishópinn Þak yfir höfuðið. Þessi samtök eru Oryrkjabanda- lag íslands, Sjálfsbjörg, Landssamtökin Þroskahjálp, Fulltrúar húsnæðishópsins frá vinstri: Kristbjörn Árnason, formaður Félags starfsfólks í húsgagnaiðnaði, Kristinn Einarsson, framkvæmdastjóri Bandalags íslenskra sérskólanema, Kristín Jónsdóttir, íframkvæmdastjórn Sjálfsbjargar, Ómar Geirsson, formaður Stúdentaráðs, Hans Jörgensson, formaður Samtaka aldraðra, Ásgerður Ingimarsdóttir, öryrkjabandalaginu, Reynir Ingibjartsson, framkvæmdastjóri Búseta, Sigurjón Þorbergsson, formaður Leigjendasam- takanna, Sigurður Guðmundsson, formaður Félags starfsfólks í veitinga- og gistihúsum og Sigurður T. Sigurðsson, formaður Hlífar. Mynd Sig. Samtök aldraðra, Stúdentaráð HÍ, Bandalag íslenskra sérskóla- nema, Búseti og Leigjendasam- tökin. Auk þess undirrituðu yfirlýs- inguna þrír verkalýðsleiðtogar, þeir Sigurður T. Sigurðsson, for- maður Hlífar, Sigurður Guð- mundsson, formaður Félags starfsfólks í veitinga- og gistihús- um og Kristbjörn Árnason, for- maður Félags starfsfólks í hús- gagnaiðnaði, en þeir Sigurður T. og Kristbjörn sitja báðir í stjórn- um Verkamannabústaða, Sig- urður í Hafnarfirði og Kristbjörn er formaður Verkamannabúst- aða í Mosfellsbæ. Þá undirritaði Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, al- þingismaður yfirlýsinguna. í yfirlýsingunni er bent á,að með efnahagsráðstöfunum hafi ríkisstjórnin enn einu sinni höggvið í þann knérunn sem síst mátti við: húsnæðislánakerfið, en heildarframlag ríkisins til bygg- ingasjóðanna hefur farið lækk- andi að raunvirði undanfarin ár, þannig lækkuðu þau að raunvirði um rúmlega 30% á síðasta ári. Þá er bent á að félagslega hús- næðiskerfið búi við fjársvelti, auk þ'ess sem lán til byggingar leigu- fbúða séu til skemmri tíma en önnur lán úr byggingasjóðunum. Umsóknir stjórnar Verkamanna- bústaða frá síðasta vori hafa ekki enn hlotið afgreiðslu, en venjan hefur verið sú að afgreiða þær á haustmánuðum. í yfirlýsingunni er skorað á stjórnvöld að láta þegar í stað af niðurskurði fjárveitinga ríkisins til húsnæðismála og þess í stað ættu stjórnmálamenn að sjá sóma sinn í því að efla félagslega hús- næðiskerfið svo það geti staðið undir því stefnumiði að þriðja hver íbúð sem byggð er í landinu sé reist á félagslegum grunni. „Við sitjum uppi með húsnæð- iskerfi sem er óleysanlegt og hef- ur hallað undan fæti með hverju árinu sem hefur liðið á þessum áratug," sagði einn af aðstand- endum yfirlýsingarinnar í gær. -Sáf HP-könnun Framsókn fjarar út Borgarar áflœðiskeri, Framsókntapar, krötumskánar. Stóribróðir grœðir lítið á Borgaraflóttanum. Bestu könnunartölur Allaballasíðan íkosningunum. Fimmflokkakerfiíuppsiglingu? Borgaraflokkurinn er á flæði- skeri staddur samkvæmt könnun um flokkafylgi sem HP birti í gær, og fengi aðeins einn eða tvo þingmenn ef könnunin gengi eftir í kosningum. Fylgi Sjálfstæðisflokks eykst ekki að sama skapi þótt könnunin gefi honum skárri stöðu en í apr- flkosningunum. Framsókn lækk- ar flugið verulega og er með mun minna fylgi en í apríl. Kratar hafa reist sig ögn við úr fylgislægð síð- ustu mánaða og Kvennalistinn heldur nokkurnveginn undan- förnum kannanastyrk. Alþýðu- bandalagið nær ekki kjörfylgi, en stendur betur en í nokkurri ann- arri könnun eftir kosningar. Af þeim sem afstöðu tóku í könnuninni fylgja 14,5% Al- þýðuflokki (-0,7 frá kosningum), 16,6% Framsóknarflokki (-2,3), 31,8% Sjálfstæðisflokki (+4,6), 12,7% Alþýðubandalagi (-0,6), 19,5% Kvennalista (+9,4), 2,3% Borgaraflokki (-8,6). Flokkur mannsinsfærO,8%,Þjóðarflokk- ur einnig, Samtök Stefáns Val- geirssonar 0,4%, óskilgreindir aðrir flokkar 0,4%. Tæp 37% gáfu sig ekki upp við HP og Ská- íss. Miðað við síðustu HP-könnun í janúar hafa Framsókn og Borg- arar tapað talsverðu fylgi, aðrir flokkar unnið á. Athyglisvert er að HP- könnunin gefur vísbendingu um fimmflokkakerfi þarsem Sjálf- stæðisflokkurinn væri stærstur með tæpan þriðjung fylgis, en hinir fjórir með frá 13 til 19 prós- ent, sem miðað við skekkjumörk þýðir að tilfærsla um 2-3 prósent gæti gjörbreytt innbyrðisstöðu minni fíokkanna. Albýðubandalagið fær nú 12,7% og er þetta fyrsta könnun- in þarsem flokkurinn er f grennd við fylgi sitt í aprfl. Fylgistölur flokksins hjá ýmsum kannendum síðan hafa verið: 8,2 (ágúst), 10,4 (sept.), 8,9 (okt.), 7,3-11,0-9,9 (nóv.), 12,3 (jan.), 8,4 - 10,8 (feb.). _„ Norðurlandaráðsþingið Norðurlöndin gegn Dounreay Fylgt eftir kröfunni um athuganir á hugsanlegri mengunfrá kjarnorkuendurvinnslustöðinni. Hugarfarsbreyting hjá Bretum. Þjóðþing Islendinga og Fœreyinga hafa mótmœlt byggingu versins Við eigum að halda áfram sam- eiginlegri baráttu okkar gegn byggingu kjarnorkuendur- vinnslustöðvarinnar í Dounreay. Það munum við gera með öllum tiltækum ráðum, sagði Sissel Rönbeck, umhverfismálaráð- herra Noregs í svari sínu við spurningum Jakobs Lindenskog um verið í Dounreay á þingi Norðurlandaráðs í gær. Færeyski jafnaðarmaðurinn Lindenskog spurði ráðherra- nefnd Norðurlandaráðs hvernig hún hygst fylgja eftir samþykkt sinni gegn áformum Breta um, byggingu versins í Dounreay á þinginu í fyrra. Ennfremur spurði Lindenskog um hvaða frekari að- gerða nefndin hygst grípa til þess að koma í veg fyrir byggingu vers- ins. Sissel Ronbeck sagði að Norð- urlöndin myndu fylgja eftir kröfu um athuganir á hugsanlegri mengun frá verinu, en um þetta er ákvæði í Parísarsáttmálanum. Rönbeck sagði einnig að sér virtist sem ákveðin hugarfars- breyting hefði átt sér stað f bresku ríkisstjórninni gagnvart byggingu kjarnorkuendurvinns- lustöðvarinnar, en þrátt fyrir það hafi Norðurlöndin enga ástæðu til að láta af andstöðu gegn bygg- ingu versins. Lindenskog lagði áherslu á að Færeyingar hefðu mjög miklar áhyggjur af byggingu versins. „Við lítum mjög alvarlega á mál- ið og við verðum að fá bresku ríkisstjórnina til að skilja hversu alvarlegt þetta er," sagði Linden- skog. Alþingi íslendinga og Þjóð- þingið í Færeyjum eru einu þjóð- þingin á Norðurlöndum, sem hafa tekið afstöðu gegn byggingu kjarnorkuendurvinnslustöðvar- innar í Dounreay. GG/Osló Föstudagur 11. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 3 Dounreay Grænfriðungar þrýstaá Umhverfisverndarsamtökin Greenpeace fylgjast náið með áformum bresku ríkisstjórnar- innar um byggingu kjarnorku- endurvinnslustöðvarinnar í Do- unreay í Skotlandi. Nú í vikunni sendu Grænfriðungar frá sér fréttatilkynningu þar sem þeir lýsa eftir afdráttarlausum að- gerðum Norðurlanda gegn bygg- ingu stöðvarinnar. „Ef koma á í veg fyrir nýtt Tjernobil í Norður Atlantshafi, verða Norðurlöndin að grípa til mun harðari aðgerða til þess að fá ríkisstjórn Tatchers ofan af áformum sínum. Hingað til hafa Norðurlöndin gengist inn á allar málamiðlanir og áætlanir Breta eru óbreyttar," segir í fréttatilkynningu Græn- friðunga. GG/Osló

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.