Þjóðviljinn - 11.03.1988, Page 4

Þjóðviljinn - 11.03.1988, Page 4
LEHDARI Snótarkonur vísa Verkakonur í Vestmannaeyjum eiga í harðri ver- kfallsbaráttu þessa dagana, og með henni vísa þær veginn í kjaraátökunum. Enda hafa þær fengið ýmislegan stuðning og hvatningu frá félögum sínum í öðrum samtökum launamanna, -og að ógleymdu framlagi annarra og hvatningu munar þar mest um rausnargjafir opin- berra starfsmanna í verkfallssjóð Snótar, 600 þús- und krónur frá KÍ og SFR. Á yfirvinnubann Verkalýðsfélags Vestmannaeyja og Framsóknar í Reykjavík má einnig líta sem stuðn- ing við Snótarkonur, -óbeinan en mikilvægan. Því er óðum að vaxa skilningur í hreyfingu launafólks um land allt að einsog nú er í pottinn búið stendur árang- ur í kjarabaráttunni og fellur með úrslitum verkfalls- ins í Eyjum. Verði fiskverkakonurnar í Vestmannaeyjum knúnar til uppgjafar er hætt við að aðrir verði að gjöra svo vel að leggja niður skottið með lítilli sæmd. Meðan Snót í Eyjum heldur uppi merkinu gefst öðrum félögum mikilvægt andrúm til ráðagerða og liðsafnaðar. Þetta skilja VSÍ-menn í Garðastrætinu, og þes- svegna er lagt kapp á að verjast Snótarkonum. Uppá landi verða menn að gera sér grein fyrir að staða Snótarkvenna er á ýmsan hátt erfið þrátt fyrir barátt- uþrótt þeirra. Snótarkonur búa meðal annars við það að í Vestmannaeyjum er reynt að magna gegn þeim galdur um að verkfall þeirra stefni bæjarfélaginu í hættu. Til þess hefur meðal annars verið fenginn sjálfur bæjarstjórinn í Eyjum, sem í Morgunblaðinu í fyrradag barmar sér yfir verkfalli kvennanna, en dett- ur ekki í hug að atvinnurekendur eigi nokkurn þátt í því hvernig komið er. Það er heimamanna að krefja Arnald Bjarnason I reikningsskila um það hvort hann er bæjarstjóri Vestmannaeyinga allra eða aðeins sumra þeirra. Viðbrögð bæjarstjórans sýna hinsvegar að Snót- I Grindavík og Áróðursbarlómur VSÍ-manna í þessari samninga- hríð varð einu landsbyggðarblaðanna um daginn tilefni til að rifja upp vinnuveitendavísur Heiðreks Guðmundssonar frá Sandi, -sem verða aldrei of oft kveðnar: Frá því ég byrjaði, barnið, blöðunum í að stafa tapað á einu og öllu atvinnurekendur hafa. Að Eyjólfur héðan af hressist hættur er ég að vona - En hafa þeir alltaf efni á því að tapa svona? Atvinnurekendur í Grindavík voru að Garðastræt- issamningunum felldum orðnir leiðir á að tapa. Þeir náðu samningum við verkalýðsfélagið á staðnum, samningum sem að vísu eru ekki í samræmi við ítrustu kröfur verkamanna, en eru þó taldir vera um sjö prósent frammyfir hina nýfelldu. Félagar verkalýðsfélagsins samþykktu, og varekki beturséð en að þarmeð væri komin hreyfing á allar aðrar samningaviðræður, enda sá mikilsverður munur á veginn arkonur þurfa allan stuðning sem þær geta fengið, og auðvitað væri allra mest um vert að félagar þeirra í hreyfingu launafólks tækju sér stöðu við hlið þeirra á verkfallsvaktinni. Gardastræti Grindavíkur- og Garðastrætissamningunum að í öðrum er samið um kjarabætur en í hinum um kjara- skerðingu. En viti menn. Miðstýringarmennirnir í Garðastræt- inu ætla sér að taka fram fyrir hendurnar á atvinnu- rekendum í Grindavík, og hafa neitað að fallast á samning þeirra við Verkalýðsfélagið. Þeir hjá VSÍ eru ekki tilbúnir að borga það fyrir vinnuafl launamanna sem atvinnurekendur í Grinda- vík eru tilbúnir til að borga. Þeir hjá VSÍ vilja frekar halda áfram að tapa. Þeir vilja frekar halda kjaradeilunum áfram útá ystu nöf. Þeir hjá VSÍ telja sig hafa efni á að tapa. Ekki vegna þess að fyrirtækin standi illa, -enda er launa- kostnaðurinn aðeins lítill hluti af raunverulegum vanda fiskvinnslunnar sem mest er vælt útaf þessa daga. Ekki bara vegna þess að VSÍ á uppundir 100 milljónir í verkfallssjóði. Þeir telja sig hafa efni á að tapa vegna þess að þeir telja sig vera að verja það kjarakerfi sem þeir hafa komið hér upp síðustu árin: láglaunastefnuna og fimmtánfalda launamuninn. í þágu þess kerfis er VSI tilbúið að halda áfram að tapa, og meira að segja tilbúið til að niðurlægja sína eigin menn. -m KLIPPT OG SKORID Að spjalla Það þykir góður eiginleiki hjá miklum selskapsmönnum að geta sífellt fitjað upp á nýju umræðu- efni til að notalegt spjall í gesta- boðum falli ekki niður og upp komi vandaræðalegar þagnir. Sá sem getur haldið uppi fyrirhafn- arlausum samræðum, er fær um að bjarga mörgu samkvæminu frá þeim ósköpum að gestirnir sitji steinþegjandi tímunum saman og horfi í gaupnir sér. Á þessum vettvangi varðar oft mestu að eitthvað sé sagt. Þar skiptir ekki öllu hvað er verið að segja, held- ur hvernig frá hlutunum er sagt. Sú samræðukúnst, er byggir á því að finna stöðugt ný umræðu- efni til að stoppa upp í þagnirnar, er ekki bundin við samkvæm- isljónin ein. Hún virðist hafa lagt undir sig stórar lendur á sviði ís- lenskrar fjölmiðlunar og er ekki annað að sjá en þeir landvinning- ar aukist jafnt og þétt. Og þá má ekki gleyma sumum þeirra manna sem kjörnir hafa verið til að setja þjóðinni lög. Þeir hafa margir sýnt meistaralega takta við að stytta fólki stundir. Þegar verið er að rústa efna- hagskerfið og „Róm brennur‘% svo að notað sé skáldlegt líkinga- mál, er mikils um vert að ein- hverjir taki að sér að leiða athygli almennings að öðrum og skemmtilegri hlutum, annars er hætta á að einhverjir fari að draga sínar eigin ályktanir um lands- stjórnina. Farsælir þingmenn reyna að eiga alltaf eitthvert mál í pokahorninu, sem unnt er að grípa til við þessar aðstæður. Fyrir nokkrum áratugum var það blessuð rjúpan hvfta. Nokkrir þingmenn áttu um tíma hug og hjörtu þjóðarinnar vegna glæsi- legra tilþrifa í árvissu þjarki um hvort rjúpnaveiðitíminn ætti að vera langur eða skammur. En al- þýðufólk, sem þrátt fyrir allt var að rembast við að sjá sér og sín- um farborða, nennti um síðir ekki að hafa áhuga á málinu og þá þurfti að finna nýtt umræðuefni. Pínulítið af rjúpu, takk! Gengið er fallið, verðbólgan komin á fleygiferð og illa gengur að ná samkomulagi um kaup og kjör. Hvað er til ráða? Ætti kann- ski að hefja víðtæka umræðu um þverbrestina í íslensku þjóðfélagi og hvað beri að gera? Áuðvitað eru þeir margir þingmennirnir sem vilja gjarnan taka þátt í um- ræðu um ráðstafanir í efna- hagsmálum, bæði þær sem nú hefur verið gripið til og ekki síður hinar sem ríkisstjórnin vill ekki nota vegna oftrúar sinnar á frjáls- hyggjuna. En svo eru það nokkrir sem álíta að nú sé einmitt rétti tíminn til að finna eitthvert nýtt umræðuefni fyrir þjóðarsel- skapinn, eitthvað skemmtilegt og frumlegt, eitthvað sem leiðir hug- ann frá grámyglu raunverunnar. Bara að finna eitthvað, sem allir telja sig þekkja: Bjórmálið! Nú er einmitt rétti tíminn til að gleyma sér í orðaskaki um það með hvaða aðferðum ætti að selja þjóðinni bjór. Bjórinn er búinn að vera þrautalending við þessar aðstæð- ur um margra ára skeið. En sumir eru farnir að lýjast á þessari skemmtan. Mætti ekki fara að dæmi sjónvarpsins sem lætur Derrick annað veifið fara í langt frí svo að menn verði ekki of leiðir á honum? Á meðan fá menn að kynnast nýjum löggum og öðru vísi bófum og verða svo yfir sig kátir þegar Derrick karl- inn birtist aftur. Er kannski kom- inn tími tii að rifja upp fornan fjandskap og taka svona eins og eina eina umferð á rjúpunni til tilbreytingar? Steingrímur og strákarnir í leiðara Víkurblaðsins, sem gefið er út á Húsavík, var fyrir nokkru fjallað um afreksmenn. Bent er á að frammistaða Jó- hanns Hjartarsonar gegn Korst- noj hafi fjölgað mjög þeim sem sest hafa niður við tafl, en áhrifa afreksmanna gæti þó einnig með öðrum hætti. „Þessirmenn sameina þjóðina, þjappa henni saman og efla já- kvætt sjálfstraust landsmanna á öllum sviðum. Að vísu eroftstutt í neikvæða þjóðrembu, og hefur hennar orðið vart í fjölmiðlum að undanförnu í bland við hálfgerða hysteríu, en þetta eru þó smá- munir einir. Stjórnmálamenn hafa væntan- lega endanlega áttað sig á gildi afreksmanna á síðustu dögum, og e. t. v. öfunda þeir afreksmennina svona innst í hjarta sér. Það er ugglaust draumur hvers stjórnmálamanns að vera kallað- ur „okkar maður“ af þjóð sinni, en sá draumur rætist víst fæstum, nema e.t.v. Steingrími Her- mannssyni nú og ráðherrum á tímum þorskastríða. “ Klippari verður að játa að hann gerði sér ekki grein fyrir stöðu Steingríms við hlið stór- meistara, hlaupagikka og krafta- jötna. Spurningin er hvort Steingími geti komið þetta illa, sbr. þá þörfu áminningu sem finna má undir lok Víkurblaðs- leiðarans: „Þegar afreksmennirnir vinna ekki lengur afrek, þá erum við fljótirað snúa við þeim baki, ein- mitt þegar þeir hafa hvað mesta þörffyrir stuðning. “ „Ég er ekki Og hér er ein örstutt úr Víkur- blaðinu: „G-Iistafólk á Húsavík blótaði þorra á dögunum og varað venju haft í frammi grín og spé. M.a. fór fram spurningakeppni í anda „Hvað heldurðu ?“ og mest lagt upp úrþvísem ÓmarRagnarsson kallar „ég er“ spurningar. Áttu þátttakendur að þekkja húsvíska borgara af vísbendingum. Fyrsta vísbendingin úr einni spurningu var þessi: Ég er ekki guð almáttugur! Ogþaðþurfti ekki meira. Kári Arnór Kárason hljóp í bjölluna og sagði að hér væri spurt um Krístján Ásgeirsson. Krístján var óhress með spurninguna og sagði að þetta hefði verið alltof augljóst. “ þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Utgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, MörðurÁrnason, ÓttarProppó. Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Ingibjörg Hinriksdóttir (íþr.), Hjörleifur Sveinbjömsson, KristóferSvavarsson, Magnfríður Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, LiljaGunnarsdóttir, ÓlafurGíslason, Ragnar Karlsson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.), SævarGuðbjörnsson, TómasTómasson. Handrlta- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlitsteiknarar: GarðarSigvaldason, Margrót Magnúsdóttir. FramkvæmdastjórhHallurPállJónsson. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrlfstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Olga Clausen, UnnurÁ- gústsdóttir. Símavarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innhelmtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setnlng: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð I lausasölu: 60 kr. Helgarblöð:70kr. Áskrlftarverð á mánuði: 700 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 11. mars 1988

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.