Þjóðviljinn - 11.03.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 11.03.1988, Blaðsíða 5
Austurríki „Innlimunin var ekki nauðgun 111 * . 1 1 ' 1 • s s i r> />+****.,*— ^..^. _ _ heldur ástarsamband, hjónavígla semframfór íhelvíti. "50árfrá ,Anschluss" Idag eru liðinn rétt 50 ár frá því Austurríki varð partur af „Þriðja ríkinu," Þýskalandi Adolfs Hitlers. Ugglaust kysi þorri Austurríkismanna að minn- ast innlimunarinnar sem leiðin- legs atviks í grárri forneskju en „Ibrtíðin hefur elt þá uppi" í líki grannholda lögfræðings, Kurts forseta Waldheims, sem vill ekki fyrir nokkra muni láta af emb- ætti. Það var að morgni dags tíunda mars árið 1938, að þáverandi kanslari Austuríkis, íhaldsmað- urinn Kurt Schuschnigg, kvaddi sér hljóðs í útvarpi. Hann færði þjóðinni þau tíðindi að þýskir valdsmenn hygðust hernema landið og krefðust tafarlausrar hlýðni. Hann sagði af sér embætti með orðunum: „Við erum beittir valdi - Guð varðveiti Austurr- íki." Daginn eftir streymdu þýsk- ar hersveitir yfir landamærin, við mikinn fögnuð fjölda Austurrík- ismanna. Gyðingar voru hinsveg- ar uggandi. Þrem dögum síðar, 13da mars, settu hinir nýju þýsku valdsherr- ar lög um innlimunina eða „die Anschluss." Fyrsta málsgrein hljóðaði svo: „Austurríki er sýsla í Þýska ríkinu." Þó var Austurríki „ekki til" næstu sjö árin. Á landabréfum Þjóðverja mátti í fyrstu sjá að syðst í Þýskalandi lá sýslan Austurmörk. Síðan hvarf hún einnig af landabréfunum og á síð- ustu árum „þúsundáraríkisins" var hið fornfræga stórveldi aðeins nafnlaust héraðasafn. Þegar nasistar voru ofurliði bornir og Austurríki fékk nafn sitt og landamæri á ný lýstu bandamenn því yfir að Austur- ríkismenn hefðu verið fyrstu fórnarlömb yfirráðastefnu Hitl- Misheppnaði málarinn kemur „heim" skömmu eftir Anschluss. Á innfelldu myndinni er Kurt Waldheim. „Andlit móður minnar var baðað í tárum." ers. Mjög þótti þetta orka tvímæ- lis í ljósi þess hve margir þeirra höfðu fagnað innlimun og þjónað „foringja sínum og landa" af stakri samviskusemi. Það væri að bera í bakkafull- ann lækinn að rekja hér mál Kurts Waldheims, meint glæpa- verk hans á stríðsárunum og styr- inn sem um hann stendur í Austurríki. Hinsvegar er ekki úr vegi að vekja athygli á því að fjöldi manna, jafnt innan sem utan Austurríkis, telur forsetann aðeins tákn þjóðar sinnar í þessu máli. Einn þeirra er leiðtogi „Heimssamtaka gyðinga," Edgar Bronfman. Fyrir skömmu reit hann grein um innlimunina, Waldheim og þegna hans í New York Times. Þar farast honum orð á þessa leið: „Innlimunin var ekki nauðgun heldur ástasamband, hjónavígsla sem fram fór í helvíti. Lygin hefur búið með þorra Austurríkis- manna frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Kurt Waldheim Palestína Bragö er að þá barnið finnur Hinn harðskeytti barsmíðaráðherra ísraels, Yitzhak Rabín, kvartar undan landrœningjum á herteknu svæðunum Yit/Iiak Rabín, varnarmála- ráðherra ísracls, er frægur I'yrir annað en að kalla allt ömimi sína. Það var hann sem á sínum tíma gaf ísraelsdátum fyrirmæli um að beinbrjóta palestínsk ung- menni í stað þess að skjóta þau og hefur það ekki valdið honum svefntruflunum þótt 90 Palestínu- menn hafi orðið löndum sínu að bráð undanfarna þrjá mánuði. En svo má brýna deigt járn að það bíti og í gærmorgun lét hann orð falla sem benda til þess að þolinmæði hans sé á þrotum gagnvart ísraelskum „landnem- um" á vesturbakka Jórdanár og Gazasvæðinu. „Vandinn sem að okkur steðjar væri mun auðveld- ari viðfangs og auðleystari ef Yitzhak Rabín. Jafnvel honum finnstjandnem- arnir" vera til vandræða. svæðin væru aðeins byggð arö- bum og án gyðinga." Ekki var nú djúpt í árinni tekið en engu að síður tóku landræn- ingjar þetta óstinnt upp. Ron nokkur Nachman, bæjarstjóri í Ariel, 8 þúsund manna gyðinga- þorpi á vesturbakkanum, sagði þetta hjal ráðherrans einkar óá- byrgt. „Eru þetta skilaboðin til landnema, er þetta öll hvatning- in?" Staðreyndin er sú að „land- nemarnir" færa sig æ meir uppá skaftið á herteknu svæðunum og hlýtur það að vera einhverjum ráðamanna í Jerúsalem áhyggju- efni að geta ekki hamið þennan skríl. Það hefur gerst með nokk- urra daga millibili að glæpamenn úr röðum landræningja aka í bíl- um sínum inní palestínsk þorp og skjóta þann sem á vegi þeirra verður. Og í fyrrinótt gengu þeir fylktu liði um götur Hebron á vesturbakkanum. Að sögn sjónarvotta skutu þeir á og lögðu eld að bílum palestín- skra íbúa. Þúsundir Palestínu- manna, karlar, konur og börn, flúðu uppá þök húsa sinna. Ung- ur Vesturlandamaður ræddi í gær við fréttamann Reuters og sagði sínar farir ekki sléttar. „Ég hef aldrei orðið vitni að öðru eins. Arabafjölskyldan sem ég bý hjá óttaðist um líf sitt og allir fóru uppá þak með spýtur og járnstangir til að geta varist. Þrátt fyrir myrkrið sáum við að skotið var úr bflum sem brunuðu fram- hjá." Reuter/-ks. er aðeins ytra tákn þeirrar lygi." Franz Vranitsky kanslari sagði í sjónvarpsviðtali í gær að Austurríkismenn hefðu bæði ver- ið fórnalömb og sökunautar þýsku nasistanna á stríðsárunum. Hann sagðist ekki telja að til væri fyrirbæri sem nefna mætti „þjóð- arsekt" en öðru máli gegndi vita- skuld um sakir einstaklinga. „Viss hluti þjóðarinnar fagnaði valdatöku þýsku nasistanna, studdi þá heilshugar og tók fullan þátt í ýmsu er sigldi í kjölfar innlimunarinnar." Fréttaritari Reuters telur kanslarann eiga við helförina og aðra glæpi nasista gegn mannkyninu með hinum hófsömu lokaorðum sínum. Kanslarinn var ekki sá eini af leiðtogum Austurríkis er kom fram í sjónvarpi í gær. Waldheim forseti sá ástæðu til þess að ávarpa þjóð „sína" á sögulegum tímamótum. Hann baðst velvirðingar á glæpum landa sinna á valdatíma Hitlers og kvað aldna Austurrík- ismenn verða að segja allt af létta um fortíðina því annars væri hætta á að „trúnaðarkreppa" skylli á í landinu. Á hjartnæman hátt skýrði Waldheim frá því sem hann sá og heyrði þann lOnda mars árið ' 1938: „Eg var nítján ára gamall. Ég sat með foreldrum mínum inní stofu og hlýddi á mál kanslar- ans í útvarpinu. „Við erum beittir valdi- Guð varðveiti Austurríki." Ættjörðin var sigruð. Andlit móður minnar var baðað í tár- um." Reuter/-ks Tíbet Spenna eftir átök Sjónarvottar segja níu hafa látið lífið íátökum lögreglu og óbreyttra borgara íLhasa á laugardaginn Gráir fyrir járnum og þungir á brún gæta þúsundir kín- verskra lögreglumanna þess að kyrrð og ró haldist í Lhasa, höf- uðborg Tíbets. „Útlendur" sjón- arvottur í borginni tjáði frctta- manni Reuters í fyrradag að þeir væru 2,400 hið minnsta og væru á vappi um alla borg. Hann greindi einnig frá því að sér hefðu borist þrálátar sögu- sagnir til eyrna um að 16 munkar hefðu týnt lífi þegar öryggis- sveitir ráðamanna réðust til inngöngu í Johkang musterið á laugardaginn undir því yfirskyni að verið væri að kveða niður „andkínverskt" uppþot. Téður „útlendingur" í Lhasa mun ekki hafa viljað láta nafns síns getið. Hann hafði eftir heim- ildamönnum að ungir munkar hefðu reynt að hleypa upp trúar- hátíð á laugardaginn og sönglað slagorð um frjálst Tíbet. Þetta hefði reitt valdahafa til ofsareiði, skömmu síðar hefðu hermenn og vopnaðir lögreglumenn hópast inní musterið og gengið berserks- gang. „Það var árásin á helgi- dóminn sem olli því að allt fór í bál og brand í borginni," sagði heimildamaðurinn. Að sögn kínverskra stjórn- valda lét einn lögreglumaður lífið í átökunum á laugardaginn og 309 særðust. Þau hafa hinsvegar ekki látið uppi hve margir óbreyttir borgarar féllu. Útlendingar sem komu frá Tí- bet til Peking daginn eftir óeirðirnar staðhæfðu að þúsundir heimamanna hefðu tekið þátt í átökum við lögreglu. Að minnsta kosti níu hefðu látist, þar af þrír lögreglumenn. Reuter/-ks. Föstudagur 11. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.