Þjóðviljinn - 11.03.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 11.03.1988, Blaðsíða 6
ENDURNYJUN KJARNAVOPNA Leiðtogafundi Nato er nýloki'ö'. Eftir fréttum að dæma fór fund- urinn vel fram, bandalagið er nú sterkara en áður og einingin hef- ur sjaidan eða aldrei verið meiri að sögn. Algjör samstaða náðist um lokayfúiýsingu fundarins. Þessi gamalkunna klisja um ein- inguna er gjarnan höfð í frammi þegar ágreiningur er uppi innan Nato og um þessar mundir fer því fjarri að eindrægni ríki meðal leiðtoga Vesturlanda. Það afvopnunarmál sem mest vaí»deilt um á leiðtogafundinum í Briissel varðar endurnýjun kjarnavopna i Evrópu, ekki bara skammdrægra vopna eins og gjarnan hefur verið haldið fram heldur einnig hvernig best megi efla kjarnorkuvígbúnað Nato í Evrópu eftir að meðaldrægu flaugarnar, Persing 2 og Toma- hawk stýriflaugar hafa verið fjar- lægðar. í lokayfirlýsingunni kem- ur það fram að leiðtogarnir hafa ekki komið sér saman um hvernig skuli staðið að þessari endurnýj- un. Þar segir að hernaðarstefna Nato byggist á fælingu kjarna- vopna og hefðbundins vígbúnað- ar „sem áfram verði af nýjustu gerð þar sem það er nauðsyn- legt." Endanleg ákvörðun um endurnýjun kjarnavopna Atl- antshafsbandaiagsins verður því væntanlega tekin á fundi í kjarn- orkuáætlunarnefnd bandalagsins (Nuclear Planning Group) sem haldinn verður í Kolding í Dan- mörku 26. og 27. apríl nk. Hér á landi hefur verið næsta hljótt um þessar hugmyndir og fréttaflutningur af leiðtogafund- inum virtist hafa annan tilgang en að upplýsa almenning um hvað þetta helsta ágreiningsmál innan Nató snýst. í umræðum á Alþingi um skýrslu utanríkisráðherra, sem fram fóru skömmu fyrir Nat- ofundinn, virtust stjórnarand- stöðuþingmenn hafa lítinn áhuga á að vita hver yrði afstaða þeirra Þorsteins Pálssonar og Stein- gríms til þessara mála á leiðtoga- fundinum. Montebello samþykktin Ákvörðun um endurnýjun kjarnorkuvopna í Vestur-Evrópu var upphaflega tekin á fundi varnarmálaráðherra Nato í kjarnorkuáætlunarnefnd banda- lagsins sem haldinn var í Monte- bello í Kanada árið 1983. Á þess- um fundi var einnig samþykkt að fækka kjarnavopnum í Evrópu úr 6000 í 4600. Þessari síðarnefndu ákvörðun var mjög haldið á lofti en því haldið leyndu að til stæði að bæta fækkunina upp og gott betur með nýjum og hættulegri vopnum. Reyndar hafa bæði bresk og dönsk stjórnvöld neitað því að nokkur ákvörðun hafi ver- ið tekin á þessum fundi, aðeins hafi verið fjallað um ýmsa mögu- leika á endurnýjun. Frank Carl- ucci varnarmálaráðherra Banda- ríkjanna hótaði því hins vegar ný- verið á fundi sérfræðinga og stjórnmálamanna í Miinchen að ef ekki verði staðið við þessa ákvörðun muni Bandaríkin kalla heim frá Evrópu þá 325 þúsund bandaríska hermenn sem þar eru. IEVROPU Eftir því sem bresk-bandarísk upplýsingastofnun, The British American Security Information Council hefur greint frá er nú jafnvel gert ráð fyrir enn frekari fækkun en upphaflega var talað um á Montebello fundinum. Til stendur að losa sig við 1100 úrelt vopn til viðbótar þannig að heildarfjöldi kjarnavopna Nato í Evrópu verði u.þ.b. 3500, þar af á að endurnýja 2300 kjarnavopn. Þessi nýju vopn eru: 1300 stýri- flaugar af nýrri gerð er skotið yrði úr F-lll, F-16 og Tornado sprengiþotum í átt að skotmörk- um í Sovétríkjunum, 600 nýjar skammdrægar kast- og stýriflaug- ar sem eiga að koma í staðinn fyrir Lance flaugar sem staðsettar eru í Þýskalandi og 400 nift- eindasprengjur í 155 mm fallbyss- ukúlum. Þessi áform haldast algerlega í hendur við áætlanir um endur- nýjun hefðbundins herafla Nato í Evrópu. Nýju flaugarnar, bæði þær sem komið verður fyrir á landi og um borð í sprengiþotum, verða ýmist búnar kjarnaoddum, hefðbundnum sprengihleðslum eða efnavopnum. Þær eru hluti af sameiginlegu verkefni land- og flughers Bandaríkjanna sem kall- ast Joint Tactical Missile System (JTACMS) en einnig er hugsan- legt að í flugvélunum verði komið fyrir ensk-frönskum flaugum (Modular Standoff Weapons). Landflaugarnar draga þrisvar sinnum Iengra en gömlu Lance flaugarnar og eiga að geta hitt skotmörk sín af fimm sinnum meiri nákvæmni. Geigun allra þessara nýju flauga á að verða innan við 90 metrar. Ennfremur eru uppi hugmynd- ir um að 380 langdrægar stýri- flaugar sem skotið yrði úr árásar- kafbátum verði settar undir yfir- stjórn Nato í Evrópu til viðbótar þeim 400 bandarísku kjarnaodd- um um borð í Poseidon/Trident eldflaugakafbátum og 360 kjarn- avopnum um borð í flugmóður- skipum undan ströndum Evrópu sem Nato hefur yfir að ráða og eru ætluð til árása á Sovétríkin. Hvort sem það fellur inn í þess- ar áætlanir eða ekki þá er athygl- isvert að Frank Carlucci skýrði bandarískum þingmönnum ný- lega frá því að INF samningurinn svokallaði fæli aðeins í sér útrým- ingu skotpalla og flauganna sjál- fra. Að ósk Bandaríkjanna hefði hins vegar verið ákveðið að eyða ekki kjarnaoddunum. Það er ekkert því til fyrirstöðu að nota þá aftur í önnur vopn. Þriðja núlllausnin Ágreiningurinn um endurnýj- un kjarnorkuvígbúnaðar í Evr- ópu blandast inn í mjög ólík við- horf um áframhaldandi samn- ingaviðræður við Sovétríkin og Varsjárbandalagið. Danska þjóðþingið hefur markað skýra stefnu í þessum málum sem það áréttaði nú nýverið í tilefni af leiðtogafundinum. Danir eru af- dráttarlaust á móti öllum hug- myndum um frekari endurnýjun kjarnavopna í Evrópu og vilja að áfram verði unnið að kjarnorku- afvopnun Evrópu. Var danska stjórnin skuldbundin til að fylgja þessari stefnu eftir á leiðtoga- fundinum. Einnig má gera ráð fyrir að Grikkir, Spánverjar, Hollendingar og Norðmenn séu á móti þessum áformum. Þá er mjög mikil andstaða í Vestur-Þýskalandi gegn endur- nýjun skammdrægra kjarnorku- flauga þar í landi, enda óttast margir Þjóðverjar að þessi vopn kæmu fyrst og fremst til með að springa innan landamæra þýsku ríkjanna (vopnin ná þó til flestra Evrópuríkja). Þýskir jafnaðar- menn hafa lagt mikla áherslu á þriðju núlllausnina svokölluðu, þ.e. útrýmingu allra skamm- drægra kjarnavopna í Austur- og Vestur-Evrópu. fulltrúar Var- sjárbandalagsins styðja þessar hugmyndir og vitað er að Gensc- her utanríkisráðherra Vestur- Þýskalands er að mörgu leyti sömu skoðunar þótt þýska stjórn- in sé formlega á móti þeim. Þýsk stjórnvöld hafa engu að síður lagt áherslu á að samningaviðræður um skammdrægar eldflaugar verði teknar upp samhliða og jafnvel óháð viðræðum um tak- mörkun hefðbundinna vopna í Evrópu. Þessi afstaða Þjóðverja gengur algerlega í berhögg við sjónarmið Breta og Bandaríkja- manna í Nato. Mitterrand Frakklandsforseti studdi hins vegar sjónarmið Þjóðverja á leiðtogafundinum, ekki vegna andúðar á kjarna- vopnum heldur vegna hernaðar- samvinnu Frakka og Þjóðverja. Hann heldur því fram að skammdræg vopn fæli ekki árás og hann vill að Frakkar fái næði til að fjölga meðaldrægum kjarn- aflaugum sínum þannig að frönsk kjarnavopn verði mikilvægari þáttur í vígbúnaði Evrópu. Eins og áður er komið fram hafa Bandarfkin jafnvel hótað því að draga herlið sitt heim frá Evrópu ef ekki verður staðið við Montebello ákvörðunina um endurnýjun kjarnavopna Nato í Evrópu. Þeir halda því ákveðið fram að ekki megi semja um frek- ari útrýmingu kjarnavopna í Evr- ópu fyrr en komið hefur verið á jafnvægi í hefðbundnum herafla Nato og Varsjárbandalagsins, Innan Nató er deilt um framtíðarstefnu eftir Washington- samkomulagið um meðaldrœgar flaugar. Ráðamenn í hernaðar- bandalaginu hafa sœttsigviðþá fœkkun en ætla sérsíður en svo að draga úr kjarnorkuvígbún- aðinum íheild. Skammdrœgu flaugarnar eru ekki nema hluti af dœminu öllu CSWS-eldflaug (Corps Support Weapon System) sem rætt hefur verið um að komi í staðinn fyrir skammdrægar Lance-flaugar í Vestur-Þýskalandi. Þær draga lengra og eru búnar mjög fullkomnum stýribúnaði þannig að þær hitta skotmörk sín af mikilli nákvæmni. Tomahawk-stýriflaug skotið úr kafbáti. Óháð þvf hvort yfirherstjóm Nató í Evrópu fær flaugar af þessari gerð er bandaríski sjóherinn á góðri leið með að koma sér upp rúmlega fjögur þúsund Tomahawk-flaugum. Þar af munu tæp- lega þúsund verða búnar kjarnaoddum. 6 SfDA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 11. mars 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.