Þjóðviljinn - 11.03.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 11.03.1988, Blaðsíða 7
Kjarnorkuvopn til nota á „hefðbundnum" vigvelli eru ekki ný af nálinni. Þessi mynd er frá 1953 og sýnir tilraun með 15 kílótonna sprengju úr fallbyssu á til raunasvæði Bandaríkjahers í Nevada-eyðimörkinni. Þessi sprengja er af svipuðumstyrkleikaog Hiroshima-sprengjan. Nútímasprengjurfyrirfallbyssureru nifteindasprengjur, ekki einsöflugaren þessi, en hafa þeim mun meiri geislavirkni. fyrr megi ekki draga úr fælingar- mætti kjarnavopnanna meira en orðið er. En það hangir fleira á spýtunni en fælingarkenningin. Samningar um þriðju núlllausn- ina myndu einnig stöðva áform Bandaríkjanna og Nato um að koma upp fjölda eldflauga með hefðbundnum sprengihleðslum á meginlandi Evrópu en þessum flaugum er m.a. ætlað það hlut- verk að ráðast á herflugvelli og stjórnstöðvar Varsjárbandalags- ins á fyrstu mínútum átaka í Evr- ópu. Höfuðröksemd þeirra sem vilja endurnýja kjarnavopnin er sem sagt sú að ekki megi draga úr fælingunni. Fylgismenn þriðju núlllausnarinnar benda hins veg- ar á að í fyrsta lagi sé fæling nægi- lega tryggð með bandarískum, breskum og frönskum kafbáta- eldflaugum, bandarískum stýrif- laugum í herskipum og árásark- afbátum og síðast en ekki síst kjarnavopnum í langdrægum, bandarískum sprengiflugvélum. I öðru lagi eigi Sovétríkin miklu fleiri skammdræg kjarnorkuvopn og eldflaugar með hefðbundnar sprengihleðslur. Þeir segja að í upphafi styrjaldar milli Nato og Varsjárbandalagsins muni þess- arr hefðbundnu sprengiflaugar Sovétríkjanna falla sem regn yfir Vestur-Evrópu og valda mikilli hræðslu og ringulreið. Þær muni jafnvel geta eytt að miklu leyti flugvöllum, höfnum og öðrum mikilvægum samgönguleiðum með þeim afleiðingum að erfitt verði að koma til Evrópu birgð- um og nauðsynlegum liðsauka frá Norður-Ameríku í tæka tíð. Þeir telja því að það sé Vesturveldun- um mjög í hag að semja um út- rýmingu skammdrægra vopna. Það er ekki bara í Evrópu sem þriðja núlllausnin á sér hljóm- grunn. í nýlegri skýrslu rann- sóknarþjónustu Bandaríkja- þings, Congressional Research Service, ermjögtekiðundirþessi sjónarmið. Óháðar friðarhreyfingar í Evr- ópu efuðust strax frá upphafi um að einlægni byggi að baki tillögu Reagans um tvöföldun núlllausn- ina, þ.e. útrýmingu meðaldrægra eldflauga í Evrópu, og bentu á að ein og sér fæli hún ekki í sér neina tryggingu fyrir afvopnun. Þess vegna mótuðu þær tillögu um að frysta öll kjarnavopn (líka bresk, frönsk og kínversk) samhliða út- rýmingu meðaldrægu flauganna. Mörgum þykir sem áform Nato um endurnýjun kjarnavopna í Evrópu staðfesti þessar efa- semdir. Nokkur helstu friðar- samtök Evrópu hafa ákveðið að koma saman til fundar í Kolding í Danmörku í apríl þegar varnarm- álaráðherrar Natoríkja þinga í kjarnorkuáætlunarnefndinni og reyna að komast að endanlegri niðurstöðu um hvort og hvernig beri að endurnýja kjarnavopn bandalagsins. Friðarhreytingar mótmæla þessum áformum Friðarhreyfingarnar ætla að mótmæla þessum áformum og koma mótmælaundirskriftum frá einstökum Natolöndum á fram- færi við þennan fund kjarnorkuá- ætlunarnefndarinnar. Hvort á- kvörðun um að endurnýja kjarn- orkuvopn Nato í Evrópu nú í kjölfar INF samningsins á eftir að skapa samskonar ólgu og ákvörð- unin um að setja upp Pershing 2 og stýriflaugarnar gerði í kring- um 1980 skal ósagt látið en það er ljóst að andstaða gegn þessum áætlunum er mikil, t.d. eru nær allir evrópskir jafnaðarmanna- flokkar andvígir þeim. Margaret Thatcher hefur þeg- ar lýst því yfir að hún sé samþykk því að F-lll sprengiþotum með kjarnavopnum um borð verði fjölgað í Bretlandi. Það er ekki þar með sagt að breskur almenn- ingur sé reiðubúinn að taka á móti þeim. Ef höfð er í huga öll sú barátta sem fram fór gegn upp- setningu stýriflauga á bresku Iandi, eins og t.d. í Greenham Common herstöðinni, þá má bú- ast við því að mikil andstaða verði gegn staðsetningu fleiri véla af þessari gerð í Bretlandseyjum. í þessu sambandi má minnast þess að það voru F-lll sprengi- þotur frá bandarískum herstöðv- um í Bretlandi sem gerðu loftá- rásir á Líbýu 1986 og vakti það mikla reiði flestra Breta. Þessar vélar njóta því lítilla vinsælda þar í landi. Hvað verður tekið til bragðs ef ríkisstjórn Bretlands treystir sér ekki að taka við þess- um flugvélum þegar á reynir? Niðurstaðan gæti orðið sú að setja nokkur hundruð stýriflaug- ar í herskip ofansjávar og í kaf- báta undir herstjórn Nato í Evr- ópu. Afstaða íslenskra stjórnvalda Bandarískir flotaforingjar eru lítt hrifnir af þeirri hugmynd að Nato í Evrópu fái undir sína stjórn kafbáta búna stýriflaug- um. í fyrsta lagi vilja þeir nota árásarkafbáta sína til gagnkafbátahernaðar fyrst og fremst og í öðru lagi hafa þeir miklu meira athafnafrelsi ef bát- arnir eru eingöngu undir banda- rískri stjórn en ef hluti þeirra lyti sameiginlegri herstjórn Nato. Það er hins vegar engin trygg- ing fyrir því að þessum kosti verði hafnað. Vert er að minnast þess að ákvörðunin um Pershing 2 flaugamar var ekki tekin á hern- aðarlegum forsendum heldur pólitískum. Miklar líkur eru ein- mitt á því að Þjóðverjar muni leggja á það mikla áherslu að sæst verði á að fjölga stýriflaugum í höfunum, og að skammdræg kjarnavopn í Þýskalandi verði ekki endurnýjuð, heldur verði samið um fækkun þeirra og jafnvel útrýmingu. Christoph Bertram, einn ritstjóra þýska blaðsins Die Zeit og fyrrum for- stjóri Alþjóðaherfræðistofnunar- innar í London, benti á þessa leið í bandaríska tímaritinu Time sl. vetur og hann áréttar hana í grein sem Morgunblaðið birti 28. fe- brúar sl. Og á ráðstefnu varnar- málaráðherra Nato í Osló á síð- asta ári var það mjög á dagskrá að tryggja öryggi Evrópu með fleiri kjarnavopnum í höfunum eftir að meðaldrægu flaugunum hefði verið útrýmt. Ein helsta röksemd þeirra sem vilja hafa kjarnavopn Nato í höfunum er að slíkt muni ekki vekja mikla andstöðu meðal almennings í helstu Evrópuríkj- um. Þorsteinn Pálsson sá að vísu ástæðu til að vara við aukinni víg- væðingu í höfunum en að öðru leyti bar ræða hans á leiðtogaf- undinum fremur keim af utan- ríkisstefnu Sjálfstæðisflokksins en þeirri stefnu sem utanríkisráð- herra hefur verið að móta að und- anförnu. íslensku ráðherrarnir skrifuðu undir yfirlýsingu leiðtogafundarins og þar með heimild til að endurnýja kjarna- vopn í Evrópu „þar sem það er nauðsynlegt." Hvernig þeir vilja að staðið verði að því er ekki vit- að. Hver verður afstaða íslenskra stjórnvalda þegar endanleg ákvörðun verður tekin? Steingrímur Hermannsson ut- aríkisráðherra ákvað að styðja frystingartillögu Svíþjóðar og Mexíkó á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, og ef taka má mark á skýrslu hans til Alþingis 1988 er rökrétt að álykta sem svo að ís- lendingar styðji hugmyndir um þriðju núlllausnina og beiti sér af alefli gegn öllum hugmyndum um þróun og uppsetningu nýrra kjarnorkuvopna. í skýrslunni segir m.a.: „Ég hef ávallt verið þeirrar skoðunar að við íslendingar eigum að beita okkur eins og við getum fyrir friði, fækkun og eyðingu kjamavopna og bættu ástandi heimsmála almennt. Þetta sjónarmið mitt hef ég ítrek- að á fundum Atlantshafsbanda- lagsins og annars staðar þar sem ég hef talað fyrir hönd íslands.“ Eftir er að sjá hvort þetta sjón- armið verður ítrekað á fundi kjarnorkuáætlunamefndar Nato í Kolding 26. apríl næstkomandi. Vigfús Geirdal skrifar Kjarnorkuvopnin, hernaðarbanda- lögin og ísland I. grein Föstudagur 11. mars 1988 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.